Klifur : fréttablað Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra - 15.12.1997, Blaðsíða 7

Klifur : fréttablað Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra - 15.12.1997, Blaðsíða 7
7 Klifcir__________________________ Fréttaskjóðan og öðlingurinn / fundi ritnefndar í ágústmánuði 1997, var ákveðið að hafa sérstakan pistil í blaðinu, sem segði fréttir af öllum Sjálfsbjargarfélögunum. En hvemig átti að fara að því að safna saman öllu efninu í blaðið? Ritnefnd lagði haus- inn alvarlega í bleyti og komst ekki að neinni niður- stöðu. En allt í einu var bankað snögglega á hurðina. Ritnefndarmenn þurrkuðu á sér hárið og fóru til dyra. Þar var mættur Sigurður Bjömsson launafulltrúi Sjálfsbjargarheim- ilisins. Úr andliti hans mátti lesa að eitthvað dularfullt myndi berast frá hans vörum næstu mínútumar, sem og varð sannleikur! Hann sagðist hafa verið að taka til heima hjá sér og fundið und- arlegan kistil sem hann kannaðist ekki við. A kistl- inum voru skilaboð frá for- föður hans í 23. ættlið. Sig- urður, sem er varkár maður að eðlisfari las þau vel og vandlega. Hann komst fljótt að því að í kistlinum væri töfraskjóða, sem væri þeirri náttúru gædd að geta talað og munað eftir þeim skilaboðum sem fólk léti henni í té. Ritnefnd kættist mjög við þetta og sá að þama var lausnin komin! Sig- urður sem er mikill öðlingur (að eðlisfari) lánaði ritnefnd þennan kostagrip. Fréttaskjóðunni kastað Fréttaskjóðunni var fyrst kastað alla leið til Húsavíkur. Agnar Sævarsson, fréttaritari Klifurs greip hana fimlega og „tróð“ þeirri frétt ofan í skjóðuna að loksins væri búið að stofna ferlinefnd í samvinnu við bæinn. Hafa Sjálfsbjargarmenn á Húsa- vík barist lengi og ötullega að því að koma þessari nefnd á laggim- ar. Til hamingju Húsavík! Agnar lok- aði síðan skjóðunni, batt fyrir og þeytti henni alla leið á Sauðárkrók. Sauðárkrókur, salurinn leigður Anna Þórðardóttir var árvökul og greip hana með öruggum höndum. Lét síðan nokkra fróðleiksmola falla ofaní hana. Hún sagði frá því að nú væru þau á Sauðarkróki farin að leigja salinn í félagsheimili sínu, undir fundarhöld og annað í þeim dúr. íbúðin í félagsheimilinu hefur alltaf verið leigð út, en það er nýlunda að salurinn sé leigður út. Anna var ekki alveg nógu ánægð með félagslífið, en úrræðagóð eins og alltaf. Stakk hún um leið upp á því að hafa spilakvöld í salnum eða eitthvað í þeim dúr. Eftir þessar upplýsingar þakkaði Anna fyr- ir sig, lokaði skjóðunni og fleygði henni alla leið á Vopnafjörð. Glatt á hjalla á Vopnafirði A Vopnafirði greip Geirþrúður fréttaskjóðuna á lofti, enda orðin létt- ari. Þ.e.a.s. Geirþrúður, búin að fjölga fbúum (og Sjálfsbjargarfélögum) á Vopnafirði um einn. Var það ungur sveinn er heitir Bjarni Máni. Til ham- ingju Geirþrúður og vertu velkomin í heiminn Bjami! Það var glatt á hjalla í þessum bæ og fékk skjóðan þær upplýsingar að þar hefði pennasalan gengið fram úr björtustu vonum og aðaldriffjaðrirnar þar hefðu verið Njáll og Marie. Annars sagði Geir- þrúður að félagar væru ennþá að jafna sig eftir hjólastóladaginn í ágúst. En þau færu von bráðar aftur á skrið! Með það sama hnýtti hún hnút á skjóðuna og „skutlaði" henni þvert yfir landið, þar sem „glænýr“ for- maður Sjálfsbjargarfélaga á Stykkis- hólmi handsamaði hana. Ný stjórn í Stykkishólmi Ný stjóm tók til starfa í Stykk- ishólmi í október. Formaðurinn þar, Ema Björg Guðmundsdóttir lét þau boð falla í skjóðuna að stjórnin væri að átta sig á málunum, grúska í göml- um gögnum og „vekja félagið“ smá saman úr dvala. Þau voru að hugsa um að byrja á því að selja jólaplötuna „Nálgast Jóla Lífsglöð Læti“. (Sjálfsbjargarfélögin út um allt land óskar nýju stjórninni velfamaðar í starfi og vonast eftir góðu samstarfi, látið vita ef ykkur vantar að- stoð!). Erna Björg gekk niður á pósthús og sendi skjóðuna með hraðpósti til Siglufjarðar. Vantar myndir á Siglufjörð Valey Jónasdóttir sótti skjóðuna niður á pósthús og bætti í skjóðuna nokkrum fróð- leiksmolum. Hún auglýsti eftir myndum frá stofnun Sjálfsbjargar- félaga víðsvegar um landið. Fé- lagið á Siglufirði ætlar nefni- lega að halda sérstaka sýn- ingu í tilefni af fjögurtíu ára afmæli þess. Það er þá spum- ing um að nota sýninguna aft- ur, ári síðar á fjögurtíu ára af- mæli landssambandsins? Af félagsmálum er það að frétta að núna er full vinna í gangi við að undirbúa jólabasarinn. Sigurður Einarsson og Guðríður Olafsdóttir heimsóttu þau á dög- unum og könnuðu aðstæður fyrir landsambandsþingið, næsta sumar. Við svo búið sparkaði Valey, skjóðunni þvert yfir landið og lenti hún á auðum knattspymu- velli Islandsmeistara IBV. ÍBV og íslandsflug Arnmundur kom von bráðar, hirti upp skjóðuna og tjáði henni að IBV hefði jú orðið Islandsmeistari, en því miður væri staðan alveg eins hjá félaginu og var í síðasta blaði, sama og ekkert að ger- ast. í sömu andrá gengu þrír einstaklingar inn á völlinn og þökkuðu Arnmundi fyrir styrkinn sem þau fengu til þess að komast á aðlögunar- námskeið sem haldið var í Reykjavík á dögunum.(Kannski er eitthvað að glæðast í Vestmannaeyj- um!). Einn af þessum þremur einstak- lingum tók við skjóðunni úr höndum

x

Klifur : fréttablað Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Klifur : fréttablað Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra
https://timarit.is/publication/1653

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.