Morgunblaðið - 22.12.2021, Blaðsíða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. DESEMBER 2021
Það fór eins og
búist var við
heilbrigð-
isráðherra gerði
minnisblað sótt-
varnalæknis að til-
lögum sínum. Þannig hefur það
verið í tæp tvö ár og enn er
ekkert sem bendir til að breyt-
ing verði á. Sóttvarnalækni er í
raun treyst fyrir því að taka
allar ákvarðanir og umræðan
um það hvernig þessum málum
skuli háttað til framtíðar bíður
enn.
Þetta fyrirkomulag kann að
hafa verið óhjákvæmilegt þeg-
ar farsóttin skall skyndilega á
og enginn vissi við hvað var að
fást eða hversu lengi glíman
stæði. Fljótlega greip um sig
mikil bjartsýni hér á landi, svo
mikil að einhverjir töldu sigur í
höfn og útdeildu fálkaorðum til
þeirra sem staðið höfðu í eldlín-
unni.
Skömmu síðar kom í ljós að
veiran var ekki farin, hún fór
bara í sumarfrí. Við tók ný
bylgja, svo önnur, enn önnur og
svo framvegis. Og nú er komin
enn ein og enn eitt afbrigðið,
sem sagt er betra en hin fyrri
en þá eru þeir jafnvel til sem
telja það verra.
En hvort sem það er betra
eða verra að afbrigðið sé betra,
þá er í það minnsta allt sem
bendir til að nýjasta afbrigðið
verði mun færri að fjörtjóni en
hin fyrri og að það breiðist
hraðar út, sem ætti að þýða að
það geti tekið yfir, sem ætti að
vera af hinu góða.
Í þessu eru vitaskuld mörg
álitaefni og þekking að auki
ófullkomin, eins og sést af því
hve skoðanir þeirra sem fara
fyrir þessum málum breytast
með tímanum. Áður var talið að
tvær sprautur af bólusetningu
yrðu til að slá veiruna kalda, en
það gerðist ekki. Nú er því
jafnvel haldið fram að þessar
tvær sprautur hafi lítið að
segja og fyrri smit sömuleiðis,
en að þriðja sprautan geri út-
slagið. Landsmenn hafa al-
mennt tekið þessu vel og drifið
sig í þriðju sprautuna, sem von-
andi verður til að draga úr út-
breiðslu smitanna og umfram
allt alvarlegum veikindum.
En er hægt að ganga að því
vísu? Getur ekki verið að fljót-
lega komi afbrigði sem kalli á
fjórðu eða fimmtu sprautuna?
Enn vægara afbrigði en enn
meira smitandi. Hvað gerum
við þá? Verður öllu skellt í lás á
ný?
Við slíkum vangaveltum hafa
aldrei fengist svör og til þess
vísað að ekki sé hægt að segja
neitt um aðgerðir fyrr en á
hólminn er komið. En er það
ásættanlegt? Getum við búið
við slíkt fyrirkomulag til fram-
búðar? Og þá hve lengi? Veiran
virðist ekkert á förum og gæti,
í ýmsum afbrigðum, fylgt okk-
ur árum saman.
Bjarni Bene-
diktsson fjár-
málaráðherra vék
að þessu í gær og
sagði að kallað
væri eftir því „að á sama tíma
og við bregðumst við ástandinu
á grundvelli upplýsinga sem
breytast frá degi til dags, þá
verðum við á sama tíma að
teikna upp nýja framtíðarsýn,
eitthvað plan um það hvernig
við hyggjumst tryggja sem
fyrst að fólk endurheimti eðli-
legt líf“.
Fleiri hafa sett fram svip-
aðar athugasemdir, til að
mynda Vilhjálmur Árnason,
þingmaður Sjálfstæðisflokks-
ins, sem segir það ríka skoðun
innan þingflokksins að svona
víðtækar frelsisskerðingar í
þetta langan tíma án þess að
fyrir liggi einhver áætlun eða
markmið „um hvernig við ætl-
um að stefna að því að lifa með
veirunni, að það þurfi að koma
eitthvað meira til til þess að
rökstyðja svona harðar tak-
markanir“.
Nauðsynlegt er að þingið
taki þessi mál til rækilegrar
umræðu. Það má aldrei verða
léttvægt að skerða frelsi fólks
og þó að það kunni að vera
nauðsynlegt við ákveðnar að-
stæður og til skamms tíma, til
að mynda þegar farsótt skellur
skyndilega á hér á landi og um
heiminn allan, þá hljóta allt
önnur lögmál að gilda þegar
mánuðir og ár líða og allt útlit
er fyrir að ástandið vari lengi
enn.
Skiljanlegt er að margir hafi
fengið það á tilfinninguna að
undanförnu að minna þurfi til
nú en fyrir tveimur árum að
stjórnvöld grípi til íþyngjandi
aðgerða. Sterkar vísbendingar
eru um að veiran hafi mun
minni áhrif á heilsufar almenn-
ings en áður, hvort sem þar er
að þakka vægari afbrigðum, út-
breiddum bólusetningum, meiri
þekkingu eða betri lyfjum, eða,
sem ekki er ósennilegt, að sam-
bland þessara þátta ráði já-
kvæðri þróun. Efast má um að
fyrir tveimur árum hefði verið
gripið til jafn umfangsmikilla
aðgerða og nú er gert við þá
hættu sem virðist á ferðum.
Ekki er með því verið að
gera lítið úr því að veira virðist
dreifa sér nokkuð hratt, en sem
betur fer hefur hún ekki valdið
þeim heilsufarsvanda sem vart
varð í fyrri bylgjum. Sagt er að
það ástand kunni að koma upp
síðar, en ekki verður séð að
gögn styðji þann ótta.
Þá er vísað til þess að spít-
alinn ráði mögulega ekki við
vandann sem upp kunni að
koma. Nær tveimur árum eftir
að faraldurinn gerði vart við
sig hér er það tæpast ásætt-
anlegt og hlýtur að kalla á sér-
staka athugun og aðgerðir.
Ekki er hægt að búa
við skammtíma-
ástand árum saman}
Framtíð með faraldri
BAKSVIÐ
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
S
koðunarstöðvarnar hafa
barist við kerfið vegna
þessarar Evróputilskip-
unar sem verið er að inn-
leiða hér. Því miður hefur stefnan
verið sú að taka hana nánast hráa
upp og lítið samráð verið haft við
skoðunarstöðvarnar,“ segir Ómar
Pálmason, framkvæmdastjóri Aðal-
skoðunar, um reglur um skoðun
ökutækja sem taka gildi 1. janúar.
„Ef vantar annað núm-
erisljósið þá mun það kalla á end-
urskoðun, þótt þetta hafi ekki áhrif
á umferðaröryggi. Skoðunarstöðv-
arnar eru óánægðar með þetta og
mörg fleiri atriði sem eru ekki fólki
til hagsbóta, heldur þvert á móti.“
Taki nýju reglurnar gildi
óbreyttar er ljóst að notkun bíla
verður oftar bönnuð en hingað til
þar til bætt hefur verið úr göllum
sem finnast við skoðun.
„Með þessu er verið að gera
fólki óleik, að mínu mati. Kerfið
hefur alveg virkað hingað til,“ seg-
ir Ómar. „Svo virðist sem sam-
gönguyfirvöld hafi ekki nýtt sér
neinar undanþáguleiðir til að sníða
þetta að íslenskum aðstæðum og
gera mildara fyrir almenning.
Margar aðrar þjóðir hafa nýtt sér
slíkar undanþágur.“ Ómar bendir á
að hingað til hafi verið hægt að
framlengja frest vegna endurskoð-
unar á ökutækjum, sem hafi oft
komið sér vel. Nú á að þrengja það
svigrúm og bætist það við vand-
ræði sem hafa skapast vegna
skorts á varahlutum og erfiðleikum
við að fá tíma á verkstæði.
„Ef fólk kemur svo með bílinn
í endurskoðun á tilsettum tíma og
það er ekki búið að gera við öll at-
riðin sem athugasemd var gerð við
í skoðuninni verður notkun bílsins
einfaldlega bönnuð. Þarna vantar
einhvern sveigjanleika,“ segir Óm-
ar.
Ljóst þykir að hertar reglur
um ökutækjaskoðun geti orðið erf-
iðar þeim sem eiga um langan veg
að fara til að láta skoða bílinn sinn.
Þyki ástandi bílsins ábótavant í
mörgum atriðum, þótt það varði
ekki umferðaröryggi, hefur fólk
hingað til haft svigrúm til að koma
bílnum í viðgerð. Á nýju ári má
það einungis fara beint frá skoð-
unarstöð á verkstæði en ekki er
víst að það sé gerlegt fyrir þá sem
búa langt frá verkstæði og skoð-
unarstöð.
Starfsmenn skoðunarstöðva
eru þegar farnir að fá hótanir frá
óánægðum bíleigendum vegna
væntanlegra breytinga á reglum
um skoðun, sem stöðvarnar ráða
þó engu um. Ómar kveðst vona að
reglurnar verði lagaðar áður en
þær taka gildi, þótt fyrirvarinn sé
stuttur. Hann segir ýmislegt til
bóta í hinu nýja regluverki og
skoðunarstöðvarnar ekki gert
neinar athugasemdir við þau atriði.
FÍB segir sumt til bóta
Félag íslenskra bifreiðaeig-
enda (FÍB) segir á heimasíðu sinni
að félagið fagni nokkrum breyting-
anna í nýju reglugerðinni. M.a. tíð-
ari skoðun bílaleigubíla en þeim er
yfirleitt ekið mun meira en einka-
bílum. Einnig verður skerpt á
skoðunartíðni annarra þjónustu-
bíla.
Fylgst verður sérstaklega með
óeðlilegum breytingum á stöðu
akstursmælis, t.d. ef eknum kíló-
metrum fjölgar ekki á milli skoð-
ana.
Ökutæki sem einkum eru not-
uð yfir sumarið, eins og bifhjól,
húsbílar, hjólhýsi, fellihýsi, tjald-
vagnar og fornbílar, á framvegis
að skoða í maí. Bíla sem notaðir
eru til ökukennslu, skólabíla og at-
vinnubíla sem flytja hreyfihamlaða
á að skoða oftar en áður.
Umdeildar breyting-
ar á ökutækjaskoðun
Morgunblaðið/Ernir
Bifreiðaskoðun Nýjar reglur taka gildi 1. janúar og þykja þær strangar.
Breytingar
verða á skoð-
un ökutækja
1. janúar
næstkomandi.
Þá taka gildi
ákveðin atriði
nýrrar reglu-
gerðar um
skoðun öku-
tækja (414/
2021). Með
breytingunni er verið að upp-
færa kröfur og heimildir sam-
kvæmt tilskipun Evrópusam-
bandsins.
Samgöngustofa birti frétt 7.
desember sl. um reglugerðina.
Þar segir m.a. að ýmis nýmæli
og breytingar fylgi reglugerð-
inni. Sumt á erindi við alla eig-
endur og umráðamenn öku-
tækja en annað snýr að
tilteknum gerðum ökutækja.
Ný og breytt skoðunarhand-
bók vegna skoðunar ökutækja
hafði ekki verið birt í gær. Við-
mælendur sem rætt var við
voru margir tregir til að tjá sig
fyrr en hún liggur fyrir.
Talsverðar
breytingar
1. JANÚAR 2021
Ómar
Pálmason
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Þ
að er ómetanlegt fyrir fjölskyldu í
einangrun vegna kórónuveitus-
mits að finna velvild fjölskyldu og
vina sem leggja óhikað alls kyns
lykkjur á leið sína til að aðstoða
og gleðja. Það skiptir engu hvort um er að
ræða aðstoð við jólagjafakaup eða matarinn-
kaup, bakstur eða ísgerð, boð um afþreying-
arefni á borð við púsluspil eða bækur eða aðr-
ar útréttingar.
Við erum fámenn og samheldin þjóð og sem
betur fer eiga flest okkar góða bakhjarla þeg-
ar á móti blæs. Það er hins vegar mikilvægt í
erli dagsins að muna eftir þeim sem ekki eiga
marga að. Okkur er öllum hollt að staldra við
og athuga hvort við getum einhvers staðar
boðið fram hjálparhönd. Þannig styrkjum við
og eflum það samfélag sem við viljum búa
okkur og börnum okkar til frambúðar.
Eitt fallegasta einkenni íslensks samfélags eru félögin
sem við eigum um allt land og hafa tekið sér það hlutverk
að starfa að björgun, leit og gæslu í þágu almennings.
Björgunar- og hjálparsveitir sem bjarga bæði manns-
lífum og verðmætum, alla daga ársins sama hvað á geng-
ur. Við leitum til þeirra vegna óveðurs eða björgunar úr
sjávarháska og snjóflóðum, þegar fólk týnist, þegar að-
stoða þarf fórnarlömb náttúruhamfara og við gæslu á
stórviðburðum svo fátt eitt sé talið.
Félagar björgunarsveitanna eru sjálfboðaliðar sem
verja ómældum tíma og orku í þjálfun og undirbúning
auk þess að nýta stóran hluta frítíma síns, þar
með talin sumar- og jólafrí, í verkefni sem
tengjast þessu mikilvæga og óeigingjarna
hjálparstarfi í okkar þágu. Eitt af stóru verk-
efnunum er fjáröflun, því öll þessi starfsemi
kostar pening þótt björgunarsveitarfélagar
gefi eigin vinnu.
Heimakstur á jólatrjám
Jól og áramót eru annatími hjá björg-
unarsveitunum. Þetta er líka sá tími ársins
sem alla jafna hefur gefið vel í fjáröflun
margra þeirra. Fyrst og fremst með sölu jóla-
trjáa og flugelda. Það segir sitt um útsjón-
arsemina og kraftinn að nú þegar fjöldi heim-
ila er í kórónuveirueinangrun og fjölskyldur
eiga þess vegna erfitt með að nálgast jólatré,
þá bjóða sveitirnar upp á heimakstur á jóla-
trjám og greni. Okkar jólatré er þannig komið í hús.
Við fjölskyldan verðum vonandi komin á ról á milli jóla
og nýárs til að geta sjálf mætt á okkar vanalega stað í
Öskjuhlíðinni að kaupa flugelda af björgunarsveitinni
okkar. Ég treysti því góða fólki sem þar starfar til að
ráðleggja okkur við kaupin með umhverfissjónarmið í
huga. Við ætlum okkur að minnsta kosti að finna áfram
leið til að styrkja björgunarsveitir.
Gleðilega jólahátíð kæru lesendur.
hannakatrin@althingi.is
Hanna Katrín
Friðriksson
Pistill
Þau sem bjarga
Höfundur er þingflokksformaður Viðreisnar.
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen