Klifur : fréttablað Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra - 15.10.2000, Blaðsíða 10

Klifur : fréttablað Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra - 15.10.2000, Blaðsíða 10
Klifur Atvinna með Stuðningi Atvinna með stuðningi (amS) er ákveðin aðferð sem notuð hefur verið í atvinnumálum fyrir þá er þurfa aðstoð við að kom- ast út á almennan vinnumarkað. Hún felur í sér víðtækan stuðning við þá sem hafa skerta vinnugetu vegna lík- amlegrar- og eða andlegrar fötlunar, aðstoð við að finna starf við hæfi ásamt eftirfylgd. Aðferðin, sem hef- ur víða verið notuð með ágætis ár- angri, kemur upprunalega frá Bandaríkjunum. Blaðamaður Klif- urs mælti sér mót við Áma Má Björnson, forstöðumann amS í Reykjavík, til að forvitnast um hvemig þessi aðferð hefur reynst hér á landi. „Svæðisskrifstofa um málefni fatl- aðra á Reykjanesi hefur unnið eftir vinnubrögðum sambærilegum við Atvinnu með stuðningi í um tíu ár og einnig hefur þessi aðferð verið notuð á vegum Akureyrarbæjar s.l. 5-6 ár. Atvinnu með stuðningi var hins vegar ekki komið á í Reykjavík fyrr en um miðjan mars 1999. Starf- semin, sem er tilraunarverkefni til tveggja ára, fór af stað að fmm- kvæði Svæðisskrifstofu Reykjavíkur (SSR) sem lagði til fjármagn vegna stöðugilda starfsmanna. Styrktarfé- lag vangefinna kom frá upphafi að þessu verkefni með því að leggja til húsnæði og standa undir kostnaði við skrifstofurekstur því tengdu.“ Að sögn Ama hafa vinnubrögð amS sverið notuð erlendis um langt skeið og reynst vel fyrir mjög breið- an hóp einstaklinga, bæði líkamlega og andlega fatlaða. „Þau hafa einnig verið notuð með góðum árangri meðal hópa sem verið hafa án at- vinnu í langan tíma af ýmsum ástæðum. Má sem dæmi nefna ein- Arni Már Björnson, forstöðumaður amS í Reykjavík. Mynd/kmh. staklinga sem hafa átt við langtíma eiturlyfjanotkun að stríða, einstak- linga er dvalið hafa í fangelsi og fólk er hefur átt í ýmsum félagslegum vandamálum. Atvinna með stuðn- ingi hefur þó gefist hvað best fyrir þroskahefta, en það er sá hópur þar sem amS hefur verið mest notað.“ 25 einstaklingar í vinnu Að sögn Áma em nú um 25 einstak- lingar í vinnu á vegum Atvinnu með stuðningi og 46 umsóknir sem liggja fyrir. Hann segir vinnustaðina marga og mismunandi t.d. verslanir, leikskóla, skóla, iðnaðarfyrirtæki, lagerstörf, sjúkrahús og eldhús. „Vinnustaðir hafa almennt tekið okkur mjög vel. Þau vinnubrögð sem amS býður upp á hafa oftar en ekki riðið baggamuninn um það hvort viðkomandi fær vinnuna eða ekki. Á þeim tíma sem amS hefur starfað hafa aðeins fjórir hætt vinnu. Tveir vegna tímabundinnar ráðning- ar, einn vegna þess að hann réði ekki við starfið og einn vegna þess að hann vildi fara á sinn gamla vinnu- stað aftur. Eðlilega hafa ýmis vandamál komið upp því í mörgum tilfellum eru einstaklingar að fara í vinnu á almennum vinnumarkaði í fyrsta sinn. Fólk þarf því að læra rétt vinnubrögð, félagsleg samskipti og almennt um réttindi og skyldur. í sumum tilfellum er starfið sjálft ekkert vandamál, en aftur á móti eru það þessi „skráðu og óskráðu lög“ sem getur reynst erfitt að átta sig á. Kynning á vinnustaðnum í upphafi á amS og á einstaklingnum hafa mik- ið að segja. Eftirfylgdin og önnur vinnubrögð amS eiga að nýtast báð- um aðilunum, vinnuveitandanum jafnt sem starfsmanni, þannig að tryggt sé að hægt verði að veita að- stoð eftir þörfum.“ Hefur breytt miklu fyrir marga Ámi segir að það að eiga kost á vinnu og að hafa möguleika á þeirri aðstoð sem þörf er á, vera eitt af grundvallar mannréttindum allra, fatlaðra jafnt sem ófatlaðra. „Að fá aðstoð við að leita sér að vinnu og eftirfylgd eftir þörfum hefur breytt miklu fyrir marga þeirra sem amS hefur komið í vinnu. Það hefur einnig mikla þýðingu fyrir fólk fé- lagslega séð að fá vinnu á almenn- um vinnumarkaði. Það rýfur ein- angmn, skapar tengsl við samstarfs- félaga, veitir sjálfsöryggi og eykur fjárráð. Einstaklingurinn hættir að vera sífellt þiggjandi, hann fer að borga skatta og skyldur til samfé- lagsins, bótagreiðslur minnka og í einstaka tilfellum leggjast þær alveg af. Fyrir marga er þetta mjög mikil- vægt.“ Ovíst með framhaldið Eins og áður segir er Atvinna með stuðningi tveggja ára verkefni á veg- um SSR og segir Ámi óvíst hvort framhald verði þar á í Reykjavík eft- ir árið 2000. „Umræða um lengri lífdaga amS í Reykjavík en út árið 2000 er vissulega í gangi og hafa tveir möguleikar aðallega verið nefndir. Annars vegar að tilheyra - framhald á bls. 23 10

x

Klifur : fréttablað Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Klifur : fréttablað Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra
https://timarit.is/publication/1653

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.