Fréttablaðið - 19.01.2022, Síða 1
Þeir voru fluttir með
sjúkrabíl á sjúkrahús
þar sem gert var að
sárum þeirra.
Páll Winkel, forstjóri Fangelsis-
málastofnunar
1 2 . T Ö L U B L A Ð 2 2 . Á R G A N G U R f rettab lad id . i s M I Ð V I K U D A G U R 1 9 . J A N Ú A R 2 0 2 2
Grillaður
fyrsti koss
Rektor syrgir
Rósalind
Lífið ➤ 26Lífið ➤ 25
Happy Winter SALE
2-3 daga afhending
Ráðist var á tvo fangaverði
á Hólmsheiði um helgina.
Meðal áverka eru beinbrot og
höfuðáverkar.
adalheidur@frettabladid.is
FANGELSISMÁL Flytja þurfti tvo
fangaverði með sjúkrabíl á sjúkra-
hús vegna alvarlegrar líkamsárásar
sem þeir urðu fyrir af hendi fanga
á Hólmsheiði um helgina. Meðal
áverka þeirra eru beinbrot og tals-
verðir höfuðáverkar.
„Ég get staðfest að tveir fanga-
verðir hafi orðið fyrir alvarlegri
líkamsárás á Hólmsheiði um helg-
ina. Þeir voru fluttir með sjúkrabíl á
sjúkrahús þar sem gert var að sárum
þeirra,“ segir Páll Winkel, forstjóri
Fangelsismálastofnunar.
Páll segir að brugðist hafi verið
við atvikinu af yfirvegun strax í
kjölfarið og úrvinnsla málsins verið
til fyrirmyndar af hálfu starfsfólks
fangelsisins. Lögreglu var strax til-
kynnt um málið og kom hún á vett-
vang, myndaði brotavettvang og tók
skýrslur af vitnum.
Mennirnir hafa báðir verið
útskrifaðir af sjúkrahúsi og Páll seg-
ist vonast til að þeir nái fullri heilsu.
Páll vill ekki tjá sig um aðdrag-
anda málsins að svo stöddu að
öðru leyti en því að hann hafi verið
mjög skammur og komið starfsliði
fangelsisins í opna skjöldu. Fanginn
hefur verið fluttur af Hólmsheiði og
í annað fangelsi.
Guðmundur Ingi Þóroddsson,
formaður Afstöðu, segir málið mjög
hryggilegt. Fangelsið sé ekki nógu
vel búið til að tryggja öryggi fanga
og fangavarða. „Fangelsin eru ekki
nógu vel mönnuð og húsnæðið, þótt
nýtt sé, er alls ekki nógu gott og ekki
hannað til að koma í veg fyrir svona
uppákomur,“ segir hann.
Þá segir Guðmundur að úrræða-
leysi vegna veikra fanga geti reynst
hættulegt. „Fangaverðir hafa hvorki
menntun né þjálfun til að veita
mjög veiku fólki umönnun,“ segir
hann. Bæði Afstaða og fangaverðir
hafi haft miklar áhyggjur af því að
einmitt svona atvik geti komið upp
og margsinnis hafi verið varað við
þessu. „Það er ljóst að við verðum
að mótmæla niðurskurðarkröfu
stjórnvalda á fangelsin og hvetjum
stjórnvöld til að funda strax.“
Fréttablaðið hefur ekki fengið
staðfest hvort árásarmaðurinn
glímir við einhver veikindi. ■
Alvarleg árás á tvo fangaverði til rannsóknar
Strákarnir okkar höfðu svo sannarlega ástæðu til að fagna naumum sigri á Ungverjum í Búdapest í gær. Sigurinn þýðir að Ísland fór í milliriðlana með tvö stig eftir bestu byrjun Íslands á Evrópumóti í
sögu karlalandsliðsins. Drengirnir sýndu stáltaugar og létu tæplega tuttugu þúsund háværa Ungverja ekki slá sig út af laginu þegar allt var undir á lokametrunum. SJÁ SÍÐU 18 FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY