Morgunblaðið - 29.12.2021, Side 22

Morgunblaðið - 29.12.2021, Side 22
22 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. DESEMBER 2021 England Crystal Palace – Norwich........................ 3:0 Southampton – Tottenham...................... 1:1 Watford – West Ham ............................... 1:4 Leicester – Liverpool............................... 1:0 Staðan: Manch. City 19 15 2 2 50:12 47 Liverpool 19 12 5 2 50:16 41 Chelsea 19 12 5 2 42:13 41 Arsenal 19 11 2 6 32:23 35 West Ham 19 9 4 6 34:25 31 Tottenham 17 9 3 5 22:20 30 Manch. Utd 17 8 4 5 27:25 28 Wolves 18 7 4 7 13:14 25 Leicester 18 7 4 7 31:33 25 Crystal Palace 19 5 8 6 27:27 23 Brighton 17 5 8 4 16:17 23 Aston Villa 18 7 1 10 24:28 22 Southampton 19 4 9 6 20:29 21 Brentford 17 5 5 7 21:24 20 Everton 17 5 4 8 21:29 19 Leeds 18 3 7 8 18:36 16 Watford 17 4 1 12 22:35 13 Burnley 15 1 8 6 14:21 11 Newcastle 19 1 8 10 19:42 11 Norwich 19 2 4 13 8:42 10 4.$--3795.$ Vináttulandsleikir karla Holland – Japan................................... 30:33 - Erlingur Richardsson þjálfar Holland. - Dagur Sigurðsson þjálfar Japan. Belgía – Sádi-Arabía ............................ 24:25 Pólland – Túnis ..................................... 26:30 Egyptaland – Katar ............................. 26:23 Lettland – Litháen ............................... 31:31 %$.62)0-# Subway-deild karla Stjarnan – Breiðablik....................... 117:113 Staðan: Keflavík 10 9 1 897:814 18 Þór Þ. 11 8 3 1063:964 16 Grindavík 11 7 4 915:899 14 Tindastóll 10 6 4 852:868 12 Njarðvík 9 6 3 860:759 12 Valur 10 6 4 800:792 12 KR 10 5 5 907:920 10 Stjarnan 10 5 5 896:879 10 Breiðablik 11 4 7 1162:1148 8 ÍR 10 3 7 869:931 6 Vestri 10 2 8 796:871 4 Þór Ak. 10 0 10 738:910 0 Spánn Zaragoza – Baskonia .......................... 96:79 - Tryggvi Snær Hlinason skoraði 5 stig og tók 8 fráköst og varði tvö skot á 14 mín- útum með Zaragoza. NBA-deildin Charlotte – Houston........................... 123:99 Atlanta – Chicago ............................. 118:130 Minnesota – Boston.......................... 108:103 San Antonio – Utah .......................... 104:110 Phoenix – Memphis .......................... 113:114 Portland – Dallas.............................. 117:132 LA Clippers – Brooklyn................... 108:124 Efst í Vesturdeild: Golden State 27/6, Phoenix 26/7, Utah 24/9, Memphis 21/14, LA Clippers 17/17, Denver 16/16, Dallas 16/17, Minnesota 16/17, LA Lakers 16/18, San Antonio 14/19. Efst í Austurdeild: Brooklyn 23/9, Chicago 21/10, Milwaukee 22/13, Miami 21/13, Cleveland 20/13, Phila- delphia 17/16, Washington 17/16, Charlotte 18/17, Boston 16/18, Toronto 14/16. 4"5'*2)0-# Tveir af landsliðsmönnum Íslands í handknattleik karla sem valdir hafa verið í endanlegan 20 manna hóp fyrir Evrópukeppnina í næsta mán- uði eru smitaðir af kórónuveirunni. Róbert Geir Gíslason, fram- kvæmdastjóri HSÍ, staðfesti þetta við Vísi í gær en nafngreindi ekki þá sem eiga í hlut, nema hvað hann staðfesti að Aron Pálmarsson væri ekki annar þeirra. Lokaundirbúningur íslenska liðs- ins fyrir EM hefst eftir fjóra daga, á sunnudaginn kemur, þannig að viðbúið er að þeir smituðu missi af æfingum liðsins fyrstu dagana. Liðið flýgur til Ungverjalands 11. janúar eftir að hafa mætt Litháen í tveimur vináttulandsleikjum hér á landi, 7. og 9. janúar. Leikir Íslands fara fram í Búda- pest þar sem liðið mætir Portúgal 14. janúar, Hollandi 16. janúar og Ungverjalandi 18. janúar, en tvö lið- anna halda áfram keppni. Tveir í EM- hópi Íslands eru smitaðir ÍÞRÓTTAMAÐUR ÁRSINS Kristján Jónsson kris@mbl.is Tveimur þeirra sem höfnuðu á meðal tíu efstu í kjörinu á Íþróttamanni ár- ins árið 2021 hefur hlotnast sá heiður að hljóta sæmdarheitið. Handknatt- leiksmaðurinn Aron Pálmarsson varð fyrir valinu árið 2012 og kraft- lyftingamaðurinn Júlían J. K. Jó- hannsson árið 2019. Kjöri á íþróttamanni ársins verður lýst í kvöld og er þetta sextugasta og sjötta árið í röð sem Samtök íþrótta- fréttamanna standa fyrir kjörinu. Samtökin komu kjörinu fyrir árið 1956 eða á sama ári og þau voru stofnuð af þeim Atla Steinarssyni, Frímanni Helgasyni, Halli Sím- onarsyni og Sigurði Sigurðssyni. Þeir kusu Vilhjálm Einarsson fyrst- an Íþróttamann ársins, eftir að hann hlaut silfurverðlaunin í þrístökki á Ólympíuleikunum í Melbourne 1956. Vilhjálmur var kjörinn fimm sinnum fyrstu sex árin og hefur oftast allra hlotið þessa viðurkenningu. Eftirtaldir íþróttamenn höfnuðu á meðal tíu efstu í kjörinu: Aron Pálm- arsson handknattleiksmaður, Bjarki Már Elísson handknattleiksmaður, Júlían J.K. Jóhannsson kraftlyft- ingamaður, Kári Árnason knatt- spyrnumaður, Kolbrún Þöll Þorra- dóttir, Kristín Þórhallsdóttir kraftlyftingakona, Martin Her- mannsson körfuknattleiksmaður, Ómar Ingi Magnússon handknatt- leiksmaður, Rut Arnfjörð Jónsdóttir handknattleikskona og Sveindís Jane Jónsdóttir knattspyrnukona. Með sama sniði og áður Félagar í samtökum íþróttafrétta- manna kusu fyrr í mánuðinum þar sem þau settu íþróttablað á blað í sæti frá 1 og upp í 10. Einnig þjálfara í sæti 1 og upp í 3 og lið í sæti 1 og upp í 3. Á Þorláksmessu var greint frá því hverjir hefðu hafnað í tíu efstu sætunum í kjörinu á íþrótta- manni ársins og þremur efstu sæt- unum varðandi þjálfara ársins og lið ársins. Þess misskilnings gætir stundum hjá almenningi að á Þorláksmessu séu birtar tilnefningar og að svo búnu sé kosið á milli þeirra sem náðu inn á listana sem birtir eru á Þor- láksmessu. Svo er ekki því einfald- lega er verið að greina frá því hverijr höfnuðu í efstu sætunum án þess að gefa upp í hvar þau urðu í röðinni. Júlían og Martin á svipuðu róli Á listanum yfir íþróttafólkið eru nú sex einstaklingar sem eru í fyrsta skipti á meðal tíu efstu í kjörinu. Kári, Kolbrún, Kristín, Ómar, Rut og Sveindís. Er það nokkuð merkilegt en Kári og Rut eru til að mynda á fertugsaldri. Bjarki er á listanum annað árið í röð en hafði ekki verið á meðal tíu efstu fram að því. Júlían og Martin eru í fimmta skiptið á listanum frá árinu 2016. Þeir haldast í hendur kapparnir ef svo má segja. Þeir voru á listanum í fyrsta skipti árið 2016 en hlutu ekki náð fyrir augum íþrótta- fréttamanna árið 2017 en hafa verið á listanum síðan. Martin hafnaði í öðru sæti í kjörinu síðustu tvö ár og Júlían varð í öðru sæti árið 2018 eða ári áður en hann varð fyrir valinu. Aron Pálmarsson er á listanum í níunda skipti en hann var í fyrsta skipti á meðal tíu efstu árið 2010. Hann varð fyrir valinu árið 2012 en einungis þrívegis frá árinu 2010 hef- ur Aron ekki verið á meðal tíu efstu. Hann hafnaði í þriðja sæti í kjörinu í fyrra. Heiðruð í tíunda sinn Þjálfararnir þrír sem höfnuðu í efstu sætunum hafa aldrei orðið fyrir valinu. Rétt er að taka fram að ekki er sama hefðin fyrir því að kjósa þjálfara ársins og lið ársins eins og íþróttamann ársins. Þjálfarar og lið eru nú heiðruð í tíunda sinn. Arnar Gunnlaugsson knatt- spyrnuþjálfari, Vésteinn Haf- steinsson frjálsíþróttaþjálfari og Þórir Hergeirsson handknattleiks- þjálfari eru á meðal þriggja efstu í kjörinu á þjálfara ársins. Liðin þrjú sem höfnuðu í þremur efstu sætunum eru í stafrófsröð: Kvennalandsliðið í hópfimleikum, kvennalið KA/Þórs í handknattleik og karlalið Víkings úr Reykjavík í knattspyrnu. Sex eru á lista í fyrsta sinn - Kjöri íþróttafréttamanna lýst í kvöld - Aron meðal tíu efstu í níunda sinn Morgunblaðið/Brynjar Gauti 2005 Eiður Smári Guðjohnsen tók síðastur við upprunalega verðlauna- gripnum sem þá var afhentur í 50. skipti. Atli Steinarsson, einn af stofn- endum Samtaka íþróttafréttamanna, og Vilhjálmur Einarsson, sem varð íþróttamaður ársins fyrstur og fimm sinnum alls, afhentu Eiði styttuna. Knattspyrnufélagið Barcelona, sem hefur verið afar illa statt fjárhags- lega síðustu misserin, keypti leik- mann fyrir átta milljarða íslenskra króna í gær. Félagið gekk þá frá kaupum á spænska landsliðsmann- inum Ferran Torres frá Manchest- er City fyrir 46,3 milljónir punda. Torres var því aðeins sextán mán- uði í röðum Manchester City sem keypti hann af Valencia fyrir 20,8 milljónir punda í ágúst 2020. Tor- res, sem er 21 árs, hefur skorað 12 mörk í fyrstu 22 landsleikjum sín- um fyrir Spán. Góður hagnaður af Ferran Torres AFP Farinn Ferran Torres lék aðeins með Manchester City í 16 mánuði. Stjarnan vann upp átján stiga for- skot Breiðabliks á lokakaflanum í gærkvöld þegar Garðbæingar unnu granna sína úr Kópavogi, 117:113, í úrvalsdeild karla í körfubolta í Ás- garði. Blikar voru yfir, 98:80, þegar átta mínútur voru eftir en Stjarnan skoraði síðustu níu stig leiksins. Robert Turner átti magnaðan leik með Stjörnunni en hann skor- aði 43 stig og tók 11 fráköst. Shawn Hopkins skoraði 25 stig. Everage Lee Richardson skoraði 33 stig fyr- ir Breiðablik og Hilmar Pétursson 27. Stjarnan vann upp gott forskot Morgunblaðið/Arnþór Birkisson 43 Robert Turner skýtur að körfu Blika í leiknum í gærkvöld. Víðir Sigurðsson vs@mbl.is Karlalandslið Íslands í knattspyrnu mætir tveimur nýjum þjóðum dag- ana 12. og 15. janúar þegar það dvelur við æfingar og keppni í Antalya í Tyrklandi. Leiknir verða vináttulandsleikir gegn Úganda og Suður-Kóreu. Ísland hefur aldrei mætt Úganda í neinum aldursflokki en kvennalandsliðið hefur tvisvar leikið gegn Suður-Kóreu og 15 ára landslið pilta einu sinni. Íslenska liðið verður fyrst og fremst skipað leikmönnum frá lið- um á Íslandi, í Noregi og Svíþjóð, og mögulega öðrum löndum þar sem vetrarfrí er í janúar, svo sem Bandaríkjunum og Danmörku. Leikið er utan alþjóðlegra leikdaga. Úganda er í 82. sæti heimslista FIFA, tuttugu sætum neðar en Ís- land, og í 16. sæti innan Afríku. Lið Úganda varð í öðru sæti í sínum riðli í 2. umferð undankeppni HM í Afríku á þessu ári, á eftir Malí, og komst ekki í umspilið um sæti á HM. Liðið er greinilega varn- arsinnað en markatala þess var 3:2 í sex leikjum gegn Malí, Kenía og Rúanda. Úgandamenn í Eyjum Íslendingar þekkja fyrst og fremst til knattspyrnunnar í Úg- anda vegna nokkurra leikmanna þaðan sem hafa spilað með ÍBV. Tonny Mawejje lék með ÍBV 2009-2013, Val 2014 og Þrótti 2015- 2016 en hann er þriðji leikjahæsti landsliðsmaður Úganda með 86 leiki. Hann spilar enn í Úganda. Andy Mwesigwa (kallaður Siggi) sem lék með ÍBV 2006-2009, er sá sjöundi hæsti með 75 landsleiki. Hann lagði skóna á hilluna fyrir nokkrum árum. Þá lék Abel Dhaira, markvörður ÍBV, 12 landsleiki fyrir Úganda en hann lést úr krabbameini árið 2016, aðeins 28 ára gamall. Meirihluti landsliðsmanna Úg- anda leikur í heimalandinu en nokkrir í Evrópu og öðrum Afr- íkuríkjum. Suður-Kórea á leið á HM Suður-Kórea er í 33. sæti heimslistans og í þriðja sæti í As- íu, á eftir Íran og Japan. Liðið er ósigrað í sex leikjum í úrslitariðli undankeppni HM og er nær öruggt með sæti í lokakeppninni í Katar. Það verður þá níunda lokakeppnin í röð hjá Suður- Kóreu sem komst í undanúrslit HM árið 2002 og í 16-liða úrslit árið 2010. Liðið mætir Íslandi og Moldóvu í Antalya og býr sig þar undir tvo leiki í undankeppni HM, gegn Líbanon og Sýrlandi, sem fram fara 27. janúar og 1. febr- úar. Í hópnum gegn Íslandi sem þegar hefur verið tilkynntur verða leikmenn suðurkóreskra liða og einn sem spilar í Japan en nokkrir lykilmanna liðsins eru þar á meðal. Hinsvegar vantar helstu stjörnunar eins og Son Heung-min, leikmann Tottenham, Hwang Hee-chan frá Wolves og aðra sem spila m.a. í Þýskalandi, á Spáni og í Frakklandi. Nýir mótherjar bíða Íslands í Antalya - Karlalandsliðið mætir Úganda og Suður-Kóreu í vináttulandsleikjum í Tyrklandi í janúar Ljósmynd/Robert Spasovski Þjálfari Arnar Þór Viðarsson byrj- ar undirbúninginn í Antalya.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.