Morgunblaðið - 13.12.2021, Síða 24

Morgunblaðið - 13.12.2021, Síða 24
24 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 13. DESEMBER 2021 HÁDEGISMATUR alla daga ársins Bakkamatur fyrir fyrirtæki og mötuneyti Við bjóðum annarsvegar upp á sjö valrétti á virkum dögum, sem skiptist í, tveir aðalréttir, þrír aukaréttir, einn heilsurétt, einn Veganrétt og hinsvegar er hægt að fá matinn í kantínum fyrir stærri staði sem er skammtað á staðnum. Hólshraun 3, 220 Hafnarjörður · Símar 555 1810, 565 1810 · veislulist@veislulist.is SKÚTAN Matseðill og nánari upplýsingar á veislulist.is 80 ÁRA Rúrí, eins og hún er alltaf kölluð, ólst upp í miðbæ Reykjavíkur. „Ég var sex sumur á Hólmavík hjá guðforeldrum mínum, Sigurði Ólasyni lækni og Herdísi Elínu Steingríms- dóttur konu hans. Síðar dvaldi ég oft á Reykjum á Reykjaströnd í Skagafirði.“ Rúrí fór 17 ára til Bandaríkjanna, en hún hafði unnið samkeppni um háskólastyrk við háskóla í Kalamazoo í Michigan. „Ég var eitt ár í Kalamazoo College en hélt heim eftir 15 mánaða dvöl og lauk svo stúdentsprófi með árgangi mínum í MR.“ Rúrí nam ensku og latínu við HÍ, en síðar hélt hún til Kanada og lauk meist- araprófi í klínískri sálfræði og síðar doktorsprófi í taugasálfræði.Hún starf- aði við geðdeild og taugadeild á Landspítalanum og var einnig með stofu, en hafði einnig unnið sem sálfræðingur í Kanada. Helstu áhugamál Rúríar eru tónlist og lestur. „Ég hef verið hrifin af klassískri tónlist frá því ég var fjögurra ára og lærði snemma á píanó. Ég hef lagt mig eftir að læra tungumál og get því lesið á nokkrum tungu- málum.“ FJÖLSKYLDA Fyrri eiginmaður Rúríar var Gylfi Baldursson, f. 1937, d. 2010, heyrnar- og talmeinafræðingur. Börn þeirra: Arngunnur Ýr, f. 1962, Bryndís Halla, f. 1964, Gunnhildur Sif, f. 1967, d. 1987, Baldur, f. 1969, og Yrsa Þöll, f. 1982. Seinni eiginmaður Rúríar var Grétar Guðmundsson, f. 1944, d. 2020, taugalæknir. Foreldrar Rúríar voru Vilborg Guðjónsdóttir, f. 1909, d. 1982, skrifstofumær og afgreiðslukona, og Jón Níels Jóhannsson, f. 1909, d. 1975, bifreiðastjóri og lagermaður. Þuríður Rúrí Jónsdóttir Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl , Hrútur Þú ert í góðum samböndum og ættir að notfæra þér þau til að koma góð- um málum á framfæri. Teldu upp fimm góða eiginleika sem þú hefur. 20. apríl - 20. maí + Naut Þú þarft að verja sjálfa/n þig betur og hætta að hafa svona miklar áhyggjur af öðru fólki. Einbeittu þér að framtíðinni. 21. maí - 20. júní 6 Tvíburar Þú þarft að sýna þolinmæði og tillitsemi í samtölum við vini í dag. Öllu gamni fylgir alltaf nokkur alvara. 21. júní - 22. júlí 4 Krabbi Þótt þú viljir hjálpa vinum með allt, þá getur það komið í veg fyrir að þeir læri sjálfir að bjarga sér. Aðgát skal höfð í nær- veru sálar. 23. júlí - 22. ágúst Z Ljón Það er mikil neikvæðni í loftinu í dag og líklegt að hún hafi áhrif á þig eins og aðra. Fyrrverandi samstarfsmenn þínir koma þér á óvart. 23. ágúst - 22. sept. l Meyja Leyndarmálið bakvið hamingjuna er ekki flókið. Ekki leita langt yfir skammt. Ef þú berð í hjarta þér sorg gamallar ástar, reiði eða biturð, þá er núna rétti tíminn til sleppa takinu. 23. sept. - 22. okt. k Vog Láttu þig dreyma! Þú tapar engu á því að dvelja í dagdraumum. Vinur sem á í vandræðum leitar til þín um hjálp. 23. okt. - 21. nóv. j Sporðdreki Ný verkefni byrja meiriháttar vel, en þú veist betur en nokkur annar að endirinn skiptir mestu. Reyndu að vinna aðra á þitt band. 22. nóv. - 21. des. h Bogmaður Gefðu þér tíma til útiveru því það hressir upp á sálarlífið. Tilvonandi tengdaforeldrar sýna þér hvaða eiginleika verðandi maki geymir. 22. des. - 19. janúar @ Steingeit Dagurinn verður með rólegasta móti. Allir munu njóta þess að fá hól frá þér í dag og heillandi persónuleiki þinn sýnir öllum hve einlæg/ur þú ert. 20. jan. - 18. febr. ? Vatnsberi Einhver gæti rétt þér hjálpar- hönd í vinnunni í dag, sá allra ólíklegasti. Vinsældir þínar sem yfirmanns stigmagn- ast. Þú lest vel í framkomu og orð. 19. feb. - 20. mars = Fiskar Þér sárna ummæli sem falla í sam- tali innan fjölskyldunnar. Ef einhver skuldar þér peninga skaltu ekki draga það lengi að rukka viðkomandi. niður í kjölfar fjármálahrunsins og í upphafi árs 2010 hóf Ásgeir að starfa fyrir kanadíska orkufyr- irtækið Magma Energy. „Ég byggði upp starfsemi þess á Ís- landi, ekki síst varðandi fjárfest- ingu í HS Orku.“ Ásgeir var stjórnarformaður HS Orku 2010- 2013 og tók við starfi forstjóra HS Orku í ársbyrjun 2014 og sinnti því starfi fram í árslok 2019. Hann hefur sinnt stjórnarsetu og stjórn- ur íslensk orku- og tæknifyrirtæki og var um tíma stjórnarformaður Enex. Ég ferðaðist í þessu skyni víða um heim og m.a. oft til Kína, þar sem fyrstu skrefin voru tekin í nútímahitaveituvæðingu í Kína þar sem íslensk þekking var nýtt.“ Í ársbyrjun 2007 tók Ásgeir við starfi forstjóra Geysis Green Energy, nýs fyrirtækis sem fjár- festi í orkuverkefnum víða um heim. Starfsemi Geysis var lögð Á sgeir Margeirsson fæddist 13. desember 1961 í Keflavík og ólst þar upp. Hann var í sveit í Kjarnholtum í Biskupstungum og vann í æsku sumarstörf við fiskvinnslu, á Keflavíkurflugvelli og á sjó. Ásgeir gekk í Barnaskólann og Gagnfræðaskólann í Keflavík og lauk stúdentsprófi frá Fjölbrauta- skóla Suðurnesja af eðlisfræði- braut vorið 1980. Hann kenndi við Gagnfræðaskólann á Ísafirði vet- urinn 1980-81. Hann stundaði nám í byggingarverkfræði við Háskóla Íslands, lauk C.Sc.-prófi vorið 1985. Hann vann á sumrum með námi við virkjanaframkvæmdir á Suðurlandi. Ásgeir vann á Verkfræðistofu Stanleys Pálssonar 1985-1986, en síðan flutti fjölskyldan til Lundar í Svíþjóð sumarið 1986 og Ásgeir hóf nám við Tækniháskólann í Lundi. Hann lauk þaðan Lic.Techn.-prófi í framkvæmda- fræði sumarið 1989. Hann starfaði á sumrum á háskólanum og hjá verktakafyrirtækinu Skanska. Fjölskyldan fluttist heim sum- arið 1989 og settist að í Hafn- arfirði. Ásgeir hóf störf hjá SH Verktökum og starfaði þar til árs- loka 1992 við byggingarfram- kvæmdir á höfuðborgarsvæðinu og í Blönduvirkjun. Hann starfaði hjá Eimskip við gámarekstur 1993 og 1994, en í ársbyrjun 1995 hóf hann störf sem tæknistjóri Jarðborana hf. „Ég stjórnaði borverkefnum fyrirtækisins á Íslandi, á Írlandi og á Asoreyjum.“ Það með var Geiri kominn í orkugeirann. Í ársbyrjun 2000 tók Ásgeir við starfi aðstoðarforstjóra Orkuveitu Reykjavíkur. „Megináherslur í starfinu voru varðandi rekstur og framkvæmdir tengdar veitum og orkuframkvæmdum. Ég kom t.a.m. að útvíkkun á hitaveitu- og vatns- veiturekstri Orkuveitunnar á Suð- ur- og Vesturlandi og uppbygg- ingu orkuvera á Hengilssvæðinu. Sinnti einnig starfsemi Orkuveit- unnar er laut að útflutningi á tækniþekkingu í samstarfi við önn- arformennsku í fjölmörgum fé- lögum í allmörgum löndum. Frá 2020 hefur Ásgeir starfað sem ráðgjafi hjá eigin félagi sem ber nafn sveitaseturs fjölskyld- unnar og heitir Unnarholt. „Þar sinni ég ýmsum verkefnum er snúa að orkumálum, skipulags- og bygg- ingarmálum og ýmsum rekstrar- tengdum verkefnum. Ég hef notið þess að hafa ástríðu fyrir verkefn- unum hverju sinni.“ Ásgeir hefur sinnt fjölmörgum félagsstörfum í gegnum árin, var t.a.m. gjaldkeri Nemendafélags Fjölbrautaskóla Suðurnesja, var formaður tennisdeildar Badminton- félags Hafnarfjarðar í sjö ár, sat í stjórn Tennissambands Íslands og var með dómararéttindi í tennis. Hann hefur unnið mikið að fé- lagsmálum hestamanna, setið í ýmsum nefndum á vegum Lands- sambands hestamannafélaga og í stjórn Hestamannafélagsins Sörla, sem veitti honum nýlega gullmerki fyrir vel unnin störf að uppbygg- ingarmálum félagsins. Hann sat í nokkur ár í stjórn meistaradeild- arinnar í hestaíþróttum. Helstu áhugamál Ásgeirs á fyrri árum voru skíði og hestamennska en nú eru það hestamennska og fluguveiði. „Það er þó sagt með þeim fyrirvara að fjölskyldan er að- aláhugamálið. Svo hefur vinnan og hrein orkuvinnsla hefur líka verið mikið áhugamál, og í raun ástríða hjá mér. Frænkur mínar kalla mig gjarnan Orkugeira. Hestamennskan er í raun mun meira en áhugamál, hjá okkur er hún lífsstíll sem hefur markað djúp og góð spor í fjölskylduna, enda eru tveir sonanna þriggja menntað- ir í hestamennsku og búvísindum. Sá sonanna sem ekki er hestamað- ur er verkfræðingur. Ég tók fyrir nokkrum árum upp á því að keppa í hestaíþróttum. Sú áskorun var stór og hefur veitt mér ómælda ánægju og framför á því sviði, eftir að hafa verið „útreiðakall“ í 40 ár.“ Fjölskylda Eiginkona Ásgeirs er Sveinbjörg Einarsdóttir, f. 20.12. 1955, hjúkr- Ásgeir Margeirsson, verkfræðingur og ráðgjafi – 60 ára Fjölskyldan Samankomin í sveitinni sumarið 2021 á tveggja ára afmæli Þóru Guðrúnar. Með á myndinni eru mæður hjónanna. Gjarnan kallaður Orkugeiri Hestamaðurinn Ásgeir á fyrstuverð- launahryssunni Hildi frá Unnarholti. Veiðimaðurinn Sæll með fenginn á bökkum Eystri-Rangár. Til hamingju með daginn

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.