Klifur : fréttablað Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra - 15.12.1997, Blaðsíða 14

Klifur : fréttablað Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra - 15.12.1997, Blaðsíða 14
14 _______________________Klifur Fréttir að norðan Létt hurð greið leið, átaksverk- efni Sjálfsbjargar á Akureyri hefur staðið yfir frá því í byrj- un september, en lauk nú formlega fyrsta desember. A alþjóðadegi fatl- aðra þriðja desember var boðið upp á fjölbreytta dagskrá í endumýjuðum og glæsilegum salarkynnum félagsins í kjallaranum á Bjargi, dagskrá sem Sjálfsbjörg og Þroskahjálp á Akureyri stóðu sameiginlega að. Þar var fjór- um fyrirtækjum veitt viðurkenning fyrir að taka fyrrgreindri áskorun okkar um að koma sér upp sjálfvirk- um opnunarbúnaði hurða. En þessu verkefni þarf að sinna áfram. Við höfum fengið góð við- brögð og ýmsir vilja ráða bót á hurð- arþyngslum, sem er í þágu allra. Best væri að fordæmi okkar verði að úr- bótum um allt land, því þungar hurð- ir eru víða til trafala. Nýi salurinn okkar veitir félaginu ný sóknarfæri. Salurinn er um 150 m2 og honum má skipta með rennihurð í tvo sali 60 og 90 m2. Við sjáum fram á verulega bætta nýtingu á salnum bæði fyrir félagið og aðra starfsemi á Bjargi. Þarna eru líka salir sem henta vel til útleigu fyrir ýmis tækifæri. Hin venjubundna starfsemi félags- ins, s.s. spilakvöld hálfsmánaðarlega, jólaföndur og jólatrésskemmtun o.s.frv., fara þama fram. Nýlega voru haldnar 150 manna veislur og fór ágætlega um gesti. Eldhúsaðstaða er betri, því áður var gengið inn í það úr salnum, en er nú með sérinngangi. Eldri borgarar leigja þarna nokkra tíma á viku fyrir tómstundir og leik- fimi. Þessi framkvæmd er kostnaðarsöm og má segja að félagsstjórn svíði það hve lítinn hljómgrunn við höfum not- ið hjá opinberum aðilum við styrk- beiðnum okkar og berum við þar skarðan hlut frá borði miðað við önn- ur hliðstæð mál. Við erum samt sann- færð um skynsemi þessarar fram- kvæmdar. Enda þótt baslið sé nóg við fjármögnun, trúum við og erum sann- færð um að framkvæmdin eigi eftir að sanna sig. Nú er tími hinna miklu andstæðna, myrkursins og ljóssins. Við hér fyrir norðan höldum okkur birtumegin og sendum með þessum pistli jólaljós til félaga og lesenda Klifurs um allt land. Jón Hlöðver Áskelsson Klifur Fréttablað Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra. Skrifstofa Sjálfsbjargar, lsf. Hátúni 12, 105 Reykjavík, Ábyrgðarmaður: sími: 552-9133 • myndsendir 562 3773 Sigurður Einarsson tölvupóstur: mottaka@sjalfsbjorg.is Ritstjóm og tölvuvinnsla: Ingólfur Örn Birgisson Framkvæmdastjóri: Sigurður Einarsson Ritnefnd: Hannes Sigurðsson Félagsmálafulltrúar: R. María Þorsteinsdóttir Árni Salómonsson Lilja Þorgeirsdóttir Fjármálafulltrúi: Sigrún Pálsdóttir Upplag: 4500 eintök Ritari: Steingerður Halldórsdóttir

x

Klifur : fréttablað Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Klifur : fréttablað Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra
https://timarit.is/publication/1653

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.