Klifur : fréttablað Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra - 15.02.1996, Page 2
Fleygar setningar úr tjónaskýrslum
ákveðins tryggingafélags
-Ég rakst á kyrrstæðan vörubíl, sem
var að koma úr hinni áttinni.
-Ég sagði lögreglunni að ég væri
ómeiddur, en þegar ég tók ofan
hattinn, komst ég að því að ég var
höfuðkúpubrotin.
-Ég var á leiðinni til læknisins, þegar
púströrið datt aftur úr mér.
-Ég var að reyna að drepa flugu og
keyrði þarna á símastaurinn.
-Hinn bíllinn keyrði beint á mig, án
þess að gefa neitt merki um hvað hann
ætlaði að gera.
-Það kom bara ósýnilegur bíll, rakst á
mig og hvarf.
-Ég var búin að keyra í 40 ár, þegar ég
sofnaði við stýrið og lenti í slysinu.
-Sá fótgangandi stóð og vissi ekki í
hvora áttina hann átti að hlaupa, svo
ég keyrði yfir hann.
-Það bakkaði trukkur gegnum rúðuna
á mér og beint í andlitið á konunni.
-Maðurinn var allsstaðar á veginum.
Ég varð að taka heilmargar beygjur
áður en ég rakst á hann.
-Ég beygði frá vegbrúninni, rétt leit á
tengdamömmu, og hentist út fyrir
veginn hinum megin.
Mér þykir þetta leitt, en konan í
uppvaskinu þarfað ná síðasta strætó.
Fræðsla
fyrir fatlaöa
og aðstandendur
FFA
VORDAGSKRÁFFA
fræðsla fyrir fatlaða og aðstandendur.
Ég sver að ég vissi ekki að systir
hennar vœri svona ung.
* Miðvikudaginn 28. febrúar n.k. verður rabbkvöld fyrir fullorðin systkini fatlaðra í sal Félags íslenskra
hjúkrunarfræðinga, Suðurlandsbraut 22, kl. 20.30.
* í mars verða Ivö fræðslukvöld, eitt fyrir mæður fatlaðra barna og fullorðinna og annað fyrir feðurna. Rætt verður um
stöðu konunnar/karlmannsins og gefst fólki tækifæri til að spjalla saman og hitta aðra sem eru í svipaðri aðstöðu.
Námskeiðsstaður verður auglýstur síðar.
* í byrjun apríl verður námskeið fyrir fullorðin systkini fatlaðra á Akureyri, en það námskeið var fyrirhugað í október s.l.
en féll niður. Þetta er heilsdagsnámskeið og er unnið í samvinnu við Svæðisskrifstofu Norðurlands eystra, Foreldrafélag
barna með sérþarfir, Styrktarfélag vangefinna og Sjálfsbjargarfélagið á Akureyri. Á námskeiðinu verða fyrirlestrar og
hópumræður. Fjallað verður m.a. um það að eignast fatlað systkini, hlutverk systkina o.fl.
* í apríl verður ömmu- og afakvöld í Reykjavík. Þetta verður upplýsinga- og spjallkvöld fyrir ömmur og afa fatlaðra
bama og fullorðinna. Er þetta nýmæli.
Námskeiðin verða auglýst í dagblöðunum þegar nær dregur. Nánari upplýsingar fást hjá Ástu Friðjónsdóttur starfsmanni
námskeiðanna í síma 588-9390 og hjá Lilju Þorgeirsdóttur, félagsmálafulltrúa Sjálfsbjargar l.s.f. í síma 552-9133.
Við hvetjum fólk til að sækja þessi námskeið, til að bæta við þekkingu sína og kynnast öðrum með svipaða reynslu.
Nauðsynlegt er að aðstandendur fatlaðra fái fræðslu um þessi mál og stuðning.
Eftirfarandi félagasamtök eru aðilar að FFA: Landssamtökin Þroskahjálp. Sjálfsbjörg landssamband fatlaðnL
Stvrktarfélag lamaðra og fatlaðra og Styrktarfélag vangefinna.
2