Fréttablaðið - 19.01.2022, Síða 21

Fréttablaðið - 19.01.2022, Síða 21
Það er lítill sómi af því að stela ann- arra hug- myndum, enn verra að reyna að hirða hrósið fyrir þær. Það hefur verið lenska hjá meiri- hlutanum í borgarstjórn að fella allar tillögur sem koma frá okkur í minnihlutanum, alveg sama hversu góðar og uppbyggilegar þær eru. Enda dagskipunin úr ráðhúsinu að ekkert gott megi koma frá okkur í minnihlutanum. Það er ekkert við þessu að gera og ætla ég ekki að gera athugasemd við þessa dagskipun. Hins vegar geri ég miklar athugasemdir við framkomu meirihlutans gagnvart ungmennum, sérstaklega tillögum frá ungmennaráðum borgarinnar. Í sumar var lögð fram áhugaverð og vel rökstudd tillaga frá ung- mennaráði um að gera sund að valfagi á unglingastigi fyrir þá sem hafa staðist grunnhæfniviðmið. Þessi tillaga dagaði uppi í kerfinu og var loks tekin fyrir í skólaráði núna hálfu ári seinna. Í stað þess að samþykkja tillögu ungmennaráðs, þá lagði meirihlutinn fram eigin breytingartillögu, útúrsnúning úr tillögu ungmennaráðs en efnislega þá sömu. Og fékk samþykkta. Frekar púka- legt hjá meirihlutanum. En hreykir sér síðan af. Ég man ekki eftir að nokkur til- laga ungmennaráðs hafi nokkurn tíma farið í gegnum borgarkerfið án þess að hljóta þessi ömurlegu örlög. En það er meiri óskapnaður sem meirihlutinn býður tillögum ungmennaráða upp á, það er að láta tillögurnar daga uppi í kerfinu, sumar árum saman. Svo lengi reyndar að meira að segja ungmennaráðum var of boðið og lögðu núna fram nýja tillögu: Að stytta afgreiðslutíma tillagna sinna og að gera úrvinnsluferli þeirra aðgengilegra og gagnsærra. Ég styð þá tillögu. Strax! Það er lítill sómi af því að stela annarra hugmyndum, enn verra að reyna að hirða hrósið fyrir þær. Ungmenni borgarinnar eiga þetta ekki skilið. Dagskipunin á að vera að taka vel á móti góðum og uppbyggilegum hugmy ndum frá ungmennum borgarinnar. n Að hirða hrósið Örn Þórðarson fulltrúi Sjálfstæð- isflokks í skóla- og frístundaráði Reykjavíkur Þann 24. nóvember, 2021, var haldinn fundur í Fagráði um vel- ferð dýra, sem er sérstakt ráð innan MAST. Snérist fundurinn einkum um blóðmerahald, sem MAST hefur átt að hafa faglegt og krítískt eftirlit með, ekki sízt út frá velferð dýranna, í 13 ár. Tilefni fundar og umræðu var 126 síðna skýrsla, ásamt myndskeiðum, sem þýzk og svissnesk dýraverndar- samtök höfðu unnið, tekið upp og gefið út, nokkrum dögum áður. Rannsók n dý raverndarsam- takanna náði til 40 blóðmerabýla í landinu, og náðist myndefni, sem sýndi atganginn og of beldið við dýrin, á hluta þeirra. Auðvitað reyndu blóðmerabænd- ur að forðast blóðtökur, meðan að þeir vissu af dýraverndarfólkinu í nágrenninu. Voru því styggir, og erfitt að komast að þeim. Dýraverndarfólkið mat samt umhorf, aðbúnað, blóðtökubása og annað fyrirkomulag og ummerki þannig, að blóðtaka færi fram með svipuðum hætti á öllum þessum blóðmerabúum, enda lægi það í hlutarins eðli, að hálfvilltar eða alvilltar og ótamdar hryssur, flestar með folaldi, sem rifið væri frá þeim við blóðtöku, létu ekki það ofbeldi, þá áverka og þær meiðingar, sem blóðtöku fylgja, ganga yfir sig með góðu. Öll væri þessi starfsemi byggð á sama of beldinu og sömu meiðing- unum, sama dýraníðinu, á öllum þessum bæjum. Nú var skuggahlið þessarar misk- unnarlausu starfsemi loks staðfest og skjalfest, líka í myndefnisformi. Í raun var ekki lengur um neitt að efast í því, að blóðmerahald gæti aðeins farið fram með yfirgangi við dýrin, með slögum, spörkum og annarri valdbeitingu: Þessi „búgrein“ byggði á níði. Auðvitað átti MAST að vita þetta allt, sem opinber eftirlitsaðili með blóðmerahaldinu, til 13 ára, stofn- un, sem hafði þær skyldur sam- kvæmt lögum, að tryggja að þessi starfsemi færi fram af mannúð, innan skýrs ramma dýravelferðar og á grundvelli þeirrar siðfræði, sem við viljum kenna okkur við. Þess vegna á líka fulltrúi frá Sið- fræðistofnun Háskóla Íslands, lögum samkvæmt, að eiga sæti í ráðinu. Þetta var bakgrunnurinn að fundinum í Fagráði um dýravelferð, sem haldinn var 24. nóvember. Þátttakendur vor u Sigríður Björnsdóttir (staðgengill yfirdýra- læknis, yfirdýralæknir hrossa- sjúkdóma og sérfræðingur í dýra- tilraunum), hún vék reyndar af fundi, Katrín Andrésdóttir (f.h. Dýralæknafélags Íslands), Henry Alexander Henrysson (f.h. Sið- fræðistofnunar Háskóla Íslands), Hallgerður Hauksdóttir (f.h. Dýra- verndunarsambands Íslands) og Baldur Helgi Benjamínsson (f.h. Bændasamtaka íslands). Í fundargerð er því málefni sem á dagskrá var, lýst svona: „Blóðmerar á Íslandi – Ályktun Fagráðs um velferð dýra í kjölfar frétta af heimildarmyndum alþjóð- legu dýraverndunarsamtakanna Animal Welfare Foundation/Tiersc- hutzbund Zürich (AWF/TSB) um blóðtöku fylfullra hryssa á íslandi“. Og, hverjar voru svo ályktan- irnar? Fyrst kom: „Fagráð um velferð dýra skoðar mál fyrst og fremst út frá velferð þeirra dýra sem til umfjöllunar eru“. Að skoða, er auð- vitað ágæt byrjun, en gagnslaus, ef ekki er farið ofan í mál ítarlega og með gagnrýnum og krítískum hætti, eins og stofnuninni ber. Þetta hafði greinilega ekki verið gert, eða þá blinda auganu snúið að, og kom því fagleg rannsókn dýraverndunarsamtakanna og niðurstöður þeirra, ráðinu, að því er virðist, í opna skjöldu. Ekki gott mál það. En, þetta varð verra, eða furðulegra. Næsta ályktun var þessi: „Siðferð- isleg álitamál um að halda fylfullar hryssur til blóðtöku eða nýtingar afurða hafa ekki verið rædd á vett- vangi ráðsins“. Tilgangurinn með þessu ráði, Fagráði um dýravelferð, með fulltrúa Siðfræðistofnunar Háskóla Íslands innanborðs, var og er auðvitað, að tryggja, að sú (háa?) siðfræði, sem við viljum kenna okkur við, nái líka til dýrahalds og dýraverndar. Hvernig getur ráðið leyft sér, að smeygja sér einfaldlega út úr þessari skyldu, með þessum billega hætti!? Hvað var Henry Alexander Henrys- son, frá Siðfræðistofnun Háskóla Íslands, að gera þarna!? Var dr. Henry bara til punts!? Síðan kemur þessi líka furðulega ályktun: „Fagráðið fékk þær upplýsingar að eftirlit væri með ágætum og að stofnunin hafi í gegnum árin stigið stór skref í þá átt að hafa betri yfir- sýn yfir starfsemina“. Hvaðan fékk ráðið þessar upp- lýsingar!? Hefði MAST og ráðið sjálft ekki átt að afla sér og búa yfir þessum upplýsingum!? Þetta er fyrir undirrituðum fáránleg ályktun. Þá kemur þessi ályktun: „Fagráðið telur brýnt að blóðtaka úr hryssum verði gerð leyfisskyld og skilyrði MAST fyrir blóðtöku verði endurskoðuð. Sömuleiðis að tekið verði upp eftirlit af hálfu stjórnvalda sem dugir til að tryggja að dýrin þurfi ekki að upplifa aðfarir eins og þær sem sáust í heimildarmyndinni“. Hví er MAST og Fagráð ekki fyrir löngu búið að beita sér fyrir því, að blóðmerahald væri gert leyfisskylt!? Hver annar átti að gera það!? Og, er það ekki einmitt MAST sjálf, sem hefði átt að tryggja það að dýrin hefðu ekki þurft að upplifa þessar skelfilegu aðfarir!? Um hvaða stjórn- völd önnur, er ráðið að tala!? Þessi liður ályktunarinnar er ekki aðeins furðulegur, heldur líka fáránlegur, fyrir undirrituðum. Rúsínan í pylsuendanum í þessari ályktanagerð er samt þessi: „Fagráðið leggur því til að Ísteka taki upp myndefni af blóðtökunni sem og meðferð hryssanna í leiðingu að og frá tökubási eða öðru aðhaldi vegna blóðtökunnar“. Blóðamerabændur munu vera um 120, hver að meðaltali með um 50 blóðmerar. Samtals 6.000 blóðmerar. Af hverri er tekið blóð 8 sinnum. 48.000 blóðtökur. Hver blóðtaka, með „leiðingu“ að og frá blóðtökubasi og blóðtökunni sjálfri, mun minnst taka 20-30 mínútur. Ef reiknað er með 20 mínútum, blóð- taka sjálf tekur 15 mínútur sam- kvæmt upplýsingum yfirdýralæknis hrossasjúkdóma, þá myndi hér koma saman 16.000 klukkustunda myndefni. Ef tveir menn sætu yfir þessu myndefni, í 8 klst. á dag, til að kanna það, tæki 1.000 daga, eða 3 ár, að fara yfir myndefni eins hausts. Önnur eins endaleysa! Einasta lausnin á þeirri skelfingu allri og því níði, sem blóðmera- haldið er, er auðvitað, að það verði bannað, fyrir fullt og allt, og það án undanbragða alþingismanna, nú fyrir vorið! n Var dr. Henry Alexander þarna bara til punts? Ole Anton Bieltvedt stofnandi og for- maður Jarðarvina GRILLAÐUR – PÖNNUSTEIKTUR – OFNBAKAÐUR Borinn fram með fersku salati, smælki, og citrus beurre blanc. APOTEK Kitchen + Bar Austurstræti 16 Sími 551 0011 apotek.is JANÚAR TILBOÐ 1.990 kr. á mann FRÁBÆR Í HÁDEGINU FISKIVEISLA 3 tegundir af ferskasta fiski dagsins MIÐVIKUDAGUR 19. janúar 2022 Skoðun 17FRÉTTABLAÐIÐ

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.