Morgunblaðið - 29.12.2021, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 29.12.2021, Qupperneq 8
8 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. DESEMBER 2021SJÓNARHÓLL KRISTINN MAGNÚSSON H vaða áramótaheit strengdir þú?“ Fyrsti vinnu- dagur á nýju ári felur undantekningarlaust í sér sömu spurninguna við kaffivélina. Ég á alltaf erfitt með þessa spurningu því ég strengi sömu áramótaheitin ár eftir ár og þyki því óhemju óspenn- andi. Ástæðan er ekki sú að markmiðin náist ekki og því þurfi að endurtaka sama leik að ári heldur sú að í grunninn eru alltaf sömu atriðin sem ég vil viðhalda og leggja áfram áherslu á. Góða líkamlega og andlega heilsu, góð og uppbyggileg tengsl við vini og vanda- menn og fjárhagslegt heilbrigði til langtíma. Ef vel er að gáð miða þessi markmið í raun öll að því sama, ánægjulegum og gefandi lífeyrisárum. Nú eru tæp þrjátíu ár í að ég nái lífeyristökualdri og því má vera að það þyki skjóta skökku við að horfa til þess tíma, en góð langtímamarkmið geta jafnframt byggt undir daginn í dag, eitt þarf ekki að útiloka annað. Að velta fyrir sér lífeyrissjóðnum sín- um er í senn langtímamark- mið og áhugavert til skemmri tíma. Aukinn áhugi Á árinu 2021 höfum við séð aukinn áhuga á fjárfest- inum sem hefur birst í verulega aukinni þátttöku og áhuga almennra fjárfesta á hlutabréfamarkaði. Sú þróun er afar ánægjuleg og til marks um aukna um- ræðu og þekkingu í samfélaginu. Lífeyrissjóðir eru jafnframt þátttakendur á þeim markaði og aukinn áhugi á fjárfestingum ætti því að hvetja til aukins áhuga á lífeyrissjóðum. Mikilvægt er að hafa í huga að stærsti sparnaður hins almenna fjárfestis liggur alla jafna í lífeyrissjóði en þangað streymir árlega að jafnaði ígildi tveggja mánaðarlauna. Fjárfestingar líf- eyrissjóða hafa áhrif víða, þeir fjárfesta m.a. á skráð- um markaði, þeim sama og fólk hefur veitt aukna at- hygli síðustu misseri. Þá fjárfesta lífeyrissjóðir einnig í áhugaverðum óskráðum verkefnum, innviðum og nýsköpun svo eitthvað sé nefnt, sem spennandi er að fylgjast með á sama tíma og slíkar fjárfestingar drífa áfram gróskumikið og öflugt atvinnulíf. Þá vitum við líka að fjárfestingar og hvert þeim er beint getur haft töluverð áhrif á þá framtíð sem við erum að móta, bæði hvað varðar umhverfis- og samfélagsmál og því mikilvægt að við séum meðvituð um hvar okk- ar stærsti sparnaður liggur og hvaða áhrif hann hef- ur. Að nálgast upplýsingar Hver er mín staða í dag og hvernig líta eftirlauna- árin út miðað við óbreyttar áherslur. Er samspil sér- eignar og samtryggingar eins og ég vil hafa það. Í hverju er lífeyrissjóðurinn minn að fjárfesta, hvernig er fjárfestingarstefna sjóðsins og stefna um ábyrgar fjárfestingar, hver hefur ávöxtunin verið. Allt þetta eru hlutir sem vert er að skoða árlega og tilvalið að setja inn sem árlegt áramótaheit. Upplýsingar um þína eigin stöðu má nálgast í lífeyrisgáttinni og á mínum síðum þíns lífeyr- issjóðs, nú eða í appi hjá þeim sjóðum sem þangað eru komnir. Lífeyris- og séreignarsjóðir birta svo hver fyrir sig ítarlegar upplýs- ingar á heimasíðum sínum um fjárfestingarstefnur, ávöxtun og fjárfestingar. Ólíkt hlutfall hluta- bréfa og skuldabréfa sem og er- lendra eigna svo eitthvað sé nefnt. Þá eru sjóðirnir einnig með stefnur um ábyrgar fjár- festingar með ólíkum áherslum sem áhugavert er að kynna sér. Þá taka bæði Fjármálaeftirlitið og Lands- samtök lífeyrissjóða saman greinargóðar upplýsingar um ávöxtun, fjárfestingar og árangur lífeyrissjóða sem hentugar eru til samanburðar. Hið árlega áramótaheit Að setja sér sama markmið ár eftir ár þýðir ekki að markmiðið hafi ekki náðst árið áður heldur að um lífsstíl og stöðugleika sé að ræða. Að setja sér mark- mið fyrir árið 2022 og öll þau ár sem á eftir koma um að fylgjast með lífeyrissparnaðinum sínum er til marks um meðvitaða stefnu í lífinu. Að fylgja eftir sínum stærsta sparnaði, vita hvernig honum er ráð- stafað, hvaðan ávöxtunin kemur og hvernig sparn- aðurinn hefur áhrif, bæði á þitt eigið líf, atvinnulífið og samfélagið allt. LÍFEYRISMÁL Snædís Ögn Flosadóttir framkvæmdastjóri EFÍA og LSBÍ, rekstrarstjóri Lífeyrisauka Hin eilífa barátta við tímann ” Upplýsingar um þína eigin stöðu má nálgast í lífeyrisgáttinni og á mín- um síðum þíns lífeyris- sjóðs, nú eða í appi hjá þeim sjóðum sem þangað eru komnir. Á liðnu ári hef ég nokkrum sinnum drepið niður penna og fjallað um þau miklu og stóru vín sem koma frá Toscana og kennd eru við hið brún- leita yfirbragð sitt, Brunello. Síðast var það í júlí þegar ég leitaði í smiðju Banfi, nánar tiltekið 2015-árganginn sem réttilega hefur notið talsverðra vinsælda. Þar áður hafði Il Poggione orðið fyrir valinu en grein þar um birtist í janúar. Glæsileg aðstaða í Heiðrúnu Fyrir skemmstu átti ég leið um skemmtileg og vandað „eðalvína- herbergi“ í Heiðrúnu og tók góðan sérfræðing ÁTVR tali. Ræddum við um árstíðasveiflur í vali viðskipta- vina og barst þá talið að áramót- unum og hvernig stórsteikurnar móta smekkinn á þeim tíma. Benti hann mér þá á að nokkur sókn hefði verið í krúnudjásnið frá Banfi, þ.e. Riserva 2013 sem kennd er við ekr- una Poggio all’Oro í Montalcino. Á áramótunum vilja menn gera vel við sig og þá eykst ásókn í stór og mikil vín af þessu tagi sem kosta skildinginn. Og þar sem ljúfa lífið í Viðskipta- Mogganum vill þjóna skyldum sín- um, ekki aðeins gagnvart lesendum, heldur einnig stað og stund hvers tíma, var ekki úr vegi að skyggnast undir „húddið“ hjá Banfi, eins og bílablaðamennirnir tala gjarnan um, ekki síst þegar kraftmiklar glæsi- kerrur og -kaggar eru tekin til sér- stakrar skoðunar. Líkt og annar Brunello er Poggio gerður úr 100% Sangiovese. Gerjun safans tekur 12 til 14 daga við 25 til 30° hita í franskri eik og stáltönkum. Vínið er síðan látið taka sig og þroskast í fimm ár á frönskum eikar- tunnum í mismunandi stærðum sem þannig tryggir hina réttu áferð og snertingu við viðinn og þau töfraefni sem í honum búa. Það er oft erfitt að segja til um hvað bíður manns þegar maður legg- ur í hólmgöngu við „nýjan“ Brunello, ekki síst þegar um Riservu er að ræða enda eru þar oftast á ferðinni margslungin vín sem búa yfir tals- verðum töfrum ef rétt er á málum haldið. Má t.d. nefna að þegar Ris- erva frá Biondi-Santi er drukkin, þykir húsinu hæfilegt að víninu sé umhellt á karöflu u.þ.b. átta klukku- stundum fyrir stefnumótið! Leitaði ásjár sérfræðingsins Ég ákvað að taka enga áhættu í þetta sinnið og setti mig því í sam- band við Harald Halldórsson, vín- sérfræðing m.m. og sölu- og mark- aðsstjóra Kalla K. sem flytur vínið inn. Hann gaf mér greinargott yfirlit yfir það hvernig ég skyldi bera mig að. Hann taldi ekki rétt að umhella víninu löngu fyrir neyslu þess. Betra væri að bragða á því og sjá hvort það væri þurrt og lokað eða hvort það væri tekið að blómstra. Benti hann mér á að þetta væri mikið vín og að ekki væri ósennilegt að það yrði nokkuð óaðgengilegt í fyrstu en að þá væri rétt að umhella því og gera það kröftuglega svo loftið léki vel um það. Þannig gæti það á skammri stund sprungið út og tekið í sig 1-2 gráður af hita og verið þá við kjör- hitastig (miðað við að það væri að koma úr 12-14 gráðu vínkæli.) Hlýddi ég fyrirmælum meistarans að sjálfsögðu. Mér til talsverðrar undrunar reyndist vínið opið og létt- leikandi. Tók flögrandi á móti mér í glasinu og tannínin í ótrúlega góðu jafnvægi. Var þá ekkert annað að Dýrgripur af Gullnu hæðinni í Montalcino HIÐ LJÚFA LÍF

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.