Morgunblaðið - 29.12.2021, Page 6
6 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. DESEMBER 2021
Hólshraun 3 · 220Hafnarfjörður · Símar: 555-1810, 565-1810 · Netfang: veislulist@veislulist.is · www.veislulist.is
Skútan
Sjá verð og verðdæmi
á heimasíðu okkar
www.veislulist.is
Fagnaðir
Næst þegar þið þurfið pinnamat, smurt brauð eða tertur
fyrir útskriftina eða annan mannfagnað, hafðu þá
samband og fáðu tilboð í sal okkar og veitingarnar þínar.
PINNAMATUR
Veislur eru
okkar list!
Bjóðum uppá fjölda tegundapinnamats og tapasrétta
Pinna- og tapasréttir
eru afgreiddir á
einnota fötum,
klárt fyrir veisluborðið.
Árið sem senn er liðið helgaðist að
miklu leyti af þingkosningum og
viðbúið að fyrri hluti hins næsta
hverfist um sveitarstjórnarkosn-
ingar. Þar verða verkaskipting og
fjármögnun efst á baugi.
Þetta kemur fram í viðtali í Dag-
málum við Eyþór Arnalds, oddvita
Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn,
og Áslaugu Huldu Jónsdóttur, bæj-
arfulltrúa sama flokks í Garðabæ.
Í viðtalinu er farið yfir liðið ár á
stjórnmálasviðinu og bollalagt um
þróunina á komandi ári. Þau telja að
faraldurinn verði áfram í deiglu þó
hann dvíni vonandi. Miklu skipti að
takast á við margvíslegar langtíma-
afleiðingar hans, ekki síst hinar and-
legu.
Dagmál eru streymi Morgun-
blaðsins, sem er opið öllum áskrif-
endum.
Morgunblaðið/Hallur
Áramót Eyþór Arnalds og Áslaug Hulda Jónsdóttir líta fram og aftur.
Andlegar afleiðingar
veirunnar aðkallandi
- Stjórnmál um áramót í Dagmálum
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
„Ég hlakka til að takast á við öll
þau tækifæri sem munu koma með
líðandi tímum og ætla að halda
áfram að leggja mig fram,“ skrifar
Katrín Björk Guðjónsdóttir, 28 ára
Flateyringur, á blogg sitt. Katrín
Björk fékk tvær heilablæðingar og
einn blóðtappa fyrir nokkrum árum
og bloggar um bataferlið á katrin-
bjorkgudjons.com.
Katrín Björk segir frá lífinu á
tímum kórónuveirunnar en hún og
foreldrar hennar hafi á þessum
tveimur árum verið að mestu ein í
húsi þeirra á Flateyri. Henni hafi
ekki líkað það illa. Segir þó að fyrir
tveimur árum hafi hún þráð heitt
að flytjast í burtu. Henni hafi fund-
ist hún vera að missa af svo mörgu
enda flestar vinkonurnar í Reykja-
vík. Covid hafi aftur á móti sýnt
henni aftur kostina sem fylgja því
að búa á litlum stað þar sem í lagi
er að eiga sinn hóp og fá hann í
heimsókn.
Fyrir rúmu ári fékk Katrín Björk
sérhannað hjól og segist síðan þá
hafa hjólað frá sér allt eirðarleysi.
„Stærsti sigurinn sem ég hef unnið
á þessum tíma er samt sá að ég gaf
iðjuþjálfun annan séns og það varð
að verkefni sem finnskur nemandi í
iðjuþjálfun er að vinna að. Hægri
höndin, sem alltaf hefur verið
kreppt og einskis nýt, opnaðist
loksins og ég get núna hrafna-
sparkað nafnið mitt á blað. Ég fór
líka að mála með alkóhólbleki og ég
sver að skynjun mín í vinstri hönd-
inni er betri. Það er gott að finna
kraftinn koma aftur í líkamann og
að skynja hvernig hann eykst dag
frá degi,“ skrifar hún.
Katrín Björk var í þættinum
„Dagur í lífi“ á Rúv í byrjun mán-
aðarins og vakti þátturinn athygli.
Hún notar tækifæri til að þakka
fyrir allar þær kveðjur og skilaboð
sem henni bárust í kjölfarið.
„Covid sýndi mér
kostina við að
búa á litlum stað“
- Katrín Björk Guðjónsdóttir bloggar
um bataferli eftir þrefalt heilablóðfall
Frelsi Katrín Björk Guðjónsdóttir
hjólar sig frá eirðarleysinu.
Beð Katrín Björk er byrjuð að mála
myndir með alkóhólbleki.
Enn hafa ekki náðst samningar milli
Vegagerðarinnar og sveitarfélaga
um svonefnda skilavegi en lögum
samkvæmt verður það á ábyrgð
sveitarfélaga en ekki Vegagerðar-
innar að annast veghald skilaveg-
anna eftir áramótin.
Ákveðið var árið 2007 með laga-
setningu að ákveðnir stofnvegir í
þéttbýli teldust ekki til þjóðvega í
umsjá Vegagerðarinnar heldur yrðu
sveitarfélögin veghaldarar þeirra.
Síðar var svo ákveðið að Vegagerðin
annaðist veghald þessara vega til
ársloka 2019 á meðan samið yrði við
sveitarfélögin um yfirfærsluna en
samkomulag náðist ekki. Hefur
fresturinn tvisvar verið framlengd-
ur um eitt ár en rennur út nú um
áramótin.
Að sögn Páls Björgvins Guð-
mundssonar, framkvæmdastjóra
Samtaka sveitarfélaga á höfuðborg-
arsvæðinu (SSH), er búið að skil-
greina hvaða vegir þetta eru og
einnig eru samningar langt komnir
um ástand veganna og að tryggt
verði fjármagn til að koma þeim í
viðunandi stand. Sveitarfélögin vilja
hins vegar að fjármagn, sem Vega-
gerðin hefur hingað til fengið til að
viðhalds og þjónustu renni framveg-
is til sveitarfélaganna en á því
strandar.
Meirihluti fjárlaganefndar Al-
þingis fjallaði um málið í framhalds-
nefndaráliti um fjárlagafrumvarpið í
gær og áréttaði þar mikilvægi þess
að samningum ljúki um skil þessara
vega en benti jafnframt á að frá og
með 1. janúar 2022 sé það sam-
kvæmt vegalögum á ábyrgð sveitar-
félaga en ekki Vegagerðarinnar að
annast veghald skilavega.
Í bréfi, sem SSH sendu Sigurði
Inga Jóhannssyni, samgöngu- og
sveitarstjórnarráðherra, fyrir jól,
segir að sú afstaða samtakanna sé
skýr að flutningur veganna eigi ekki
að hafa í för með sér aukinn rekstr-
arkostnað fyrir sveitarfélögin. Ráða
megi það af nefndarálitum fjárlaga-
nefndar, að samgöngu- og sveitar-
stjórnarráðuneytinu sé ætlað að
leysa úr þessum málum þannig að
öruggt sé að fjármagn vegna þjón-
ustu umræddra vega verði tryggt
frá og með komandi áramótum.
Ósamið um skilavegi
- Sveitarfélög eiga að taka við rekstri veganna um áramót
samkvæmt lögum - Fresturinn tvisvar verið framlengdur
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Skilavegur Sæbraut í Reykjavík er einn af skilgreindum skilavegum.
„Mér var í mun að segja söguna á
mínum forsendum. Greina frá at-
burðum og málum sem ég þekki vel
og var þátttakandi í. Frá þessu segi
ég alveg án biturðar og málefnalega,
en geri mér líka grein fyrir að svona
saga verður aldrei sögð og skráð
þannig að allir séu sáttir,“ segir Ög-
mundur Jónasson, fv. ráðherra og
þingmaður, sem hefur sent frá sér
sjálfsævisögu. Nefnist hún Rauði
þráðurinn og kemur út núna um ára-
mótin.
Í bókinni fer Ögmundur vítt yfir
sviðið og segir frá kynnum sínum af
samferðafólki í útvarpi og sjónvarpi,
af þingmönnum, samherjum og mót-
herjum, og stofnun Vinstri-grænna.
Fjallað er ítarlega um deilurnar
um Icesave, ESB-umsóknina og
fjárfestingar Huangs Nubos hér-
lendis. Í kynningu um bókina segir
að öll þessi mál hafi komist nærri því
að fella ríkisstjórn VG og Samfylk-
ingar sem var við völd 2009-2013.
Rekur Ögmundur m.a. hvernig
hallað hafi undan fæti hjá Vinstri
grænum, „ekki síst varðandi kú-
vendingu í utanríkismálum,“ segir í
kynningu forlagsins Sæmundar.
„Það verða aldrei allir sáttir“
- Ögmundur Jónasson sendir frá sér sjálfsævisögu
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Ævisaga Ögmundur Jónasson með
bókina glóðvolga úr prentun.