Morgunblaðið - 13.12.2021, Page 27

Morgunblaðið - 13.12.2021, Page 27
KRAFTLYFTINGAR Jóhann Ingi Hafþórsson johanningi@mbl.is „Þetta var nánast algjör topp- dagur,“ sagði kraftlyftingakonan Kristín Þórhallsdóttir í samtali við Morgunblaðið eftir að hún tryggði sér Evrópumeistaratitilinn í þrí- þraut í -84 kg flokki í klassískum kraftlyftingum í Västerås í Svíþjóð í gær. Kristín setti tvö Evrópumót í leiðinni og fjögur Íslandsmet, en hún er fyrsti Íslendingurinn til að fagna Evrópumeistaratitli í þríþraut. Hún byrjaði á að lyfta þyngst 220 kg í hnébeygju, sem er nýtt Evrópu- met. Í bekkpressu lyfti hún 115 kg, sem er bæting á hennar eigin Ís- landsmeti. Loks lyfti hún 225 kg í réttstöðulyftu, og bætti við þriðja Ís- landsmetinu í leiðinni. Kristín lyfti því samanlagt 560 kg, sem er nýtt Evrópumet í samanlögðu. Náði loks Evrópumetinu „Markmið númer eitt var að vinna flokkinn. Ég var efst á stigum fyrir mótið og markmiðið var að halda því og verða Evrópumeistari. Ég var í baráttunni um að setja Evrópumet á HM fyrir tveimur mánuðum. Við vorum tvær sem tókum 217,5 kg í hnébeygju en hin tók það á undan og fékk það skráð sem Evrópumet, en ekki ég. Markmiðið var að taka það met og mér tókst það þegar ég lyfti 220 kg,“ útskýrði Kristín. Hún hefur verið að glíma við meiðsli í öxl síðustu vikur, en það var ekki að sjá hjá Evrópumeistaranum. „Ég gerði mér því ekki miklar vænt- ingar í bekkpressunni. Mér tókst samt sem áður að bæta mig og lyfta 115 kg, sem er persónuleg bæting og Íslandsmet. Í annarri tilraun í rétt- stöðulyftu tók ég 225 kg, sem er per- sónuleg bæting og annað Íslands- met, og með því var ég komin með Evrópumetið í samanlögðu. Ég reyndi svo við 230,5 í réttstöðulyftu, sem er Evrópumet, en það var því miður eina lyftan sem fór ekki upp í dag. Hún fór aðeins af stað en ég hafði hana ekki. Ég veit ég á hana inni og tek hana næst. Ég náði samt sem áður átta af níu lyftum gildum.“ Nýtti reynsluna frá HM Heimsmeistaramótið í október- byrjun var fyrsta stórmót Kristínar. Hún viðurkennir að það hafi verið auðveldara að keppa á Evrópumóti eftir reynsluna á HM. „Ég var með aðeins háleitari markmið fyrir HM, sem var mitt fyrsta alþjóðlega mót. Það var smá stress sem fylgdi því að keppa á fyrsta alþjóðlega mótinu, þar sem allt er svo stórt. Ég náði ekki alveg mínu, sem er eðlilegt þegar maður er að fikra sig áfram á sínu fyrsta stórmóti. Markmiðið á EM var að ná út því sem ég hafði vonast til að ná á HM. Ég fór langleiðina með það. Það var allt miklu auðveldara núna. Ég kom með þriðja besta árang- urinn inn á HM og það var mjög taugatrekkjandi að fara á mitt fyrsta stórmót og vera stiguð svona ofar- lega fyrir mótið. Mér tókst samt að ná bronsinu á HM. Ég fann að ég var mun afslappaðri fyrir þetta mót þegar skrekkurinn var farinn. Mér leið mjög vel, var sjálfsörugg og þetta var miklu jákvæðari upplifun. Manni finnst maður vera hokinn af reynslu eftir eitt heimsmeistara- mót,“ sagði Kristín hlæjandi. Kristín er 37 ára og starfar sem dýralæknir í Borgarfirði en hún hef- ur aðeins æft íþróttina af krafti í tvö ár. Hún hefur því náð gríðarlega góðum árangri á skömmum tíma og komið sjálfri sér á óvart í leiðinni. „Þetta hefur komið mér rosalega á óvart. Ég byrjaði að æfa þetta til að fá líkamsrækt og bæta andlega líðan en svo sást það mjög fljótt að ég átti mikið erindi í íþróttina og hef rokið upp í bætingum. Það hefur gerst mjög hratt og kannski hraðar en er venjulegt að sjá. Líkami minn virðist taka mjög vel við því að æfa þessa íþrótt. Það er ekki sjálfgefið að byrja í nýrri íþrótt 35 ára gamall og ná toppnum.“ Ætlar sér stóra hluti á nýju ári Kristín fær stutt jólafrí áður en hún fer að undirbúa sig fyrir næsta tímabil. Hún setur stefnuna á Ís- lands- og heimsmeistaramót á nýju ári. „Nú er ég orðin 37 ára en á með- an vel gengur og ég hef gaman af þessu mun ég keppa áfram. Ég fékk boð um að keppa á Reykjavíkurleik- unum í janúar en ég ákvað að af- þakka að þessu sinni þar sem það er búið að vera mjög stutt á milli móta hjá mér. Núna tekur við smáfrí og síðan uppbyggingartímabil. Eftir það stefni ég á að keppa á Íslands- meistaramótinu í mars og svo er næsta HM í júní. Það er því hálft ár í næsta stórmót,“ sagði Kristín. „Hefur gerst mjög hratt“ - Kristín Evrópumeistari - Setti tvö Evrópumet - Aðeins æft í tvö ár Verðlaun Kristín Þórhallsdóttir með verðlaunapeningana í gær. sama stað á laugardaginnn og Sigrún skoraði einnig eitt markanna í þeim leik. Kolbrún Garðarsdóttir skoraði líka fyrir Fjölni í báðum leikjum. Graf- arvogsliðið er nú með 15 stig, SA 12 en SR ekkert. _ Á Íslandsmóti karla í íshokkíi vann SA dramatískan sigur á SR í Laug- ardalnum á laugardaginn, 4:3, þar sem Hafþór Sigrúnarson skoraði sig- urmark SA, sitt annað mark í leikn- um, á lokamínútunni. Þá hafði SR unnið upp 3:0-forskot sem SA náði í fyrsta leikhluta. SA er nú með 18 stig og SR 17 í Hertz-deild karla en Fjölnir er með þrjú stig í neðsta sætinu. _ Teitur Örn Einarsson landsliðs- maður í handknattleik hefur skrifað undir samning við þýska félagið Flensburg til árs- ins 2024. Teitur kom til Flensburg frá Kristianstad á skammtímasamn- ingi í október og hefur blómstrað með þýska liðinu þar sem hann hefur gert 52 mörk í 13 leikjum. Teitur hélt upp á samn- inginn með því að skora fjögur mörk í stórsigri Flensburg á Leipzig í gær, 31:21. _ Bjarki Már Elísson er næst- markahæstur í þýsku 1. deildinni í handbolta en hann skoraði níu mörk fyrir Lemgo í gær þegar liðið vann Göppingen örugglega, 34:26. Bjarki hefur skorað 95 mörk í 14 leikjum en Niclas Ekberg er markahæstur með 98 mörk í 15 leikjum fyrir Kiel. Janus Daði Smárason skoraði þrjú mörk fyrir Göppingen í leiknum. Viggó Kristjánsson skoraði sex mörk fyrir Stuttgart og Andri Már Rún- arsson tvö en lið þeirra steinlá þó á heimavelli gegn Hannover-Burgdorf, 22:34. _ Kristján Örn Kristjánsson lands- liðsmaður í handknattleik fór á kost- um í gærkvöld þegar lið hans Aix vann St. Raphaël á útivelli, 31:24, í frönsku 1. deildinni. Kristján var sér- staklega í miklum ham í fyrri hálfleik en hann skoraði níu mörk úr tólf skotum í leiknum. París SG er með 24 stig á toppn- um, Nantes er með 21, Aix 19 og St. Raphaël 14 stig í fjórða sæt- inu. _ Nokkrir leik- menn og starfs- menn enska knattspyrnuliðsins Manchester Unit- ed hafa greinst með kórónuveiruna. Skimanir sem gerðar voru eftir sigur liðsins gegn Norwich, 1:0, á laug- ardag leiddu til þessarar niðurstöðu og fyrir vikið var hefðbundinni æf- ingu liðsins í gær aflýst. Óvissa er með leik United gegn Brentford í úr- valsdeildinni sem fram á að fara í London annað kvöld. ÍÞRÓTTIR 27 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 13. DESEMBER 2021 Olivia Mellegård tryggði Svíum dýrmætt stig gegn Norðmönnum þegar hún jafnaði, 30:30, þremur sekúndum fyrir lok leiks grann- þjóðanna á heimsmeistaramóti kvenna í handbolta á Spáni á laug- ardagskvöldið. Þar með eru Þórir Hergeirsson og hans konur í norska liðinu skyndilega í talsverðri hættu á að komast ekki í 8-liða úrslit en þær mæta heimsmeistaraliði Hollands í hreinum úrslitaleik í kvöld. Holland og Noregur eru með sjö stig en Sví- þjóð, sem mætir Rúmeníu, er með sex stig. Frakkland, Rússland, Danmörk, Þýskaland, Spánn og Brasilía eru komin í átta liða úrslit mótsins en tveimur milliriðlanna lauk í gær- kvöld og hinum tveimur lýkur í kvöld. Ljósmynd/IHF Spánn Svíar fagna innilega jafnteflinu dýrmæta gegn Noregi. Úrslitaleikur hjá Noregi Alfons Sampsted og Guðmundur Þórarinsson, landsliðsmenn í knatt- spyrnu, fögnuðu um helgina meist- aratitlum í Noregi og Bandaríkj- unum. Alfons og félagar í Bodö/Glimt þurftu stig gegn botnliði Mjöndalen á útivelli í lokaumferðinni í Noregi í gær til að verða meistarar annað árið í röð. Þeir gerðu gott betur en það, voru komnir í 2:0 eftir aðeins fjórar mínútur og innsigluðu sig- urinn og titilinn með þriðja mark- inu í seinni hálfleik. Alfons lék allan leikinn með Bodö/Glimt og spilaði 29 af 30 leikj- um liðsins í deildinni, alveg eins og á árinu 2020 þegar liðið varð meist- ari í fyrsta skipti. Guðmundur lék sem vinstri bak- vörður með New York City sem lagði Portland Timbers í úrslitaleik MLS-deildarinnar í Bandaríkj- unum, sem fram fór í Portland í fyrrakvöld. Honum var skipt af velli undir lok uppbótartíma þegar New York var yfir, 1:0. Portland jafnaði, 1:1, með síðustu spyrnu leiksins og ekkert mark var skorað í framlengingu. New York City vann vítakeppnina 4:2, varð meist- ari í fyrsta skipti, og Guðmundur varð fyrstur Íslendinga til að vinna meistaratitilinn í karlaflokki í Bandaríkjunum. Dagný Brynjars- dóttir vann hann í kvennaflokki árið 2017 með Portland Thorns. Guðmundur og Alf- ons urðu meistarar Morgunblaðið/Árni Sæberg Bestir Alfons Sampsted er norskur meistari annað árið í röð. KÖRFUKNATTLEIKUR VÍS-bikar karla, 8-liða úrslit: Blue-höllin: Keflavík – Haukar ........... 19.15 Origo-höllin: Valur – Njarðvík ............ 20.15 1. deild karla: MVA-höllin: Höttur – Fjölnir.............. 19.15 HANDKNATTLEIKUR Coca Cola-bikar karla, 1. umferð: Framhús: Fram – ÍBV.............................. 18 Í KVÖLD! VÍS-bikar kvenna 8-liða úrslit: Njarðvík – Fjölnir ................................ 89:88 ÍR – Haukar.......................................... 58:76 Breiðablik – Hamar/Þór .................... 101:75 Stjarnan – Snæfell................................ 61:67 VÍS-bikar karla 8-liða úrslit: TM-hellirinn: ÍR – Þór Þ ..................... 77:79 MG-höllin: Stjarnan – Grindavík ........ 85:76 1. deild karla Selfoss – ÍA ......................................... 109:73 Staða efstu liða: Haukar 12 10 2 1223:919 20 Álftanes 12 9 3 1133:985 18 Höttur 10 8 2 993:851 16 Sindri 12 7 5 1094:1045 14 Selfoss 12 7 5 1040:1021 14 Spánn Zaragoza – Fuenlabrada.................... 74:85 - Tryggvi Snær Hlinason tók tvö fráköst á 12 mínútum með Zaragoza. B-deild: Gipuzkoa – Forca Leida ..................... 73:81 - Ægir Már Steinarsson skoraði 10 stig fyrir Gipuzkoa, tók fjögur fráköst og átti þrjár stoðsendingar á 27 mínútum. >73G,&:=/D Olísdeild kvenna HK – Fram............................................ 20:33 Haukar – KA/Þór ................................. 34:27 Staðan: Fram 10 8 1 1 274:240 17 Valur 9 8 0 1 254:193 16 KA/Þór 9 5 1 3 245:242 11 Haukar 10 5 1 4 276:266 11 Stjarnan 10 4 0 6 255:257 8 HK 10 3 1 6 227:250 7 ÍBV 7 2 0 5 180:183 4 Afturelding 9 0 0 9 187:267 0 Grill 66-deild kvenna Stjarnan U – Grótta ............................. 24:32 Fjölnir/Fylkir – ÍBV U ........................ 20:30 Fram U – Selfoss.................................. 18:26 Valur U – HK U.................................... 32:31 Staða efstu liða: ÍR 8 6 1 1 204:166 13 Selfoss 9 6 1 2 254:226 13 FH 8 5 2 1 206:166 12 Fram U 9 5 0 4 254:250 10 Valur U 9 4 1 4 237:240 9 HK U 10 4 1 5 265:258 9 Grill 66-deild karla Fjölnir – Hörður................................... 34:33 Þór – Valur U........................................ 32:29 Afturelding U – Haukar U .................. 26:28 Selfoss U – Kórdrengir........................ 33:28 Staða efstu liða: Hörður 9 8 0 1 310:252 16 ÍR 9 8 0 1 326:259 16 Fjölnir 9 6 0 3 278:267 12 Selfoss U 9 6 0 3 270:258 12 Þór 9 6 0 3 261:245 12 Þýskaland Kiel – RN Löwen ................................. 32:29 - Ýmir Örn Gíslason skoraði ekki fyrir Löwen. B-deild: Emsdetten – Hüttenberg.................... 33:19 - Anton Rúnarsson skoraði sex mörk fyrir Emsdetten. Danmörk Aalborg – Fredericia .......................... 32:30 - Aron Pálmarsson skoraði sex mörk fyrir Aalborg. Pólland Kielce – Wisla Plock............................ 27:26 - Sigvaldi Björn Guðjónsson og Haukur Þrastarson skoruðu ekki fyrir Kielce. Frakkland Montpellier – Chartres ....................... 32:21 - Ólafur Andrés Guðmundsson skoraði eitt mark fyrir Montpellier. Noregur Kristiansand – Drammen................... 28:35 - Óskar Ólafsson skoraði eitt mark fyrir Drammen. Svíþjóð IFK Ystad – Guif.................................. 30:29 - Aron Dagur Pálsson skoraði tvö mörk fyrir Guif en Daníel Freyr Andrésson varði ekkert í marki liðsins. %$.62)0-#

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.