Morgunblaðið - 29.12.2021, Síða 25
MENNING 25
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. DESEMBER 2021
Tove
„Leikstjórinn, Zaida Bergroth, nýtir sér kvik-
myndaformið til fullnustu til þess að segja
sögu þessarar merku konu og notar ýmsar
leiðir til þess miðla skilaboðum óbeint til áhorf-
enda.“ JGH
Minari
„Minari er vel heppnuð og mannleg kvikmynd
sem dregur upp sannferðuga mynd af sam-
skiptum innan fjölskyldna og flóknum
tengslum hennar við umhverfið. Þetta er mynd
sem kvikmyndaunnendur ættu ekki að láta
fram hjá sér fara.“ JGH
Sound of Metal
„Hljóðhönnun myndarinnar færir áhorfand-
ann á afburða máta inn í hugarheim Rubens,
og er það í sjálfu sér næg ástæða til að kynna
sér verkið …“ GR
Verdens verste menneske
„… fyrirtaks rómantísk gamanmynd sem er
ekki síður mynd af ungmennum nútímans og
þeim þrautum sem sú kynslóð þarf að takast á
við.“ JGH
No Time To Die
„Að öllu samanlögðu er þetta stórgóður endir
á fimm mynda Bond-syrpu Craigs og verður
hans sannarlega saknað.“ HSS
Promising Young Woman
„Stundum er Efnileg, ung kona spennandi,
stundum spaugileg og stundum svo óþægileg
að manni líður nánast illa. En umfram allt er
hún alltaf áhuga- og umhugsunarverð.“ HSS
Summer of Soul
„Sálarsumar vegsamar og varðveitir sögulegt
augnablik – og er veisla fyrir áhugamenn um
bandaríska sögu og tónlist tuttugustu aldar.
Óskandi er að tónleikarnir komi einnig út í
lengri og samfelldri mynd.“ GR
Power of the Dog
„Phil er fullkomið dæmi um það sem hefur oft
verið kallað eitruð eða neikvæð karlmennska.
Hann reynir í sífellu að sanna að hann sé harð-
asti og um leið grófasti leiðtoginn í úlfaflokki
kúrekanna. “ JGH
Soul
„Tónlistaratriðin eru mjög vel kvikuð og út-
færð, djasstónlistin vönduð og ekki annað að
sjá en líkt hafi verið eftir hljóðfæraleik eins ná-
kvæmlega og kostur er.“ HSS
Dýrið
„… skemmtilegur darraðardans og tekst að
búa til söguheim þar sem hinu fáránlega er
blandað við þjóðsagnaminni og bíóhefð, og út-
koman er í senn spennandi og fyndin.“ GR
Eftirfarandi kvikmyndir komust líka á lista yfir
þær bestu sem rýnt var í á árinu: My Octopus
Teacher, Birta, Candyman, Hálfur Álfur, The
White Tiger, Titane og Last and First Men.
Gagnrýnendur eru Helgi Snær Sigurðsson
(HSS), Gunnar Ragnarsson (GR) og Jóna
Gréta Hilmarsdóttir (JGH).
Minari Vel heppnuð og
mannleg kvikmynd.
Kvikmyndir ársins
Kvikmyndaárið 2021 var líflegra en árið á undan og hátt í 70 kvik-
myndir voru gagnrýndar í Morgunblaðinu. Hér eru tíu af þeim bestu
nefndar, allar frumsýndar á Íslandi á árinu sem er að líða.
007 Daniel Craig
kvaddi hlutverk Bonds
í No Time To Die.
Efnileg Carey Mulligan í
Promising Young Woman.
Tove Úr kvikmyndinni um Tove
Jansson, skapara Múmínálfanna.