Morgunblaðið - 13.12.2021, Side 28

Morgunblaðið - 13.12.2021, Side 28
28 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 13. DESEMBER 2021 Skoðið fleiri innréttingar á innlifun.is Suðurlandsbraut 26 Sími 587 2700 Opið 11-18 virka daga, 11-16 laugardaga. innlifun.is Árið er 2084. Arnold Schwarzen- egger er byggingarverkamaður sem er þjakaður af endurteknum draum- um um Mars. Til að komast að upp- runa þessara drauma telur hann sig þurfa að ferðast til reikistjörnunnar. Á Mars blasa við honum iðandi stór- borgir, skínandi glerhvelfingar og umfangsmikill námugröftur. Marg- brotnir innviðir leiðslna, kapla og rafala sjá þúsundum íbúa fyrir orku og súrefni. Kvikmyndin Total Recall dreg- ur upp áhuga- verða mynd af því hvernig borgir á Mars gætu litið út: glansandi, hreinar og með nýjustu tækni. Einn galli er þó á gjöf Njarðar. Þótt borgirnar ímynduðu séu frábær leik- mynd fyrir Hollywood-myndir færi uppbygging þeirra með núverandi tækni fram úr fjárheimildum sér- hvers leiðangurs NASA. Sem áður segir þyrfti að byrja á því að flytja hvern einasta hamar, pappírsörk og pappírsklemmu til Mars, sem er í tugmilljóna kílómetra fjarlægð frá Jörðinni. Og ef ferðast er út fyrir sól- kerfið, til nálægra stjarna, þar sem skjótvirk samskipti við Jörðina eru ómöguleg, yrði verkið margfalt vandasamara. Því verður ekki hægt að reiða sig á birgðaflutninga frá Jörðinni heldur þarf að finna leið til að geta dvalið í geimnum án þess að setja þjóðarbúskapinn á hliðina. Lausnin gæti legið í fjórðu iðnbylt- ingunni: Nanótækni og gervigreind gætu gjörbreytt forsendunum. Seint á tuttugustu og fyrstu öld ættu framfarir í nanótækni að gera okkur kleift að framleiða grafín og nanópípur úr kolefni í miklu magni; fislétt efni sem munu gjörbylta bygg- ingariðnaði. Grafín er gert úr einu lagi kolefnissameinda sem eru bundnar þétt saman og mynda ör- þunnar en slitsterkar þynnur. Efnið er því sem næst gegn- sætt og vegur nánast ekki neitt. Samt er það sterkasta efni sem vitað er um – tvö hundruð sinnum sterkara en stál og jafnvel slitsterkara en demantar. Fræðilega séð væri hægt að láta fíl standa á blýantsenda og svo leggja blýantsodd- inn á grafínþynnu án þess að hún rifnaði. Grafín hefur líka þann kost að leiða rafmagn. Vísindamönnum hefur þegar tekist að útbúa smára úr grafínþynnum sem eru á stærð við sameind. Tölvur framtíðarinnar verða hugsanlega smíðaðar úr þessu efni. Nanópípur úr kolefnum eru gerð- ar úr grafínþynnum sem undnar eru í langar pípur. Þær eru svo gott sem óbrjótanlegar og næstum ósýnilegar. Ef burðarvirki yfir Ölfusá yrði smíð- að úr kolefnapípum í nanóstærð væri sem brúin svifi um í lausu lofti. En ef grafín og nanópípur eru slík töfraefni, hvers vegna hafa þau þá ekki verið notuð í hverri húsbygg- ingu, brúm og hraðbrautum? Sem stendur er geysierfitt að framleiða hreint grafín í miklu magni. Minnstu óhreinindi eða gallar á sameindastig- inu gætu valdið því að efnið glataði undraverðum eiginleikum sínum. Reynst hefur erfitt að framleiða þynnur sem eru stærri en frímerki. Efnafræðingar binda þó vonir við að á næstu öld verði mögulega hægt að fjöldaframleiða efnið, en það myndi draga verulega úr kostnaði við uppbyggingu innviða í geimnum. Efnið er svo létt að það yrði auðflutt til fjarlægra staða í geimnum og það mætti jafnvel framleiða það á öðrum reikistjörnum. Heilu borgirnar gætu risið úr þessu efni í eyði- mörkinni á Mars. Byggingar gætu verið að hluta gegnsæjar og geimbúningar ör- þunnir og aðsniðnir. Bílar yrðu sérstak- lega sparneytnir vegna þess hversu léttir þeir yrðu. Með tilkomu nanó- tækninnar gæti orðið bylting í húsagerðar- list. En jafnvel þótt slík- ar framfarir hafi orðið er því ósvarað hver eigi að vinna alla erfiðisvinnuna við að koma upp land- nemabyggðum á Mars, náma- vinnslustöðvum í smástirnabeltinu eða bækistöðvum á Títani og fjar- reikistjörnum? Gervigreind gæti verið hluti af lausninni. Gervigreind: tækni á bernskuskeiði Árið 2016 fór kliður um gervi- greindarsamfélagið þegar það spurð- ist út að AlphaGo, hugbúnaður frá DeepMind, hefði borið sigurorð af Lee Sedol, heimsmeistaranum í hinu forna borðspili Go. Margir töldu að það myndi taka áratugi að vinna slíkt afrek. Ritstjórnargreinar birtust með kveinstöfum um að sigurinn væri minningargrein um mannkynið. Ekki yrði aftur snúið; vélarnar myndu senn taka völdin. AlphaGo er þróaðasti leikja- hugbúnaður sögunnar. Í skák er að meðaltali hægt að velja milli 20 og 30 leikja í hverri stöðu en í Og eru um 250 mögulegir leikir. Raunar eru stöðurnar sem komið geta upp í leiknum fleiri en atómin í alheim- inum. Talið var að of erfitt yrði fyrir tölvu að telja alla mögulega leiki. Það vakti því eðlilega mikinn áhuga fjöl- miðla þegar AlphaGo gat unnið Sedol í leiknum. Það kom þó fljótt í ljós að sama hversu þróuð AlphaGo yrði gæti hún aðeins unnið þetta eina verkefni. Að vinna Go var allt og sumt. „AlphaGo getur ekki einu sinni teflt. Hún getur ekki spjallað um leikinn. Sex ára barnið mitt er klárara en AlphaGo,“ sagði Oren Etzioni, forstjóri Allen- gervigreindarstofnunarinnar. Þú gætir ekki gengið að tölvunni, klapp- að henni á bakið og óskað til ham- ingju með að hafa unnið manneskju og búist við viðbrögðum til samræm- is, sama hversu öflugur hugbúnaður- inn væri. Tölvan er ekki meðvituð um að hún skráði nafn sitt í vísindasög- una. Raunar veit vélin ekki einu sinni að hún er tölva. Það vill gleymast að þjarkar nútímans eru upphafnar reiknivélar án sjálfsvitundar, sköp- unargáfu, almennrar skynsemi eða tilfinninga. Þær geta skarað fram úr í tilteknum, endurteknum og sértæk- um verkefnum en brugðist bogalistin í flóknari verkefnum sem krefjast al- mennrar þekkingar. Þótt ýmsar byltingar séu vissulega að verða á sviði gervigreindar þarf að setja framþróun hennar í samhengi. Sé þróun þjarka og eldflauga borin saman sést að þjarkafræði er komin lengra en Tsíolkovskíj var í sínum rannsóknum – það er að segja komin af hugmynda- og tilgátustigi. Við er- um vel innan stigsins sem Goddard kom okkur á og erum að smíða frum- gerðir sem eru frumstæðar en sýna að grunnreglurnar eru réttar. Við eigum hins vegar eftir að komast á næsta stig, stigið sem von Braun var á, þegar öflugir og skapandi þjarkar streyma af færibandinu og reisa borgir á fjarlægum reikistjörnum. Þjarkar hafa reynst ótrúlega vel sem fjarstýrðar vélar. Þegar Voy- ager-geimfarið flaug til Júpíters og Satúrnusar, Viking-förin lentu á yfir- borði Mars og Galíleó- og Cassini- geimförin flugu í kringum gasrisana stýrði her manna för. Líkt og drónar fylgdu þessir þjarkar einfaldlega fyr- irmælum umsjónarmanna sinna í stjórnstöðinni í Pasadena. Allir „þjarkarnir“ sem birtast okkur í kvikmyndum eru leikarar í bún- ingum, tölvuteikningar eða fjar- stýrðar vélar. (Eftirlætisþjarki minn úr vísindaskáldskap er Robbi Róbot í kvikmyndinni Forboðna reikistjarn- an, en þótt hann hafi verið framtíð- arlegur var maður innan í honum.) Reikniafl tölva hefur tvöfaldast á átján mánaða fresti síðustu áratugi en hvers má vænta í framtíðinni? Næsta skref: sönn sjálfvirkni Næsta skref á eftir fjarstýrðum þjörkum er að útbúa sanna sjálf- virkni: þjarka sem geta tekið eigin ákvarðanir með aðeins minniháttar mannlegri íhlutun. Sjálfvirkur þjarki hæfist handa um leið og einhver segði „tíndu upp ruslið“. Slíkt er nú handan getu þjarka. Við munum þurfa sjálfvirka þjarka sem geta rannsakað og lagt undir sig ytri reikistjörnurnar að mestu á eigin spýtur. Það tæki enda margar klukkustundir að eiga samskipti við þá. Sjálfvirkir þjarkar gætu reynst ómissandi við stofnun nýlenda á fjar- lægum reikistjörnum og tunglum. Höfum hugfast að næstu áratugi gætu landnemar í geimnum aðeins verið nokkur hundruð talsins. Vinnu- afl verður af skornum skammti og kostnaðarsamt. Engu að síður verð- ur mjög þrýst á að byggðar verði nýjar borgir á fjarlægum hnöttum. Þar geta þjarkar skipt sköpum. Til að byrja með verður verkefni þeirra að vinna áhættusöm, leiðigjörn og óþrifaleg verk. Þegar við horfum á Hollywood- kvikmyndir, sem dæmi, gleymum við stundum hversu varasamur geim- urinn getur verið. Jafnvel þar sem þyngdarkrafturinn er veikur verða þjarkar nauðsynlegir við þungaflutn- inga í byggingarframkvæmdum, en þeir munu fara létt með að bera stóra burðarbita, steyptar plötur, þunga- vinnuvélar og annað sem þarf til að byggja bækistöð á öðrum hnöttum. Þjarkar munu hafa yfirburði í þess- um efnum umfram geimfara, sem eru í klunnalegum búningum, með viðkvæma vöðvabyggingu, hægir í hreyfingum og bera þunga súrefnis- tanka. Menn verða fljótt uppgefnir en þjarkar geta unnið dag og nótt. Verði slys er jafnframt auðvelt að gera við þjarka eða skipta þeim út fyrir nýja við ýmsar hættulegar að- stæður. Þjarkar munu geta aftengt hættulegt sprengiefni sem notað er til að sprengja berg fyrir byggingar eða vegi. Þeir munu geta gengið í gegnum eldhaf til að bjarga geimför- um í eldsvoða, eða unnið á hroll- köldum stöðum á fjarlægum tungl- um. Þeir þurfa heldur ekki súrefni og því er engin hætta á að þeir kafni en geimfarar búa stöðugt við þá ógn. Þjarkar munu einnig geta rann- sakað hættuleg landsvæði á fjar- lægum hnöttum. Þannig er til dæmis lítið vitað um hversu varanlegur eða traustur ísinn er á pólum Mars eða á ísilögðum vötnum Títans, en ísinn gæti reynst mikilvæg uppspretta súrefnis og vetnis. Þjarkar gætu líka kannað hraunhella á Mars, sem gætu skýlt geimförum fyrir skaðlegum geimgeislum, eða rannsakað tungl Júpíters. Sólblossar og geimgeislar auka líkur á krabbameini hjá geim- förum en þjarkar gætu unnið við banvæna geislun. Þjarkar gætu líka skipt út úr sér gengnum hlutum sem hafa veðrast í mikilli geislun, með því að halda vöruhús fyrir varahluti sem er sérstaklega varið fyrir geislun. Ásamt því að sjá um hættulegu störfin gætu þjarkar unnið leiðigjörn verk, sér í lagi endurtekningarsöm verkefni í framleiðslu… Að verða tegund margra reikistjarna Bókarkafli Í bókinni Framtíð mannkyns fjallar bandaríski eðlis- fræðingurinn Michio Kaku um leiðir til að jarðgera Mars, ferða- lög milli stjarnanna, ódauðleikann og örlög okkar handan Jarðar. Framtíðarsýn Bandaríska geimferðastofnunin, NASA, hefur lagt fé í Olympus-verkefnið sem byggist á því að þrívíddarprenta vistarverur og aðrar byggingar í hugsanlegri tunglstöð með efnivið sem finna má á staðnum. Michio Kaku

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.