Fréttablaðið - 19.01.2022, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 19.01.2022, Blaðsíða 20
Í sam- komu- laginu er kveðið á um að rekstrar- öryggi á Reykja- víkurflug- velli verði tryggt. Við umfjöllun um tekju- stofna sveitar- félaganna er afar brýnt að hafður sé í huga stöð- ugleiki í fjármálum þeirra og að fjallað sé um Jöfn- unarsjóð sveitar- félaga á ábyrgan hátt. Í innanlandsflugvallakerfinu gegnir Reykjavíkurf lugvöllur lykilhlut- verki, því hann tryggir gott aðgengi íbúa á landsbyggðinni að höfuð- borginni og öfugt. Einnig er öryggis- hlutverk hans varðandi sjúkraflutn- inga óumdeilt. Árið 2019 gerðu samgönguráð- herra og borgarstjóri samkomulag sem kveður á um að Reykjavíkur- f lugvöllur verði á sínum stað til ársins 2032. Í samkomulaginu er kveðið á um að rekstraröryggi á Reykjavíkurflugvelli verði tryggt, meðal annars með eðlilegu við- haldi og endurnýjun mannvirkja, og miðað við að völlurinn geti áfram þjónað innanlandsflugi á fullnægj- andi hátt þar til nýr f lugvöllur sé tilbúinn. Nú hyllir undir að framkvæmdir í nýja Skerjafirði hefjist. Rétt er að geta þess í þessu sambandi að Reykjavíkurborg hefur átt sam- tal við Isavia Innanlandsflugvelli um verkefnið. Á þeim fundum og í þeim samskiptum höfum við gert borgaryfirvöldum grein fyrir áhyggjum okkar um möguleg áhrif þessara fyrirhuguðu framkvæmda á rekstur flugvallarins og þá sérstak- lega nýtingu hans. Starfsemi stórvirkra vinnuvéla á framkvæmdasvæðinu og þunga- f lutningar á milli Einarsness og f lugbrautar 13 mun hafa áhrif á öryggi loftfara, til dæmis með aukinni hættu á foki jarðefna og smáhluta inn á f lugbraut. Notkun byggingarkrana nærri öryggissvæði flugvallarins mun að auki hafa tak- markandi áhrif á reksturinn. Fyrirhugað er að byggja hljóð- mön á milli nýja hverfisins og flug- brautar til að bæta hljóðvist þar Flugöryggi á Reykjavíkurflugvelli verði tryggt Sigrún Björk Jakobsdóttir framkvæmdastjóri Isavia Innanlands- flugvalla Ávallt þarf að gæta þess að umræða um fjármál sveitarfélaganna byggi á hlutlægum og málefnalegum grunni og að ekki sé vegið að þeim rétti sveitarfélaga á Íslandi til sjálf- stjórnar sem þeim er tryggður sam- kvæmt íslensku stjórnarskránni, þar með töldum heimildum þeirra samkvæmt lögum til mishárrar álagningar skatta. Við umfjöllun um fjármál sveitar- félaga á Íslandi koma málefni Jöfn- unarsjóðs sveitarfélaga jafnan til tals. Af og til, sérstaklega á tímum sem sveitarfélögin eiga erfitt með að ná endum saman, er það sjónarmið reifað að ef sveitarfélag nýtir ekki útsvarshlutfall sitt að fullu, eigi að skerða framlög þess úr jöfnunar- sjóðnum sem nemur vannýttum útsvarstekjum. Ávallt þarf að gæta þess að umræða um fjármál sveitarfélag- anna byggi á hlutlægum og mál- efnalegum grunni og að ekki sé vegið að þeim rétti sveitarfélaga á Íslandi til sjálfstjórnar sem þeim er tryggður samkvæmt íslensku stjórnarskránni, þar með töldum heimildum þeirra samkvæmt lögum til mishárrar álagningar skatta. Fjármögnun Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga Jöfnunarsjóður sveitarfélaga er rek- inn í þremur sjálfstæðum einingum. Almenni hlutinn er fjármagnaður af ríkissjóði en grunnskólahlutinn og sá hluti sjóðsins sem snýr að mál- efnum fatlaðs fólks, er fjármagnað- ur af sveitarfélögunum með hluta af lögbundnum útsvarstekjum þeirra. Í Árbók sveitarfélaga er að finna nákvæmar upplýsingar um hlut- deild Jöfnunarsjóðs í útsvarstekjum sveitarfélaganna. Stundum er því reyndar haldið fram að þetta sé í raun ekki framlag sveitarfélaganna því þetta fé hafi enga viðkomu í sveitarsjóðunum á leið sinni í Jöfn- unarsjóðinn. Það sjónarmið er hins vegar á skjön við ákvæði laga um tekjustofna sveitarfélaga og reglu- gerð um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga. Þar segir að auk ríkisins fjármagni sveitarfélögin Jöfnunarsjóðinn með hlutdeild í útsvarstekjum sínum. Mikilvægt er að fram komi að árlegt fjárframlag sveitarfélaga til Jöfnunarsjóðs er algerlega óháð því álagningarhlutfalli útsvars sem sveitarfélögin leggja á. Árlegt fram- lag hvers sveitarfélags miðast ein- göngu við álagningarstofn útsvars í viðkomandi sveitarfélagi ár hvert og er fastsett 1,76% af þeim stofni, þar af 0,77% vegna reksturs grunnskólanna og 0,99% vegna málefna fatlaðs fólks. Lögbundnir tekjustofnar sveitar- félaga eru útsvar, fasteignaskattur og f ramlög úr Jöf nunarsjóði sveitarfélaga. Með því að tilgreina hámark og lágmark heimildar til álagningar útsvars er í lögum um tekjustofna sveitarfélaga beinlínis gert ráð fyrir mismunandi skatta- álögum milli sveitarfélaga. Það er því á allan hátt óeðlilegt að skerða hlutdeild sveitarfélags í einum til- teknum lögbundnum tekjustofni, sé einhver annar þeirra ekki full- nýttur. Samkvæmt Árbók sveitar- félaga 2021 lögðu 17 sveitarfélög ekki á 14,52% hámarksútsvar og einungis sjö þeirra fullnýttu heim- ild (0,625%) til álagningar fast- eignaskatts á íbúðarhúsnæði 2021. Það er býsna stór hluti sveitarfélaga á Íslandi sem fullnýtir ekki tekju- stofna sína. Drjúgt framlag Garðabæjar til fjármögnunar Jöfnunarsjóðs Af 20 stærstu sveitarfélögum lands- ins lagði Seltjarnarnesbær mest af útsvarstekjum sínum til fjármögn- unar Jöfnunarsjóðs á íbúa á hverju einasta ári á árunum 2016-2020 (2021 er enn óbirt). Næsthæsta fjár- hæð á hvern íbúa á þessu tímabili lagði Garðabær til fjármögnunar sjóðsins. Net tó h lutdei ld Jöf nu na r- sjóðs sveitarfélaga í lögbundnum útsvars tekjum Garðabæjar, það er umfram þegin jöfnunarfram- lög Garðabæjar úr sjóðnum, nam 718 milljónum króna á árinu 2021, verður um 850 milljónir króna á árinu 2022 og á tímabilinu 2013- 2022 nam hlutdeild Jöfnunarsjóðs- ins í útsvarstekjum Garðabæjar umfram þegin framlög Garðabæjar úr sjóðnum, 4,3 milljörðum króna, að undanskildu sérstöku framlagi vegna sameiningar Garðabæjar og Álftaness. Þetta dr júga nettó f ramlag Garðabæjar fer til fjármögnunar þess hluta Jöfnunarsjóðs sem snýr að rekstri grunnskóla og málefnum fatlaðs fólks. Það byggir á sam- komulagi ríkis og sveitarfélaga vegna yfirtöku sveitarfélaganna á öllum rekstri grunnskólanna 1996 og yfirtöku sveitarfélaganna á mál- efnum fatlaðs fólks 2011. Úr hinum almenna hluta Jöfn- unarsjóðs eru veitt tekjujöfnunar- framlög og útgjaldajöfnunarfram- lög. Á þeim undanförnu 25 árum sem birt talnaefni Jöfnunarsjóðsins nær til, hefur Garðabær aldrei feng- ið tekjujöfnunarframlag úr sjóðn- um, enda fær sveitarfélag sem ekki nýtir útsvarshlutfall sitt að fullu ekki slíkt framlag. Komið hefur til umræðu að skerða einnig útgjalda- jöfnunarframlög til sveitarfélaga sem ekki nýta útsvarshlutfall sitt að fullu, þar sem ríkið fjármagnar þessa tilteknu einingu sjóðsins. Þegar horft er til Jöfnunarsjóðs í heild sinni væri skerðing annarra jöfnunarframlaga en tekjujöfnun- arframlags óásættanleg fyrir sveit- arfélag eins og Garðabæ, sem, þrátt fyrir að nýta sér ekki heimild til að leggja hámarksálögur á íbúa sína, leggur hlutfallslega meira til Jöfn- unarsjóðsins af sínum lögbundnu útsvarstekjum en öll önnur sveitar- félög landsins, að Seltjarnarnesbæ undanskildum. Mun skilvirkara fyrir sveitar- stjórnarstigið í landinu er að halda áfram að hagræða í rekstri með sameiningu sveitarfélaga og vinna þannig að því að minnka fjárútlát Jöfnunarsjóðs, öllum sveitarfélög- um til hagsbóta. Stöðugleiki í fjármálum sveitarfélaganna Opinber umræða um málefni sveitar félaga er mikilvæg. Við umfjöllun um tekjustofna sveitar- félaganna er afar brýnt að hafður sé í huga stöðugleiki í fjármálum þeirra og að fjallað sé um Jöfnunar- sjóð sveitarfélaga á ábyrgan hátt. Í stað þess að eyða orku í inn- byrðis deilur um þann lögbundna tekjustofn sveitarfélaganna sem framlög úr Jöfnunarsjóði eru, ættu kjörnir fulltrúar sveitarfélaganna og forystufólk Sambands íslenskra sveitarfélaga að leggjast á eitt um að styrkja f járhagslegan grunn allra sveitarfélaga landsins með því að leiða til lykta viðræður við ríkið um leiðrétt framlag vegna málefna fatlaðs fólks. Þar hallar á sveitarfélögin um marga milljarða króna árlega, eins og sýnt hefur verið fram á af hálfu sambandsins. Við þurfum stöðugt að minna okkur á að lægri skattaálögur á íbúa en hámarksheimildir kveða á um, eru ekki vannýttir tekjustofnar og að „útsvarstekjur sem sveitar- félag getur af lað en eru felldar niður“ eru eign íbúanna og hækka ráðstöfunartekjur heimilanna. n Umræða á villigötum um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga Gunnar Valur Gíslason bæjarfulltrúi í Garðabæ – notaður verður jarðvegur af f lug- vallarsvæðinu í mönina. En hafa verður í huga að háreist mön getur haft áhrif á vindafar á flugbrautar- svæðinu, það er, framkallað logn eða óvænt vindafar. Jafnframt getur yfirborðsvatn af breyttu landslagi kallað fram nýjar brautaraðstæður, til að mynda ísingu á braut. Við getum af þessum sökum ekki setið hjá á meðan verið er að undir- búa framkvæmdir í næsta nágrenni við Reykjavíkurflugvöll, sem valdið geta því að ekki verði hægt að þjóna innanlandsf lugi með sama hætti og gert var við undirritun sam- komulagsins. Við hjá Isavia Innan- landsflugvöllum, sem starfrækjum Reykjavíkurf lugvöll á grundvelli þjónustusamnings við íslenska ríkið, finnum okkur knúin til að standa vörð um þá þjónustu sem okkur er falið að veita. Því er mikil- vægt að við bendum á þau áhrif sem geta orðið af fyrirhuguðum fram- kvæmdum þannig að allir séu vel upplýstir um áhrif þeirra. n 16 Skoðun 19. janúar 2022 MIÐVIKUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.