Fréttablaðið - 19.01.2022, Síða 4
Farþegafjöldi Ice
land air árið 2021 var
225.421.
bth@frettabladid.is
ÚTIVIST Magnús Árnason, fram-
kvæmdastjóri skíðasvæða höfuð-
borgarsvæðisins, segist hafa skiln-
ing á því sjónarmiði að leyfa vínsölu
á skíðasvæðum innalands.
„Í Hlíðarfjalli var veitingsalan
boðin út og veitingamaðurinn hefur
eðli máls samkvæmt hag af áfengis-
sölu,“ segir Magnús. „Mögulega
verður þetta framtíðin á Íslandi en
við erum ekki að hugleiða þetta að
svo stöddu, enda erum við rekin af
sveitarfélögum og íþrótta- og æsku-
lýðssviðum.“
Með öðrum orðum gæti vínsala
hafist í Bláfjöllum í framtíðinni ef
reksturinn verður boðinn út.
„Ég framfylgi stefnu bæjarráðs, ég
vil ekki tjá mig um þetta mál,“ segir
Ásthildur Sturludóttir, ópólitískur
bæjarstjóri á Akureyri.
Bæjarráð Akureyrar, að undan-
skilinni Sóleyju Björk Stefánsdóttur,
fulltrúa VG, hefur tekið jákvætt í
erindi Sölva Antonssonar veitinga-
manns um að áfengissala verði
heimiluð í Hlíðarfjalli til klukkan
20.30 á veturna. Sóley Björk segir að
mikil andstaða hafi komið við þess-
ar hugmyndir á samfélagsmiðlum.
„Kommentakerfin loga hreinlega
og aldrei þessu vant er maður ekki
skotskífa,“ segir hún.
Tilraun var gerð um sölu áfengis
í fjallinu síðastliðinn vetur. Hafa
forráðamenn skíðasvæðisins sagt
að engin vandamál hafi komið
upp. Sóley Björk segir þó tvennum
sögum fara af því.
„Ég man að þegar þetta var leyft
um tíma þá var talað um rosalegt
fyllerí þarna tvær fyrstu helgarnar.
Það voru sögur af fólki sem bar bjór
út úr áfengissölunni, sem er ólög-
legt, að því er virðist vegna kæru-
leysi veitingasalanna,“ segir hún.
Hún segir að vel mætti ræða að
bjóða upp á vínsölu síðasta klukku-
tímann fyrir lokun dag hvern. Þá
segir Sóley að nokkur áhersla hafi
verið á að markaðssetja Akureyri
sem fjölskyldubæ. Einnig gangi
markaðssetningin út á ferðamanna-
paradís. Í þessu máli stangist á við-
skiptahagsmunir og forvarnir.
„Það er þannig að þú getur sent
börn yfir ákveðnum aldri ein upp í
fjallið og treystir því þá að þau séu
örugg. Með þessu skrefi er grafið
undan því,“ segir Sóley Björk.
„Það hefur orðið ákveðin normal-
ísering á áfengi,” segir hún. ■
Segir að vínsala á skíðasvæðinu hafi leitt til rosalegra fyllería
Akureyrarflugvöllur. MYND/VÖLUNDUR
kristinnhaukur@frettabladid.is
SAMGÖNGUMÁL Farþegafjöldi inn-
anlands hjá Icelandair var 225.421
árið 2021. Árið áður var fjöldinn
aðeins 126.266 og var aukningin
því 99.155, eða meira en 78 prósent.
Árið 2020 varð reyndar mikið hrap í
innanlandsflugi því að árið áður var
fjöldinn 260.043.
Stjórnvöld hafa niðurgreitt f lug-
ferðir þeirra sem búa í vissri fjar-
lægð frá höfuðborgarsvæðinu um
40 prósent frá því í október árið
2020. Er verkefnið kallað Loftbrú og
er byggðaverkefni að skoskri fyrir-
mynd.
Fyrr í mánuðinum greindi Frétta-
blaðið frá því að Loftbrúarafslættir
hefðu verið notaðir í 65 þúsund
skipti og upphæðin í heildina 414
milljónir króna. Notkun þessara
afslátta jókst mikið á árinu 2021. ■
Nærri tvöföldun í
innanlandsflugi
Dagskrárstjóri sakar Sjúkra-
tryggingar um brot, þar sem
sjúkraskrár tiltekinna skjól-
stæðinga SÁÁ hafi verið
rýndar af leikmanni.
Forstjóri Sjúkratrygginga
vísar broti á reglum á bug.
bth@frettabladid.is
HEILBRIGÐISMÁL Hörður J. Oddfríð-
arson, dagskrárstjóri göngudeildar
SÁÁ, telur að Sjúkratryggingar
Íslands (SÍ) hafi framið brot, þegar
Ari Matthíasson hafi sem starfs-
maður SÍ skoðað sjúkraskrár skjól-
stæðinga SÁÁ og kallað eftir upp-
lýsingum um tiltekna einstaklinga.
SÍ hafa kært SÁÁ til embættis
héraðssaksóknara fyrir „gríðarlegt
magn“ tilhæfulausra reikninga,
meðal annars vegna viðtalsþjón-
ustu við umbjóðendur.
„Þótt við höfum ekki enn séð efni
kærunnar er hreinlega galið að kæra
SÁÁ fyrir 175 milljóna króna fjár-
svik, á tímum þar sem var verið að
bregðast við aðstæðum í rauntíma,“
segir Hörður.
Hörður segir að vegna Covid hafi
SÁÁ breytt vinnureglum með sama
hætti og starfsmenn heilsugæslunn-
ar, tekið viðtöl með því að hringja
í stað þess að hitta skjólstæðinga.
Starfsfólk SÁÁ hafi verið á vinnu-
stað, en starfsfólk heilsugæslunnar
hafi jafnvel hringt heiman frá sér.
Þá sé tekist á um fleira, svo sem skil-
greiningu á aldurshópi ungmenna.
Hörður segir að deildarstjóri eftir-
litsdeildar SÍ, Ari Matthíasson, hafi
fyrr og síðar amast við stétt áfengis-
og vímuefnaráðgjafa. Hann virðist í
afneitun á að áfengis- og vímuefna-
ráðgjafar SÁÁ voru að sinna þjón-
ustu við fíknisjúklinga og aðstand-
endur í fordæmalausu ástandi,
heimsfaraldri Covid-19. Alvarlegust
sé þó meðferð Ara á sjúkraskrám í
þessu máli.
„Hann fékk afrit af sjúkraskrám
okkar skjólstæðinga í nafni rann-
sóknareftirlits. Ég á erfitt með að
sjá að Sjúkratryggingar hafi haft
nokkra lagalega heimild til að fara
inn í sjúkraskrár okkar sjúklinga
sem voru að þiggja þjónustu á þess-
um tíma, né heldur að miðla þeim
upplýsingum sem þar koma fram út
úr stofnuninni,“ segir Hörður.
Hörður segir að SÍ hafi viljað lesa
sjúkraskrár allra sem fengu ákveðna
þjónustu á tilteknu tímabili. Það
stríði gegn anda laga um viðkvæmar
persónuupplýsingar.
„Við vitum að heilbrigðisstarfs-
fólk má fara inn i sjúkraskrár en það
var ekki heilbrigðisstarfsmaður sem
las þessar skrár. Ari Matthíasson er
ekki heilbrigðisstarfsmaður,“ segir
Hörður.
Hann segir að Ari hafi sjálfur birst
í SÁÁ og í krafti embættis síns hafi
hann lesið sjúkraskrár á staðnum en
einnig fengið afhentar sjúkraskrár
og farið með út úr húsi, sérstaklega
hafi hann kallað eftir gögnum um
tiltekna einstaklinga.
„Samkvæmt lögum hefur eftir-
litsnefnd heimild til að skoða þessi
gögn en þá þarf það að vera heil-
brigðisstarfsmaður sem skoðar
gögnin. Það er, ef ekki ólöglegt, að
minnsta kosti á mörkum hins sið-
lega, að hringja í skjólstæðinga sam-
takanna og lesa upp úr sjúkraskrám
þeirra eins og hann lét starfsfólk SÍ
gera.
Ari er fyrrverandi framkvæmda-
stjóri SÁÁ. María Heimisdóttir, for-
stjóri Sjúkratrygginga, segir það
ekki hafa gert hann vanhæfan til að
vinna að þessu eftirliti. „Ég hef engar
forsendur til að ætla að deildarstjóri
eftirlitsdeildar beri þungan hug eða
einhvern kala til SÁÁ. Allir starfs-
menn Sjúkratrygginga átta sig á
mikilvægi þeirrar þjónustu sem þar
er veitt,“ segir María.
Þá segir María að Sjúkratrygging-
ar telji sig hafa fylgt öllum reglum
um meðferð viðkvæmra persónu-
upplýsinga. ■
Saka Sjúkratryggingar um brot í
meðferð sjúkraskráa sjúklinga SÁÁ
Ari Matthías-
son, fyrrverandi
framkvæmda-
stjóri SÁÁ og
seinna starfs-
maður Sjúkra-
trygginga,
skoðaði sjúkra-
skrárnar.
FRÉTTABLAÐIÐ/
ERNIR
Hörður Odd-
fríðarson,
dagskrárstjóri
göngudeildar
SÁÁ
Það hefur orðið ákveð
in normalísering á
áfengi.
Sóley Björk Stefánsdóttir, bæjar-
fulltrúi Vinstri grænna
4 Fréttir 19. janúar 2022 MIÐVIKUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ