Morgunblaðið - 22.12.2021, Blaðsíða 31
ÍÞRÓTTIR 31
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. DESEMBER 2021
_ Spænska liðið Valencia mátti sætta
sig við tap 85:97 fyrir Cedevita Olim-
pija frá Slóveníu í Evrópubikar karla í
körfuknattleik í gærkvöld. Valencia
hefur unnið fjóra af sjö leikjum sínum í
keppninni og er í fjórða sæti en fjögur
lið af tíu í B-riðlinum komast áfram.
Olimpija hefur unnið þrjá af fimm og á
enn von um að komast áfram. Martin
Hermannsson skoraði 10 stig fyrir Val-
encia í gær. Hann gaf einnig 3 stoð-
sendingar og tók eitt frákast.
_ Knattspyrnumarkvörðurinn Guðjón
Orri Sigurjónsson er kominn til liðs
við uppeldisfélag sitt ÍBV og hefur
samið við það til tveggja ára. Guðjón
Orri er 29 ára gamall Eyjamaður og lék
með ÍBV til ársins 2015, en hann varði
mark liðsins í 24 leikjum í úrvalsdeild-
inni. Hann lék með Stjörnunni 2016,
Selfossi 2017, aftur með Stjörnunni
2018 og 2019 og með KR 2020 og
2021. Hann lék sjö úrvalsdeildarleiki
með Stjörnunni og tvo með KR en alla
leiki Selfoss í 1. deildinni 2017.
_ Miðjumaðurinn Ernir Bjarnason er
genginn til liðs við knattspyrnulið
Keflavíkur. Ernir er 24 ára gamall, upp-
alinn hjá Breiðabliki, en lék síðan með
Fram og Vestra, og með Leikni í
Reykjavík frá 2018 þar sem hann spil-
aði 11 leiki í úrvalsdeildinni á síðasta
tímabili.
_ Laufey Harpa Halldórsdóttir knatt-
spyrnukona frá Sauðárkróki er gengin
til liðs við Breiðablik og hefur samið
við félagið til tveggja ára. Laufey er 21
árs, leikur sem vinstri bakvörður, og
var í stóru hlutverki hjá Tindastóli
þegar liðið vann sér sæti í úrvalsdeild-
inni og þegar það lék í deildinni á
þessu ári en þá spilaði hún sautján af
átján leikjum Skagfirðinga.
_ Adana Demirspor, lið Birkis Bjarna-
sonar, vann stórliðið Galatasaray í
efstu deild tyrknesku knattspyrnunnar
í gær. Birkir lék á miðjunni hjá Adana
Demirspor sem vann 2:0 þótt Galatas-
aray hafi verið meira með boltann og
átt mun fleiri skottilraunir.
_ Haukar unnu sannfærandi sigur á
Hrunamönnum þegar liðin mættust í
1. deild karla í körfuknattleik, þeirri
næstefstu, á Flúðum í gærkvöld. Að
loknum fyrri hálfleik var staðan 69:40
og Haukar sigruðu 120:76. Jeremy
Smith skoraði 32 stig fyrir Hauka en
Ingvi Freyr Óskarsson 15 fyrir Hruna-
menn.
_ Gísli Þorgeir Kristjánsson var at-
kvæðamikill þegar Magdeburg tryggði
sér í gær sæti í 8-liða úrslitum þýsku
bikarkeppninnar í handknattleik.
Magdeburg heimsótti Hamm og vann
með fimm
marka
mun 31:26
en forskot
Magdeburg
var stærra um
tíma í síðari
hálfleik. Gísli
skoraði fjögur
mörk fyrir Magde-
burg og átti að
auki tvær stoð-
sendingar á sam-
herjana. Ómar Ingi
Magnússon skor-
aði þrjú mörk fyr-
ir Magdeburg sem
hefur gengið allt í
haginn til þessa á
keppnistímabilinu.
Eitt
ogannað
Knattspyrnukonan Heiðdís Lillýj-
ardóttir er nú stödd við æfingar hjá
portúgölsku meisturunum Benfica.
Heiðdís er 25 ára gömul og leikur
sem miðvörður. Hún er uppalin hjá
Hetti á Egilsstöðum, lék síðan með
Selfossi en með Breiðabliki frá
árinu 2017. Hún á að baki 114 leiki í
efstu deild þar sem hún hefur skor-
að þrjú mörk. Heiðdís er samnings-
bundin Breiðabliki út 2023 en er í
viðræðum við Benfica um láns-
samning. Heiðdís myndi svo snúa
aftur til Blika næsta vor þegar
tímabilið hefst á nýjan leik.
Heiðdís lánuð
til Benfica?
Morgunblaðið/Unnur Karen
Portúgal Heiðdís Lillýjardóttir
gæti leikið með Benfica til vorsins.
Handknattleiksþjálfarinn Ágúst Jó-
hannsson verður áfram þjálfari
kvennaliðs Vals til sumarsins 2025
en hann hefur nú framlengt samn-
ing sinn til þess tíma. Ágúst hefur
þjálfað Valsliðið frá 2017 og það
varð Íslands-, deildar- og bikar-
meistari undir hans stjórn 2019,
deildarmeistari 2018 og lék til úr-
slita um Íslandsmeistaratitilinn við
KA/Þór á síðasta tímabili. Ágúst er
jafnframt aðstoðarþjálfari kvenna-
landsliðs Íslands og verður í þjálf-
arateymi karlalandsliðsins á EM í
Ungverjalandi í næsta mánuði.
Ágúst samdi til
ársins 2025
Morgunblaðið/Eggert
Valur Ágúst Jóhannsson verður
áfram á Hlíðarenda næstu árin.
EM 2022
Kristján Jónsson
kris@mbl.is
Guðmundur Þ. Guðmundsson, lands-
liðsþjálfari karla í handknattleik, til-
kynnti í gær hvaða tuttugu leikmenn
koma til með að verja heiður Íslands
að óbreyttu í lokakeppni EM karla í
Búdapest í janúar. Áður hafði Guð-
mundur valið þrjátíu og fimm leik-
menn og þeir sem ekki voru valdir
eru gjaldgengir á mótinu ef gera
þarf breytingar.
Guðmundur sagði á blaðamanna-
fundinum í gær að hann hefði verið í
góðu sambandi við Hauk Þrast-
arson, leikmann stórliðsins Kielce í
Póllandi. Guðmundur metur stöðuna
þannig að Haukur eigi enn nokkuð í
land til að ná fyrri styrk á vellinum
eftir krossbandsslit. Þar af leiðandi
sé hann ekki valinn að þessu sinni en
er einn þeirra sem hægt væri að
kalla í ef ástæða þykir til. Haukur
kom við sögu hjá Kielce á undirbún-
ingstímabilinu og í upphafi tímabils-
ins. Var hann smám saman að kom-
ast í gang en svo kom bakslag þegar
hann tognaði á ökkla og Haukur gat
af þeim sökum lítið beitt sér þegar
landsliðið kom saman til æfinga í
nóvember.
Einn hægri hornamaður
Mesta athygli vekur að einungis
einn hægri hornamaður er í hópnum
en það er Sigvaldi Björn Guðjóns-
son. Arnór Þór Gunnarsson, sem var
fyrirliði á HM í Egyptalandi, gaf
ekki kost á sér og virðist vera að
draga sig út úr landsliðinu. Hann er
þó á fyrrnefndum leikmannalista og
myndi ef til vill vera tilbúinn að
hlaupa í skarðið ef íslenska liðið yrði
fyrir áföllum í Búdapest.
Guðmundur valdi hins vegar fimm
örvhenta leikmenn í hópinn en fjórir
þeirra eru skyttur. Guðmundur
sagði á fundinum í gær að tveir
þeirra gætu leyst Sigvalda af þegar
á þyrfti að halda. Þar á hann vænt-
anlega við Viggó og Ómar Inga.
Arnór hefur verið lengi í landsliðinu
og nú er ábyrgðin alfarið hjá Sig-
valda, sem hefur flest það sem góður
hornamaður vill hafa eins og geysi-
legan stökkkraft.
Íslenska liðið býr afar vel að eiga
þessar fjórar skyttur hægra megin
því allir fjórir hafa staðið sig með
prýði í sterkum deildum í atvinnu-
mennskunni. Auk þess eru þeir
nokkuð ólíkir. Ómar hefur marga
kosti eins og oft hefur komið fram en
þá sérstaklega yfirsýnina, leikskiln-
inginn og gegnumbrotin. Kristján
Örn og Teitur eru kraftmeiri og geta
ógnað fyrir utan punktalínu. Viggó
hefur sýnt á síðustu árum að hann
finnur leiðina að markinu og getur
skilað mörgum mörkum.
Stóra breytingin á milli stórmóta
nú er vitaskuld sú að Aron Pálmars
gat ekki verið með í Egyptalandi en
er nú leikfær. Aron er í sérflokki í
landsliðinu um þessar mundir. Bæði
hvað varðar hæfileikana en ekki síst
vegna þess sem hann hefur upplifað
sem handboltamaður.
Þegar hann er inni á ættu aðrir
leikmenn að fá meira pláss til að at-
hafna sig. Í hópnum eru einmitt leik-
menn sem eru stórhættulegir ef þeir
fá svigrúm. Leikmenn eins og Ómar,
Gísli Þorgeir og Janus Daði geta
vaðið í gegnum varnirnar ef varn-
armennirnir koma út á móti.
Sveinn fær aftur tækifæri
Markvarðastaðan er líklega sú
mikilvægasta í hverju handboltaliði
og Guðmundur sagði á fundinum í
gær að sín tilfinning væri sú að
markvörðurinn hefði orðið enn mik-
ilvægari í handboltanum á síðustu
árum. Björgvin Páll er í hópnum og
ásamt þjálfurunum er hann sá eini
sem eftir er úr liðinu sem vann til
verðlauna á ÓL í Peking árið 2008.
Viktor Gísli og Ágúst hafa kynnst
stórmótum og því er ágæt reynsla í
markvarðateyminu. Segja má að
þessir þrír markverðir séu ólíkir og
vega vonandi hver annan upp.
Fjórir leikmenn voru valdir í
stöðu línumanns en ekki síður til að
vera í miðri vörninni. Þar getur Elv-
ar Örn einnig leikið svo það sé tekið
fram. Arnar, Ýmir og Elliði hafa ver-
ið í landsliðinu og spilað mikið.
Sveinn hefur af og til verið valinn og
var með á EM í Svíþjóð 2020. Sveinn
er mjög líkamlega sterkur og Guð-
mundur hældi honum sérstaklega
eftir landsleiki í vor.
Fjórtán til taks
Fjórtán leikmenn sem voru, auk
Hákons Daða Styrmissonar, í upp-
haflega 35 manna hópnum eru til
taks ef skipta þarf um leikmenn. Há-
kon sleit krossband á dögunum.
Leikmennirnir eru:
Daníel Freyr Andrésson (Guif),
Grétar Ari Guðjónsson (Nice), Vign-
ir Stefánsson (Val), Bjarni Ófeigur
Valdimarsson (Skövde), Daníel Þór
Ingason (Balingen), Einar Þorsteinn
Ólafsson (Val), Óskar Ólafsson
(Drammen), Andri Rúnarsson
(Stuttgart), Haukur Þrastarson
(Kielce), Hafþór Már Vignisson
(Stjörnunni), Arnór Þór Gunnarsson
(Bergischer), Finnur Ingi Stefáns-
son (Val), Óðinn Þór Ríkharðsson
(KA/Gummersbach) og Heimir Óli
Heimisson (Haukum).
Fimm örvhentir valdir
í hópinn fyrir EM 2022
- Hópurinn kynntur í gær - Haukur Þrastarson missir af öðru stórmóti
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Valinn Teitur Örn Einarsson hefur leikið vel með Flensburg að undanförnu og er kominn í landsliðið á ný.
MARKVERÐIR:
Björgvin Páll Gústavsson, Val .................................................................. 236/16
Ágúst Elí Björgvinsson, Kolding, Danmörku............................................. 41/1
Viktor Gísli Hallgrímsson, GOG, Danmörku.............................................. 25/1
HORNAMENN:
Bjarki Már Elísson, Lemgo, Þýskalandi.................................................. 82/230
Sigvaldi Björn Guðjónsson, Kielce, Póllandi ............................................ 39/86
Orri Freyr Þorkelsson, Elverum, Noregi...................................................... 1/1
SKYTTUR OG LEIKSTJÓRNENDUR:
Aron Pálmarsson, Aalborg, Danmörku ................................................ 152/593
Ólafur Andrés Guðmundsson, Montpellier, Frakklandi..................... 133/266
Ómar Ingi Magnússon, Magdeburg, Þýskalandi ................................... 56/150
Janus Daði Smárason, Göppingen, Þýskalandi........................................ 49/69
Elvar Örn Jónsson, Melsungen, Þýskalandi ........................................... 46/120
Gísli Þorgeir Kristjánsson, Magdeburg, Þýskalandi............................... 32/51
Viggó Kristjánsson, Stuttgart, Þýskalandi............................................... 21/55
Teitur Örn Einarsson, Flensburg, Þýskalandi ......................................... 21/22
Kristján Örn Kristjánsson, Aix, Frakklandi ............................................. 12/18
Elvar Ásgeirsson, Nancy, Frakklandi ........................................................... 0/0
LÍNU- OG VARNARMENN:
Arnar Freyr Arnarsson, Melsungen, Þýskalandi .................................... 63/76
Ýmir Örn Gíslason, Rhein-Necker Löwen, Þýskalandi........................... 52/23
Elliði Snær Viðarsson, Gummersbach, Þýskalandi ................................. 13/14
Sveinn Jóhannsson, SönderjyskE, Danmörku ......................................... 12/24
Hópur Íslands á EM 2022