Klifur : fréttablað Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra - 15.12.1997, Blaðsíða 5

Klifur : fréttablað Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra - 15.12.1997, Blaðsíða 5
5 Klifur________________________________ skildi ekki hella í mig „nær ókeypis brenni- víninu“. Þegar við svo lentum varð ég að bíða þar til allir voru komnir út og þá kom flugfreyj- an til mín og sagði að ég þyrfti að bíða um korter í viðbót því það væru svo margir sem þurftu aðstoð einmitt núna. Einar var yfir sig hneykslaður: „Hvað á þetta að þýða að láta fatlað fólk húka inni í vél á meðan allir aðrir gætu verið að versla! Hvers konar þjónusta er þetta?“ Eftir að hafa náð í leigubíl, reyndist Ein- ar hið mesta heljarmenni. Hann greip mig í fangið og skutlaði mér inn í aftursætið. Svo komum við á hótelið sem átti að vera að- gengilegt, en það var nú svona og svona. Rúmið var fremur lágt og herbergið allt fremur þröngt. Salemið var sæmilegt, stoð öðru megin og handfang á veggnum. Enginn baðstóll, en plastikgarðstóll í staðinn. Þegar ég bað Einar um að fá eitthvað bætt úr þessu sagði hann: „Blessaður vertu, við förum nú ekki að röfla yfir svona smámunum! Eg er nú héma til að aðstoða þig.“ Svo var rokið í verslanamiðstöðina sem var þarna í nágrenninu. „Við skulum nota tímann til að skoða okkur um og átta okkur á hvað er hvar.“ Mjög skynsamlegt og féllst ég strax á það. Svo heim á hótel og eftir að hafa borðað þar kvöldmat settumst við inn á bar- inn og Einar fór að segja mér hvað hann væri vanur að ferðast mikið með fatlaða.— „Síð- ast í fyrra fór ég til Danmerkur, með sambýli mikið fjölfatlaðra einstaklinga. Það var hroðalegt að sjá suma þar, þú mátt nú bara þakka fyrir að vera ekki eins og þeir sumir, gersamlega ósjálfbjarga og ég verð nú að segja það, ekki veit ég hvað það átti að þýða að vera að fara með svona mikið fatlað fólk til útlanda - þetta var svo þroskaheft að ég efast um að þau hafi haft hugmynd um hvar þau voru, aumingja fólkið!“ Hvar var ég lentur? Með hverjum var ég lentur? Eg var gersamlega „lamaður", hvern- ig maðurinn talaði um þá sem hann hafði verið að aðstoða, því nú komu sögumar! „Einn var svo vitlaus... Annar var svo ger- samlega ósjálfbjarga að hann meig og skeit í bleyju! Hugsaðu þér og ætlaðist svo til að maður færi að skeina þá líka! Það var reynd- ar þama ein kona sem sá um svona hluti, enda datt mér ekki í hug að fara að eyði- leggja mitt frí með svona kúkastandi.“ Svo hló hann eins og tröll. Einar var nú orðin vel slompaður og mér leist ekki meira en svo á blikuna með að hann aðstoðaði, en sagðist vilja fara að koma mér í háttinn, enda búinn að vera erfiður dag- ur. Hann kom svo með mér upp á herbergi, hjálpaði mér úr fötunum, fram á klósett, þar sem ég tæmdi blöðruna með þvaglegg (á reyndar mjög erfitt með að gera það sjálfur, en gat bara ekki hugsað mér að biðja hann um aðstoð!). Svo þegar allt var klárt og búið að bursta með allt fullt af hálf bemm stelpum." Dagurinn fór svo í að versla. Það er að segja Einar verslaði bamaföt á barnabömin og leikföng handa „nýja afastráknum". I hvert sinn sem ég vildi fara í einhverja aðra deild, sagði hann: „Slappaðu af maður, ertu .V’: Lagt afstað í hópferð innanlands frá Hátúni 12 tennumar, þá var að koma mér í rúmið. Til þess þurfti að færa töluvert til í herberginu og svo var öllu komið á sinn stað á ný, eða svo hélt ég. Einar bauð góða nótt og sagðist verða að drífa sig áður en það rynni alveg af honum: „Sé þig á morgun." Eg var orðinn svo þreyttur að ég steinsofnaði strax, þrátt fyrir að vera í svona ókunnu rúmi og í útlöndum í fyrsta skipti í mörg ár! Þegar ég vaknaði og leit á klukkuna var hún orðin átta, best að fara að drífa sig á fæt- ur. Eg ætlaði að teygja mig í símann á nátt- borðinu — EN hann var ekki þar! Einar hafði gleymt að setja hann aftur á sinn stað. Allt í lagi, ég bíð bara eftir Einari hann hlýt- ur að fara að koma, vill áreiðanlega komast í morgunverðarhlaðborðið. Leið nú og beið, ekki kom Einar. Klukk- an varð níu, hún varð tíu, já ellefu og loksins klukkan hálf tólf var barið á dyrnar og vinur- inn kom inn, heldur framlágur. „Ertu vaknaður? Eg taldi víst að þú vild- ir sofa — ég veit hvað svona fatlað fóllk þarf að sofa mikið, ætli það séu ekki lyfin sem þið eruð alltaf að stoppa í ykkur?“ „Reyndar nota ég nær engin lyf, auk þess sem ég er búinn að vera vakandi síðan klukk- an átta í morgun, ég náði bara ekki í símann til að vekja þig. Hvemig var annars í gær- kvöldi?" „Það var frábært, ég lenti á næturklúbbi með njálg í rassgatinu? ÉG er rétt að verða búinn, svo getum við farið í þessar leiðinlegu tölvudeildir þínar.“ Hvað gat ég sagt. Þó svo að ég hafi borgað fargjaldið fyrir hann var hann svo sem ekki á launum hjá mér — eða hvað? Það var líka ansi þreytandi að ef hann lenti í vandræðum með að skilja, þá var hann alltaf kominn til mín að biðja mig að þýða fyrir sig. „Ég er nefnileg miklu betri í dönsku, það er að segja ef ég er alveg edrú — heyrðu komdu héma á barinn smá stund svo ég nái mér niður í enskunni." Reyndar var hann jafn lé- legur í ensku fullur sem edrú, bara hann sjálfur fattaði það ekki jafn vel fullur og hélt að hann væri hreint á við innfæddan Breta. Þegar við komum á hótelið brá hann sér á barinn meðan ég spjallaði við stúlkuna í af- greiðslunni. Ég spurði um leiklistarlífið í borginni og fékk að vita að verið væri að sýna Lé konung. Stúlkan sagðist geta útveg- að okkur miða annað kvöld. — Frábært! Ég sagðist mundi staðfesta þetta þegar ég væri búinn að tala við aðstoðarmann minn, sem nú kom til að sækja mig í kvöldmatinn. Yfir matnum stakk ég upp á að við færunt að sjá Lé konung. „Ertu vitlaus! Heldur þú að ég ætli að fara að hanga yfir einhverri Sjeikspír dellu heilt kvöld? Fattarðu ekki að annað kvöld er síðasta kvöldið okkar héma og ég ætla að taka þig með á almennilegan næturklúbb með bemm stelpum og allt, þó

x

Klifur : fréttablað Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Klifur : fréttablað Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra
https://timarit.is/publication/1653

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.