Morgunblaðið - 22.12.2021, Side 30

Morgunblaðið - 22.12.2021, Side 30
30 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. DESEMBER 2021 Holland AZ Alkmaar – Groningen....................... 1:0 - Albert Guðmundsson lék allan leikinn með AZ. Tyrkland Adana Demirspor – Galatasaray........... 2:0 - Birkir Bjarnason lék fyrstu 90 mínút- urnar með Adana. Frakkland B-deild: Nimes – Toulouse .................................... 1:2 - Elías Már Ómarsson lék allan leikinn með Nimes. Spánn Sevilla – Barcelona................................... 1:1 Villarreal – Alavés.................................... 5:2 Staðan: Real Madrid 18 13 4 1 39:15 43 Sevilla 18 11 5 2 29:13 38 Real Betis 18 10 3 5 32:21 33 Rayo Vallecano 18 9 3 6 26:18 30 Atlético Madrid 17 8 5 4 28:20 29 Real Sociedad 18 8 5 5 20:20 29 Barcelona 18 7 7 4 29:22 28 Valencia 18 7 7 4 30:26 28 Villarreal 18 6 7 5 26:20 25 Athletic Bilbao 18 5 9 4 16:14 24 Espanyol 18 6 5 7 20:21 23 Osasuna 18 5 7 6 17:22 22 Celta Vigo 18 5 5 8 20:22 20 Mallorca 18 4 8 6 17:27 20 Granada 17 4 7 6 21:25 19 Getafe 18 3 6 9 12:20 15 Elche 18 3 6 9 18:27 15 Alavés 18 4 3 11 15:29 15 Cádiz 18 2 8 8 15:31 14 Levante 18 0 8 10 19:36 8 Ítalía Genoa – Atalanta ...................................... 0:0 Juventus – Cagliari .................................. 2:0 Staða efstu liða: Inter Mílanó 18 13 4 1 48:15 43 Napoli 18 12 3 3 35:13 39 AC Milan 18 12 3 3 36:20 39 Atalanta 19 11 5 3 38:24 38 Juventus 19 10 4 5 27:17 34 Roma 18 10 1 7 30:20 31 Fiorentina 18 10 1 7 33:24 31 Lazio 18 8 4 6 36:33 28 Empoli 18 8 3 7 28:30 27 Torino 18 7 4 7 23:18 25 England Deildabikarinn, 8-liða úrslit: Arsenal – Sunderland .............................. 4:1 >;(//24)3;( Þýskaland Bikarkeppnin, 16-liða úrslit: Hamm – Magdeburg ........................... 26:31 - Gísli Þorgeir Kristjánsson skoraði 4 mörk fyrir Magdeburg og Ómar Ingi Magnússon 3 mörk. Noregur Haslum – Drammen ............................ 26:33 - Óskar Ólafsson skoraði ekki fyrir Dram- men. Bergen – Elverum ............................... 23:30 - Orri Freyr Þorkelsson skoraði ekki fyrir Elverum. E(;R&:=/D 1. deild karla Hrunamenn – Haukar........................ 76:120 Staðan: Haukar 14 12 2 1452:1066 24 Álftanes 13 10 3 1231:1057 20 Höttur 11 9 2 1086:929 18 Sindri 13 8 5 1187:1119 16 Selfoss 13 7 6 1114:1114 14 Fjölnir 13 7 6 1158:1192 14 Skallagrímur 14 5 9 1170:1219 10 Hrunamenn 14 4 10 1197:1363 8 Hamar 12 2 10 934:1112 4 ÍA 13 1 12 964:1322 2 Evrópubikarinn A-riðill: Valencia – Cedevita Olimpija ............ 87:95 - Martin Hermannsson skoraði 10 stig fyrir Valencia, gaf 3 stoðsendingar og tók einnig eitt frákast. _ Buducnost 10, Virtus Bologna 10, Gran Canaria 10, Valencia 8, Ulm 8, Venezia 6, Bursaspor 4, JL Bourg 4, Cedevita Olim- pija 6, Promitheas 4. NBA-deildin Boston – Philadelphia ...................... 103:108 Chicago – Houston ........................... 133:118 Memphis – Oklahoma City ................ 99:102 Utah – Charlotte............................... 112:102 Golden State – Sacramento ............... 113:98 LA Clippers – San Antonio................ 92:116 >73G,&:=/D HANDKNATTLEIKUR 1. deild karla, Grill 66-deildin: Ásvellir: Haukar U – Kórdrengir ....... 19.30 Í KVÖLD! Arsenal tryggði sér í gær sæti í undanúrslitum ensku deildabik- arkeppni karla í knattspyrnu með öruggum 5:1 sigri á Sunderland í London. Arsenal lét c-deildarliðið ekki trufla sig og sigurinn var öruggur en Arsenal skoraði fjögur mörk á fyrsta klukkutímanum. Hinn 22 ára gamli Edward Nke- tiah skoraði þrennu fyrir Arsenal en Nicolas Pepe og Charlie Pationo sitt markið hvor. Nathan Broadhead skoraði fyrir Sunderland og minnkaði þá muninn í 2:1 í fyrri hálfleik. Eddie Nketiah skoraði þrennu AFP Þrenna Eddie Nketiah fagnar marki í London í gær. Andri Stefánsson hefur verið ráð- inn framkvæmdastjóri Íþrótta- og ólympíusambands Íslands. Hann tekur við af Líneyju Rut Halldórs- dóttur sem lét af störfum fyrr á þessu ári. Andri er 49 ára íþrótta- fræðingur með meistaragráðu í íþróttastjórnun og hefur starfað hjá ÍSÍ síðan 2002, fyrst sem sviðs- stjóri fræðslu- og útbreiðslusviðs ÍSÍ og síðar sem sviðsstjóri afreks- og ólympíusviðs ÍSÍ og sem stað- gengill framkvæmdastjóra. Hann hefur m.a. verið aðalfararstjóri á Ólympíuleikum síðan 2008. Andri tekur við af Líneyju Ljósmynd/ÍSÍ ÍSÍ Andri Stefánsson er nýr fram- kvæmdastjóri sambandsins. HM 2021 Bjarni Helgason bjarnih@mbl.is Handknattleiksþjálfarinn Þórir Her- geirsson stýrði norska kvennalands- liðinu til sigurs á heimsmeist- aramótinu á Spáni um nýliðna helgi. Þórir, sem er 57 ára gamall, hefur starfað hjá norska handknattleiks- sambandinu frá árinu 2000. Fyrst sem aðstoðarþjálfari kvennalandsliðsins frá 2000 til ársins 2009 þegar hann var ráðinn þjálfari liðsins. Þjálfarinn hefur náð undraverðum árangri með norska landsliðið en Nor- egur tapaði ekki leik á heimsmeist- aramótinu í ár og vann sannfærandi sigur gegn Frakklandi í úrslitaleik í Granollers á Spáni á sunnudaginn, 29:22. „Við spiluðum á ákveðnum leik- mannakjarna á HM en við notuðum líka nýja leikmenn á mótinu, meðal annars í hjarta varnarinnar,“ sagði Þórir í samtali við Morgunblaðið. „Það voru því leikmenn hjá okkur sem voru að stíga sín fyrstu skref á stórmóti en þeir voru samt sem áður í mjög stórum hlutverkum eins og Mar- en Aardahl. Það tekur alltaf tíma fyrir nýja leikmenn að koma inn í þetta og aðrir leikmenn fengu líka ný hlutverk. Það tók okkur smá tíma að finna okkar besta lið, bæði í vörn og sókn, og það voru ákveðnar hræringar í gangi hjá okkur um tíma. Miðað við allt sem gekk á þá er ég mjög ánægð- ur með tapa ekki leik á mótinu þótt okkur hafi aðeins liðið eins og við hefð- um tapað á móti Svíþjóð,“ en Noregur og Svíþjóð gerðu 30:30-jafntefli í öðr- um leik sínum í milliriðli 2 á mótinu. Góð stemning í hálfleik Noregur byrjaði úrslitaleikinn gegn Frökkum illa og lenti mest sex mörk- um undir í fyrri hálfleik. „Það kom smá fát á sóknarleikinn hjá okkur á móti Frökkum til þess að byrja með og við framkvæmdum ekki leikkerfin okkar nægilega vel. Við vor- um mjög vel undirbúin fyrir 5-1 vörn- ina hjá þeim en það vantaði eitthvað. Við vorum sex mörkum undir þegar lítið var eftir af fyrri hálfleik en okkur tókst að bæta við tveimur mörkum undir lok hálfleiksins sem gerði það að verkum að við vorum bara fjórum mörkum undir í hálfleik. Það gaf okk- ur ákveðna ró og stemningin inn í klefa var mjög fín heilt yfir. Við fórum aftur yfir leikplanið fyrir leikinn í hálfleik og markmiðið í seinni hálfleik var svo bara að keyra á þær í seinni bylgjunni. Þær voru helst til kærulausar í sín- um skiptingum og þær tóku oft tíma í að stilla sig af varnarlega. Við erum með leikmenn í fantaformi sem eru vel þjálfaðar og sterkar þannig að út- haldið í þessum stóru leikjum er mjög mikið. Mér leið aldrei illa í leiknum, þrátt fyrir að Frakkarnir hafi verið með gott forskot. Líkt og gegn Hol- landi fannst mér það frekar við sem vorum að klikka, frekar en þær, og mér leið því mjög vel í leiknum allan tímann því ég vissi að ef við myndum gera það sem við lögðum upp með og gera það vel þá myndum við vinna leikinn.“ Byggja sinn eigin heim Þetta var í þriðja sinn sem norska liðið verður heimsmeistari undir stjórn Þóris. „Heimsmeistaratitilinn kom mér ekki á óvart en það kom mér klárlega á óvart að fara í gegnum mótið án þess að tapa leik. Við vissum það fyr- irfram að við erum eitt af bestu liðum heims þegar við náum því besta út úr hópnum. Við höfum hæfileikana til þess að slást um verðlaun á öllum þessum stærstu mótum en það að vinna heimsmeistaramót, Evrópumót eða Ólympíuleika er langt frá því að vera sjálfgefið þó svo að norska þjóð- in reikni hálfpartinn með því í hvert skipti sem við spilum. Það er í raun bara krafa að við vinnum í hvert einasta skipti sem við spilum en það vill oft verða þannig þegar árangurinn hefur verið mjög góður í langan tíma. Kröfurnar eru kannski ekki alltaf raunhæfar og það vantar kannski smá auðmýkt en við reynum að vera eins auðmjúk og við getum þegar við förum inn í hvert einasta verkefni. Við lokum okkur að- eins af og byggjum okkar eigin heim ef svo má segja þegar við förum á þessi stærstu mót þar sem við nálg- umst verkefnin af mikilli auðmýkt og allt öðruvísi en norska þjóðin gerir.“ Stjórnun og hlutverkaskiptin Eins og áður sagði hefur Þórir stýrt norska liðinu frá árinu 2009 en á þeim tíma hefur Noregur einnig orðið Evrópumeistari í fjórgang og einu sinni Ólympíumeistari. „Það er efni í heila bók hvernig ég hef hagað mínum þjálfunarfræðum síðan ég tók við liðinu. Þegar maður er landsliðsþjálfari þá er ég mjög lítið að þjálfa leikmennina því ég hitti þá svo sjaldan. Mín hugmyndafræði snýst fyrst og fremst um stjórnun og hlut- verkaskiptingu. Ég vinn fyrst og fremst í gegnum allt fólkið sem kemur að liðinu og þar eru leikmennirnir auðvitað í aðalhlutverki. Ég nota leik- mennina mikið enda mjög hæfi- leikaríkir, klárir og með frábæra handboltahausa. Svo er ég líka með frábært fólk í kringum mig í þjálfarateyminu eins og Svíann Mats Olsson sem Íslend- ingar þekkja ágætlega. Hann er okk- ur gríðarlega mikilvægur og svo auð- vitað aðstoðarþjálfarinn Tonke Larsen. Ég reyni eftir bestu getu að stjórna í gegnum þetta klára og dug- lega fólk enda lítið vit í því að hafa allt þetta fólk í kringum liðið ef það fær ekki að njóta sín í sínum hlutverkum. Mitt hlutverk er svo bara að halda þessu saman og stjórna þessu svo þetta hangi nú örugglega saman.“ Góðir og slæmir dagar Þórir viðurkennir að það séu hæðir og lægðir í þjálfarastarfinu þrátt fyrir frábæran árangur undanfarinn ára- tug. „Það er ekki alltaf gaman að mæta í vinnuna en þannig er það bara með allar vinnur held ég. Stundum þarf maður að moka skít, daginn út og dag- inn inn, sér í lagi þegar maður er með skítinn alveg upp á höku. Stundum gengur illa og þá þarf að taka vel til enda alltaf eitthvað sem betur má fara. Þá þýðir ekki að vera með eitt- hvert væl og þá er mikilvægt að mæta ekki með hangandi haus í vinnuna en það er eins með þetta og allt annað; það eru góðir og slæmir dagar. Við erum alltaf að leitast eftir því hvernig við getum bætt liðið og reyn- um að eyða sem minnstum tíma í hluti sem við ráðum kannski ekki við. Mín stærsta áhugahvöt liggur í því hvernig við höldum áfram að þróa okkar leik sem lið, því það er það sem þessir landsleikjagluggar snúast fyrst og fremst um, að búa til gott lið. Það finnst mér skemmtilegasta áskorunin í þessu.“ Magnaður árangur Íslands Þórir er fæddur og uppalinn á Sel- fossi en hann flutti fyrst til Noregs árið 1986. „Ég hef reynt að flytja nokkrum sinnum til Íslands, alla vega tvisvar til þrisvar sinnum, en konan mín er norsk og hún vill búa í Noregi. Mað- ur er orðinn það gamall að ég sé ekki fram á að flytja aftur heim enda höf- um við það mjög gott í Noregi. Ég get farið heim til Íslands nánast hve- nær sem ég vil þótt það sé kannski búið að vera aðeins erfiðara í kór- ónuveirufaraldrinum. Ég fer reglu- lega til Íslands sem mér finnst alltaf frábært enda á ég marga góða vini heima og fjölskyldan mín býr þar. Ég fylgist líka mjög vel með hand- boltanum heima og þótt ég sé Íslend- ingur þá finnst mér við vera á meðal bestu handboltaþjóða heims, miðað við stærð og fjármagn í það minnsta. Íslendingar eru kannski ekki meðvit- aðir um það en það er magnað hversu langt við höfum náð miðað við allt, bæði þegar kemur að leik- mönnum og þjálfurum. Það veitir mér því mikinn innblástur að fylgjast með því sem er að gerast á Íslandi og ég mun halda því áfram um ókomna tíð,“ bætti Þórir við í samtali við Morgunblaðið. Stundum þarf að moka skít - Þórir Hergeirsson stýrði Noregi til sigurs á HM kvenna í handknattleik AFP Heimsmeistari Þórir Hergeirsson ánægður með verðlaunagripinn eft- irsótta eftir sannfærandi sigur norska liðsins á því franska í úrslitaleiknum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.