Morgunblaðið - 22.12.2021, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 22.12.2021, Blaðsíða 22
22 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. DESEMBER 2021 ✝ Björgvin F. Magnússon fæddist í Reykjavík 29. september 1923. Hann lést 13. des- ember 2021. Hann var sonur hjónanna Magnúsar Guðbjörnssonar póstfulltrúa og Guð- bjargar Sig- urveigar Magn- úsdóttur. Móðir Björgvins lést þegar hann var fjögurra ára gamall og hann ólst upp hjá afa sínum og ömmu, Magnúsi Vigfússyni og Sólveigu Jónsdóttur á Kirkjubóli við Laugarnesveg. Björgvin lauk stúdentsprófi skólastjóri Gilwell-skátaháskól- ans á Úlfljótsvatni árum saman og átti hann alla tíð djúpar rætur á þeim stað. Björgvin var sæmdur hinni ís- lensku fálkaorðu fyrir störf að uppeldis- og skólamálum og var einnig sæmdur Silfurúlfinum, æðsta heiðursmerki skáta. Eiginkona Björgvins til 30 ára var Margrét Kristinsdóttir, sjúkraliði og nuddari, sem lést árið 2013. Dóttir þeirra er Edda leikkona og börn hennar eru Eva Dögg, Margrét Ýrr, Björgvin Franz og Róbert Ólíver og eiga þau samtals 13 afkomendur. Sambýliskona Björgvins var Sig- rún Sigurjónsdóttir, en hún lést árið 2011. Útförin fer fram frá Graf- arvogskirkju í dag, 22. desember 2021, klukkan 15. Allir velkomn- ir sem framvísa neikvæðu Covid- prófi. Hlekkur á streymi: https://www.mbl.is/andlat frá MR 1946, emb- ættisprófi í guð- fræði frá HÍ, lauk síðan kennaraprófi frá Kennaraskóla Ís- lands og lærði þar að auki námsráðgjöf og sérkennslu í San Francisco-háskóla. Hans ævistarf var skólastjórnun skáta- skólans á Úlfljóts- vatni og heimavist- arskólans á Jaðri, þar sem hann ól upp margar kynslóðir. Hann var skáti með stórum staf og í raun hinn eini sanni höfðingi íslenskra skáta og sann- arlega einn elsti starfandi skáti í heiminum. Björgvin var einnig Faðir minn, Björgvin Magn- ússon, var kærleikurinn. Ég veit satt að segja ekki hvernig maður kveður besta föður sem nokkur getur átt. Hvernig minnist mað- ur manns sem hefur gefið svo fallegar og mikilvægar gjafir að þær móta allt lífið. Hvernig lýsir maður gleðigjafa sem hefur snert svona ótrúlega mörg hjörtu á lífsleiðinni. Mig brestur orð. Eitt get ég þó sagt að mitt líf og hæfni mín til að mæta og leysa úr þeim verkefnum sem mér hafa verið færð, væri sann- arlega vanmáttugri ef ég hefði ekki verið elskuð og nærð af þessum ljósbera honum föður mínum. Gjöfin að fá að vera dótt- ir Björgvins Magnússonar er eitthvað sem ég reyni ekki að lýsa með orðum. Hér er brot af kveðjunum sem mér hafa borist frá þeim risa- stóra hópi fólks sem elskaði þennan mann. Nemendur hans, samstarfsfólk, skátar, börn og fullorðnir minnast hans á ýmsan hátt og kveðjurnar innibera flestar lýsingarorð í hástigi: „Bestur, flottastur, skemmtileg- astur, gull af manni, höfðingi, meistari, fyrirmynd, leiðtogi, snillingur, engill, verndari, kær- leiksbúnt, gleðigjafi, stuðbolti, ljósberi, ólseigur nagli, töffari dauðans, silkimjúkur sálufélagi í sárum og sigrum, ósigrandi klettur.“ Pabbi minn besti, mild- in uppmáluð. Hann hækkaði aldrei róminn, skammaði engan, hreytti aldrei í neinn, hrósaði öllu sem vel var gert, hvatti til dáða, var þolinmóður og æðru- laus, fylgdist með öllu sínu fólki og hafði einlægan brennandi áhuga á velferð þeirra sem hann umgekkst. Þessi sérstaklega hlýi faðmur og fallega bros. Hann elskaði að vera með mér og fjöl- skyldunni og vildi alltaf vita ná- kvæmlega hvað við höfðum verið að bardúsa. Elskaði að rekja úr okkur garnirnar og segja okkur sögur. Við feðginin töluðum sam- an daglega. „Hvernig hefur þú það, elsku pabbi minn,“ spurði ég. „Ég gæti ekki haft það betra,“ sagði gullmolinn hlýlega. Lífið í hans augum var einstök gjöf og hún gæti ekki hafa verið betri. Þessi spræki hressi jaxl var svo óheppinn að lærbrotna á aðfangadag fyrir tveimur árum á leið úr vinnunni, já vel á minnst hann var enn að vinna 96 ára gamall! Hann sá auðvitað strax ljósa punkta, hann gæti t.d. not- að jólafríið til að ná sér og mætt á nýju ári galvaskur út í lífið. Hann endaði á Lundi, hjúkrun- arheimili á heimsmælikvarða sagði hann. Þar fékk hann und- urfallega svítu til umráða og sagði daglega: „Þetta gæti ekki verið betra, Edda mín, þetta er eins og að vera á fimm stjörnu hóteli.“ Hann elskaði okkur skil- yrðislaust, mig, börnin mín fjög- ur og þeirra börn og við elsk- uðum hann endalaust. Hann hafði dáleiðandi áhrif á mann þegar hann byrjaði að tala og ekki síður þegar hann var að stússa eitthvað og blístraði afar róandi lagleysur. Alltaf flottur, alltaf smart og með nýjustu rak- spírana. Að vera í kringum hann var dálítið eins og að vera í djúp- slökun. Börnunum fannst svo spennandi að þessi geggjaði langafi væri elsti starfandi skáti í heimi, hafði lifað heila heims- styrjöld, fengið æðstu orður, vissi allt, mundi allt og skildi allt. Nú er hann farinn til að færa birtu í aðra heima og við þökkum einstaka gjöf að hafa fengið að njóta hans svona lengi og sáröf- undum alla himins engla af því að fá að vera samvistum við hann á meðan við hér á jörðinni hrós- um happi yfir að hafa notið leið- sagnar og ástar Björgvins Magn- ússonar. Hvíl í friði, einstaka sál. Meira á www.mbl.is/andlat. Þín dóttir, Edda. Elsku besti Björgvin. Ég þakka þér allar þær stund- ir sem við áttum saman bæði á Laugaveginum og í Dalhúsum. Ég þakka þér fyrir hjarta- gæskuna. Ég þakka þér fyrir stuðning- inn. Ég þakka þér fyrir að hafa verið maðurinn hennar mömmu. Ég þakka þér fyrir þig ynd- islegi Bjöggi minn. En komin eru leiðarlok og lífsins kerti brunnið og þín er liðin æviönn á enda skeiðið runnið. Í hugann kemur minning mörg, og myndir horfinna daga, frá liðnum stundum læðist fram mörg ljúf og falleg saga. Þín vinartryggð var traust og föst og tengd því sanna og góða, og djúpa hjartahlýju og ást þú hafðir fram að bjóða. Og hjá þér oft var heillastund, við hryggð varst aldrei kenndur. Þú komst með gleðigull í mund og gafst á báðar hendur. Svo, vinur kæri, vertu sæll, nú vegir skilja að sinni. Þín gæta máttug verndarvöld á vegferð nýrri þinni. Með heitu, bljúgu þeli þér ég þakka kynninguna, um göfugan og góðan dreng ég geymi minninguna. (Höf. ók.) Þín Sigrún Elínborg Sveinsdóttir (Lóa). Elsku Björgvin afi hefur nú yfirgefið þessa jarðvist eftir stutt veikindi. Við fjölskyldan minn- umst þessa einstaklega hjarta- hlýja og góða manns með miklu þakklæti en um leið óbærilegum söknuði. Björgvin afi lét enda- laust gott af sér leiða og smitaði út frá sér hvar sem hann var með sinni einstöku jákvæðni og gleði. Hann sá alltaf það góða í öllum aðstæðum, talaði alltaf vel um fólk og dró fram það jákvæða í fari hvers og eins. Mömmu og okkur afkomendur sína elskaði hann skilyrðislaust og sýndi það svo sannarlega í verki. Við vor- um pennavinir þegar ég var barn en hann skrautskrifaði reglulega bréf til mín norður í land þar sem ég bjó þar sem hann sagði mér helstu fréttir af fjölskyldunni og spurði frétta. Hann mætti í öll fjölskylduboð og á aðra merkis- viðburði í fjölskyldunni og kom því oft keyrandi yfir heiðina langt kominn á tíræðisaldur. Ógleymanlegt er að hann var fyrstur á fæðingardeildina fyrir 10 árum þegar ég eignaðist yngsta strákinn minn og fékk að halda á honum, eftir það kom ekkert annað til greina hjá okkur foreldrunum en að hann fengi nafn langafa síns. Ég er óend- anlega þakklát fyrir síðustu tvö ár sem hann dvaldi á Hjúkrunar- heimilinu Lundi þar sem fjöl- skyldan mín fékk einstakt tæki- færi til að kynnast honum. Á Lundi naut hann sín vel þrátt fyrir að hafa ekki náð sér að fullu líkamlega eftir lærbrot. Hann fékk þar frábæra umönnun og heillaði starfsfólk og aðra íbúa með nærveru sinni en honum þótti vænt um alla sem hann kynntist og líkti Lundi við himnaríki á jörð. Við áttum ófá samtölin á Lundi, á skrifstofunni, í bíltúrum eða heima hjá mér, en hann sagði alltaf já þegar stóð til að gera eitthvað, jafnvel þegar heilsunni tók að hraka. Þrátt fyr- ir ýmis áföll í lífi sínu þá vann hann á einstakan hátt úr þeim og ég er þess fullviss að þar hafi hans jákvæða viðhorf til lífsins hjálpað. Við ræddum áföllin og áttum einstakt sameiginlegt áhugamál sem var sálgæsla eða „pastoral care“ eins og hann kall- aði það en sjálfur lærði hann fag- ið í Bandaríkjunum á sínum tíma og var mjög stoltur af mér þegar ég fór í sálgæslunámið. Eftir að afi kom á Lund tengdumst við einstökum böndum en hann fylgdist með mér og mínum störfum, hvatti mig til dáða og lagði alltaf áherslu á jákvæðni og gleði í því erfiða rekstraumhverfi sem hann vissi að starfsemin var í. Ég fæ seint þakkað þennan tíma því að hann gerði einfald- lega alla daga betri. Hann hjálp- aði til við að lífga upp á tilveru íbúa Lundar og þvílíkur fengur að hafa hann hjá okkur í Covid- faraldrinum þegar samkomu- bann og heimsóknarbann skall á en þá tók hann virkan þátt í því að létta öllum lífið, starfsfólki og íbúum. Það voru ófáar stundir sem við skipulögðum saman með sögum og söng og ófá skipti sem hann tók að sér fyrir hönd Lund- ar að þakka fyrir gjafir og glaðn- inga þegar ég komst ekki til þess. Í sorginni yljum okkur við dásamlegar minningar um ein- staklega hjartahlýjan og jákvæð- an mann sem kenndi okkur svo margt. Blessuð sé minning hans. Margrét Ýrr Sigurgeirsdóttir og fjölskylda. Elsku yndislegi afinn minn. Þú varst besti afi sem ég hefði getað hugsað mér og ég á svo margar fallegar minningar með þér. Ég man þegar ég var að æfa söng og þú keyrðir mig á hverja einustu söngæfingu. Þegar ég kom í flotta rauða bílinn þinn þá varst þú búinn að kaupa fyrir mig jarðarber og setja plötuna hennar Diddú í spilarann og við sungum þessi sömu tíu lög aftur og á aftur á leiðinni á söngæfingu og til baka. Þegar ég var lítil og var að horfa á þig skrautskrifa og þú sagðir að þegar ég yrði eldri myndir þú kenna mér að skrifa svona fallega. Í dag kann ég að skrautskrifa, þökk sé þér. Ég held að enginn verði nokkurn tímann jafn góður í að skraut- skrifa og þú. Þú reyndir samt oft að sannfæra mig um að ég væri betri en þú. Þú varst alltaf svo hvetjandi bæði þegar kom að skrautskriftinni minni og teikn- ingunum mínum. Þegar ég gisti hjá ykkur, sem ég gerði svo oft, þá fylgdir þú mér alltaf í skólann í hvaða veðri sem var, þó að það væri aðeins tveggja mínútna ganga og þú orðinn háaldraður. Einnig þegar ég gisti hjá þér og ömmu, þá gafstu okkur ömmu fótanudd og englaklapp fyrir svefninn sem er ógleymanlegt. Í stóra glugganum í eldhúsinu hjá ykkur ömmu var fullt af litlum styttum og skrauti sem mér fannst svo ofboðslega skemmtilegt að leika mér að og kaus það fram yfir mín eigin leik- föng. Alltaf þegar ég kom í heim- sókn voru litlu stytturnar og skrautið alveg eins og ég skildi við það og oft var það ekkert sér- lega fallegt veit ég. En þrátt fyr- ir það létuð þið amma það bara vera því næst þegar ég kæmi vissuð þið að ég myndi vilja halda áfram með leikinn minn í glugganum. Og svo seinna þegar þú varst hjá bróður þínum í Ameríku, oft marga mánuði í senn, þá skrif- uðumst við mikið á og bréfin þín eru þvílík listaverk, skrautskrif- uð og myndskreytt. Þú sagðir mér í bréfunum hvað þú varst að gera á daginn og klipptir út veð- urspána úr blaðinu og lést hana fylgja með til að sýna mér hvað þú hefðir það gott í sólinni. Enn á ég öll bréfin og mun alltaf varð- veita þau. Ég er svo heppin að hafa feng- ið þig sem afa og fengið að eyða stórum hluta af æskunni minni með þér. Takk fyrir að hafa verið svona góður við mig, elsku besti afi minn. Ég sakna þín og elska þig. Þín afastelpa, Hekla Brá. Jæja þá hefur elsku afi Björg- vin, jákvæðasti maður Íslands, skilið við 98 ára gamall og eftir sitjum við fjölskyldan uppfull af þakklæti og söknuði. Afi var ein- staklega vel gerður maður, afar greindur, með frábæran húmor, 100% með á nótunum, skemmti- legur, glaður, alltaf tipptopp til fara og mikil ofurgæi allt fram til seinasta dags. Þegar hann lést lét einhver þau orð falla að hann hefði nú verið orðinn gamall og hefði þurfti hvíldina … málið er að hann var ekkert gamall að okkar mati, hann var alltaf eins og ung- lingur mætti fyrstur í öll partíin og fór seinastur, talaði mest (enda mundi hann allt og vissi allt) auk þess var hann líka lang- skemmtilegastur þannig að í raun fannst mér hann ódauðleg- ur, bara pabbi hennar mömmu, afi minn og langafi barnanna minna sem ég vildi bara hafa í lífi mínu og okkar allra alltaf. Hann var líka svo smitandi lífsglaður og jákvæður og hver einasti dag- ur gjöf að hans mati. En við vitum auðvitað öll að líf okkar hér á jörðu tekur enda og þá er svo ótrúlega gott að hafa lífsviðhorf afa að leiðarljósi. Hann sá alltaf það jákvæða í öll- um hlutum og áföll og erfið reynsla voru hlutir sem maður lærði af og sem maður nýtti sér til að þroskast og til að verða að betri manneskju, en ekki eitt- hvað sem maður sökk niður með. Afi sjálfur gekk nefnilega í gegnum allskyns hluti í sínu lífi eins og við öll, en hans viðhorf var að horfa á allt með jákvæðum augum og díla við hlutina þannig og læra af þeim. Afi var kallaður afi gæi á mínu heimili og litlu krullurnar mínar litu upp til hans sem og börnin mín öll enda vissi hann allt og mundi allt, elskaði þau öll skil- yrðislaust og hvatti þau áfram … nú svo átti hann líka flottasta fataskáp í heimi að þeirra mati, að ógleymdum leðurjakkanum sem krullurnar mínar horfðu á með aðdáunaraugum. Í dag rifja ég upp með hlýhug og þakklæti allar sögurnar, minningarnar, kvöldverðina, jól- in, áramótin, afmælin, ferðalögin, tónleikana og allt það sem við áttum með afa Björgvin. Mamma var einkadóttir afa og einstakur vinskapur þeirra kenndi mér svo margt um kær- leika, virðingu og mikilvægi fjöl- skyldunnar. Mig langar að enda þetta á þessum örfáu orðum: Takk fyrir allan kærleikann, elsku afi, takk fyrir að trúa á mig og okkur öll, takk fyrir að opna augu mín fyrir heiminum og námi erlendis sem dæmi, takk fyrir að hjálpa mér í gegnum námið mitt, takk fyrir að sjá allt- af jákvæðu hliðarnar á lífinu, takk fyrir að elska mig og okkur öll skilyrðislaust og takk fyrir húmorinn. Ég sé fyrir mér móttöku- nefndina sem tók á móti þér á himnum, heill her af brosandi englum. Við fjölskyldan sendum fing- urkoss á þig og þau öll og minn- um þig á eins og Margrét systir nefndi við þig: pikkaðu í okkur ef við verðum of neikvæð. Ég elska þig afi og við öll. Þín Eva Dögg. Í dag kveðjum við ástkæran vin og samstarfsfélaga, Björgvin Magnússon. Við erum þakklát fyrir þann tíma sem við fengum að njóta hans einstaka lundar- fars og nærveru. Það er ekki hægt að segja að Björgvin hafi verið eins og annað fólk. Hann var einstakur per- sónuleiki sem átti engan sinn líka. Hann kom til starfa hjá Náttúruhamfaratryggingu í kringum aldamótin, þegar hann hafði í tvígang þurft að láta af störfum vegna aldurs. Hans vinnuþrek var hvergi nærri þrot- ið og hann vildi fá að taka virkan þátt í lífinu á meðan heilsan leyfði. Þegar nýr forstjóri kom til starfa hjá Náttúruhamfara- tryggingu Íslands (sem þá hét Viðlagatrygging Íslands) var eitt verkefni sérstaklega rætt í ráðn- ingarviðtalinu. Spurt var hvort hann hefði getu til að takast á við það erfiða verkefni að segja upp 86 ára gömlum manni sem væri fjarri því að vera tilbúinn til að hætta að vinna. Það leit nú ekki út fyrir að vera flókið verkefni en fyrstu dagana á nýja vinnustaðn- um heillaði þessi dásamlegi mað- ur nýja forstjórann. Hann kom blístrandi inn úr dyrunum á hverjum morgni og birti svo sannarlega upp tilveruna fyrir okkur hin. Þegar við spurðum hvernig hann hefði það var svar- ið ávallt það sama: „Þegar heils- an er í lagi, þá er allt í lagi.“ Í starfslokasamtalinu var hann spurður hvað það væri sem skipti hann mestu máli í þessu starfi. Hann svaraði um hæl að það væri nú ekki flókið, honum þætti bara svo mikilvægt að til- heyra. Að það væru einhverjir sem biðu hans á hverjum morgni og einhverjir myndu sakna hans ef hann skilaði sér ekki á tiltek- inn stað á tilteknum tíma. Svo þætti honum ákveðinn „status“ að eiga sitt eigið skrifborð, þar sem hann gæti gengið að öllu sínu vísu. Hann var spurður hvort launin skiptu einhverju máli fyrir hann. Launin? Nei, ég held nú ekki. Ef ég fengi ekki laun hér, þá fengi ég bara eft- irlaun!“ Það varð úr að gert var sam- komulag um að hann héldi áfram að koma eins lengi og hann hefði orku og vilja til, en hætti að fá laun fyrir það frá stofnuninni. Frá þessu var gengið með form- legum hætti og hann ritaði undir samkomulagið með sinni einstak- lega fallegu koparstungu sem hann var frægur fyrir. Björgvin skilur eftir sig ein- stakar minningar hjá samferða- fólki sínu. Hann gekk á undan með góðu fordæmi, talaði ekki illa um annað fólk, var tilbúinn til að læra fram á síðasta dag, lagði sig fram um að skilja breytingar samtímans og laga sig að þeim, hjálpaði þeim sem minna máttu sín, hafði húmor fyrir sjálfum sér og miðlaði visku sinni af miklu örlæti til hvers sem heyra vildi. Hann tók öllum tækifærum fagn- andi og sagði alltaf „já“ þegar honum var boðið að taka þátt í einhverjum viðburðum. Við nutum þeirrar gæfu að hafa Björgvin hjá okkur allt fram að jólum 2019 þegar hann varð fyrir því óhappi að mjaðm- abrotna. Hann var með hugarfar sigurvegarans og ætlaði sér svo sannarlega að vera duglegur í endurhæfingu svo hann myndi ná sér að fullu. Þannig hugsaði hann fram á síðasta dag. Hann var mjög þakklátur og ánægður á Lundi, þar sem hann varði síð- ustu tveimur árum ævinnar. Hann náði því miður ekki að skilja við hjólastólinn, en hann lét það ekki trufla sitt jákvæða hugarfar og áhuga á að lifa lífinu lifandi. Við munum minnast hans um ókomin ár sem mikils gleðigjafa sem hjálpaði okkur að gera vinnustaðinn okkar að betri stað en hann hefði nokkurn tíma orðið án Björgvins Magnússonar. Samstarfsfólk hjá Náttúru- hamfaratryggingu, Hulda Ragnheiður, Jón Örvar, Jónína, Tinna og Vignir. Kveðja frá skátahreyfingunni Ég vitna í nokkrar kveðjur frá þeim fjölmörgum skátum sem hafa skrifað á vefinn undanfarna daga: „Minning um einstakan mann lifir.“ „Það voru forréttindi að njóta leiðsagnar Björgvins.“ „Björgvin, fyrirmynd mín og margra annarra í skátahreyfing- unni, er nú farinn heim.“ „Ég er mjög þakklát fyrir að hafa fengið að kynnast honum.“ „Hann var frábær fyrirmynd og setti spor sem munu lifa í kyn- slóðir.“ „Það voru forréttindi að fá að starfa með Björgvin að fjölmörg- um verkefnum.“ Hann Björgvin var svo sann- arlega kærleiksríkur. Björgvin hefur verið mér sem goðsögn í lifandi lífi. Þegar ég hitti Björg- vin í fyrsta sinn hafði ég heyrt margt um hann og allt jákvætt. Það var einstakt að hitta hann loksins og í návist hans var ekki annað hægt en að líða yndislega vel og brosa allan tímann enda glaðværðin alltumlykjandi þegar Björgvin var annars vegar. Skát- ar sem upplifðu kvöldvökur með honum á undanförnum árum öðl- uðust eflaust dýpri skilning á merkingu þess að hætta ekki að leika sér þó þeir eldist. Björgvin var sannur skáti sem lét verkin tala og hafði áhrif á ótalmarga í hinum ýmsu störfum og hlut- verkum yfir ævina. Björgvin Magnússon

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.