Fréttablaðið - 19.01.2022, Síða 22

Fréttablaðið - 19.01.2022, Síða 22
Í milliriðlinum bíða Strákanna okkar leikir gegn Dönum, Frökkum, Króötum og Svartfellingum. Markaskorun Íslands hefur dreifst á tíu aðila yfir leikina þrjá. 18 Íþróttir 19. janúar 2022 MIÐVIKUDAGURÍÞRÓTTIR FRÉTTABLAÐIÐ 19. janúar 2022 MIÐVIKUDAGUR Íslenska karlalandsliðið í handbolta tryggði sér í gær- kvöldi sæti í milliriðli Evrópu- mótsins með því að leggja annan gestgjafa mótsins, Ungverjaland, að velli, með eins marks mun í lokaumferð- inni í riðlakeppni mótsins í Búdapest. Handan við hornið eru sterkustu þjóðir heims. HANDBOLTI   Ísland fer með blúss- andi sjálfstraust og tvö stig í fartesk- inu inn í milliriðil á Evrópumótinu í handbolta karla, en það varð ljóst eftir 31-30 sigur íslenska liðsins gegn Ungverjum í gær. Þar með er ljóst að Ísland fer með tvö stig inn í milliriðilinn þar sem Danmörk, Frakkland, Króatía og Svartfjallaland verða andstæðing- ar íslenska liðsins. Frændur vorir Danir bíða okkar annað kvöld, þá Frakkar á laugardaginn, svo Króatar á mánudaginn kemur og loks Svart- fellingar eftir slétta viku. „Þetta voru stórkostleg úrslit og líklega þau bestu í langan tíma. Að vinna Ungverja þegar allt er undir, á þeirra heimavelli, með tæplega 20.000 áhorfendur á bandi heima- manna í höllinni, er gjörsamlega frábært,“ segir Einar Jónsson, þjálf- ari Fram, sem var á meðal íslenskra stuðningsmanna í höllinni. „Það sem gladdi mig mest var að sjá hversu vel sóknarleikurinn var útfærður, líkt og í leikjunum gegn Portúgal og Hollandi. Þá er gott og gaman að sjá hversu margir leikmenn leggja í púkkið í sóknar- leiknum. Að mínu mati á Aron Pálmars- son aðeins inni og það kemur ekki að sök, sem er geggjað. Maður gerir auðvitað svakalegar kröfur á Aron þar sem hann er einn af þremur bestu handboltamönnum heims að mínu áliti. Það má ekki misskilja mig, Aron hefur spilað vel á mótinu en tilfinningin er að hann geti farið upp um einn gír í milliriðlinum. Gísli Þorgeir Kristjánsson og Ómar Ingi Magnússon hafa spilað einkar vel á þessu móti og gerðu það einnig á ögurstundu. Hornamenn- irnir Bjarki Már Elísson og Sigvaldi Björn Guðjónsson áttu svo góðan leik og nýttu færin sín vel,“ segir Einar enn fremur. „Björgvin Páll Gústavsson varði Algjörlega stórkostleg úrslit Með sigrinum í gær varð ljóst að Ísland færi með tvö stig áfram í milliriðlinn eftir stórkostlega frammistöðu í riðlinum. FRÉTTABLAÐIÐ/EPA Ungversku varnarmennirnir sýndu Strák- unum okkar enga miskunn. FRÉTTABLAÐIÐ/EPA svo á mikilvægum augnablikum og mér fannst Arnar Freyr Arnarsson eiga góða innkomu inn í vörnina síðustu tíu mínútur leiksins um það bil. Breiddin í liðinu er sífellt að aukast og álagið og ábyrgðin er að dreifast vel og betur en hefur verið undanfarin stórmót,“ segir hann. „Þú nærð mér hins vegar ekki í Eurovision-stemninguna og til þess að segja að við getum farið alla leið. Liðin sem við munum mæta í milli- riðlunum eru enn þá skrefi framar en við. Við erum hins vegar að nálgast lið á borð við Dani, Frakka og Króata. Eins og staðan er núna standa þau þó framar, þannig að þetta verður erfitt,“ segir þjálfarinn. „Það sem ég hef mestar áhyggjur af er að sóknarleikurinn þar sem við opnum fyrir Gísla Þorgeir og Ómar Inga til þess að gera árásir á vörn- ina sé mögulega of einhæfur. Þeir munu mögulega eigi erfiðara með að vinna mann einn á einn þegar mótherjarnir eru orðnir sterkari. Það er hins vegar vonandi að þjálf- arateymið eigi ása uppi í erminni og nái að koma mér á óvart með ein- hverjum öðrum útfærslum þegar kemur að sóknarleiknum. Það er hins vegar fyrst og fremst jákvætt að við séum komnir einu skrefi lengra á mótinu og fáum tækifæri til þess að máta okkur við bestu leikmenn heims,“ segir Einar um framhaldið. ■ Hjörvar Ólafsson hjorvaro @frettabladid.is kristinnpall@frettabladid.is HANDBOLTI Þriðja leikinn í röð var það hornamaður sem fór fyrir liði Íslands í markaskorun í naumum 31-30 sigri Strákanna okkar á Ung- verjum. Sigvaldi Björn Guðjónsson og Bjarki Már Elísson hafa skorað 32 af 88 mörkum Íslands til þessa, eða 36,36 prósent marka Íslands. Af þeim hafa fimm komið eftir hraða- upphlaup. Það sem meira er að hornamenn- irnir Bjarki og Sigvaldi hafa nýtt tæplega áttatíu prósent af skotum sínum í þremur leikjum til þessa. Sigvaldi, sem er markahæsti leik- maður Íslands á mótinu til þessa, er með 18 mörk úr 23 skotum og Bjarki er með 14 mörk úr 18 skotum. Þá hefur aðeins Bjarki Már fengið að spreyta sig á vítalínunni en hann nýtti tvö víti af þremur gegn Ung- verjum í gærkvöldi. Þegar rýnt er í tölfræðina hjá HBStatz kemur í ljós að markaskor- unin er að dreifast vel á sóknarlínu Íslands. Fyrrnefndir hornamenn, Aron Pálmarsson, Gísli Þorgeir Kristjánsson og Ómar Ingi Magnús- son, eru allir komnir yfir tíu mörk í leikjunum þremur. Næstir koma þeir Elvar Örn Jóns- son, Ýmir Örn Gíslason og Viggó Kristjánsson með fjögur mörk hver, Elliði Snær Viðarsson með þrjú mörk og Ólafur Andrés Guðmunds- son með tvö mörk. Í markinu hefur Björgvin Páll Gústavsson fengið stærstan hluta allra leikja til þessa og varði 25 skot af 89 í riðlakeppninni, þar af 1 víti af 6. Björgvin átti nokkrar mikilvægar vörslur undir lok leiksins í gær sem innsigluðu sigur Íslands. Í gærkvöldi þurfti Viktor Gísli Hallgrímsson að fylgjast með af bekknum eftir að hafa varið 4 skot af 20 í fyrstu tveim- ur leikjum Íslands í riðlinum. ■ Rúmlega þriðjungur marka Íslands frá hornamönnunum Sigvaldi Björn var markahæstur í liði Íslands í riðlakeppninni. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.