Morgunblaðið - 22.12.2021, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. DESEMBER 2021
Sigtryggur Sigtryggsson
sisi@mbl.is
Á síðasta fundi borgarráðs voru
kynntar niðurstöður starfshópa um
uppbyggingu tveggja íþróttamann-
virkja í Laugardal, þ.e. tennishúss
og viðbyggingu við Skautahöllina.
Starfshópur um tennishús legg-
ur til að byggt verði á lóð TBR,
gegnt Glæsibæ, 2.500 fermetra hús
með fjórum tennivöllum ásamt 900
fermetra viðbyggingu á tveimur
hæðum auk kjallara. Fyrir eru á lóð-
inni tvö hús með badmintonvöllum.
Áætlaður kostnaður við þessar
byggingar er 985 milljónir króna.
Einnig leggur starfshópurinn
til að byggðir verði fjórir tennisvellir
á núverandi grasæfingasvæði Þrótt-
ar en félagið mun skila svæðinu til
borgarinnar þegar byggðir hafa ver-
ið tveir nýir gervigrasvellir í Laug-
ardal.
Þrjú félög í Reykjavík eru með
tennisdeildir, Fjölnir, Víkingur og
Þróttur. Nýlega lauk endurgerð
á tveimur völlum á svæði Víkings í
Fossvogi. Þörfin fyrir aðstöðu hefur
vaxið hröðum skrefum og í dag leigir
borgin aðstöðu fyrir félögin þrjú í
Tennishöllinni í Kópavogi og greiðir
fyrir um 16 milljónir króna árlega.
Á sama fundi borgarráðs voru
kynntar hugmyndir Íþrótta-
bandalags Reykjavíkur um stækkun
Skautahallarinnar í Laugardal. Í
greinargerð kemur fram að um
nokkurra ára skeið hafi verið unnið
að tillögum um endurbætur og ný-
framkvæmdir við Skautahöllina.
Mikil þörf sé á fjölgun æfingatíma á
ís enda séu skautaíþróttir stundaðar
hjá þremur félögum í Reykjavík og
það fjórða sé á leiðinni. Einnig sé
kominn tími á ýmiss konar viðhald á
mannvirkinu, m.a. á anddyri. Þá
liggi fyrir óskir um aukna aðstöðu,
svo sem þrek- og danssali og félags-
aðstöðu ásamt því að koma fyrir
keilusal. Yfirbyggt æfingasvell
mætti mögulega nýta á sumrin fyrir
viðburði, svo sem tónleika, leiklist,
markaði o.þ.h.
„Lagt er til að farið verði í
framkvæmdir í samræmi við fyr-
irliggjandi tillögur. Heildar-
fermetrafjöldi nýbyggingar er 1.960,
þar af 870 fm keilusalur. Gera má
ráð fyrir að með endurbótum sem
þarf að gera á eldra húsnæði sé
heildarkostnaður um 850 milljónir
króna (600 milljónir án keilusalar),“
segir í greinargerðinni.
Nýtt tennishús og
Skautahöll stækkuð
Tölvumynd/THG arkitektar
Skautahöllin Svona gæti viðbyggingin litið út. Þetta eru frumdrög og útlitið gæti breyst við frekari útfærslu.
- Reykjavíkurborg undirbýr íþróttamannvirki í Laugardal
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Íslandsmótið Tennisíþróttin hefur
átt vaxandi vinsældum að fagna.
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
Mikill fjöldi Íslendinga dvelur á sól-
arströndum nú um jól og áramót.
Margir verða til dæmis á Kanarí-
eyjum, Tenerife og Gran Canaria,
og eru í pakkaferðum íslenskra
ferðaskrifstofa. Segja má raunar að
síðustu daga hafi verið loftbrú milli
Íslands og Gran Canaria, með flugi á
mánudag og síðasta vélin fyrir jól
fer utan í dag. Tæplega 200 farþeg-
ar hafa verið með hverri ferð, heim-
an og heim.
„Ég var úti á flugvelli núna rétt
áðan að sækja hóp, alls 184 farþega,
fólkið sem verður hér fram til 3. jan-
úar. Hingað er fólk komið til þess að
halda gleðileg jól og vera kann að
hangikjöt sé í ferðatöskum ein-
hverra,“ segir Karl Rafnsson, far-
arstjóri hjá Vita. Hann telur að
nokkuð á annað þúsund Íslendinga
verði á Gran Canaria um jól og ára-
mót, margir til dæmis á Ensku
ströndinni og í Maspalomas, sem er
syðst á eyjunni.
„Fólk er áfram um að komast í
sólina og hjá okkur er vel bókað,
bæði á hótel og í flug,“ segir Þórunn
Reynisdóttir, framkvæmdastjóri Úr-
vals-Útsýnar. „Okkar áfangastaðir á
Spáni núna yfir veturinn eru Tener-
ife á Kanaríeyjum og aðrir staðir
þar. Staðan til næstu vikna litið er
góð. Að vísu koma áhuginn og bók-
anir í bylgjum, sem fylgir því hver
staðan á Covid er. Þegar ný bylgja
faraldursins rís detta bókanir aðeins
niður, en svo jafnast þetta út á
nokkrum dögum. Fyrirkomulag
sóttvarna ytra er gott og fólk aðlag-
ast vel reglum þar.“
Þægilegt hitastig
Meðal Íslendinga sem eru á Ten-
erife um þessar mundir er Gísli
Gíslason landslagsarkitekt sem
dvelst með fjölskyldu sinni í bænum
El Chorillo, nokkru fyrir utan höfuð-
borgina Santa Cruz
„Hitastig hér er núna 20-23 gráð-
ur, sem er mjög þægilegt. Við erum
hér í stóru húsi og út af fyrir okkur,
en vitum af fjölda Íslendinga hér í
grenndinni. Vissulega finnur fólk
hér vel fyrir veirunni og ýmsum ráð-
stöfunum sem gilda hennar vegna. Í
verslunum er grímuskylda og á veit-
ingastöðum mega ekki fleiri en sex
sitja saman við borð. Þá er víða
spurt um bólusetningarvottorð, sem
gott er að hafa alltaf tilbúið.“
Ljósmynd/Gísli Gíslason
Tenerife Svamlað í sælu á Los Silos, sem er lítið þorp nyrst á sólareyjunni.
Halda nú jól í sól
suður á Tenerife
- Á annað þúsund Íslendinga á svæðinu
SPORTÍS
DÚNALOGN
SKE I FAN 1 1
1 08 REYKJAV ÍK
S POR T I S . I S
520-1000
Meira en þriðjungur umsókna um al-
þjóðlega vernd á Íslandi fyrstu 11
mánuði ársins kom frá Venesúela-
búum. Umsóknir þeirra voru 254 en
heildarfjöldi umsókna 720. Næst-
flestar umsóknir, 85, komu frá Pal-
estínumönnum og svo 71 umsókn frá
fólki frá Afganistan.
Útlendingastofnun tilkynnti 17.
desember sl. „um breytta stjórn-
sýsluframkvæmd við mat á þörf rík-
isborgara Venesúela fyrir viðbótar-
vernd. Breytingin felst í því að lagt
verður einstaklingsbundið mat á um-
sóknir ríkisborgara Venesúela um
vernd hér á landi og hefur í för með
sér að þeir fá ekki lengur skilyrðis-
laust viðbótarvernd á grundvelli al-
mennra aðstæðna í heimalandi.“
Stofnunin tekur upp breytt verk-
lag 1. janúar 2022 og verður þá lagt
einstaklingsbundið mat á hverja um-
sókn frá einstaklingum með venesú-
elskt ríkisfang með vísan til sjónar-
miða um viðbótarvernd. Undanfarin
misseri hafa umsækjendur frá Vene-
súela fengið viðbótarvernd með vís-
an til almennra aðstæðna í heima-
landinu óháð einstaklingsbundnum
aðstæðum. Í rökstuðningi fyrir
breyttri framkvæmd segir m.a.:
„Fyrir liggur að yfirgnæfandi
meirihluti umsækjenda um alþjóð-
lega vernd frá Venesúela ber fyrir
sig efnahagslegar aðstæður og
óöryggi í heimalandi. Þá hefur stofn-
unin fengið upplýsingar um ríkis-
borgara Venesúela sem hafa fengið
vernd hér á landi en hafa kosið að
fara aftur til heimalands í lengri eða
skemmri tíma og með því nýtt sér
vernd heimaríkis á ný. Slíkt getur
verið grundvöllur afturköllunar á
vernd þar sem verndin er veitt á
þeirri forsendu að öryggi flótta-
manns sé í hættu í heimalandi. Snúi
hann þangað aftur gefur það í skyn
að flóttamaðurinn þurfi ekki á al-
þjóðlegri vernd að halda.“
Útlendingastofnun telur því ekki
forsvaranlegt að beita ákvæði 2.
mgr. 37. gr. útlendingalaga þannig
að umsóknir allra umsækjenda frá
Venesúela „falli skilyrðislaust innan
ramma viðbótarverndar skv. ákvæð-
inu, án þess að skoðað sé sérstaklega
hvernig almennar aðstæður horfi við
þeim umsækjanda sem um ræðir í
hverju tilviki fyrir sig“.
Verklagið verður innleitt í skref-
um og verður ekki beitt afturvirkt.
Breytingarnar eru einnig til sam-
ræmis við framkvæmd í nágranna-
ríkjum okkar. gudni@mbl.is
Breyta mati á
þörf fyrir vernd
- Fjöldi hælisleitenda frá Venesúela