Morgunblaðið - 22.12.2021, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 22.12.2021, Blaðsíða 20
20 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. DESEMBER 2021 ✝ Páll Skúlason fæddist í Hnífsdal 8. desem- ber 1945. Hann lést á Landspít- alanum 14. desem- ber 2021. Foreldrar hans voru Skúli Her- mannsson, f. 5. maí 1918, d. 1. janúar 1959, og Helga Pálsdóttir, f. 19. september 1917, d. 29 október 2012. Systkini Páls eru Guðrún Kristín, f. 3. apríl 1940, d. 23. janúar 2018; Hermann Krist- inn, f. 24. mars 1943, d. 18. júní 2001; Guðfinna, f. 7. október 1952, og Helga Guðbjörg, f. 31. mars 1955. Páll giftist Jóhönnu Ein- arsdóttur 28. mars 1970, börn mæðraskólann á Ísafirði árið 1968. Þau fluttu á Akranes árið 1969 þar sem Páll fór að læra bifvélavirkjun frá Iðnskólanum í Reykjavík, seinna lærði hann pípulagningar, sem hann vann við alla tíð. Páll og Jóhanna byggðu sér hús árið 1975 á Furugrund 15 sem þau hafa búið í til dagsins í dag. Páll var virkur félagi í Kiw- anisklúbbnum á Akranesi til fjölda ára, síðustu ár vann hann við viðhald Pálshúss í Hnífsdal og að endurgera Stundvís, sem var bátur afa hans Páls Pálssonar, ásamt vin- um og ættingjum. Þar áttu þau Páll og Jóhanna margar góðar stundir. Útför hans fer fram frá Akraneskirkju í dag, 22. des- ember 2021, klukkan 14. Hlekkir á streymi: https://youtu.be/KvwDr-021qQ https://www.mbl.is/andlat þeirra eru: 1) Helga, f. 15. janúar 1970, maki Valur Þór Einarsson. Börn: Máni Þór, Darri Már, Breki, Malín og Rökkvi. 2) Einar Árni, f. 17. júní 1972, maki Sigrún Sveins- dóttir. Börn: Páll Sindri, Hákon Ingi, Heiðrún Una, Bjartur Daði og Jóhann Orri. Barnabörn: Hera og Theodór Ingi. 3) Elísabet Ösp, f. 28. ágúst 1981. Börn: Emil Þór og Tinna María. Maki Sólberg Ás- geirsson, f. 27 mars 1981. Páll fæddist í Hnífsdal og bjó þar fyrstu ár ævinnar. Hann kynntist Jóhönnu þegar hún kom til náms við Hús- Elsku besti pabbi minn. Ég veit ekki hvar ég á að byrja, hvað ég á að segja. Síðustu dagar hafa verið óraunverulegir, martröð sem ég er að bíða eftir að vakna upp af. Ég get ekki skilið af hverju þú varst tekinn frá okkur og frá elsku mömmu, algjörlega fyrirvaralaust. Það bara hlýtur að hafa vantað einn laghentan þarna uppi sem getur allt og vílar ekkert fyrir sér heldur gengur í allt sem þarf að gera. Ég er svo þakklát fyrir þig og okkar samband, þakklát fyrir allt sem þú hefur gert fyrir mig og börnin mín. Það var sko alveg sama hvað það var, þú varst alltaf boðinn og búinn. Við gátum alveg stundum verið pirruð hvort á öðru, en það er kannski af því að við erum svolítið lík. Ég hef all- nokkrum sinnum heyrt frá þér: „Ég hef nú oftast nær rétt fyrir mér,“ og það var líka bara alveg rétt. Þú kallaðir son minn, hann Emil Þór, uppeldisson þinn þar sem við bjuggum hjá ykkur um tíma þegar hann var lítill, ykkar samband hefur þar af leiðandi alltaf verið einstakt. Þið hélduð báðir með Liverpool og það voru nú ófáir leikirnir sem þið horfðuð á saman. Þú varst svo stoltur af honum og hlakkaðir til að fara norður með mömmu til að fagna útskriftinni hans. Dóttir mín hún Tinna María var einnig mjög náin þér, henni fannst svo notalegt að koma í dek- ur á Furugrundinni þar sem allt mátti. Þegar ég spurði þig hvort hún mætti koma í pössun þá sagð- ir þú alltaf að ég þyrfti ekki að spyrja því hún væri alltaf velkom- in hvenær sem væri. Þú varst með ótrúlegt minni, mundir t.d. hvenær allir eiga af- mæli, hringdir í alla vini og ætt- ingja á afmælisdaginn þeirra. Varst mjög frændrækinn og fylgdist vel með hvað allir voru að gera. Þú varst lúmskur húmoristi, góður, gafst þéttingsföst og góð knús. Elsku pabbi. Þú varst mikill nákvæmnis- maður og það skipti þig miklu máli að segja satt og rétt frá. Þú hafðir ekki mikið álit á óheiðar- legu fólki. Veit að þú áttir oft erf- itt með að bíta á jaxlinn en þú gerðir það samt og varðst mýkri og mýkri með tímanum. Við fengum algjört hláturskast á afmælisdaginn þinn þar sem þú sýndir mér hjónasæluna sem þú hafðir bakað. Ég hafði lesið upp fyrir þig uppskrift daginn áður þar sem átti að vera ein krukka af rabarbarasultu, þú fórst auðvitað eftir því en krukkan hlýtur að hafa verið frekar stór þar sem sultan flæddi um allt. Þú varst ekki mikið í heimilis- störfum hér á árum áður en upp á síðkastið varstu farinn að vera ansi lunkinn í eldhúsinu. Oftar en ekki var manni boðið í hægeldað lambalæri og svo var nú aldrei neitt mál fyrir þig að skella ein- hverju í „fræjarann“ ásamt ýmsu öðru. Þú bakaðir mikið af rúg- brauði og dreifðir því hingað og þangað, held að ansi margir séu búnir að bragða á brauðinu hans Palla Skúla, sem var það besta. Þú hugsaðir líka vel um mömmu og stjanaðir við hana í bak og fyrir, hún saknar þín alveg óskaplega mikið. Við reynum að hugsa vel um hana en það er auð- vitað enginn eins og þú. Missirinn er mikill fyrir elsku mömmu. Vonandi sefur þú vel í sumar- landinu, ég elska þig, pabbi minn. Þangað til næst. Þín Elísabet Ösp. Elsku pabbi. Hafi ég einhvern tíman þráð að geta horfið inn í stóra, hlýja faðm- inn þinn … þá er það núna. Hafi ég einhvern tíma þurft á því að halda að þú kreistir mig svo fast að ég missti andann um stund … þá er það núna. Héðan í frá verð ég hinsvegar að láta mér duga að lygna aftur augunum og rifja upp í huganum alla ástina sem fólst í þessum þéttu faðmlögum. Faðmlögum sem sögðu svo miklu meira en nokkur orð. „Þú ert alveg eins og hann pabbi þinn“ er sú setning sem ég hef sennilega heyrt hvað oftast í gegnum tíðina. Og satt best að segja hefur þetta í mínum huga alltaf verið ómetanlegt hrós. Eða svona næstum því. Það var einna helst þegar okkur sinnaðist sem ég þvertók fyrir að hafa erft þver- móðsku þína og þrjósku – taldi mér trú um að ég væri sko mun sveigjanlegri í samningum. Hin síðari ár hef ég þó lært að gangast við þessum eiginleikum í eigin fari og ákveðið að þeir væru í raun ná- skyldir þrautseigjunni sem ein- kenndi þig alla tíð. Sumar myndirnar sem fara í gegnum hugann – nú þegar leiðir skilur um stund – kalla óneitan- lega fram bros. Aðrar djúpa að- dáun og virðingu. En allar óend- anlega væntumþykju. Hann var alla jafna rólyndis- maður … nema ef hans lið Liver- pool var að spila. Þá gat blóð- þrýstingurinn farið langt yfir hættumörk. Honum náði hann svo niður með því að leysa kross- gátur eins og enginn væri morg- undagurinn, baka rúgbrauð í tugatali sem hann gaf vinum og vandamönnum eða smíða, endur- byggja, laga og dytta að. Hann var ættaður frá Hnífsdal – og þar leið honum best. Síðustu árin undi hann sér best á þessum heimaslóðum sínum við að endur- byggja Pálshús; sem afi hans átti. Samhliða því henti hann sér í að endurnýja bátinn Stundvís, sem einnig hafði verið í eigu afa Páls. Ef marka má nafnið á fleyinu þá hefur nákvæmnin, vandvirknin og reglan verið honum í blóð borin; erfst kynslóð fram af kynslóð. Öll hans verk voru listavel unnin. En hann var líka að mörgu leyti sér- vitur og vanafastur; safnaði síðu, hvítu skeggi á hverjum vetri sem hann rakaði svo af sér á sumar- daginn fyrsta – og hver dagur hjá honum hófst á hafragraut með vestfirskum aðalbláberjum út á. Berjum sem hann tíndi sjálfur með mannbrodda á fótunum í snarbröttum vestfirskum hlíðun- um. En umfram allt var pabbi minn bónbesti og umhyggjusam- asti dugnaðarforkur sem hægt er að hugsa sér. Maður sem var elskaður – ekki bara af fjölskyldu sinni og vinum heldur öllum vin- um okkar, barna hans, líka. Sárastur er samt söknuður mömmu – konunnar sem hann bar á höndum sér alla tíð. Kon- unnar sem hefur vegna veikinda þurft að treysta á ást hans og heilindi meira en nokkru sinni fyrr. Því trausti brást hann aldr- ei. Elsku pabbi. Þrátt fyrir að ég komist ekki með tærnar þar sem þú hafðir hælana í dugnaði, hjálp- semi og umhyggju fyrir hverjum þeim sem á vegi þínum varð, þá máttu vita að þú hefur alltaf verið – og munt alltaf verða – fyrir- mynd mín í flestu. Þú ert það sem hvetur mig til að gera sífellt bet- ur. Ástarþakkir fyrir allt. Góða ferð „heim“. Þín dóttir, Helga. Elsku pabbi, ég sakna þín svo mikið að ég get ekki lýst því. Við höfum sennilega aldrei verið eins nánir og síðustu ár, alltaf hægt að leita til þín um ráð og ef þú gast ekki útskýrt hvernig ég ætti að gera í síma þá komstu bara á nóinu. Við systkinin hugsum vel um mömmu eins og þú ert búinn að gera svo vel síðustu ár, hafðu ekki áhyggjur af því, elsku pabbi. Það var svo margt sem við áttum eftir að gera saman en það verður að bíða þangað til ég kem til þín. Ég ætla ekki að hafa þetta fleiri orð, hvíldu í friði. Þinn sonur, Einar Árni. Einar Árni Pálsson. Afi Palli var einn af mikilvæg- ustu manneskjum í mínu lífi. Afi var nánast alltaf með allt á hreinu og gat í flestum tilfellum svarað manni ef maður vildi spyrja gamla um eitthvað. Alltaf fannst mér ótrúlegt hvað hann gat munað allt, eins og til dæmis afmælisdaga, hann var alltaf með þá alla á hreinu og gat munað afmælisdaga hjá öllu því fólki sem hann þekkti. Hann þurfti sko ekkert Facebook til að vita hvenær fólk ætti afmæli, sagði hann það nú nokkrum sinn- um við mig. Afi var einstaklega handlaginn og alltaf gat maður treyst á að afi gæti lagað eitthvað fyrir mann og kennt manni allskonar hand- bragð í leiðinni. Oftar en ekki kom hann til bjargar ef eitthvað þurfti að skrúfa saman eða skipta um hjá mömmu. Afi kenndi mér margt, allt frá því hvernig ætti að halda á skipti- lykli eða skrúfjárni, kenna mér eitthvað um bíla, hvernig á að gera hnúta eða bara halda með Liverpool. Það voru nú margir leikirnir sem við horfðum á saman á Furugrund, elsku afi, og mun ég vera þakklátur fyrir þær stundir að eilífu. Hjá afa og ömmu á Furugrund, var maður alltaf velkominn og það var alltaf til eitthvert kruðerí eða nýbakað brauð með smjöri og sultu. Maður fór alla vega aldrei svangur þaðan. Ef það var kvöldmatur á Furu- grund og afi var að elda, var nú oftast soðin ýsa með kartöflum og heimabakaða rúgbrauðinu hans afa og smjöri. Þegar ég fékk að gista var ávallt tilbúinn hafra- grautur með smá sykri og að- albláberjum úr Hnífsdal í morg- unmat þegar maður vaknaði fyrir skóla. Afa fannst ekkert betra en að vera í Hnífsdalnum sínum með ömmu Jóhönnu. Ég fann alltaf hvað honum leið vel þegar ég tal- aði við hann í símann þegar hann var í Hnífsdal. Ég held nefnilega að honum hafi fundist hann vera lítill strákur aftur þegar hann var kominn í Pálshús í kringum allt frelsið og rólegheitin í dalnum, og auðvitað geta farið aðeins út á sjó á gamla bátnum Stundvís sem afi og Gummi frændi gerðu upp sam- an spýtu fyrir spýtu, nema kjöl- urinn sem var endurnýttur. Takk fyrir allt, elsku afi, og hvíldu í friði. Ég lofa þér því að ég skal hugsa vel um ömmu eins og þú gerðir. Kveðja, þinn Emil Þór eða upp- eldissonurinn þinn eins og þú kallaðir mig nú oft. Emil Þór Guðmundsson. Páll Skúlason mágur minn er allur. Hann er búinn að vera hluti fjölskyldu minnar í áratugi, eða allt síðan Jóhanna systir mín sett- ist í Húsmæðraskólann á Ísafirði fyrir rúmlega hálfri öld. Þar ófu örlaganornirnar þeim þann kær- leiksveg sem síðan hefur verið fetaður. Palli var alla tíð mjög vinnu- samur og duglegur og var mikið í mun að sjá heimili sínu góðan far- borða. Hann hafði lært bifvéla- virkjun í Reykjavík en eftir að hann flutti á Skagann nam hann pípulagnir sem síðan varð lífs- starf hans. Fyrstu árin leigðu þau Jó- hanna íbúð á Vesturgötu á Akra- nesi en seinna byggðu þau sér hús í Furugrund 15 þar sem heimili þeirra hefur staðið í áratugi. Þar ólu þau upp börnin sín þrjú. Heimili þeirra var alltaf mjög hlý- legt og fallegt og þar bar allt vitni um dugnað og smekklegheit Jó- hönnu og fullkomnunaráráttu Palla í öllum frágangi. Í eldhúsinu hjá þeim var yndislegt að setjast niður í kaffi og spjall. Og eldhúsið áttu þau saman, því alla tíð kom Palli þar sterkur inn með sína sér- rétti, bæði í mat og bakstri. Hans sérgrein voru líka vestfirsku rétt- irnir sem ekki voru þó allir vin- sælir inni á heimilinu, sérstaklega ef fnykurinn benti til varasamrar verkunar. Því Palli var að Vestan með stórum staf. Það þurfti ekki langt spjall til að verða var við það stolt og tryggð sem hann bar til æsku- stöðva sinna við Djúpið. Hin síð- ari ár átti Hnífsdalur og arfleifð ættar hans þar hug hans allan og ófáar stundirnar fóru í að hlúa að og endurbyggja veldi forfeðr- anna. Fyrir vestan, í endur- byggðu Pálshúsi, leið honum og Jóhönnu vel og þar áttu þau sínar bestu stundir eftir að erilsömu lífsstriti var svolítið ýtt til hliðar. Fráfall hans er Jóhönnu systur minni erfitt því hann var klettur- inn og ómetanlegur stuðningur í erfiðum veikindum hennar. Að- ventan er langt gengin og jólin fram undan, þau verða fjölskyld- unni erfið. Jóhönnu og börnunum þeirra, Helgu, Einari Árna og El- ísabetu Ösp, bið ég blessunar Guðs um alla framtíð. Þóra Einarsdóttir. Það var aldrei lognmolla í kringum Pál Skúlason, eða Palla frænda eins og við kölluðum hann alltaf. Hann var stór persónuleiki sem tók sitt pláss líkt og margir forfeður og frændur hans sem ól- ust upp í Hnífsdal við Ísafjarðar- djúp í stöðugri nálægð við ægivald hafsins. Þannig hikaði kann ekki við að lýsa skoðunum sínum á mönnum og málefnum – þó svo að það kynni stundum að gera sam- ferðamenn hans fráhverfa honum. Segja má að Palli hafi komið inn í líf okkar vorið 2014 þegar hann festi kaup á Pálshúsi í Hnífs- dal í félagi við Helgu dóttur sína og Guðmund Karl Bergmann, systurson sinn. Húsið hafði þá verið að mestu leyti í eigu ætt- arinnar frá því að það var byggt árið 1897. Þeir frændur, Palli og Gummi, hófust strax handa við endurbæt- ur á húsinu. Ekki létu þeir þær framkvæmdir duga heldur réðust þeir í endurbyggingu Stundvíss. Stundvís var trilla sem Páll Páls- son, afi Palla og útgerðarmaður í Hnífsdal, átti. Hún hafði þá legið í niðurníðslu árum saman hjá Byggðasafni Vestfjarða. Með ein- stakri þolinmæði, elju, útsjónar- semi og krafti náðu þeir frændur að endurbyggja Stundvís. Og áfram var haldið. Rústir gamla „skíthússins“ á Brekkunni risu úr öskustónni – urðu aftur að húsi sem fékk hið virðulega nafn Varð- veislusetur menningarminja. Þá blasti við stórt vandamál. Hvernig átti að sjósetja Stundvís? En hjá sumum eru vandamál ekki til – að- eins lausnir. Á undraskömmum tíma höfðu þeir frændur útbúið myndarlega vör í flæðarmálinu og smíðað og komið fyrir öflugu spili til að draga trilluna upp. Palli hafði alltaf haft miklar taugar til Hnífsdals og með hverju árinu sem leið urðu ræt- urnar sterkari. Honum til mikillar gleði fór Jóhanna hans líka að una sér betur og betur í dalnum. Við hjónin vorum í miklum og góðum samskiptum við Palla og Jóhönnu þegar þau dvöldu í Pálshúsi. Palli var mjög frændrækinn og með eindæmum glöggur þegar kom að afmælisdögum. Það brást ekki síðustu árin að hann hringdi í okk- ur á afmælisdögum okkar og sona okkar. Við reyndum að svara í sömu mynt og heyrðum bæði tvö í honum á afmælisdaginn hans þann áttunda desember síðastlið- inn. Þá var hann hress og kátur og ekki grunaði okkur að þetta yrði síðasta samtalið. Elsku Jóhanna okkar, Helga, Einar og Elísabet, tengdabörn og aðrir afkomendur. Innilegar sam- úðarkveðjur til ykkar allra. Karl Kristján Ásgeirsson og Guðlaug Jónsdóttir (Kalli og Didda). Er það ekki markmið okkar allra í lífinu að vera góðar mann- eskjur? Þannig var Páll Skúlason, góð manneskja. Fráfall hans var ekki tímabært fyrir þá sem elsk- uðu hann og dáðu. Hann átti svo margt eftir að gera og njóta; skoða landið sem hann hafði aldr- ei tekið sér tíma til því hann var alltaf að vinna, hjálpa öðrum. Frændi lagði mikla rækt við uppruna sinn. „Hvar ertu?“ spurði ég. „Ég er heima, í Páls- húsi í Hnífsdal,“ svaraði hann. Þar hafði hann af mikilli eljusemi og ósérhlífni endurbætt æskuheimil- ið og ásamt með Guðmundi syst- ursyni og Kalla frænda endur- smíðað Stundvís, bát gamla Páls. Hann viðhafði fögur orð um sam- vinnu þeirra frænda og afrakst- urinn ber því glæsilegt vitni. Þeir eiga þakkir skildar fyrir vel unnið verk. „Hvar ertu núna?“ „Ég er í berjamó!“ – Frænda féll aldrei verk úr hendi. Og það var aldrei lognmolla í kringum hann. Hann var ræðinn og sagði gjarnan sög- ur af sínu nánasta fólki og ekki síður fjarskyldum. Hann var hreinskiptinn og heiðarlegur og lá ekkert á skoðunum sínum. Frændi var kannski dálítill of- urhugi sem ungur maður; ég man er ég sat aftan á mótorhjóli hans og hann keyrði á ofsahraða, að mér fannst þá, á malarvegi frá Ísafirði út í Hnífsdal. Ég man líka er hann hnýtti snærisspotta upp í Kubb, hest sem Helgi Björns átti, og flengreið honum berbakt eftir Bakkaveginum svo eigandinn hafði aldrei séð annað eins. Hann var mér fyrirmynd og þeir Her- mann voru mér, sem átti fjórar eldri systur, mjög dýrmætir sem slíkir eins og allt hans fólk, fjall- myndarlegt og vel gert. „Systkinasynir,“ leiðrétti hann þegar mér varð á að segja systkinabörn. Páll Skúlason var greiðvikinn maður svo vægt sé sagt. Þegar við hjón hófum búskap og þurftum pípulagningamann var kallað í frænda. Mér er minnisstætt þeg- ar hann kom einhverju sinni og við kysstumst, að eldri börnum mínum ásjáandi sem settu upp undrunarsvip. Þannig var það alltaf, þétt faðmlag og koss á kinn. Frændi var alltaf boðinn og búinn að koma og græja það sem þurfti og þegar kom að sumarbústað- alífinu var sama upp á teningnum. Alltaf kom hann, hvenær sem var og hvernig sem viðraði. En fyrst var það kaffibollinn! „Það er alltaf gert,“ sagði hann. „Hvernig stendur á því að þú ert alltaf að byggja í grenjandi rigningu,“ sagði hann einhverju sinni og glotti. Og þegar hitalögn var lögð í bústaðargólfið hastaði hann á mig ef ég vandaði mig ekki nóg því hann gaf engan afslátt á gæð- um. Enda varð byggingarfulltrú- anum að orði þegar hann tók út verkið hans: „Ég hef bara aldrei séð annað eins.“ Ég hringdi hreykinn og flutti frænda frétt- irnar. Hann brá sér lítt en sagði: „Byggingarfulltrúinn á Vestur- landi vildi nú veita mér fegurð- arverðlaun.“ Hann miklaðist ekki og gerði allt af alúð og samvisku- semi. Í heimsókn okkar hjóna í Pálshús sl. sumar nutum við gest- risni hans og Jóhönnu. Á hlaðinu stóð nýr húsbíll sem þau höfðu hugsað sér til frekari ferðalaga. Af þeim verður ekki. Nafna míns er sárt saknað en minning um góðan dreng lifir með okkur. „Orðstír deyr aldregi hveim er sér góðan getur.“ Páll Ólafsson. Ekki bjóst ég nú við þessu þrátt fyrir að þú hafir nokkrum sinnum sagt: „Ég fer nú alveg að drepast!“ Ég tók þessu allavega sem gálgahúmor en ekki brá mér að heyra hvað þú sagðir við sjúkraflutningamennina í þinni hinstu för. Hvar á ég að byrja með minn- ingarorð mín? Þú ert búinn að þekkja mig lengur en ég þig. Ég man allavega ekki eftir því þegar þú varst að skipta um bleyju á mér. Ég er 59 ára en fyrst man ég eftir þér þegar ég er um fjögurra ára á Ljósvallagötu 24, síðan á Skriðustekk 6 og í Pálshúsi. Það verður síðan húsið sem við kaup- um saman árið 2014 en höfðum mörgum árum áður tekið þátt í endurbótum á því. Þetta hús átti eftir að vera okkar ær og kýr ásamt trillunni hans afa. Okkur þótti báðum ofurvænt um þessa hluti og sömuleiðis hvorum um annan. Núna finnst mér eins og ég hafi misst pabba minn í annað Páll Skúlason HINSTA KVEÐJA Afi var góður karl og ég elskaði hann svo mikið og hann eldaði svo góðan mat og mér fannst svo gaman að vera í pössun hjá afa og við gerðum svo margt skemmtilegt saman og afi er besti afi sem ég hef upp- lifað og hann er besti afi í öllum heiminum og ég elska hann svo mikið. Ég elska þig afi. Gleðileg jól afi besti! Þín Tinna María.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.