Fréttablaðið - 19.01.2022, Blaðsíða 19
Þessi sami söngur
hefur hljómað undan-
farin ár, en ekkert
breytist og engar
alvöru aðgerðir eru
boðaðar.
Fyrir nokkrum árum kom hingað til
lands einn af merkustu rithöfund
um hins frönskumælandi heims,
Patrick Chamoiseau. Hann er frá
eyjunni Martinique í Karíbahafinu,
stað sem einkennist af fallegu lands
lagi, bláum sjávarlónum og pálma
trjám og er því afar vinsæl meðal
ferðamanna, einkum Frakka, enda
er eyjan í þeirra eigu og íbúar henn
ar tala kreólsku og frönsku. Fyrir
okkur hér á norðurhjara veraldar er
slík eyja auðvitað nánast Paradís og
vissulega mun hún vera það, en rétt
eins og hér geta náttúruöflin minnt
hressilega á sig því hvirfilbyljir eru
árvissir atburðir og þar er einnig
virkt eldfjall, La Montagne Pelée,
þar sem gríðarlegt sprengigos varð
árið 1902 með þeim afleiðingum að
fimmtungur íbúanna lést, eða um
þrjátíu þúsund manns. Íbúar þess
arar eldfjallaeyju hafa því gengið í
gegnum miklar náttúruhamfarir
sem hafa mótað menningu þeirra og
sögu rétt eins og við þekkjum hér
lendis. En fleira tengir okkur saman,
til dæmis sagnamenningin.
Sagnabrunnar
Ég var svo heppinn að fá að skreppa
með Chamoiseau í nokkrar ferðir
um landið okkar og þá sem endra
nær var áhugavert að heyra hvað
vakti helst athygli hins erlenda
gests. Mér er minnisstætt að hann
tók meðal annars eftir enn einu
atriði sem tengir saman eyjarnar
tvær, Ísland og Martinique. Þar, eins
og hér, er fátt um glæsilegar hallir,
kastala og kirkjur frá ýmsum tímum
eins og sjá má í Frakklandi og um
alla Evrópu, mannvirki sem búa
yfir merkri sögu. Á Martinique eins
og hér er hins vegar aragrúi náttúru
fyrirbæra, fjöll, fossar, uppsprettur,
klettar og klungur sem tengjast
sögum. Yfirlætislausir sögustaðir
eða sagnabrunnar í orðsins fyllstu
merkingu. Sögur sem sprottnar eru
af þessum stöðum hafa verið sagðar
mann fram af manni. Munnlega
geymdin gæddi þá lífi öldum saman
og gerir enn, jafnvel eftir að sumar
þessara sagna voru skráðar á bækur.
Staður kveikti frásögn og gerir enn.
Skapandi ferðamennska
Enda þótt við höfum mun lengri rit
hefð en íbúar Martinique er þetta að
mörgu leyti ekki ósvipað hér og þar.
Við státum vissulega af nokkrum
myndarlegum mannvirkjum en
sagnamennskan er engu að síður
undirstaða menningar okkar. Það
er vissulega gaman og fallegt að
aka til dæmis um Borgarfjörðinn,
Skagafjörðinn og Fljótshlíðina,
en sá leiðsögumaður sem fer þar
um með hóp af ferðamönnum án
þess að minnast til dæmis á Eglu,
Grettlu og Njálu er sannarlega ekki
að standa sig. Og alltaf er gaman
að segja frá manninum sem komst
undan óvinum sínum með því að
fara á handahlaupum upp á Eiríks
jökul, frá Bárði Snæfellsás, hóffari
Sleipnis sem við köllum Ásbyrgi,
dröngum sem eru leifar af tröllum
sem urðu að steini, o.s.frv. Flestir
leiðsögumenn rekja frásagnir úr
Íslendingasögunum og þjóðsögun
um, en útskýra einnig jarðfræðina
og tvinna þannig saman skemmtun
og fróðleik. Sagnamennskan er hluti
af menningararfi okkar og snar
þáttur í því sem stundum er kallað
menningartengd ferðamennska.
Það mætti jafnvel ganga lengra og
kalla þetta skapandi ferðamennsku.
Samspil náttúru og menningar
Talið er að um áttatíu prósent
erlendra ferðamanna komi hingað
til lands til að skoða náttúruna og
njóta hennar. Um tuttugu prósent
koma hingað vegna menningar
innar. Ég leiðsegi til dæmis mest
megnis frönskum eða frönsku
mælandi ferðamönnum. Náttúran,
frelsið og víðáttan er vissulega aðal
aðdráttaraflið, en langflestir þess
ara ferðamanna hafa aukinheldur
lesið bækur eftir Arnald Indriðason,
Auði Övu Ólafsdóttur eða Ragnar
Jónasson, séð íslenskar kvikmyndir
eða sjónvarpsþætti og/eða sótt tón
leika með Björk, SigurRós, Barða
Jóhannssyni, o.s.frv.
Gæfuspor fyrir land og þjóð
Menningin er því snar þáttur í því
að fólk ákveður að koma hingað,
skoða landið og kynnast þessari
undarlegu eyþjóð. Hingað komið
hefur það mjög marga góða val
kosti í menningarmálum, en ég
held að við gætum gert enn betur
í að tvinna saman menningu
og náttúru, leggja jafnvel meiri
áherslu á menninguna sem slíka
og sinna menningarsinnuðum
ferðamönnum enn betur. Í því
liggja gríðarleg sóknarfæri fyrir
ferðaþjónustuna um land allt .
Fjölmargar skýrslur hafa verið
skrifaðar um þetta efni á vegum
ríkis og sveitarfélaga undanfarna
áratugi og ýmislegt gott hefur verið
gert. En betur má ef duga skal, nú
þegar ferðaþjónustan fer vonandi
að rétta aftur úr kútnum. Því fagna
ég sérstaklega að ríkisstjórnin skuli
hafa ákveðið að setja menningar
og ferðamál undir eitt ráðuneyti
sem nú er í mótun. Vonandi er það
gæfuspor fyrir land og þjóð. Loks
vil ég óska ráðherra, Lilju Alfreðs
dóttur, innilega til hamingju með
embættið, óska henni velfarn
aðar og lýsi áhuga okkar leiðsögu
manna, framlínufólksins í ferða
þjónustunni, á að leggja okkar af
mörkum við mótun og framkvæmd
stefnu sem felst í aukinni áherslu á
menningartengda ferðaþjónustu. n
Menningarknúin ferðaþjónusta
Friðrik Rafnsson
þýðandi og for
maður Leiðsagnar
– stéttarfélags
leiðsögumanna
Árið 2021 fjölgaði íbúum Hafnar
fjarðar um 73 eða 0,02%, en árið á
undan hafði íbúum fækkað í fyrsta
skipti frá árinu 1939. Á sama tíma
er ekkert lát á mikilli fjölgun íbúa
hjá nágrannasveitarfélögunum, til
dæmis fjölgar íbúum í Garðabæ um
760 (4,3%) og Mosfellsbæ um 437
(3,5%), sem er umtalsvert meira en í
Hafnarfirði. Fjölgun um 73 er langt
undir áætlunum bæjarins sem gera
ráð fyrir 1,22,5% aukningu eða 335
1.260 íbúum á ári. Tölurnar tala sínu
máli og vitna um þá stöðnun sem
ríkt hefur í skipulags og byggingar
málum undanfarin ár í Hafnarfirði,
en síðastliðin átta ár hefur Sjálf
stæðisflokkurinn farið með þau mál
í Hafnarfirði.
Þegar tölur um íbúa eru skoðaðar
nánar er fækkunin mest meðal ungs
fólks og árið 2021 fækkaði til dæmis
mest í aldurshópnum 2130 ára. Það
er aldurshópurinn sem er að flytja
að heiman, enda er meðalaldur
fyrstu kaupenda um 30 ár. Fækkun
í þessum aldurshópi merkir að þau
eru ekki að finna húsnæði í Hafnar
firði við hæfi, þó að meðalverð á fer
metra sé almennt lægra í Hafnar
firði en í nágrannasveitarfélögum.
Unga fólkið er líka sá hópur sem á
börn og ef það flytur burt, þá fækkar
einstaklingum sem búa í hverri íbúð
og íbúum bæjarins fækkar.
Þessi fordæmalausa stöðnun
vitnar til um þreytu og úrræðaleysi
meirihluta Framsóknar og Sjálf
stæðisf lokks við stjórn bæjarins.
Eina svar þeirra er að það sé bjart
fram undan í Hafnarfirði og vísað
er til framtíðaruppbyggingarsvæða
og úthlutaðra lóða, þar sem byggja
á í framtíðinni. Þessi sami söngur
hefur hljómað undanfarin ár, en
ekkert breytist og engar alvöru
aðgerðir eru boðaðar, áfram ríkir
glundroði og stöðnun. Sagan stað
festir að stærstu framfaraskrefin
voru stigin og mesta gróskan var
undir forystu jafnaðarmanna í
Hafnarfirði.
Hér þarf að bregðast við með
því að setja í forgang uppbyggingu
íbúðarhúsnæðis í samstarfi við fólk
ið í bænum. Einnig með áherslu á
fjölbreytt og hentugt húsnæði fyrir
alla, en einkum fyrstu kaupendur og
fjölskyldufólk. n
Úr stöðnun til sóknar
Stefán Már
Gunnlaugsson
varabæjarfulltrúi
Samfylkingarinn
ar í Hafnarfirði
SsangYong Korando Hlx ‘17, sjálfskiptur,
ekinn 39 þús. km. Verð: 3.390.000 kr.
592003 4x4
SsangYong Tivoli Dlx ‘18, beinskiptur,
ekinn 76 þús. km. Verð: 2.290.000 kr.
446829
Notaðir bílar
Meira úrval á
notadir.benni.is
Bílabúð Benna | Krókhálsi 9 | Reykjavík | 590 2035
Birt með fyrirvara um mynda- og textabrengl. * Tökum aðeins 1 bíl uppí hvern nýlegan notaðan bíl. **Forsendur: 7 ára lán hjá Lykli. Útborgun 500.000 kr.
Gamli bíllinn þinn gildir að lágmarki sem 500.000 króna innborgun* í nýlegan og öruggan bíl (sérmerktur á plani). Þinn
gamli þarf aðeins að vera með gilda skoðun og í ökufæru ástandi. Ef þú ert ekki með bíl uppí má alltaf ræða aðra díla.Nota
ðu
r u
pp
í n
ýl
egan 00.000Við tökum gamla
bílinn uppí á
Nissan Juke N-Connecta ‘17, sjálfskiptur,
ekinn 47 þús. km. Verð: 3.790.000 kr.
800415
Opel Corsa Innovation ‘18, sjálfskiptur,
ekinn 57 þús. km. Verð: 2.190.000 kr.
4458574x4
MIÐVIKUDAGUR 19. janúar 2022 Skoðun 15FRÉTTABLAÐIÐ