Morgunblaðið - 29.12.2021, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 29.12.2021, Blaðsíða 13
13 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. DESEMBER 2021 Alþingi Hliðarsalir Alþingis hafa í faraldri kórónuveirunnar nýst til að gefa þingmönnum betri kost á að halda fjarlægð hver frá öðrum. Þar greiða þeir atkvæði um hin ýmsu mál eins og áður. Kristinn Magnússon Þegar mönnum er gert að taka ákvarðanir, sem geta varð- að öryggi annarra manna, jafn- vel alls almennings, hafa þeir ríka tilhneigingu til að ganga lengra en skynsamleg rök mæla fyrir um að sé nauðsynlegt. Á ensku máli er spurt: „What’s in it for them?“ sem á íslensku get- ur útlagst „hverjir eru hags- munir þeirra sjálfra?“. Stjórnvöld sem taka ákvarð- anir um frelsisskerðingar al- mennings vegna ótta við veiruna hafa þannig tilhneigingu til að ganga alls ekki skemmra en sér- fræðingarnir ráðleggja. Gangi þeir skemmra finnst þeim þeir taka áhættu á að fá á sig gagn- rýni, jafnvel embættismissi, fyr- ir að hafa ekki farið eftir ráðum sérfræðinganna, sérstaklega ef framvindan verður verri en útlit var fyrir. Sama er að segja um sérfræð- ingana. Þeir vilja ekki láta gagn- rýna sig eftir á fyrir að hafa ekki gengið nógu langt í ráðgjöf sinni um aðgerðir. Þessar aðstæður fela það þess vegna í sér, að til staðar er eins konar sjálfvirkni sem veldur því að jafnan er gengið lengra í ráð- stöfunum, þ.m.t. skerðingum frelsis manna, en þörf er á. Stjórnvöld þurfa að átta sig vel á þessu og reyna svo að axla þá ábyrgð sem felst í því að taka ákvarðanir sem ganga ekki lengra gegn frelsi og daglegu lífi borgaranna en brýna nauðsyn ber til. Embættisskyldur þeirra gera kröfu til þess að svona sé farið að við þessar ákvarðanir. Hugsanleg hætta á gagnrýni eftir á og jafnvel embættismissi er hégómi við hliðina á þessari skyldu. Eftir Jón Steinar Gunnlaugsson » Stjórnvöld þurfa að átta sig vel á þessu og reyna svo að axla þá ábyrgð sem felst í því að taka ákvarðanir sem ganga ekki lengra gegn frelsi og dag- legu lífi borg- aranna en brýna nauðsyn ber til. Jón Steinar Gunnlaugsson Höfundur er lögmaður. Hverjir eru hagsmunir þeirra?Einvera getur verið hverj- um manni holl. Þá gefst tími til að hugsa, fara yfir farinn veg, lesa, kynnast nýjum hugmyndum og hlaða batt- eríin bæði andlega og lík- amlega. Að geta verið einn með sjálfum sér í nokkra daga, án þess að finna til ein- manaleika eða depurðar, er góður hæfileiki. En alveg sama hversu vel okkur líður í einverunni þurfum við öll á samneyti við aðra að halda. Við þurfum fé- lagsskap. Andleg heilsa okkar er undir því komin að við getum ræktað sambandið við okkar nánustu – sinnt fjölskyldu og vinum, tekið þátt í gleði þeirra og sorgum. Með samskiptum við annað fólk sækjum við andlega næringu og styrk til að takast á við áskoranir hversdagsins með sama hætti og trúin færir okkur bjartsýni á framtíðina. Ég er einn þeirra þúsunda Íslendinga sem ekki fengu að njóta þeirrar gleði að fagna jólum í faðmi fjölskyldunnar. Sú reynsla var mér þungbær og þó voru og eru aðstæður mínar í einangrun líklega miklu betri en flestra annarra. Hafði nóg að bíta og brenna, fékk jólapakka frá þeim sem eru mér kærastir og naut friðar sveit- arinnar. Tilefni til endurmats Eftir nokkra daga verður undarlegt ár að baki – ár sem hefur reynst mörgum erf- itt. Glíman við skæðan faraldur hefur orðið lengri en nokkurn óraði fyrir. Efnahags- legan skaða er hægt að mæla með stiku hagfræðinnar, en áhrif faraldursins á and- lega og líkamlega heilsu einstaklinga verða seint að fullu metin og aldrei til fjár. Áramót gefa okkur öllum tilefni til end- urmats, vega og meta það sem gert hefur verið, horfast í augu við mistök en njóta um leið þess sem vel hefur verið gert. Á grunni reynslunnar leggjum við á ráðin fyrir nýtt ár, staðráðin í að læra af mistökum og forð- ast að falla í þá gryfju að endurtaka þau í þeirri von að fá aðra og betri niðurstöðu. Í mörgu hefur okkur Íslendingum tekist vel í baráttunni við heimsfaraldurinn en við stöndum á krossgötum. Á nýju ári getum við ekki notað sömu baráttuaðferðir og í upphafi þegar óvinurinn var lítt þekktur. Við getum ekki gripið til harkalegri sóttvarna en þegar við vorum lítt varin og sent tugi þúsunda í ein- angrun eða sóttkví þegar langstærsti hluti landsmanna er bólusettur og alvarleg veik- indi fátíð. Óttinn gegn frelsinu Á nýju ári getum við sem eldri erum ekki krafist þess að börn og unglingar sæti þvingunum til að verja heilsu okkar. Skylda okkar er að tryggja að ungt fólk fái að lifa og þroskast í samneyti við jafnaldra sína, geti stundað nám og fé- lagsstörf, farið á böll og komið saman á góðri stundu. Sóttvarnaaðgerðir verða að taka mið af þessari skyldu. Stjórnvöldum ber að verja líf og heilsu borgaranna, um það er ekki deilt. Í varn- arbaráttu geta stjórnvöld hins vegar ekki beitt hvaða meðulum sem er. Og valdið til að ganga á borgaraleg réttindi fólks – skerða athafna- og félagafrelsi borgaranna – verður því minna sem tíminn líður og þekkingin á ógninni verður meiri. Og aldrei mega stjórnvöld í lýðfrjálsu ríki falla í þá gryfju að nýta sér óttann til að réttlæta takmarkanir á mannlegum samskiptum. Ef við höfum lært eitthvað af sögunni þá vitum við að óttinn og frelsið eiga aldrei samleið. Á óttanum nærist forræðishyggjan. Jólin minna okkur á að trúin gengur á hólm við óttann. Í trúnni á hið góða – Guð í alheimsgeimi og Guð í okkur sjálfum – finn- um við styrk til að yfirstíga óttann og æðru- leysi til að takast á við erfiðleika. Viska og fegurð trúarinnar Hugmyndafræði trúleysis, sem víða hef- ur náð að festa rætur, hafnar styrk trú- arinnar. Þegar sálinni er afneitað – þessari andlegu, yfirskilvitlegu vídd mannlegs eðlis – hverfur umburðarlyndið. Eftir standa að- eins líkamlegir eiginleikar; útlit og kyn. Allt verður á grunni hins veraldlega og hinu andlega er fórnað. Í trúleysinu glatast hæfileikinn til að þiggja andlegar gjafir. „Kyrrð, rósemi, frið, hið innra og ytra, og þetta er nátt- úrulega það sem jólin gefa og boða þar sem þau eru þegin.“ Þannig lýsti hr. Sigurbjörn Einarsson biskup jólagjöfinni sem hann vildi helst gefa Íslendingum ef hann gæti. Trúleysið lokar glugganum og hjartað fær ekki að njóta geisla vonarinnar sem trúin færir. Á undanförnum árum hefur notkun þunglyndis- og kvíðalyfja aukist verulega, ekki síst meðal ungs fólks. Í viðtali við Ríkisútvarpið fyrir rúmum tveimur vikum sagði Björn Hjálmarsson, geðlæknir á barna- og unglingageðdeild Landspítala, að rekja mætti þessa þróun til margra þátta. Skortur á trúrækni væri hluti vand- ans: „Sorgin er að verða meira og meira sjúkdómsvædd. Þeir sem eru sanntrúaðir, þeir geta sótt svo mikinn mátt í trúna. Trúarheimspeki, það að geta sótt styrk í æðri mátt, trúin á hið góða, hið fagra og hið fullkomna er mjög góður styrkur.“ Í hraða samtímans og veraldarhyggju trúleysis er hættan sú að andleg næring verði fábreytileg. Og við missum af visku trúarinnar og þeirri fegurð sem trúin á hið góða – hið æðra – getur gefið okkur öllum. Ég þakka lesendum fyrir árið sem er að líða og óska landsmönnum öllum gleðilegs árs sem getur markað nýtt upphaf fyrir okkur öll. Orð sálmaskáldsins fá þannig að rætast: „Og háar sjónir vekja sem af dvala stórmenni, söngmenn, spekimenn og spá- menn. Og daggir andans hrynja á lífsins hafflöt, svo hringir myndast, þeir stækka, víðka, og efla óð og afrek, ást og samhug, og leita upp sjálfa lífsins rót og sjá, þá lyft- ist heims vors afar mikla bákn um lítið fet á lífsins óravegi!“ Eftir Óla Björn Kárason » Jólin minna á að trúin gengur á hólm við ótt- ann. Í trúnni á hið góða finnum við styrk til að yfir- stíga óttann og æðruleysi til að takast á við erfiðleika. Óli Björn Kárason Höfundur er alþingismaður Sjálfstæðis- flokksins. Trú – veira – ótti

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.