Fréttablaðið - 19.01.2022, Síða 10

Fréttablaðið - 19.01.2022, Síða 10
Afkoma af skráðum og óskráðum bréfum hefur verið töluvert umfram væntingar. Allar forsendur eru til að ætla að efnahags- lífið geti þá tekið hratt við sér og langtíma- horfur góðar ef við tökum skynsamar ákvarðanir í náinni framtíð. Ásdís Krist­ jánsdóttir, aðstoðar­ framkvæmda­ stjóri Samtaka atvinnulífsins magdalena@frettabladid.is Erna Björg Sverrisdóttir, aðalhag- fræðingur Arion banka, segir að þar sem heildarkortavelta landsmanna hafi náð hæsta gildi frá upphafi mælinga í desember síðastliðnum sé líklegt að einkaneyslan á fjórða árs- fjórðungi síðasta árs muni fara langt fram úr væntingum Seðlabankans, og þar með styðja við frekari vaxta- hækkanir. „Þessar tölur varðandi heildar- kortaveltuna komu ekki beint á óvart enda í takt við fyrri mánuði. Það hefur verið mikill kraftur í korta- veltunni, neyslu heimilanna og inn- lenda hagkerfinu í heild,“ segir Erna og bætir við að Seðlabankinn hafi spáð í kringum 5 prósenta einka- neysluvexti á fjórðungunum. „Miðað við hversu mikill kraftur var í korta- veltunni þá er hægt að leiða líkur að því að einkaneysluvöxturinn verði umfram spár Seðlabankans. Það mun að öllum líkindum leiða til frekari vaxtahækkana.“ Aðspurð hversu hratt Seðla- bankinn komi til með að hækka vexti segir Erna að það fari eftir því hver þróunin verði hverju sinni. „Seðlabankinn er kominn í vaxta- hækkunarfasa og er að spá því að framleiðsluslakinn sé horfinn eða við það að hverfa. Síðan er verðlags- þrýstingur mikill þannig að það er fátt annað sem kemur til greina held- ur en áframhaldandi vaxtahækk- anir. Hversu miklar þær hækkanir verða fer eftir ýmsu, meðal annars vaxtamun við útlönd, innlendum verðbólguþrýstingi og framleiðslu- spennu í hagkerfinu. En það er ekki alveg jafn aðkallandi að taka stór skref í vaxtahækkunum þegar vextir eru komnir í 2 prósent og harðar sóttvarnaaðgerðir við lýði.“ Hún segir jafnframt að sóttvarna- aðgerðir stjórnvalda virðist hafa sífellt minni áhrif á neysluhegðun fólks. „Við sáum í upphafi faraldurs að kortaveltan og væntingar voru að fylgja sóttvarnaaðgerðum en aðgerðirnar eru ekki að hafa sömu áhrif og áður. Fyrst um sinn höfðu þær meiri áhrif en þær hafa nú.“ n Segir frekari vaxtahækkanir vera í kortunum Erna Björg Sverrisdóttir, aðalhagfræð­ ingur Arion banka MARKAÐURINN 19. janúar 2022 MIÐVIKUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ Starfsfólk óskast við PISA rannsóknina í mars - júní Menntamálastofnun leitar að starfsfólki til að vinna við PISA (Programme for International Student Assessment), alþjóðlega menntarannsókn á vegum OECD. Vinnan fer fram á tímabilinu mars – júní 2022 og felur í sér fyrirlögn PISA í 10. bekkjum grunnskóla og kóðun á svörum. Um verktakavinnu er að ræða. Verkefnin krefjast öryggis í framkomu, reynslu af starfi með unglingum, góðrar tölvu- og íslenskukunnáttu og skipulags- og samstarfshæfileika. Æskilegt er að umsækjendur hafi háskólamenntun. Áhugasamir einstaklingar án tillits til kyns eru hvattir til að sækja um. Umsóknarfrestur er til og með 28. janúar og umsóknir skulu sendar á pisa@mms.is. Fyrir nánari upplýsingar hafið samband við Svanhildi Steinarsdóttur á sama netfang eða í síma 514-7500. Framkvæmdastjóri grein- ingarfyrirtækisins Analytica segir að efnahagsbatinn sé í fullum gangi þótt vissulega sé óvissa. Aðstoðarfram- kvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins kveðst vera bjartsýnn á framhaldið. magdalena@frettabladid.is Leiðandi hagvísir greiningarfyrir- tækisins Analytica var gefinn út í gær. Yngvi Harðarson, framkvæmda- stjóri Analytica, segir að hagvísirinn sýni að skýr merki séu um að efna- hagsbati sé í gangi. „Helstu niðurstöður hagvísisins eru þær að það er efnahagsbati í gangi og það er ekkert sem bendir til þess að það sé neinn viðsnúningur á þeirri þróun,“ segir Yngvi og bætir við að horfurnar í efnahagslífinu á komandi misserum séu nokkuð jákvæðar. Aðspurður um helstu ástæðurnar fyrir hækkuninni segir Yngvi að þær séu í raun margþættar. „Í fyrsta lagi eru umsvif innan- lands að aukast. Það sjáum við bæði á því að innflutningur er að vaxa og einnig á f leiri undirliggjandi þáttum.“ Ásdís Kristjánsdóttir, aðstoðar- f r a m k væmd a st jór i S a mt a k a atvinnulífsins, segir hagvísinn vera ákveðna vísbendingu um að það séu bjartari tímar fram undan. „Þetta er ekki fyrsta vísbending þess efnis, en taka ber tillit til þess að það ríkir óvissa um framvinduna eins og sakir standa, þar sem sam- félagið allt er enn á ný í mjög hörð- um sóttvarnaaðgerðum sem hafa víðtæk áhrif,“ segir Ásdís og bætir við að taka þurfi inn í myndina efnahagslegu áhrifin af því þegar sóttvarnaaðgerðir eru hertar, enda blasi við að takmarkað rými sé hjá ríkissjóði til að bæta efnahagslegan kostnað nú þegar við erum stödd á ári tvö í þessum heimsfaraldri. „Við teljum hins vegar æskilegt að það verði komið strax til móts við þau fyrirtæki sem eru enn að sæta mjög stífum sóttvarnaaðgerðum. Þá er rekstur margra fyrirtækja erfiður vegna fjölda starfsmanna í sóttkví eða einangrun og mikilvægt að stjórnvöld komi til móts við þann kostnað sem fellur á atvinnulífið vegna einangrunar líkt og gert er með sóttkví. Fordæmi þess efnis er að finna víða, meðal annars á Norðurlöndunum en þar hafa stjórnvöld stigið inn og bætt fyrir- tækjum tjónið að hluta.“ Yngvi bætir við að það séu sex undirliggjandi þættir sem ganga inn í vísitöluna. „Fyrir utan af la- magn þá eru vöruinnflutningur og ferðamannafjöldi þeir þættir sem eru mikilvægustu þættirnir í hækk- uninni núna. Það hefur átt sér stað mikil aukning í ferðamannafjölda miðað við það sem verið hefur eftir að Covid skall á. Þá má nefna að loðnuaflinn í desember er hinn mesti í þeim mánuði frá árinu 1988.“ Ásdís bætir við að áhrifa farald- ursins gæti víða og endanlegu áhrifin komi ekki í ljós fyrr en þetta ástand er yfirstaðið. Áhrif á ríkis- sjóð hlaupa þegar á hundruðum milljarða. „Beinar efnahagsaðgerðir eru metnar á ríf lega 200 milljarða og svo eru áhrifin á rekstur ríkis- sjóðs ríflega 200 milljarðar til við- bótar vegna minnkandi skatttekna og aukinna útgjalda, meðal ann- ars vegna vaxandi atvinnuleysis á árunum 2020-2021. Heildaráhrifin á ríkissjóð eru ríflega 400 milljarðar króna.“ Yngvi segir jafnframt að sú mikla óvissa sem sé uppi um þessar mund- ir spili ekki beint inn í útreikning- inn á vísitölunni en geri það óbeint. „Óvissan birtist í væntingavísitölu Gallup að einhverju leyti. Ég reikna með því að þessi óvissa bitni á vænt- ingum almennings. Við höfum verið að sjá að vísitalan hefur verið að gefa aðeins eftir og það geti endur- speglað ákveðið hik í ákvarðana- töku meðal almennings.“ Ásdís kveðst vera bjartsýn á fram- haldið. „Ljóst var frá upphafi að for- senda þess að við gætum vaxið sem hraðast út úr vandanum væri að treysta á vöxt atvinnulífsins. Efna- hagsaðgerðir stjórnvalda hafa gegnt mikilvægu hlutverki og átt ríkan þátt í því að styðja við fyrirtæki og heimili sem hafa orðið fyrir tekju- bresti. Það eru því jákvæð tíðindi að atvinnulífið sé að taka við sér, sem skilar sér í formi vaxandi tekna til samfélagsins og fjölgunar starfa. Við vonum öll að þessi fjórða bylgja sé jafnframt sú síðasta. Hvort svo sé er megin óvissuþátturinn varðandi framvinduna. Allar forsendur eru til að ætla að efnahagslífið geti þá tekið hratt við sér og langtímahorf- ur góðar ef við tökum skynsamar ákvarðanir í náinni framtíð, eins og hvað snýr að kjarasamningum svo dæmi sé tekið. Ljóst er að þó staðan sé afskaplega ólík milli atvinnugreina, horft til dæmis til ferðaþjónustunnar sem hefur meira eða minna legið í dvala síðastliðin ár, þá standa innviðirnir traustum fótum og mikil geta til að taka á móti miklum fjölda ferðamanna er til staðar, en það, líkt og með annað, veltur á því hvenær við kveðjum endanlega þennan faraldur.“ n Skýrt að efnahagsbati sé í gangi Yngvi Harðarson, framkvæmda­ stjóri Analytica Ferðamönnum hefur nú fjölgað mjög miðað við það sem verið hefur eftir að Covid skall á. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR magdalena@frettabladid.is Hermann Björnsson, forstjóri Sjó- vár, segir að góð af koma skýrist aðallega af mjög góðri ávöxtun fjárfestingareigna, auk þess sem vátryggingareksturinn hafi gengið vel. Nýlega tilkynnti Sjóvá að félagið myndi hækka afkomuspá sína fyrir árið 2021 um 300 milljónir króna. Drög að uppgjöri fjórða ársfjórð- ungs 2021 liggja fyrir, en samkvæmt þeim mun afkoma af vátrygginga- starfsemi fyrir skatta vera um 640 milljónir króna og samsett hlutfall á fjórðungnum um 91,5 prósent. „Afkoma af skráðum og óskráð- um hlutabréfum hefur verið tölu- vert umfram væntingar og drífur þá góðu ávöxtun sem náðist á fjárfest- ingareignir á árinu. Tilkynnt var um hækkanir á óskráðum hlutabréfum í eigu félagsins bæði í tengslum við 6 mánaða og 12 mánaða uppgjör félagsins,“ segir Hermann og bætir við að iðgjaldavöxturinn hafi verið kröftugur ásamt því að tjónaþróun var hagfelld og muni þar mest um að færri stærri tjón féllu til á árinu en horfur félagsins gerðu ráð fyrir. „Því var afkoman umfram vænting- ar, líkt og tilkynnt var. Erfitt getur reynst að spá fyrir um hvenær stærri tjón falla til, þau geta komið með stuttu millibili eða á lengra tíma- bili. Við munum svo fara betur yfir rekstrarniðurstöðurnar þegar við kynnum uppgjör fjórðungsins og ársins í heild þann 10. febrúar sem og horfur fyrir næsta ár, en áréttað skal að uppgjörið er enn í vinnslu.“ Hann segir jafnframt að þróun samsetta hlutfallsins hafi verið ánægjuleg. „Varðandi samsetta hlutfallið þá sögðum við í lok 3. ársfjórðungs síðasta árs að við myndum klára árið í 92 prósenta samsettu hlutfalli en stefnir í að niðurstaðan verði um 91 prósent. Við sögðum jafnframt á þeim tíma- punkti að samsett hlutfall fyrir næstu 12 mánuði yrði 93 prósent og við höfum ekki breytt því. n Góð afkoma skýrist aðallega af mjög góðri ávöxtun Hermann Björnsson, forstjóri Sjóvár.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.