Morgunblaðið - 13.12.2021, Síða 18

Morgunblaðið - 13.12.2021, Síða 18
18 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 13. DESEMBER 2021 ✝ Kristbjörg fæddist 3. apr- íl 1933 á Múla- stekk í Skriðdal á Héraði. Hún lést á Hjúkrunarheim- ilinu Eir 5. desem- ber 2021. Foreldrar: Kristín Ólín Ein- arsdóttir og Sig- urbjörn Árna- björnsson bóndi. Systkini: Jónína Stefanía, Einar, Guðrún Helga og Þór- ólfur fósturbróðir, öll látin. Eiginmaður Kristbjargar var Svavar Stefánsson frá Mýrum í Skriðdal, mjólkurbús- stjóri, hann lést 2013. Þau léku saman í hljóm- sveit; hún söng og spilaði á gítar. Þau voru í hópi frum- byggja Egilsstaða. Dætur þeirra: Yst Ingunn Stefánía, sálfræðingur og ensku til Brighton á Englandi og fór í blómaskreytinganám til Bandaríkjanna. Hún starfaði hjá Sparisjóði Héraðsbúa, Landssímanum, Skjalasafni Austurlands, á skrifstofu Menntaskólans á Egilsstöðum og síðast á hjúkr- unarheimilinu Eir. Auk þessa stofnaði Kristbjörg og rak sína eigin blómabúð í nokkra áratugi, „Stráið“, fyrst á Egilsstöðum og síðar á Lauga- veginum í Reykjavík. Kristbjörg lagði áherslu á mikilvægi menntunar og barð- ist fyrir tilurð Menntaskólans á Egilsstöðum. Hún hafði gaman af dansi og söng . Þau hjónin nutu þess að dansa saman, spila fyrir dansi og syngja í kór. Krist- björg og vinkvennahópurinn spiluðu bridge. Kristbjörg tók þátt í stjórnmálum á Héraði auk þess að starfa í kvenfélag- inu Bláklukku. Útför Kristbjargar fer fram frá Grafarvogskirkju í dag, 13. desember 2021, kl. 10, í viðurvist allra nánustu ætt- ingja vegna sérstakra að- stæðna. myndlistarmaður, fyrrverandi sveit- arstjóri, gift Sig- urði Halldórssyni lækni. Börn þeirra: Kristbjörg, Kristveig og Hall- dór Svavar. Birna Kristín, áður hjúkrunar- framkvæmdastjóri á Eir, gift Kristni Ingólfssyni tækni- fræðingi. Börn þeirra: Svava, Ásdís og Sigurbjörn. Erla Kolbrún, prófessor við HÍ, gift Gunnari Svavarssyni verkfræðingi. Dætur þeirra: Guðrún Mist og Melkorka. Alma Eir læknir, gift Guð- jóni Birgissyni lækni. Synir þeirra: Magnús Már og Svav- ar. Kristbjörg tók einkarit- araskólann og lærði skrif- stofutækni, sótti sumarnám í Á þessum desemberdegi, þegar Kristbjörg hefur flutt sig yfir móðuna til Svavars síns ástkæra sem þar beið, hverfur hugurinn til Egilsstaða þar sem ég, þá um tví- tugt, kynntist henni fyrst, og var þá að gera hosur mínar grænar fyrir Erlu Kollu. Kristbjörg og Svavar áttu yndislegt heimili á Selásnum og undirbjuggu jólin þar ávallt með miklum glæsibrag og hátíðleika, skreyttu mikið og lögðu mikið upp úr góðum smá- kökum og íslenskum mat. Þar kynntist ég rjúpum fyrst og laufa- brauði og þessum líka dásamlega hrísgrjónamöndlugraut með blá- berjasultu, rúsínum, súkkulaði- spæni og rjóma. Hann er enn á borðum hjá okkur fjölskyldunni á hverjum jólum. Margar skemmti- legar hefðir sem þau héldu komu trúlega úr Skriðdalnum þar sem þau Svavar áttu bæði æskuheim- ili. Þarna kynntist ég þeirra sterku samheldnu fjölskyldu og um leið Egilsstöðum og nágrenni sem alltaf er jafn heillandi svæði. Fyrsta heimsóknardaginn á Sel- ásnum þegar ég var rétt kominn inn úr dyrunum og hjónin höfðu úthlutað mér herbergi, eins langt frá herbergi Erlu og hægt var á efri hæð, kippti Svavar mér út á verönd niðri og rétti mér skóflu um leið og hann spurði hvort ég gæti aðstoðað sig aðeins á meðan Kristbjörg útbyggi matinn. Þegar við komum fyrir hornið blasti við stærðar hola neðst í túnfletinum og Svavar sagði: „Jæja, hér þurf- um við að koma fyrir sundlaug,“ sem sat samanrúlluð á bakkanum. Það var þetta sem sérstaklega einkenndi Kristbjörgu og Svavar, þ.e. ódrepandi framkvæmdagleði, vinnusemi og seigla til að gera það sem þurfti og þau langaði til og svo ótakmarkað flæði af kærleik til allra manna og dýra. Krist- björg minntist oft á geiturnar sem hún sá um á Múlastekk, rjúpna- ferðir föður síns Sigurbjarnar á heiðarnar í misjöfnu veðri, sögur af Tóta, Einari og Gunnu og af tunglbjörtum vetrarnóttum sem hún nýtti til lestrar. Kristbjörg var einstakur kokkur og enginn gerði betri kjötsúpu og lambalæri en hún. Hún var einstakur sam- ferðamaður okkar fjölskyldunnar og skilur eftir sig bara góðar minningar í mínum huga. Megi hún njóta gleði áfram í nýjum heimi. Gunnar Svavarsson. Elsku amma. Nú fékkstu loksins að fara til afa eftir langa bið og við vitum að hann hefur tekið vel á móti þér með sínum einstaka dillandi hlátri og hlýja faðmlagi. Mikið erum við þakklát fyrir að hafa átt þig að og við munum alltaf eiga minninga- banka og myndir að sækja í. Það sem kemur fyrst upp í hug- ann er gestrisnin. Hjá ykkur afa voru veislurnar ófáar og alltaf jafn höfðinglegar. Þú vildir gjarnan vera „nýmóðins“ með flott salöt og ferskmeti sem ekki endilega voru hefðbundin fyrir þína kynslóð og borðskreytingarnar voru eins og hjá kóngafólki. Þú hafðir einstak- an metnað við humarveislurnar og hannaðir þína eigin framreiðslu- tækni með hvítlaukssmjöri sem þú kenndir okkur barnabörnun- um af natni. En það var ekki bara gaman að koma í veislurnar til ykkar afa heldur var ekki síður gaman að kíkja óvænt í kaffi þar sem alltaf mátti treysta á að fá að spjalla við ykkur um heima og geima yfir flatbrauði og kleinum. Að mennta sig var þér afar mikilvægt og þú lagðir hart að okkur barnabörnunum að standa okkur í námi. Þú kenndir okkur að æfingin skapar meistarann, það var t.d. strangur agi við sund- kennsluna í garðinum hjá ykkur afa á Selási þegar við vorum börn og ekkert væl tekið gilt, 20 ferðir bringusund í roki og rigningu við 7 ára aldur var ekkert skrítið. Þú kenndir okkur mikilvægi sjálfs- virðingar, að standa með okkur sjálfum, láta ekki vaða yfir okkur og hafa metnað í að ná langt í námi og starfi. Þú hafðir líka sjálf gríð- arlegan metnað í að gera allt vel sem þú tókst að þér, bæði í vinnu og fyrir fjölskylduna. Þú vildir alla tíð vera fín í tauinu og vel til höfð, jafnvel bara til að fara út í Bónus að kaupa í matinn. Og alltaf í háum hælum. Við munum bara ekki eftir því að hafa séð þig í lágbotna skóm. Þú hafðir líka einstakt auga fyrir fal- legum samsetningum og það sást til dæmis á blómaskreytingunum þínum, veisluborðunum, áletrun, gjafainnpökkun og fallega heim- ilinu ykkar. Við biðjum að heilsa afa elsku amma okkar og við treystum því að þið vakið núna saman yfir okk- ur og stórfjölskyldunni allri. Þín Kristveig, Kristbjörg og Halldór Svavar. Elsku amma, nú hefur þú kvatt okkur og ert horfin yfir móðuna miklu. Ef við þekkjum afa rétt þá hefur hann eflaust beðið þín þar og tekið þér fagnandi með opnum örmum. Það var dagljóst fyrir okkur hvað þið voruð samrýnd og samtaka í öllu sem þið tókuð ykk- ur fyrir hendur. Þið settuð alltaf fjölskyldu ykkar, börn og barna- börn ofar öðru. Okkur systkinum eru matarboðin og veislurnar sem þið hélduð ákaflega minnisstæðar. Þú hafðir einstaka hæfileika í blómaskreytingum og lagðir alltaf svo mikið upp úr fallega uppdúk- uðu borði og veislumat. Einatt tók afi síðan upp harmonikkuna og þú leiddir söng með fallegu undirspili frá afa. Nú þegar jólin eru á næsta leiti þá minnumst við þess sér- staklega hvað það var gott að kíkja til ykkar og fá ömmukökurn- ar og skinkuhornin, hittast með stórfjölskyldunni og skera út laufabrauð og svo var það allt toppað auðvitað í jólaboðinu ykkar á jóladag þar sem borðið svignaði undan kræsingum. Minningarnar sem við eigum frá þeim tíma sem við áttum hjá ykkur í Selási á Egilsstöðum á sumrin með frændsystkinum okk- ar eru ómetanlegar og eiga eftir að ylja okkur lengi um hjartaræt- ur. Þú lagðir alltaf mikið upp úr því að við legðum okkur fram í öllu sem við tókum okkur fyrir hend- ur, sýndum dugnað og bættir svo við „en mikilvægast er að vera góður“. Elsku amma takk fyrir allt. Þú gengin ert hugglöð á frelsarans fund og fagnar með útvaldra skara, þar gleðin er eilíf, þar grær sérhver und. Hve gott og sælt við hinn hinsta blund í útbreiddan faðm Guðs að fara. (Hugrún) Svava, Ásdís og Sigurbjörn. Elsku amma okkar var yndis- leg og hlý kona sem hugsaði alltaf vel um okkur bræður þegar við vorum litlir. Okkur langar að kveðja hana með nokkrum orðum. Við munum okkar fyrstu jól í Ameríku þegar afi og amma komu í heimsókn til okkar í Vermont. Þau komu með skötu, rjúpu, laufa- brauð, malt og appelsín og kon- fekt og við héldum okkar fyrstu ís- lensku jól erlendis. Það var svo margt skemmtilegt sem við gerðum saman. Ferðalög- in hvort sem er innanlands til Egilsstaða þar sem þau bjuggu mestan hluta ævi sinnar eða er- lendis og þá er efst í huga ferðin til Garda-vatnsins á Ítalíu og til Madeira. Nú líður að jólum og hefðirnar kringum jólin eru ógleymanlegar; skinkuhornin, laufabrauðið og ekki síst að reyta og svíða rjúpur en amma Kristbjörg kenndi okkur að verka rjúpuna á réttan hátt. Þegar allt var klárt fyrir jólin sett- um við skóna okkar við arininn og Skyrgámur gleymdi okkur aldrei. Við höldum í allar þessar hefðir. Amma var mikil blómakona og rak blómabúð á Egilsstöðum og síðar í Reykjavík. Það sást alltaf hvað hún var glöð og hamingju- söm þegar hún var umkringd fal- legum blómum. Það var það sem amma elskaði mest. Elsku amma okkar. Við vitum að Svavar afi mun taka á móti þér með fallegum blómvendi og við munum alltaf hugsa til þín þegar við sjáum falleg blóm. Minningin um þig lifir að eilífu í hjarta okkar. Magnús Már og Svavar. Elsku amma mín, orð eru fá- tækleg til að lýsa þakklæti mínu og tilfinningunum í þinn garð. Alla tíð hef ég verið montinn af því að fá að eiga Kristbjörgu sem ömmu mína, því hún var einstök persóna og hafði ákveðna per- sónutöfra sem auðvelt er að vera stoltur af. Hún var harðdugleg með mikinn metnað, góðhjörtuð, stórglæsileg og var alltaf til stað- ar. Ég minnist ömmu minnar með ást, stolti og virðingu. Án hennar væri ég ekki sú manneskja sem ég er í dag og átti hún stóran þátt í því að móta mig í gegnum ævina. Hún gerði mig að sterkari og betri einstaklingi með sínum styrk, kærleika, trú og seiglu. Sú gjöf er ómetanleg og er ég henni því ævinlega þakklát. Án þess að hugsa mig tvisvar um get ég sagt að hún er sú allra besta fyrirmynd sem hægt er að hugsa sér. Sama hvað stóð til þá var hún alltaf glæsileg, vel til höfð, í sínu fínasta dressi, í háum hæl- um og tilbúin til þess að takast á við verkefni dagsins með bros á vör, sama hvað bjátaði á og lét ekkert stoppa sig. Amma var hörkutól sem stóð alltaf fyrir sínu, hún var gullfalleg að innan sem utan, kærleiksrík, snjöll og lýsti upp hvaða herbergi sem var þegar hún steig inn. Yndislegar minningar koma upp í hug minn þegar ég hugsa til baka um þær góðu stundir sem við áttum saman í gegnum ævi mína. Þar á meðal eru utanlandsferðir til Portúgal og Madeira en ég man eftir því hvað það var gott að vera í návist hennar og lærði ég af þér, elsku amma, hvað það er mikil- vægt og yndislegt að geta lifað í núinu, notið hverrar stundar, ver- ið þakklátur fyrir það sem maður hefur og farið vel með það sem maður á. Í paradísinni á Madeira þá fórum við út að borða á einum fínasta veitingastað blómaeyjunn- ar við klettana og vorum að dást að fegurðinni sem umlauk okkur. Við sáum hjón sem voru að gifta sig á klettinum á móti okkur og horfðum við aðdáunarverðum augum á athöfnina á meðan við borðuðum. Á þeirri stundu sagði ég við þig staðráðin, að ég ætlaði að gifta mig þarna á þessum kletti og stend ég við það enn þann dag í dag. Þar sem ég veit hvað ást ykkar afa var óendanlega mikil, þá sé ég þig nú fyrir mér við hlið hans, þið komin saman á ný í faðmlög og verðið óaðskiljanleg héðan í frá. Ég mun aldrei gleyma þeim lífsgildum sem þú kenndir mér, elsku amma, og hugsa ég nú fal- lega til ykkar afa sem eruð sam- ankomin á ný umvafin ást og kær- leika í paradís. Ást, þín Melkorka. Ég kynntist Kristbjörgu fyrst fyrir alvöru þegar ég dvaldi hjá fjölskyldunni um tveggja vetra skeið til að líta eftir tveimur yngstu dætrum þeirra, Erlu Kollu og Ölmu. Eldri dætur þeirra tvær, Ingunn og Birna, voru í skóla og foreldrarnir báðir í vinnu utan heimilisins. Kristbjörg var gift föðurbróður mínum Svavari Stef- ánssyni og hafði ég því þekkt hana alla mína tíð en þarna kynntist ég henni raunverulega. Þessa vetur sem ég var hjá þeim höfðu þau komið sér upp fallegu heimili að Selási 3 á Egilsstöðum. Ég man þegar ég var lítil hvað mér fannst Kristbjörg alltaf fín og falleg, enda var hún það, og ekki var laust við að ég öfundaði dætur hennar fyrir að eiga svona unga mömmu. Þau hjón reyndust mér bæði einstaklega vel og ég lærði margt af dvöl minni þessa vetur hjá fjölskyldunni. Kristbjörg var afar snyrtileg og vandvirk og allt sem hún gerði var mjög vandað. Það var sama hvað það var, mat- argerð, bakstur, prjóna- og saumaskapur, allt var þetta frá- bærlega fallega unnið. Hún var mjög jákvæð manneskja. Aldrei voru nein vandmál sem ekki var hægt að leysa og aldrei kvartaði hún yfir neinu. Hún var „algjör nagli“. Á fullorðinsárum dreif hún sig í öldungadeild Menntaskólans á Egilsstöðum og tók þar m.a. áfanga í bókfærslu. Til Bretlands fór hún hluta úr vetri og settist þar á skólabekk. Hún lét sér ekk- ert fyrir brjósti brenna og fram- kvæmdi það sem henni datt í hug. Kjarkurinn var alveg óbilandi. Svavar var henni betri en enginn og studdi hana í einu og öllu. Hún rak blómaverslun í bílskúrnum heima á Selási á Egilsstöðum og þegar hún flutti til Reykjavíkur setti hún á stofn blómaverslun sem hún rak í nokkur ár. Hún hafði mikinn metnað fyrir hönd dætra sinna og hvatti þær til náms. Þau hjón voru afar sam- rýnd og aldrei kom Svavar svo heim úr vinnunni að hann byrjaði ekki á að kalla á Kristbjörgu sína. Þau voru miklir höfðingjar heim að sækja og alltaf var jafn nota- legt að koma til þeirra. Þau voru einstaklega barngóð bæði tvö og þótti dætrum mínum mjög vænt um þau. Ég vil að lokum þakka Krist- björgu fyrir allt gamalt og gott og sendi fjölskyldunni mínar innileg- ustu samúðarkveðjur. Ólöf Zophoniasdóttir. Fallin er frá góð vinkona mín, Kristbjörg Sigurbjörnsdóttir. Margs er að minnast og hlýjar minningar koma upp í hugann. Við Magnús áttum margar góðar og eftirminnilegar stundir með þeim hjónum, Svavari og Krist- björgu, um langt árabil. Leiðir lágu fyrst saman fyrir um 40 árum þegar elsti sonur minn tók saman við yngstu dóttur þeirra hjóna. Það var einstakt gæfuspor fyrir hann og ekki leið á löngu þar til kynni mín við þau hjón hófust sem aldrei hefur borið skugga á. Krist- björg var einstök og til fyrirmynd- ar í öllu sem hún tók sér fyrir hendur. Hún sýndi mér alltaf mikla umhyggju og tryggð sem ég er og verð ávallt þakklát fyrir. Ég votta dætrum hennar og fjölskyldum innilega samúð um leið og ég kveð góða vinkonu. Fegraðu umhverfi þitt með gjöfum. Stráðu fræjum kærleika og umhyggju. Og þín verður minnst sem þess sem elskaði. Þess sem bar raunverulega umhyggju fyrir fólki. (Sigurbjörn Þorkelsson) Ragna Magnúsdóttir. Kristbjörg Sigurbjörnsdóttir Þungur þanki vokir yfir rökvísu skrefi úr kvæði í hirtan garð, rósir og sætkennd grös, rætur í iðrum jarðar kvíslast um vandfundin orð … En ef grannt er hlustað má greina þögn þína, móðir, í ljóðrænum hjartslætti heimsins sem umlykur herbergi vor. (Jón Laxdal Halldórsson) Minningar um fyrstu kynni af Jóni Laxdal færa þögn. Í mesta lagi skætingslegt bros, jafnvel glott. Örfá orð, tuldur. Lítil tenging og kynnin mörkuð af Jón Laxdal Halldórsson ✝ Jón Laxdal Hall- dórsson fæddist 19. júlí 1950. Hann lést 12. nóvember 2021. Útför Jóns Laxdal var gerð 27. nóv- ember 2021. sögum. Frásögn af sönglestri með hljómsveitinni Bjössunum, frá- sögn um bók- verkið Flugur eftir Jón, frásögn af afstöðu Jóns til fyrirbærisins: At- vinna. Áður en maður kynntist Jóni heyrði mað- ur frásagnir. Hann var þekktur áður en til fyrstu kynna kom. Ekki að hann hafi verið skrýtinn, hann var þvert á móti töffari. Sjálfsöruggur og með stíl. Bar sig vel á sviði, hvort sem er sjálfur eða með Norð- anpiltum. Hávaxinn, mjósleginn, hæglátur (oftast nær). Gáfaður, vel lesinn, skýr, með gott vald á orðum. Með sterkt skynbragð á formum og fagurfræði innan myndlistar, hárnákvæmur þeg- ar kom að því að hengja upp verk og ganga frá sýningum. Skóp listheim sinn af vand- virkni, með húmor og innsæi. Ljóð hans og kveðskapur byggðu á þeirri tegund af kjarki sem loddi við hann. Hann las sín kvæði og annarra, nánast söng línurnar og bar fram hendingar með ógleymanlegum, hljóm- miklum hætti. Enginn stóð hon- um á sporði. Og svo orti hann allt að því dróttkvætt. Torræðar myndir af ofurhversdagsleika og stundum tilbreytingarleysi. Veröld þar sem hljómur orða, merking þeirra og inntak end- urskópu Akureyri eins og Jón sá hana og samferðamenn sína. Við kynntumst Jónsa af al- vöru í kringum 2003. Smám saman vék einfaldaða myndin af honum fyrir nokkuð brosleitum manni sem maður heilsaði og tók tal við á förnum vegi. Oft sagt fátt, en alltaf eitthvað skemmtilegt eða broslegt. Ein- hvers staðar innan úr nafnlaus- um nóttum úr Gilinu berst talið að heimspekinámi við HÍ. Í eitt- hvert þeirra skipta rann upp fyrir manni hvað það var sem olli því að Jónsi reif niður bæk- ur og blöð og skóp eitthvað nýtt. Þá skildi maður að Jónsi var talsvert meira en erkimynd af listamanni. Svo vitnað sé í einkunnarorð Stofuljóða Jóns, sem eru eignuð Schopenhauer: Félagsskapur er eins og eld- urinn, það má orna sér við hann úr hæfilægri fjarlægð. Þegar Jón var til í að tala hlustaði maður. Því bæði gat hann gefið heilræði en einnig var hann sjálfur ágætur hlustandi. Líkt og dagvinna hans bar með sér, samhliða myndlistar- starfinu, var Jón ekki níhilisti heldur húmanisti og mannvinur. Það sem myndlistin bar með sér, samhliða dægurverkefnum, var að Jón vann ekki bara með form og orð. Hans verkefni var úrvinnsla og sneri að efniviðn- um: Pappír og prenti. Úrvinnsl- an úr bókum, blöðum og um- fram allt pappír, ekki síst pappír úr dagblöðum, snerist um fagurfræði, innihald og sam- bandið þar á milli. Sem lista- maður stóð hann með sjálfum sér, alla tíð. Við þá iðju var stuðst við þagnir, eyður, bil frekar en að vera margyrtur. Því það veit tíminn að til er nóg af orðum. Fjölskyldu hans og vinum vottum við samúð. Hjálmar Stefán Brynjólfsson og Jóna Hlíf Halldórsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.