Klifur : fréttablað Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra - 15.10.2000, Blaðsíða 21

Klifur : fréttablað Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra - 15.10.2000, Blaðsíða 21
Klifur einangrun. Svör við spumingu um það hvort viðkomandi fyndist að landssam- bandið ætti að sinna þörfum íbúa betur voru margvísleg. Flestir voru þó sammála um að viðhaldi íbúða væri ábótavant og að ekki væri bmgðist nægjanlega fljótt og vel við þegar beðið er um ýmiskonar lag- færingar á íbúðum. Einnig komu fram óskir um að fá reyklausa tóm- stundastofu/setustofu fyrir íbúa álm- unnar. Spurt var um hvort fólk myndi kjósa að flytja ef því stæði það til boða og sögðu þá 11 nei, 3 sögðu já og 10 voru óákveðnir eða svöruðu ekki. Þá voru íbúar spurðir um hvort þeir væm ánægðir með íbúðina sem þeir búa í. Alls svömðu tuttugu og tveir þeirri spumingu og sögðust sextán af þeim vera mjög eða frekar ánægðir með íbúð- ina eða um 73%. Enginn var óá- nægður. í næstu spumingu var fólki gefinn kostur á að greina nánar frá því hvað það væri ekki ánægt með í sam- bandi við íbúðimar. Helst var kvartað undan því að erfitt væri að fá gert við ýmislegt í íbúðinni og að ekki væri staðið við það sem búið væri að lofa í þeim efnum. Sett var út á að dýrt væri að hringja til húsvarða í GSM símann þeirra. Fram komu óskir um íbúðir með sér svefnher- bergi og óskir um að fá að mála íbúðimar í litum án þess að greiða þyrfti fyrir yfirmálun þegar flutt væri. Spurt var hvort fólk væri tilbúið til að greiða hærri húsaleigu ef farið yrði út í að stækka minnstu íbúðim- ar. Níu sögðu já, sjö sögðu nei, fimm söguðust ekki vita og þrír svömðu ekki. Spurningar um þjónustu og samskipti við starfsfólk Spurt var um hvort fólk hefði leitað til starfsfólks skrifstofu landssam- bandsins eftir aðstoð og hvemig því líkaði þjónustan. Alls höfðu fimmt- án aðspurðra leitað eftir aðstoð, ell- efu af þeim líkaði mjög vel við þjónustuna, tveimur frekar vel, ein- um hvorki vel né illa og einum mjög illa. Hvað varðar þjónustu húsvarða þá sögðu sjö að þeim líkaði mjög vel eða frekar vel við þjónustu þeirra, sjö sögu hvorki vel né illa, þrír frek- ar illa, fjórir mjög illa og þrír svör- uðu ekki. Að lokum var spurt um heima- þjónustu Félagsþjónustunnar. 14 af 24 fengu heima-þjónustu og næst- um öllum eða 13 líkaði mjög vel eða frekar vel við þjónustuna. Að lokum Meðalaldur íbúanna er um 55 ár og meðalaldur þeirra sem sækja um bú- setu í húsinu fer hækkandi. Þetta leiðir hugann að því hverjar ástæð- umar séu fyrir því að ungt, hreyfi- hamlað fólk sæk- ist ekki mikið eft- ir að búa í húsinu. Hugsanleg skýr- ing gæti verið breyttir tímar, þ.e. að ungt hreyfi- hamlað fólk kjósi fremur að búa „úti í bæ“ heldur en þar sem eingöngu aðrir hreyfihaml- aðir eru. Engu að síður er til hópur fólks sem kýs búsetuform eins og leiguíbúðir í Sjálfsbjargarhúsinu bjóða upp á. Þeir sem þar búa virð- ast vera ánægðir með sinn hag, sam- kvæmt niðurstöðum könnunarinnar. Það sem helst virðist ábótavant er ýmislegt sem varðar viðhald íbúð- anna. Ef þeim þáttum verður kippt í lag þá ættu ánægðir íbúar leiguí- búða Sjálfsbjargarhússins að verða enn ánægðari. Bára Aðalsteinsdóttir félagsmálafulltrúi Sjálfsbjargar, Isf Helst var kvartað undan því að erfitt vœri að fá gert við ýmislegt í íbúðinni og að ekki vœri staðið við það sem búið vœri að lofa í þeim efnum. - jramhald afbls. 13 bótunum, verkafólk elli- og ör- orkulífeyrisþegar getum ekki keypt okkur húsnæði á „frjálsum markaði," því tekjur okkar em það lágar. Krefjumst úrbóta Eins og þjóðfélagið hefur verið að breytast að undanfömu er það manneskjulega fjandsamlegt gaganvart okkur öryrkjum. Allt sem heitir félagslegt er verið að skera niður. Það er búið að stór- hækka lyfja kostnað hjá öryrkj- um og nú síðasta útspil ríkis- stjómarinnar var að minnka nið- urgreiðslur á sýklalyfjum, hjarta- lyfjum, geðlyfjum og fleiri lyfj- um. Þetta em lyf sem margir geta ekki verið án. Við sem búum við þetta ástand krefjumst þess að þetta verði dregið til baka og það strax. Það er sanngjörn krafa okkar að að bætur okkar verði hækkaðar, þannig að hægt verði að lifa á þeim mannsæmandi lífi, það era einfaldlega mannréttindi. Ríkisstjómin verður að gera fleiri úrbætur í málefnum öryrkja, það verður að tryggja okkur ömggt húsnæði, þannig að við höfum val, afnema skatt á húsaleigubæt- ur og það væri hægt að telja fleira upp. Að lokum vil ég segja það að við öryrkjar eigum að beita okk- ur hvar sem við getum og reyna að hafa áhrif þar sem við getum, í öllum þeim fjölmörgu samtök- um sem við erum í, ekki síst inn- an verkalýðshreyfingarinnar góðar stundir. Þórir Karl Jónasson, Stjórnarmaður í Sjálfsbjörg á höfuðborgarsvæðinu og í ritnefnd Klifurs. Brandari Líkar hundinum þínum ekki við börn? Ég hef ekki hugmynd um það, við gefum honum bara dósamat. 21

x

Klifur : fréttablað Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Klifur : fréttablað Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra
https://timarit.is/publication/1653

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.