Klifur : fréttablað Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra - 15.12.1997, Blaðsíða 6

Klifur : fréttablað Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra - 15.12.1997, Blaðsíða 6
6 þú getir sjálf sagt ekkert gætirðu kannski haft gaman af að skoða!“ Eg gafst upp! Nú átti að fara snemma að sofa, vinurinn var nefninleg orðinn all slappur og alveg eft- ir að kaupa af innkaupalistanum sem hann var með frá konunni, mest fatnaður á þau hjónin og svo auðvitað jólagafir handa börn- unum, hann var búinn að afgreiða bama- bömin. Einar gætti þess vel að ég næði í símann og sagði: „Heyrðu, þú átt nú svo gott með að vakna á morgnanna, ertu bara ekki til í að vekja mig í fyrramálið, ha?“ Auðvitað, en er ekki alveg eins gott að biðja stúlkuna í afgreiðslunni? „Æ, nei gerð þú það bara, eða ertu í einhverri fýlu?“ Daginn eftir komumst við í morgunverð- arhlaðborðið og Einar stjanaði við mig eins og ég veit ekki hvað, munaði minnstu að hann æti matinn fyrir mig lfka. Svo í búðimar — reyndar gekk þetta mjög svipað og fyrri daginn, nema hvað mér tókst að kaupa á mig eina sokka, tvennar nærbuxur og skyrtu til að nota um jólin! Engar jólagjafir, engin tölva og „maður fer ekki í bókabúð í útlöndum“ Um kvöldið fórum við á mjög góðan veit- ingastað. Eg þurfti að þýða fyrir hann mat- seðilinn og panta forréttinn. „Sko, ég er bara ekki alveg kominn í stuð!“ I staðinn fyrir að fara í leikhúsið eins og ég hefði óskað var mér þeytt inn á einhvern næturklúbb, með berum stelpum og live- show, frekar ómerkilegt. Einar aftur á mórti virtist í banastuði og blaðraði ýmist á ensku eða dönsku við stelp- umar og bauð þeim upp á kampavín — stór karl ! Eg var nú búinn að drekka dálítið og varð að komast á klósett, en hvar var Einar? Eg náði í þjón og tjáði honum vandræði mín: Hér færi allt á flot ef ég kæmist ekki á klósett. „No problem“ og hann fór með mig um nær alla bygginguna (1-2 km), en hér fannst þetta fína salemi fyrir fatlaða. Þjónn- inn beið fyrir utan og spíttaði með mig til baka. Þama sat Einar með tvær dökkar gleði- konur í fanginu og söng við raust „Björt mey og hrein, mér unni ein á ísaköldu landi“. Eg fór nú að ræða við stúlkuna sem sat næst mér, en Einar sagðist þurfa að bregða sér að- eins frá og þar með var hann horfinn. Ætli það sé ekki best að fara koma sér heim á hótel? En hvar er Kappinn? Hann hafði ekki sést við borðið í lengri tíma og þegar farið var að grennslast fyrir um mann- inn, sagði dyravörðurinn að hann hafi séð hann skondrast í burtu með einni ljóshærðri í stuttu pilsi. Nú voru góð ráð dýr! Hér var enginn af Islendingunum sem voru með í hópnum á hótelinu og ég vissi ekkert hvem- ig ég átti að komast heim á hótelið. Þá sá ég þjóninn sem hafði vísað mér á salemið og kom hann um leið og ég gaf hon- um merki. Eg sagði honum nú mínar farir ekki sléttar og spurði hann hvort hann gæti haft samband við íslenska fararstjórann á hótelinu til að bjarga mér. „Ekkert mál“. Hann hvarf aðeins frá og kom svo að vörmu spori og sagði mér að hann mundi koma mér í leigubíl og svo mundi næturvörðurinn á hótelinu taka á móti mér og hjálpa mér upp á herbergi. Allt gekk þetta eftir og skildi næt- urvörðurin ekki við mig fyrr en ég var kom- inn undir sæng með símann við hliðina á mér. Morguninn eftir var Einar mættur klukk- _________________Klifur an hálf tíu eldhress — eða skrall hálfur enn- þá. „Svona á að skemmta sér! Fannst þér þetta ekki gott í nótt!“ Og svo hálf hvíslandi: „Náðirðu ekki í mellu í gær? Hvemig komstu heim á hótel? Nei! Ég ætla ekki að skipta mér að því! Það er þitt mál!“ Svo var það ekki rætt meir. I flugvélinni á leiðinni heim var Einar frekar þungur. Smám saman komst hann á trúnaðarstigið: „Heyrðu, þú þarft ekkert að vera að blaðra um þetta ævintýri okkar á næturklúbbnum. Konan er nefninlega í fýlu út í mig um þessar mundir." Rétt áður en vélin lenti stamaði ég því upp: „Hvers vegna ertu að gefa þig út í þetta? Þér finnst ég greinileg bara vera til trafala!“ Hann horfði á mig rauðum, tárvotum glymum: „Þú segir nokkuð! EN, sjáðu til, annars kæmist ég aldrei í frí til útlanda! Við ætlum að fara bæði hjónin með sambýlið til Danmerkur næsta ár. Sjáðu til konan á svo margt skyldfólk í Danmörku og þetta yrði örugglega til að laga í henni skapið!" Höfundur greinarinnar Guðmundur Magnússon Fréttakorn frá Sjálfsbjörg í fírncssysla. Félagar eru nú 42 og ættu allir að vera úr Ámessyslu, samkvæmt nafnsins hljóðan, en tveir fé- lagar okkar em utan sýslu, annar í Rangárvallasýslu en hinn á Klaustri. Við ættum e.t.v. að breyta nafninu í Sjálfsbjörg á Suðurlandi. Ferða og styrktarsjóðurinn Sprett- ur hefur komið þremur félögum okk- ar til góða á þessu ári. Það er ánægju- legt að sjá hversu margvíslegar um- sóknir eru og ánægjulegt að félagið getur létt félögunum lífsróðurinn. Nýlega fóru þrír félagar á aðlögun- arnámskeið, sem landssambandið stóð fyrir. Þeir komu til baka ánægðir og þakklátir fyrir vel skipulagt, fræðandi en jafnframt skemmtilegt námskeið. Þar sem félagar búa vítt og breitt um Suðurland og ekki hafa allir tæki- færi til að koma á aðalfund, hefur sú venja skapast að senda öllum félög- um fundargerð aðalfundar, reikninga liðins árs, félagatal og fleira. Á þann hátt helst gott samband við félagana. Að lokum sendum við Sjálfs- bjargarfélögum og öðrum lands- mönnum bestu jólakveðjur með far- sæld á nýju ári. B.P.-fréttaritarar í Árnessyslu.

x

Klifur : fréttablað Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Klifur : fréttablað Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra
https://timarit.is/publication/1653

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.