Klifur : fréttablað Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra - 15.12.1997, Blaðsíða 10
10
____________________Klifur
Hjólparliðanámskcið
Hjálparliðar eru sjálfboðaliðar
sem eru reiðubúnir að að-
stoða hreyfihamlaða á ferða-
lögum við ýmsar athafnir daglegst
lífs. Þeirra aðstoð er lykillinn að því
að margir hreyfihamlaðir geti ferðast
og fái notið ferðalags á jafnréttis-
grundvelli. Það skiptir því höfuðmáli
að sá sem aðstoðina veitir búi yfir
þekkingu og getu til að veita hreyfi-
hömluðum slíka aðstoð.
Eitt af starfssviðum
Hjálparliðs Sjálfsbjargar
lsf. er að útvega hreyfi-
hömluðum Sjálfsbjargarfé-
lögum hæfa hjálparliða af
skrá. Það vísar til þess að
hjálparliðar sem eru á skrá
hjá Hjálparliðinu uppfylla ákveðin
skilyrði. Þeir eru orðnir tvítugir, þeir
hafa framvísað læknisvottorði og
sakavottorði, þeir hafa bundist þagn-
arskyldu og þeir hafa lokið réttinda-
námskeiði fyrir hjálparliða. Þessi
skilyrði skapa ákveðið traust og geta
verið grunnur að farsælu starfi, en
hjálparliðastörf, eins og önnu störf,
lærast fyrst og fremst af reynslunni.
Réttindanámskeið var haldið fyrir
hjálparliða 21. og 22. nóvember í
Dagvist Sjálfsbjargarheimilisins. A
námskeiðinu var farið var yfir helstu
þætti hjálparliðastarfsins. Þátttakend-
ur voru 13, þar af 2 utan af landi, einn
frá Siglufirði og einn frá Vopnafirði.
Guðríður Olafsdóttir formaður
Sjálfsbjargar lsf. bauð þátttakendur
velkomna og skýrði frá aðdraganda
stofnunar Hjálparliðsins. Þá var farið
yfir reglur Hjálparliðsins og í fram-
haldi af því var Asdís Ingólfsdóttir,
forstöðumaður Sjálfboðamiðstöðvar
Rauða Kross íslands með kynningu
um sjálfboðaliðastörf, þar sem hún
fór m.a. yfir hlutverk sjálfboðaliða,
ábyrgð þeirra og starfsreglur. Stein-
dór Bjömsson rifjaði upp reynslu sína
sem hjálparmaður Sjálfsbjargarfélaga
til margra ára og söng frumsamið ljóð
sem hann nefndi Hjálparliðasöngur-
inn við undirleik Sigurðar Einarsson-
ar. Ólöf Guðmundsdóttir sjúkraþjálf-
ari fór yfir grunnþætti réttrar líkams-
beitingar þegar aðstoð er veitt og var
með verklegar æfingar fyrir þátttak-
endur. Hún kynnti einnig ýmis hjálp-
artæki og hvemig skal bera sig að við
hjólastólinn. Þátttakendur fengu síð-
an kynningu á helstu fötlunum hjá
Guðrúnu Erlu Gunnarsdóttur hjúkr-
unarforstjóra, auk kynningar á ýms-
um hjúkrunartækjum. Sigurður
Bjömsson sagði frá víðtækri reynslu
sinni sem hreyfihamlaður ferðalangur
með hjálparmann í för. Hann lagði
áherslu á að skilningur og gagnkvæm
virðing væru lykilatriði í samskiptum
ferðalangs og hjálparmanns. Hjálpar-
maðurinn Einar í sögu Guðmundar
Magnússonar „Martröð um há-
bjartan dag“ var gersneyddur
hvoru tveggja og mun um
ókomna tíð verða fyrirmynd
þess forboðna í hjálparliðastörf-
um. Valerie Harris iðjuþjálfi og
Lilja Þorgeirsdóttir félagsmála-
fulltrúi fóm yfir hlutverk hjálp-
arliðans og persónulega aðstoð
þar sem jafn réttur fatlaðra í
samfélaginu var hafður að leið-
arljósi. Þá voru þátttakendur
einnig skikkaðir í hlutverkaleik
og fengu að kynnast að eigin raun
hvernig það er að þiggja persónulega
aðstoð. Þá fóru þær yfir ýmsar hag-
nýtar upp-
lýsingar
um undir-
búning og
skipulag
ferðar og
ræddu lítil-
lega um
hópferðir.
Með þátt-
töku á
námskeið-
inu hafa
tilvonandi
hjálparliðar öðlast innsýn í hjálpar-
liðastarfið sem er bæði líkamlega og
andlega krefjandi. Það er ekki ólík-
legt að einhverjir finni til óöryggis
gagnvart starfinu og finnist að þeir
þurfi að læra meira og æfa sig meira í
verklegum þáttum til að undirbúa sig
betur. Það sem er aðalatriðið og skipt-
ir mestu máli er jákvætt viðhorf til
starfsins og að ganga til þess með
skilningi, tillitsemi og virðingu.
R. María Þorsteinsdóttir
félagsmálafulltrúi.