Morgunblaðið - 13.12.2021, Síða 32
TTFATADAGAR
öt
öt
Fellsmúli 26| 108 Reykjavík | s i 581-1552 | www.curvy.is
Blaðamenn bandaríska bókmenntatímaritsins World
Literature Today hafa tekið saman það sem þeir telja
100 eftirtektarverðustu þýðingarnar á enska tungu á
árinu 2021 og eru bækur tveggja íslenskra rithöfunda á
listanum. Það eru Kvika (Magma) eftir Þóru Hjörleifs-
dóttur, sem Meg Matich þýddi, og Sumarljós og svo
kemur nóttin (Summer Light, and Then Comes the
Night) eftir Jón Kalman Stefánsson í þýðingu Philips
Roughtons. Á listanum eru einnig til dæmis bækur eftir
Ai Weiwei, Kjell Askildsen, Tove Ditlevsen, Haruki Mura-
kami, Olgu Tokarczuk og David Grossman.
Sögur Þóru og Jóns Kalmans á lista
yfir 100 bestu þýðingarnar á árinu
MÁNUDAGUR 13. DESEMBER 347. DAGUR ÁRSINS 2021
Sími: 569 1100
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is
Í lausasölu 739 kr.
Áskrift 7.982 kr. Helgaráskrift 4.982 kr.
PDF á mbl.is 7.077 kr. iPad-áskrift 7.077 kr.
Úrvalsdeildarliðin Haukar, Njarðvík, Breiðablik og
fyrstudeildarliðið Snæfell eru búin að tryggja sér sæti í
undanúrslitum bikarkeppni kvenna eftir sigra í átta liða
úrslitunum um helgina. Haukar og Njarðvík eru þar tal-
in afar sigurstrangleg.
Þór frá Þorlákshöfn og Stjarnan eru þá búin að
tryggja sér sæti í undanúrslitum bikarkeppni karla með
sigrum í átta liða úrslitunum í gærkvöldi. Síðari tveir
leikirnir í átta liða úrslitum fara fram í kvöld. »26
Haukar og Njarðvík til alls líkleg
ÍÞRÓTTIR MENNING
Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
Badmintonmeistarinn Broddi Krist-
jánsson fékk bronsverðlaun í einliða-
leik í flokki 60-65 ára á heimsmeist-
aramóti öldunga í Huelva á Spáni.
„Ég er formlega hættur keppni en
held áfram að leika mér og það kitlar
að taka eitt mót til viðbótar,“ segir
kappinn, sem fagnaði 61 árs afmæli
sínu í liðinni viku, nokkrum dögum
eftir að hafa verið á verðlaunapalli.
Drífa Harðardóttir og Elsa Nielsen
gerðu betur en Broddi og eiga eflaust
mikið eftir, en þær urðu heimsmeist-
arar í tvíliðaleik kvenna í flokki 40-44
ára auk þess sem Drífa fékk líka gull
í tvenndarleik með Jesper Thomsen
frá Danmörku.
Broddi er sigursælasti Íslending-
urinn í meistaraflokki í badminton.
Hann hefur samtals 43 sinnum orðið
Íslandsmeistari í einliðaleik karla,
tvíliðaleik og tvenndarkeppni, þar af
14 sinnum í einliðaleik. Hann hefur
líka keppt oftast allra fyrir hönd Ís-
lands og verið fulltrúi þjóðarinnar í
Evrópukeppni, heimsmeistara-
keppni og á Ólympíuleikum. Hann
hefur tekið þátt í erlendum aldurs-
flokkamótum með góðum árangri
eftir að hann hætti keppni á meðal
þeirra bestu og alltaf komið heim
með verðlaunapening. Hann fékk
silfur á EM 2008, gull í +45 ára
flokki á HM 2009 þar sem hann var
elstur keppenda, brons á HM 2016
og aftur nú. „Ég er ánægður með
þriðja sætið því ég verð að taka lík-
amann með í reikninginn, það er slit
hér og þar.“
Eplið og eikin
Undirbúningurinn fyrir svona mót
er ekki eins stífur og Broddi átti að
venjast þegar hann var upp á sitt
besta. Hann reynir að mæta í hóp-
tíma tvisvar í viku og hlaupa og
styrkja sig þess á milli. „Ég verð að
hugsa vel um hvíldina á milli æfinga,“
segir hann. Bætir við að yfirbragðið á
aldursflokkamótunum sé mun af-
slappaðra en á helstu mótunum og
margir keppi bara til þess að vera
með. „Það á ekki við um okkur; við
mætum alltaf til þess að ná eins góð-
um árangri og hægt er.“
Þegar Broddi var sjö ára byrjaði
hann að æfa badminton hjá TBR.
„Ég fór fyrst á æfingar með for-
eldrum mínum og eitt leiddi af öðru,“
segir hann. Bætir við að aðstæður
hafi verið frekar frumstæðar fyrstu
árin. Fyrst hafi verið æft í Valsheim-
ilinu og svo í Álftamýrarskóla og
Höllinni áður en TBR-húsin hafi ver-
ið tekin í notkun 1976. Hulda Guð-
mundsdóttir, móðir Brodda, var
margfaldur meistari, en faðirinn,
Kristján Benjamínsson, var virkari í
félagsmálunum, var til dæmis for-
maður TBR og Badmintonsam-
bandsins. Eiður Ísak og Andri, synir
Brodda og Helgu Þóru Þórarins-
dóttur, hafa haldið uppteknum hætti
í fjölskyldunni en Helga hefur látið
sér nægja að vera í klappliðinu.
Sigurviljinn og keppnisskapið hafa
drifið meistarann áfram. „Þegar ég
hef tapað inn á milli hef ég alltaf náð
að koma tvíefldur til baka í næsta
mót.“ Broddi segir að ákveðnin skili
sér áfram inn í aldursflokkamótin.
„Hún eldist ekki af manni og þetta er
alltaf jafn gaman en ég verð reyndar
svolítið pirraður þegar meiðsli setja
strik í reikninginn. Ég væri til í að
vera aðeins minna slitinn og verð að
sjá til með framhaldið.“
Á Spáni Broddi Kristjánsson, Drífa Harðardóttir og Elsa Nielsen með verðlaunapeningana eftir mótið.
Gullið togar í Brodda
- Þrjú á palli á heimsmeistaramóti öldunga í badminton