Morgunblaðið - 22.12.2021, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 22.12.2021, Blaðsíða 15
15 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. DESEMBER 2021 Sprungið Umferðaröngþveiti skapaðist á hringtorgi við austurenda Bæjarháls nýverið þegar sprakk á öðru afturdekki strætisvagns. Ökumenn fóru hjáleið á meðan skipt var um dekk. Árni Sæberg Skuldahlutfall sveit- arfélaga getur verið vill- andi stærð um eiginlega fjárhagsstöðu. Ástæðan er sú að hlutfallið fangar t.d. ekki skuldbindingar vegna leigu- og rekstrarsamninga. Þetta á við um Seltjarn- arnesbæ, þar sem leigu- skuldbindingar ríkisins og Reykjavíkurborgar við bæinn nema meira en helmingi af langtímaskuldum bæj- arins, eða um 1.600 milljónum króna. Skuldirnar eru til komnar vegna bygg- ingar hjúkrunarheimilis og fimleika- húss í eigu bæjarins sem eru svo leigð ríki og borg. Í reglugerð um fjár- hagsleg viðmið sveitarfélaga (502/ 2012) er gert ráð fyrir að sveitarfélög taki tillit til m.a. leiguskuldbindinga ríkisins og reikni svokallað skulda- viðmið – sem gefur rétt- ari mynd en skuldahlut- fallið. Hjá Seltjarnar- nesbæ var skulda- viðmiðið 65% í lok síðasta árs og stefnir í liðlega 80% í lok þessa árs. Hérna er tekið tillit til skuldbindingar rík- isins gagnvart bænum en þó ekki borgarinnar, en þá væri skulda- viðmiðið 68% en ekki 80%. Lögbundið hámark er 150%. Til sam- anburðar má nefna að skuldaviðmið Reykjavíkurborgar stefnir í að vera hærra en 150% á næsta ári og ætti það að vera mikið áhyggjuefni fyrir Reykvíkinga. Langtímaskuldir Seltjarnarnesbæjar Um síðustu áramót námu lang- tímaskuldir Seltjarnarnesbæjar um 2.800 milljónum. Að auki nemur lífeyr- isskuldbinding um 1.600 milljónum króna. Langtímaskuldirnar eru í gróf- um dráttum vegna: 1) Bygging hjúkr- unarheimilis kostaði 1.500 milljónir sem ríkið borgar að langstærstum hluta, 2) bygging íþróttahúss sem Reykjavíkurborg greiðir að stærstum hluta kostaði 700 milljónir og 3) nýlegt uppgjör við lífeyrissjóðinn Brú vegna SALEK-samkomulagsins er upp á 650 milljónir. Glöggir lesendur sjá að sam- talan af þessu er 2.850 milljónir. Ný- lega bættust við lán að upphæð 400 milljónir vegna framkvæmda ársins og næsta árs, m.a. vegna undirbúnings nýs leikskóla og íbúðakjarna fatlaðra. Skuldasilfur Egils Í umræðuþætti Ríkissjónvarpsins á dögunum, Silfrinu, sá Þórdís Lóa Þór- hallsdóttir formaður borgarráðs ástæðu til að nota skuldahlutfall Sel- tjarnarness, sem segir lítið um fjár- hagsstöðu bæjarfélagsins, til að láta borgina (reyndar bara A-hluta hennar) koma betur út í einhverjum sam- anburði við bæjarfélagið. Hvernig stendur á því? Ég legg til að Þórdís rifji upp skuldbindingu borgarinnar við bæinn, sem er um fimmtungur af langtímalánum bæjarins. Öll hljótum við að fyrirgefa formanni borgarráðs yfirsjónina – slíkt er umfang skulda og skuldbindinga borgarinnar. Víða Viðreisnarvilla Flokksbróðir Þórdísar í Viðreisn, Karl Pétur Jónsson bæjarfulltrúi, heldur því fram að skuldir Seltjarn- arnesbæjar megi skýra með langvar- andi tapi af daglegum rekstri. Þetta staðhæfði hann í frétt Fréttablaðsins 17. desember – án þess að blaðamaður gæfi stjórnendum bæjarins færi á and- svari. Fullyrðingin er röng eins og sjá má að framan en ég má þó til með að árétta líka að hækkun lífeyr- iskuldbindinga er ekki daglegur rekst- ur. Á síðastliðnum fimm árum hafa líf- eyrisskuldbindingar hækkað um 750 milljónir króna. Með sérstakri gjald- færslu vegna SALEK-samkomulags- ins til Brúar lífeyrissjóðs er samtalan raunar 930 milljónir. Þetta skýrir að mestu þann bókhaldslega hallarekstur af bæjarsjóði Seltjarnarness sem minnihlutinn þar réttlætir með skatta- hækkunum ásamt reyndar téðum lau- mufarþega – sem seint verður fyr- irgefið. Aðalatriðið er að fjárhagsstaða bæjarins er býsna sterk og framtíðin er björt á Seltjarnarnesi. Og skattar munu lækka aftur. Eftir Magnús Örn Guðmundsson » Öll hljótum við að fyrirgefa formanni borgarráðs yfirsjónina – slíkt er umfang skulda og skuldbindinga borg- arinnar. Magnús Örn Guðmundsson Höfundur er formaður bæjarráðs Seltjarnarness. Skuldavitleysa Þegar ég varð óvænt fyrsti borg- arfulltrúinn utan tví- veldis R- og D-lista ár- ið 2002 fékk ég sæti sem áheyrnarfulltrúi F-listans í borgar- og skipulagsráði. Þar með komst ég í einstaka stöðu til að vinna gegn niðurrifshugmyndum R-listans sáluga á menningarminjum og gömlum hús- um. Hæst ber þar baráttu mína gegn niðurrifi Austurbæjarbíós árið 2003 og baráttuna gegn niðurrifi meirihluta gamalla húsa við Lauga- veg árin 2005 til 2008. Í nýlegri og vandaðri bók um Laugaveginn eftir Önnu Dröfn Ágústsdóttur og Guðna Valberg er nær algerlega litið fram hjá þessari áralöngu baráttu en öðr- um aðilum og hruninu að mestu þakkað að ekki fór verr á Lauga- veginum. Það að ekki var búið að rífa mörg gömlu húsanna við Laugaveg, sem voru 25 talsins, má að mestu þakka skeleggri baráttu minni fyrir hrun, því að annars hefðu mörg hús þegar verið rifin og tómir húsgrunnar staðið eftir þegar efnahagslægðin skall á í október 2008. Hver sá sem kynnir sér fundargerðir borg- arstjórnar árin 2005- 2006 og stefnuskrá F- lista, Frjálslyndra og óháðra, fyrir borg- arstjórnarkosning- arnar vorið 2006 þarf ekki að velkjast í vafa um þetta. Ég hóf þeg- ar í ársbyrjun 2004 baráttu gegn niðurrifs- áformunum, þó að fulltrúar R-listans hafi vænt mig um annað, þegar ég hóf tillöguflutn- ing minn gegn þessum glórulausu áformum. Ég kynnti mér ítarlega byggingarsögu gömlu húsanna, eins og kom fram í greinargerðum með þeim tillögum sem ég flutti gegn niðurrifinu árið 2005 Tillaga mín í borgarstjórn 1. mars 2005. „Borgarstjórn Reykjavíkur sam- þykkir að koma á fót nýjum starfs- hópi til að endurskoða deiliskipulag við Laugaveg. Markmið endurskoð- unarinnar verði að draga úr þeim víðtæku heimildum til niðurrifs gamalla húsa við Laugaveg, sem nú eru áformaðar.“ Fulltrúar R-listans vísuðu tillögu minni til skipulags- ráðs og svæfðu þannig framgang hennar. Tillaga mín í borgarstjórn 17. maí 2005. „Borgarstjórn Reykjavíkur sam- þykkir að ekki verði heimilað að rífa 19. aldar hús á Laugavegi milli Skólavörðustígs og Smiðjustígs. Heimildir til niðurrifs húsanna nr. 4, 5, 6 og 11 við Laugaveg verði því dregnar til baka.“ Fultrúar R- listans vísuðu þessari tillögu einnig til skipulagsráðs og svæfðu þannig málið. Tillaga mín í borgarstjórn 7. júní 2005. „Borgarstjórn Reykjavíkur sam- þykkir að ekki verði heimilað nið- urrif 19. aldar húsa við Laugaveg á milli Smiðjustígs og Vatnsstígs. Heimildir til niðurrifs húsanna nr. 12b, 19, 21, 23 og 27 verði því dregnar til baka. Jafnframt verði fallið frá niðurrifsheimildum húsanna nr. 20 frá 1902 og nr. 29 (Brynju) frá 1906.“ Enn og aftur svæfði R-listinn tillögu mína með því að vísa henni til skipulagsráðs. Tillaga mín í borgarstjórn 21. júní 2005. „Borgarstjórn Reykjavíkur sam- þykkir að ekki verði heimilað nið- urrif 19. aldar húsa við Laugaveg á milli Vatnsstígs og Frakkastígs. Heimildir til niðurrifs húsanna nr. 35, 36a, 41 og 45 verði því dregnar til baka. Jafnframt verði fallið frá niðurrifsheimildum húsanna nr. 33 frá 1902, nr. 33b frá 1916, nr. 33a frá 1911, nr. 38 frá 1905 og nr. 38b frá 1903.“ Eins og fyrri daginn vís- uðu fulltrúar R-listans tillögunni til skipulagsráðs. Tillaga mín í borgarstjórn 21. mars 2006. „Borgarstjórn Reykjavíkur sam- þykkir að Reykjavíkurborg beiti sér fyrir því að 19. aldar götumynd húsaraðarinnar Laugavegar 2-6 verði varðveitt. Í því skyni kaupi Reykjavíkurborg húseignirnar Laugaveg 4-6 til að forða megi þeim húsum frá niðurrifi og að þau verði endurreist í sem upprunalegastri mynd.“ Fulltrúar R-listans vísuðu tillögunni til borgarráðs í þetta sinn en ekki skipulagsráðs, enda orðnir hræddir við verndunartillögur mín- ar og F-listans, sem gerði verndun gömlu húsanna við Laugaveg að kosningamáli vorið 2006. Kaupin á Laugavegi 4-6 voru rök- rétt afleiðing baráttu minnar. Fáir hafa fordæmt kaup meiri- hluta F- og D-lista á lóðinni Lauga- vegi 4-6 og Skólavörðustíg 1a í árs- byrjun 2008 harðar en núverandi borgarstjóri, Dagur B. Eggertsson, en hann var formaður skipulagsráðs árin 2004-2006 og harðasti tals- maður hárrar og umfangsmikillar hótelbyggingar á rústum gömlu húsanna við Laugaveg 4-6. Með baráttu minni gegn áformum hans og R-listans sáluga um niðurrif 25 gamalla húsa við Laugaveg frá árinu 2005 tel ég mig hafa komið gömlu húsunum í skjól þar til hrun- ið skall á og nýbyggingarofstækinu linnti. Eitt mitt síðasta verk sem borgarstjóri sumarið 2008 var að standa í vegi fyrir áformum um risastóran Listaháskóla á horni Frakkastígs og Laugavegar, sem hefði náð niður fyrir Hverfisgötu og rutt gömlum húsum við Laugaveg úr vegi. Eftir Ólaf F. Magnússon » Það að ekki var búið að rífa mörg gömlu húsanna við Laugaveg, sem voru 25 talsins, má að mestu þakka skeleggri baráttu minni fyrir hrun. Ólafur F. Magnússon Höfundur er læknir og fv. borgarstjóri. Björgun gömlu húsanna við Laugaveg á árunum 2005-2008

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.