Morgunblaðið - 22.12.2021, Blaðsíða 29
DÆGRADVÖL 29
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. DESEMBER 2021
Kaja organic, Kalmansvellir 3, kajaorganic.com, kajaorganic@gmail.com
Hátíðar hnetusteik
Lífrænt - Vegan - Glúteinlaust
Sölustaðir: Hagkaup, Fjarðarkaup, Melabúðin, Nettó, Vegan búðin, Fiskkompaní,
Iceland verslanir, Heimkaup, Kjörbúðin, Frú Lauga og Matarbúr Kaju á Akranesi
„GIFSTU MÉR OG ÉG SKAL GEFA ÞÉR
FLATSKJÁ.“
„VIÐ ERUM MEÐ TVÆR GERÐIR AF BÖKUM:
HÁLFHRÁAR OG OFELDAÐAR.“
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... að vera í öruggum
höndum.
Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann
NEI, ÞÚ MÁTT EKKI
AUGLÝSA HUNDASJAMPÓ
„KÆRA SPYRÐU HUNDINN, HVERNIG
AFBERÐU AÐ VERÐA ÚTBÍAÐUR
ÞEGAR ÞÚ GREFUR HOLUR?“
ÞETTA ER GÓÐUR
NÁTTSTAÐUR,
HRÓLFUR!
HANN STENDUR HÁTT OG
HÉR ER RENNANDI VATNOG
SKJÓL FYRIR VINDINUM!
HANN EROF GÓÐUR!
matarboð eða partí sem endar með
karókísöng og dansi. Ég hlakka til
þegar faraldurinn verður yfirstaðinn
og hægt verður að endurvekja þá
hefð í fjörugu fimmtugsafmæli.“
Ásta Sóllilja er að heiman á afmæl-
isdaginn og heldur upp á tímamótin
með eiginmanni og börnum í Mið-
Ameríku, á ströndum Kosta Ríka.
Fjölskylda
Eiginmaður Ástu er Kjartan Örn
Ólafsson, f. 25.10. 1972, fram-
kvæmdastjóri. Þau búa í Þingholt-
unum í Reykjavík. Foreldrar Kjart-
ans eru Elín Bergs, f. 11.6. 1949,
bókaútgefandi, búsett í Kópavogi, og
Ólafur Ragnarsson, f. 8.9. 1944, d.
27.3. 2008, útgefandi og sjónvarps-
maður. Þau voru gift frá 1968.
Börn Ástu og Kjartans eru 1) Val-
týr Örn, f. 31.10. 1997, viðmótshönn-
uður og forritari hjá Inch, búsettur í
Reykjavík; 2) Elín Halla, f. 23.8.
1999, hagfræðinemi við Háskóla Ís-
lands, búsett í Reykjavík; 3) Ólafur
Helgi, f. 1.6. 2007, gagnfræðaskóla-
nemi, búsettur í Reykjavík.
Systkini Ástu eru 1) Ingólfur Guð-
mundsson, f. 16.8. 1975, sérfræð-
ingur í tæknibrellum hjá RVX ehf.,
áður í Los Angeles í Bandaríkj-
unum, nú í Reykjavík; 2) Gyða Val-
dís Guðmundsdóttir, f. 12.1. 1982,
barnahjúkunarfræðingur á Barna-
spítalanum, búsett í Reykjavík.
Foreldrar Ástu eru Halla Hauks-
dóttir, f. 21.5. 1946 í Reykjavík, líf-
eindafræðingur, búsett í Kópavogi,
og Guðmundur Ingólfsson, f. 28.4.
1946 í Reykjavík, ljósmyndari og
eigandi ljósmyndastofunnar Ímynd-
ar, búsettur í Kópavogi. Þau hafa
verið gift frá 1973.
Ásta Sóllilja
Guðmundsdóttir
Guðmundur Einarsson
skipstjóri og seglasaumari í Reykjavík,
stofnandi SeglagerðarinnarÆgis
Helga Guðmundsdóttir
húsmóðir í Reykjavík
Ingólfur Guðmundsson
flugvélstjóri og flugvirki í Reykjavík
Ásta Ingibjörg Þorsteinsdóttir
hattagerðardama, húsmóðir
og matráður í Reykjavík
Guðmundur Ingólfsson
ljósmyndari, búsettur í
Kópavogi
Þorsteinn Guðlaugsson
sjómaður og verkamaður
í Reykjavík
Ástríður Oddsdóttir
húsmóðir í Reykjavík
Þorleifur Jónsson
óðalsbóndi, hreppstjóri
og alþingismaður í Hólum
Sigurborg Sigurðardóttir
húsmóðir í Hólum í Nesjum,A-Skaft.
Haukur Þorleifsson
aðalbókari Búnaðar-
bankans í Reykjavík
Ásthildur Gyða Egilson
ritari og þýðandi í Reykjavík
Gunnar Þorsteinsson Egilson,
stjórnarerindreki Íslands á Spáni
og víðar. Síðast bús. í Reykjavík
Guðrún Pétursdóttir Egilson,
fædd Thorsteinsson
húsmóðir, síðast í Reykjavík
Ætt Ástu Sóllilju Guðmundsdóttur
Halla Hauksdóttir
lífeindafræðingur,
búsett í Kópavogi
Tómas Tómasson sendi mér hug-
leiðingu um heimsmeistara í
handbolta kvenna:
Hyllum eftir hörkustyr
heimsmeistara núna.
Íslands-Bersar áður fyr
aldrei misstu trúna.
Noregs varð þá næsta von
natinn Selfyssingur.
Heiðrum Þóri Hergeirsson
hann um bolta syngur.
Indriði Aðalsteinsson á Skjald-
fönn yrkir um „Fengitíð“:
Nú er í fjárhúsum fjarri því rótt,
en feiknlegur hasar um krærnar.
Mér hafðist að klára, kræfur í nótt,
að koma hrútum í ærnar.
Og bætti við að „mjög margar
gengu og ætti burður því að byrja
11.-13. maí“:
Magnús Halldórsson skrifar í
Boðnarmjöð: „Þegar ég sem ungur
maður reið með Tungnamönnum til
fjalls að hausti, þá í eftirsafn sem
kallað var, þ.e. aðra leit, vorum við
vanir að syngja og tralla alla leiðina
inn í Hvítárnes, bara fimmtíu til
sextíu kílómetrar hjá flestum.
Orðnir nokkuð kenndir stundum
þegar inn úr var komið, ekki þó til
vansa, enda var oft stoppað. Aldrei
vissi ég hvort Þórður Kárason orti
stökuna, sem gjarnan var sungin
þegar líða tók á dag. Nema ég sé
gjörsamlega farinn að tapa minni“:
Veginn ríðum við í kveld,
varðir kvíða’ og trega.
Okkur líður að ég held,
alveg prýðilega.
Enn skrifar Magnús og tekur úr
fréttum: „Landvernd furðar sig á
þeirri ósk forsetans að bara helm-
ingur Bessastaðatjarnar verði frið-
aður.“
Við Bessastaða búsforráð,
býsn er Guðni hollur.
Þó hlotið aðeins hafi náð,
hálfur drullupollur
Sigurlín Hermannsdóttir skrifar:
„Ekki er fyrr kominn tími hinna
þjófóttu sveina en endalausar ásak-
anir birtast um (rit)stuld“:
Þeir stela’ öllu steini léttara
og stimpast um hvað sé réttara;
orðfæri, kvæðin
og alþýðufræðin
svo flýgur um allt þessi frétt bara.
Guðrún Guðmundsdóttir orti:
Margt er klungur mæðunnar
meir en ungur hyggur.
Einhver drungi ömunar
á mér þungur liggur.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Af heimsmeistara
og vetrarvesen