Morgunblaðið - 29.12.2021, Page 28

Morgunblaðið - 29.12.2021, Page 28
Fjöldi dagblaða og tímarita hefur birt lista sína yfir bestu kvikmyndir ársins. Hjá Time er The Power of the Dog í leikstjórn Jane Campion talin best, því næst koma Verdens verste menneske í leikstjórn Joachims Triers og Summer og Soul í leikstjórn Questlove. Hjá Politiken var The Power of the Dog valin best og því næst komu Titane í leikstjórn Juliu Ducournau, Nomad- land í leikstjórn Chloé Zhao og Minari í leikstjórn Lees Isaacs Chungs. Hjá Variety lenti Spencer í leikstjórn Pablos Larraíns í efsta sæti og svo komu House of Gucci í leikstjórn Ridleys Scotts og The Beatles: Get Back í leikstjórn Peters Jacksons. Í blaði dagsins má sjá samantekt á þeim kvikmyndum sem gagnrýnendur Morgunblaðsins töldu bestar þetta árið. »25 Bestu myndir ársins valdar víða Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Hjónin Steinunn Ólöf Benediktsdóttir og Arnar Hallgrímur Ágústsson settu sér það markmið að ganga 150 sinn- um á Úlfarsfell í ár og náðu því í nóv- ember. „Áskorunin felst fyrst og fremst í því að svíkjast ekki um held- ur fylgja settu marki,“ segir Arnar og bætir við að það geti verið hægara um að tala en í að komast. Stöðugt er rætt um líkamsrækt og mikilvægi þess að setja sér markmið. Arnar segir að markmiðasetningu fylgi ákveðin kvöð og ekki gangi til lengdar að slá slöku við, því þá hlaðist syndirnar upp og erfiðara verði við að eiga. Að sama skapi geti fastir liðir gert lífið auðveldara og því geti það að ganga daglega á Úlfarsfellið verið minnsta mál fyrir suma. Mikilvægt sé að ætla sér ekki um of. „Við gengum til dæmis aldrei á Úlfarsfell í júlí. Það þýddi að við þurftum að leggja harðar að okkur í kjölfarið. Einn daginn fór- um við fjórum sinnum upp og niður til að vinna á móti aðstæðum sem gerðu það að verkum að við slepptum því að ganga á fellið.“ Víkka hringinn Arnar er ættaður frá Steinstúni í Árneshreppi á Ströndum, bjó þar fram á unglingsár og hefur farið þangað í göngur árlega frá því hann flutti suður 16 ára auk þess sem hann var í sveitinni á sumrin þar til hann fór í háskóla. „Fjallaferðir voru þá að- allega farnar til þess að smala og finna kindur en þegar ég var 12 ára byrjaði ég að ganga til rjúpna með eldri bræðrum mínum og við ásamt frænda okkar höfum gert það á hverju hausti síðan.“ Arnar segir að þau Steinunn hafi snemma tekið sameiginlega ákvörðun um að hreyfa sig reglulega. Þau hafi byrjað að ganga í Grafarvoginum, þar sem þau búa, síðan hafi þau keypt sér hjól og hjólað reglulega, göngur á Úlf- arsfell og upp að Steini á Esjunni hafi bæst við og í fyrra hafi þau farið út fyrir nærumhverfið og meðal annars gengið einu sinni á Keili og nokkrum sinnum á Helgafell við Hafnarfjörð og Akrafjall. „Göngurnar urðu til þess að við settum okkur fyrrnefnt markmið og það var ánægjulegt að ná því.“ Til hafi staðið að fá vini og vinnufélaga með í tímamótaferðina en Þórólfur hafi verið harður á samkomutakmörk- unum og því hafi þau farið í trúðsgervi fyrir myndatöku á toppnum. Vinnustaður hjónanna er í Grafar- holti og því fer lítill tími í að fara heim áður en haldið er í göngu, en hreyf- ingin og útiveran gefa þeim mikið. Arnar leggur áherslu á að þau hafi alltaf farið saman í gönguferðirnar. „Okkur þykir gott að njóta náttúrunn- ar og hreinsa hugann í leiðinni.“ Í ljósi reynslunnar er markmiðið á næsta ári að víkka hringinn, fara á fleiri fell og fjöll með alhliða hreyfingu að leiðarljósi. „Tilfellið er að þegar maður setur sér markmið eins og að ganga x sinnum á Úlfarsfellið snýst allt um að gera það og því gerir mað- ur ekki neitt annað.“ Í því sambandi nefnir hann sem dæmi að hafi þau vaknað í góðu veðri á laugardags- morgni og hugsað hvað þau ættu að gera hafi bara eitt komið til greina; að ganga á Úlfarsfell! „Við þurftum að halda dampi og færum við annað fengjum við ekki plús í Úlfarsfellskladdann.“ Þess vegna ætli þau að leggja áherslu á alla hreyfingu á næsta ári en ekki hvar og hvenær. „Við höfum verið að tala um að hreyfa okkur skipulega 200 sinnum á árinu.“ Markmiði ársins náð - Teygjanlegri áskorun hjá hjónunum á næsta ári Markmiðinu náð Hjónin Steinunn Ólöf Benediktsdóttir og Arnar Hall- grímur Ágústsson á toppi Úlfarsfells í 150. ferðinni, uppáklædd! Ævintýri Steinunn og Arnar á göngu fyrir ofan Meðalfellsvatn. L augarnar í Rey k javí k Jóla- sund SUNDKORT ER GÓÐ JÓL AGJÖF w w w. i t r. i s * Jó la sv ei nu m er sk yl t að n ot a vi ðe ig an d is un d fö t ei n s og að ri r. Skoðaðu afgreiðslutíma sundstaða um jól og áramót á w w w.itr.is MIÐVIKUDAGUR 29. DESEMBER 363. DAGUR ÁRSINS 2021 Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Í lausasölu 739 kr. Áskrift 7.982 kr. Helgaráskrift 4.982 kr. PDF á mbl.is 7.077 kr. iPad-áskrift 7.077 kr. Liverpool tapaði dýrmætum stigum í baráttunni um enska meistaratitilinn í knattspyrnu í gærkvöld þegar Ademola Lookman tryggði Leicester 1:0 sigur í viður- eign liðanna. Manchester City er þá sex stigum á undan Liverpool og Chelsea og fær tækifæri til að ná tólf stiga forskoti á næstu dögum. »23 Liverpool tapaði dýrmætum stigum ÍÞRÓTTIR MENNING

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.