Morgunblaðið - 29.12.2021, Side 10
10 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. DESEMBER 2021
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Þrír valkostir eru taldir geta bætt af-
hendingaröryggi raforku á Vest-
fjörðum álíka mikið. Það eru tvöföld-
un Vesturlínu, aukin orkuöflun með
tengipunkti í Ísafjarðardjúpi og
virkjun í Vatnsfirði. Ljóst er þó að ef
ekki verður virkjað á Vestfjörðum á
næstu árum þarf Landsnet að leggja
nýja Vesturlínu fyrir árið 2030,
hvernig svo sem sá kostur kemur út í
samanburði við virkjanakostina.
Landsnet hefur birt skýrslu sem
verkfræðistofan Efla hefur gert um
leiðir til að bæta afhendingaröryggi
rafmagns á Vestfjörðum. Í matinu er
ekki tekið tillit til efnahagslegra, um-
hverfislegra eða samfélagslegra
þátta. Skýrslan er unnin í framhaldi
af skýrslu um sama efni sem gefin
var út fyrir rúmum tveimur árum.
Vestfirðir eru tengdir við megin-
flutningskerfi landsins með einni línu,
Vesturlínu sem liggur úr Hrútafirði
að Mjólkárvirkjun. Hún þjónar ekki
aðeins Vestfjörðum heldur einnig
Dölum. Það hefur slæm áhrif þegar
hún bilar vegna þess að ekki er næg
orkuvinnsla á svæðinu. Straumleysið
er nefnt „ótiltæki“ í skýrslunni.
Ástandið hefur verið bætt með auknu
varaafli.
Niðurstaða skýrslunnar er að þær
leiðir sem skoðaðar voru bæti veru-
lega afhendingaröryggi, það er að
segja leiði til fækkunar straumleys-
istilvika og dragi úr skerðingu orku-
afhendingar.
Tvöfaldanir undirbúnar
Verið er að undirbúa lagfæringar á
flutningskerfinu innan Vestfjarða.
Hringtenging á suðurfjörðum er á
þriggja ára framkvæmdaáætlun hjá
Landsneti og tvöföldun kerfisins á
norðurfjörðum er á kerfisáætlun til
tíu ára. Magni Þór
Pálsson, verkefn-
isstjóri rannsókna
hjá Landsneti,
segir að til við-
bótar þurfi að
tryggja næga
orku til notkunar
á svæðinu, annað
hvort með aukinni
orkuvinnslu þar
eða öruggari
tengingu við meginflutningskerfi
landsins.
Auk tvöföldunar Vesturlínu með
lagningu nýrrar línu til Mjólkár eða
alla leið í Breiðadal voru skoðuð áhrif
aukinnar orkuöflunar með tengi-
punkti í Ísafjarðardjúpi og nýrrar
virkjunar í Vatnsfirði. Í fyrrnefnda
virkjanakostinum er horft til Hval-
árvirkjunar eða tveggja virkjana sem
verið hafa til skoðunar í Djúpinu, all-
ar á vegum einkafyrirtækja. Orkubú
Vestfjarða er síðan með Vatnsfjarð-
arvirkjun í athugun. Allir kostirnir
myndu bæta afhendingaröryggið
svipað mikið.
Magni rifjar upp á að Landsnet
hafi vakið athygli á að aukin orku-
vinnsla á Vestfjörðum sé góð fyrir
landshlutann. Hún styrki kerfið, auki
spennugæði og auðveldi rekstur þess.
Ef 20 megavatta afl bætist við væri
hægt að reka kerfið þótt tenging við
meginflutningskerfi landsins rofnaði.
Í samræmi við stefnuna
Það sé hins vegar ekki á valdi
Landsnets að ákveða hvar virkjað er
eða hvenær og því hafi tvöföldun
Vesturlínu verið sett inn í kerf-
isáætlun Landsnets til næstu tíu ára.
Það sé liður í því að fullnægja stefnu
stjórnvalda um að fyrir árið 2030 eigi
allir afhendingarstaðir í meginflutn-
ingskerfinu að hafa tvöfalda teng-
ingu.
Segir Magni að þessir kostir hafi
allir sína kosti og galla. Virkjanir hafi
áhrif á umhverfið með lónum og
flutningsmannvirkjun en bygging
nýrrar 150-160 kílómetra langrar
Vesturlínu hafi það einnig. Ítrekar
Magni að þessi greining miði ein-
göngu að því að meta möguleika til að
bæta afhendingaröryggi. Til að
leggja mat á það hvaða kostur sé
bestur þjóðhagslega þurfi að líta
breiðara yfir sviðið. Landsnet þurfi til
dæmis alltaf að skoða hvaða kostir
séu hagkvæmastir því framkvæmdir
fyrirtækisins séu fjármagnaðir með
gjaldskrá notenda. Óvissa er með
hvort og þá hvar virkjað verður á
Vestfjörðum á næstu árum og segir
Magni að þau áform þurfi að vera
handföst til þess að Landsnet geti
sett þau inn í kerfisáætlun, eftir at-
vikum í stað tvöföldunar Vesturlínu
sem sé mikil og dýr framkvæmd og
taki nokkur ár að undirbúa.
- Aukin orkuöflun með virkjunum með tengipunkti í Djúpinu eða virkjun í Vatnsfirði myndi bæta
mjög raforkukerfið á Vestfjörðum - Hinn kosturinn er að leggja nýja 160 km langa Vesturlínu
Magni Þór
Pálsson
Þrír kostir bæta öryggið álíka mikið
Leiðir til að bæta afhendingaröryggi raforku á Vestfjörðum Tiltæki – breyting frá grunnkerfi (%) Virkjun Tengipunktur / Ný raflína
20MW
S- og N-hringur, auk tvöföldunar á Vesturlínu frá Hrútatungu að Mjólká S- og N-hringur auk virkjunar í Vatnsfirði S- og N-hringur auk virkjunar í Djúpi og tvöf. línu frá Kollafirði að Mjólká
+73%
+73%
+75%
+75%
+80%
+91%
Bolungarvík
Ísafjörður
Breiðdalur
Mjólká
Bíldudalur
Keldeyri Kollafjörður
Geiradalur
Hvalárvirkjun
+90%
+90%
+93%
+98%
+88%
+46%
Bolungarvík
Ísafjörður
Breið-
dalur
Mjólká
Bíldudalur
Keldeyri Kollafjörður
Geiradalur
Hvalárvirkjun
+90%
+90%+93%
+98%
+87%
+88%
Bolungarvík
Ísafjörður
Breið-
dalur
Mjólká
Bíldudalur
Keldeyri Kollafjörður
Geiradalur
Hvalárvirkjun
20MW
Margrét Þóra Þórsdóttir
Akureyri
Framkvæmdir við smíði um 1.100
fermetra viðbyggingar við flug-
stöðina á Akureyrarflugvelli hefj-
ast í mars næstkomandi og gerir
verkáætlun ráð fyrir að þeim verði
lokið í byrjun ágúst árið 2023.
Skrifað var undir samning um
smíði byggingarinnar á
Akureyrarflugvelli í gær, en það
gerðu þau Sigrún Björk Jakobs-
dóttir, framkvæmdastjóri Isavia
innanlandsflugvalla, og Örn Jó-
hannsson, framkvæmdastjóri
Hyrnu. Samningsupphæðin nemur
810,5 milljónum króna.
Nýtt innritunarsvæði
Verkinu er skipt niður í þrjá
áfanga og snýst sá fyrsti um smíði
nýrrar viðbyggingar við flugstöð-
ina. Í öðrum áfanga verður núver-
andi komusvæði flugstöðvarinnar
endurbyggt, en þar er gert ráð
fyrir að verði nýtt innritunar-
svæði. Nýtt skyggni og töskubíla-
skýli verður einnig byggt með til-
heyrandi malbikun. Í þriðja og
síðasta áfanganum verður núver-
andi innritunarsvæði endurbyggt
sem og skrifstofuhluti þeirrar
byggingar.
„Það er afar ánægjulegt að taka
þetta næsta og mikilvæga skref í
uppbyggingu Akureyrarflug-
vallar,“ segir Sigrún Björk Jak-
obsdóttir hjá Isavia við Morg-
unblaðið.
„Hér er um stórt verkefni að
ræða, nánar tiltekið þessi 1.100
fermetra viðbygging við flugstöð-
ina og um leið bætt aðstaða fyrir
lögreglu, toll, fríhöfn og veitinga-
stað. Þjónustan við farþega og
flugfélög batnar til muna og við
hlökkum til að taka þessa breyttu
og bættu flugstöð í gagnið síðsum-
ars 2023,“ segir Sigrún enn-
fremur.
„Við hjá Hyrnu erum afar
spennt að hefjast handa við þetta
mikilvæga verkefni,“ segir Örn Jó-
hannsson, framkvæmdastjóri
Byggingafélagsins Hyrnu. „Verk-
áætlun liggur fyrir og okkar fólk
er reiðubúið að setja allt í gang.“
Örn lætur af störfum um ára-
mót eftir rúmlega fimm áratuga
starf, félagið Húsheild í Mývatns-
sveit hefur keypt fyrirtækið. Und-
irritun samningsins er eitt síðasta
verkefni hans fyrir Hyrnu.
Morgunblaðið/Margrét Þóra
Akureyri Sigrún Björk Jakobsdóttir, framkvæmdastjóri hjá Isavia, og Örn
Jóhannsson, framkvæmdastjóri Hyrnu, undirrita verksamninginn í gær.
Samið um viðbyggingu
við flugstöðina á Akureyri
- Ný 1.100 fer-
metra viðbygging
- Endurbætur á
eldri byggingum
Söfnum í jólasjóðinn hjá
Fjölskylduhjálp Íslands
fyrir þá fjölmörgu sem lægstu
framfærsluna hafa.
Þeim sem geta lagt
okkur lið er bent á
bankareikning
0546-26-6609,
kt. 660903-2590.
Fjölskylduhjálp Íslands, Iðufelli 14 Breiðholti
og Baldursgötu 14 í Reykjanesbæ.
Jólasöfnun
Guð blessi ykkur öll
Fjölskylduhjálp Íslands hefur aðstoðað 2400 heimili
með matvæli og fl. í desember 2021 og er enn
að með ómetanlegum stuðningi landsmanna og
fyrirtækja í landinu. Stuðningur Kaupfélags
Skagfirðinga gerði gæfumuninn annað árið í röð.
Við þökkum ykkur af heilum hug
fyrir hönd samferðafólks okkar sem
minna mega sín í okkar þjóðfélagi.
Með kærleikskveðjum,
Stjórn og sjálfboðaliðar
Fjölskylduhjálpar Íslands
2400 heimili fengu mataraðstoð
í desember 2021