Klifur : fréttablað Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra - 15.10.2000, Blaðsíða 16
Klifur
úr geðfatlaða- og hreyfihamlaða
geiranum aldrei getað byggt sig upp,
hvorki eignalega eða tekjulega. Fyr-
ir mér er dæmið afskaplega einfalt
og þess vegna skil ég ekki þær
áherslur sem eru í þjóðfélaginu í
dag. Ég er auðvitað að verða gamall
en ég á erfitt með að skilja það þjóð-
félag sem setur verðbréfaviðskipti í
öndvegi og gleymir að líta til þeirra
sem hafa það lakast.“
Helgi segist hafa orðið fyrir mikl-
um vonbrigðum sl. vetur með að
verkalýðshreyfingin skyldi ekki
vinna betur að þessum málum. „Mér
finnst grátlegt að búið sé að ákveða
kjör öryrkja út samningstímabilið og
það eingöngu í prósentum. Kjör ör-
yrkja eru á svo lágum grunni og því
gefur prósentureglan af sér fáar
krónur. Það er allt annað að setja 5%
á 50 þúsund en á 100 þúsund, ég tala
nú ekki um þegar talan er komin í
200 þúsund. Þeir sem eru lægst
launaðir komast aldrei upp úr farinu
með þessum hætti. Annað sem má
nefna er skatturinn sem tekinn er af
þessum strípuðu örorkubótum. Það
er ekki vegna þess að bætumar hafi
hækkað svo mikið heldur vegna þess
að persónuafslátturinn hefur verið
skilinn eftir. Þetta hefur verið vísvit-
andi stefna og ég hef aldrei getað
skilið af hverju verið er að teygja sig
æ lengra niður í skatttökunni.“
Kjaramálin efst á baugi
Aðspurður um helstu baráttumál ör-
yrkja í dag, segir Helgi það fyrst og
fremst vera kjaramálin. „Það dugar
auðvitað ekki annað en að hafa það
að minnsta kosti sem lágmarksmið-
við að öryrkjar búi ekki við lakari
kjör heldur en það fólk sem lifir á
strípuðum kauptöxtum í landinu.
Þetta er þeirra lifibrauð og mögu-
leikar hinna verst settu til að hafa
eitthvað meira en launafólk hefur
með yfirvinnu og slíku em engir.
Þeir sem verst em settir hafa ein-
göngu þessar strípuðu tekjur og ekk-
ert umfram það. I öðm lagi eru það
atvinnumálin. Greiða þarf betur leið
fatlaðra út á vinnumarkaðinn og
byggja þannig starfsumhverfi að
þeim sé gert kleift að vinna og að
hafa einhvern afrakstur af þeirri
vinnu. Ef menn missa meirihlutann
af bótunum með því að vinna og það
stendur ekkert eftir, jafnvel ekki fyr-
ir kostnaðinum við að koma sér til
og frá vinnu, þá er það bara mann-
legt og eðlilegt að menn gefist upp á
slíku. Það er miklu meira átak fyrir
fatlaða að koma sér til og frá vinnu-
stað, þannig að það er eðlilegt að
þeir haldi sínum bótum þrátt fyrir
það. Ég dáist oft að fólki hvað það
vinnur mikið þrátt fyrir þessar
skerðingar sem dynja yfir það í
hvert skipti sem það fær launa-
umslagið frá Tryggingastofnun. Það
er beinlínis verið að hegna fólki fyr-
ir að vinna. Eitt það mest knýjandi
sem Öryrkjabandalagið getur gert í
framtíðinni er að halda áfram að
hamra á því að ná skerðingarmörk-
unum eins mikið út og mögulegt er,
þannig að menn finni einhvem til-
gang í því að vinna. í þriðja lagi eru
það menntunarmálin. Framtíðin
liggur í aukinni menntun á öllum
sviðum og gera þarf fólki kleift að
taka sem bestan þátt. Við emm með
Hringsjá, starfsþjálfun fatlaðra, sem
er eins konar skóli er reynst hefur
mörgum afar vel og
komið mörgum út á
vinnumarkaðinn.
Tryggja þarf greiða
aðgöngu í mennta-
kerfið, það kostar
sitt í dag og menn
verða að hafa kjör til
þess að geta það.
Það er ótrúlegt að
hingað skuli koma
fólk er lokið hefur
stúdentsprófi og er
að fara í háskóla,
sem spyr hvort það sé nokkur leið til
þess að við getum veitt því styrk fyr-
ir skólagjöldunum. Við höfum sem
betur fer getað gert það, vegna þess
að við emm með sérsakan námssjóð.
Þetta er svo sem engin upphæð og
ég veit að FBA-drengimir og aðrir
brosa auðvitað að svona upphæðum
og finnst bara hlægilegt að við skul-
um vera að tala um einhvem 25 þús-
und kall, en þetta fólk á hann bara
ekki til. í fjórða lagi em það hús-
næðismálin sem brýnt er að leysa. í
dag eru um 400 einstaklingar á
biðlista eftir húsnæði og það er auð-
vitað mjög slæmt mál. Margir
hverjir búa við skelfilegar aðstæður
sem em ekki nokkrum manni bjóð-
andi.“
Margir sigrar unnist
Helgi segir að þrátt fyrir að kjör ör-
yrkja séu ósæmandi með öllu, þá
detti honum ekki í hug að segja að
ástandið hér á landi sé alvont. „Sem
betur fer nýtur vaxandi hópur ör-
yrkja einhvers lífeyrissjóðs og at-
vinnuþátttaka þeirra er mikil. Við
höfum haft samstarf við stjómvöld
um ýmis mál er náð hafa fram og
munum halda áfram að knýja fram
úrbætur. A sínum tíma tókst t.d. að
koma á fót almennri löggjöf um
málefni fatlaðra, þar sem markmiðs-
greinar og tilgangsgreinar tryggðu
fötluðum ákveðinn rétt. Það var
mikill sigur. Ef menn hefðu hins
vegar unnið af einlægri að þeim
markmiðsgreinum sem þar voru
settar þá væru kjör öryrkja snöggt-
um betri í dag. Hjálpartækjamálin
eru í góðu lagi hér á landi og fylli-
lega sambærileg miðað við það sem
gerist best á Norðurlöndum. Síðan
má nefna önnur mál
er náð hafa fram
eins og t.d. það að
nú fá öryrkjar út-
borgað í byrjun
hvers mánaðar eins
og aðrir launþegar, í
stað þess að fá út-
borgað um miðjan
mánuðinn. Þetta
var mikið jafnréttis-
mál. Stjórnvöld
hafa sem betur fer
sýnt málum sem
þessum skilning. Það var einnig
mikill sigur er starfsþjálfun fatlaðra
komst á árið 1987. Þar hafa tugir
manna fengið aðstoð við að komast
út í lífið á nýjan leik. Yfir 70% af
því fólki sem þar fer inn er annað
hvort í námi eða starfi í dag og það
er glæsilegur árangur.“
Fjölbreytt og gefandi starf
Helgi segist hafa átt ánægjuleg ár
hjá Öryrkjabandalaginu og að starf-
ið hafi verið fjölbreytt og gefandi.
„Það að vinna að málefnum fatlaðra
„Innan okkar raða er
hópur sem hefur það
verulega slœmt, ein-
staklingar sem lifa
ekki bara við hung-
urmörk margir hverj-
ir, heldur eru þeir
líka svo félagslega
einangraðir.u
16