Klifur : fréttablað Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra - 15.12.1997, Blaðsíða 13
Klifur
13
Mcigleiðlngar sjdlfboðaliða
í CIRKÍ-R.
Hvemig stendur á því að ég er
leiðbeinandi í unglingastarf-
inu í Sjálfsbjörg og kem frá
Ungmennahreyfingu Reykjavílcur-
deildar Rauða Kross Islands (sem hér
eftir verður talað um sem URKÍ-R)?
Jú, á fundi hjá einum hóp í URKI-
R í vor var „auglýst“ eftir fólki sem
hafði áhuga á að verða leiðbeinendur
í unglingastarfi hjá Sjálfsbjörg lsf. í
samstarfi við Ný-ung. Mig langaði til
þess að prófa því ég hef áður unnið
með „krökkunum“ í Ný-ung, en það
var þegar við héldum erótískt kvöld
fyrir tveimur árum. Mér fannst mjög
gaman að vinna með þeim og þetta
var upplagt tækifæri að endurnýja
kynnin.
Ég vissi fyrst ekkert útí hvað ég
var að fara, ekki til hvers var ætlast af
leiðbeinendunum frá URKI-R hvort
við værum bara hjálparmenn til að
aðstoða þá unglinga sem þyrftu á að-
stoð að halda. En það skýrðist síðan
seinna meir. URKI-R leiðbeinendumir
em hjálparmenn og aðstoða þá krak-
ka sem þurfa einhverja aðstoð. Við
komum hins vegar líka með reynsl-
una úr okkar félagi, en þar hefur t.d.
verið unglingastarf í tvö ár. Einnig
emm við náttúrulega leiðbeinendur
jafnt á við þau í Ný-ung.
í haust var haldið leiðbeinenda-
námskeið fyrir okkur leiðbeinenduma
í unglingastarfinu í Sjálfbjörg og
Rauða Kross leiðbeinendur, sem
komu víðs vegar af landinu. Þar vor-
um við minnt á okkar eigin unglings-
ár og svo það sem flestir unglingar
em að glíma við í dag.
Nú nýverið var einnig haldið hjálp-
arliðanámskeið sem leiðbeinendum
frá URKÍ-R var boðið á, en þar var
talað um hin ýmis mál sem fatlaðir
glíma við og hvernig við eigum að
bera okkur að við að veita okkar að-
stoð. Þetta námskeið var mjög gott og
á eftir að nýtast mér mjög vel í ung-
lingastarfinu, sérstaklega þar sem við
ætlum að reyna að komast á Snæfells-
jökul í vor en það verður mjög spenn-
andi að takast á við það. Við stefnum
að því að hafa veturinn í unglinga-
starfinu spennandi og hafa í bland
fræðslu og skemmtun.
Linda Björk Hallgrímsdóttir.