Klifur : fréttablað Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra - 15.10.2000, Blaðsíða 6
Klifur
BUSL í Danaveldi
Busl, unglingastarf Sjálfs-
bjargar hóf Danmerkurför
sína 16. júní s.l. Síðustu tvö
árin hafði verið safnað til ferðarinn-
ar af mikilli eljusemi t.d. með sund-
maraþoni, bingói, leðurfata- og
lyklakippusölu o.fl. Einnig fengum
við marga styrki bæði frá opinberum
og óopinberum aðilum. Þeir styrkir
voru ómetanlegir og hefði ferðin
aldrei orðið að veruleika án þeirra.
Þökkum við þeim sem þar áttu hlut
að máli.
Undirbúningur ferðarinnar hófst
um leið og ákvörðun var tekin um að
fara. En hann byrjaði samt ekki af
fullri alvöru fyrr en um áramótin
síðustu (sem voru kannski alda-
mót...). Akveðið var að feta í fót-
spor íbúa Sjálfsbjargarheimilisins,
en í tilefni af 25 ára afmæli þess
sumarið 1998 var farið til Hou á Jót-
landi. Þar er Egmont lýðháskóli þar
sem margir fatlaðir hafa verið í námi
enda aðgengi allt til fyrirmyndar.
Hou er um 30 km. sunnar en Árhus.
Nutum við góðs af þeirri ferða-
reynslu.
Að mörgu þurfti að hyggja fyrir
ferðina. A tímabili leið þeim sem sá
um að kaupa flugfarseðlana eins og
verðbréfamiðlara á Wall Street.
Þegar átti að kaupa þá, var mikið
verðstríð milli ferðaskrifstofa og
þurfti þá að finna út hvar og hvenær
lægstu fargjöldin yrðu. Það gekk
ágætlega. Miðamir lækkuðu að vísu
um tvö þúsund krónur tveimur vik-
um síðar, en ekki er hægt að vera al-
vitur.
Mikil spenna í loftinu
Það var næstum áþreifanleg spennan
í loftinu þegar unglingamir, ásamt
foreldrum, fóru að týnast inn í
Sjálfsbjargarhúsið, föstudagskvöld-
ið 16. júní. Allir töluðu hver í kapp
við annan og leiðbeinendur þutu
fram og til baka, til þess að gera
klárt fyrir brottför. Rútan kom
skömmu síðar og fylltist næstum
því samstundis af farangri og ferða-
glöðu fólki.
Þegar rútan lagði af stað slaknaði
strax örlítið á spennunni og vomm
við komin um hálf tíu leytið í Leif-
stöð. Þar gekk allt snurðulaust fyrir
sig, fyrir utan stórt vandamál sem
kom upp varðandi rafmagnshjóla-
stól. Er hér notað tækifærið til þess
að benda Flugleiðum vinsamlegast
á að kynna sér betur flutning á slík-
um farartækjum. I fríhöfninni vakti
það furðu meðal leiðbeinanda hvað
unglingarnir voru rólegir í hinu
dæmigerða kaupæði Islendinga.
Flugvélin lagði af stað rétt eftir
klukkan tvö um nóttina og notuðu
sumir tækifærið til þess að leggja
sig, en aðrir gátu ekki sofið fyrir til-
hlökkun. Vélin lenti síðan klukkan
sjö að dönskum tíma. Eftir að búið
var að ná í farangurinn var haldið út
í rútu sem beið okkar á flugvellin-
um. Þar biðu einnig Nolli og Bryn-
dís, leiðbeinendur sem hafa búið í
Danaveldi í sumar. Eftir þriggja
tíma akstur í rútunni, þar sem flestir
sváfu (nema Nolli og Bryndís sem
höfðu fengið eðlilegan nætursvefn)
komum við á áfangastað. Þar var
tekið hraustlega til „hádegismatar“
síns í Egmont lýðháskólanum.
Síðan komum við okkur fyrir í
sumarhúsunum þremur sem okkur
hafði verið úthlutað. Það sem eftir
lifði af þessum degi var notað til að
hvíla sig eftir stranga ferð. Einn fór
reyndar og heimsótti ömmu sína
sem býr þama skammt frá og þeir
allra hörðustu fóru og skoðuðu sig
um. Nota ég hér lýsingu Lámsar úr
blaðagrein, sem mun birtast í októ-
berblaði Öryrkjabandalagsins til að
lýsa skoðunarferð þeirra. „Er það
alveg með ólíkindum hvað er mikið
úrval af afþreyingu á þessum stað,
þar á meðal; tennis- og körfubolta-
völlur, rólur af öllum gerðum, m.a.
ein fyrir hjólastól. Þama var föst
bryggja með áfastri flotbryggju sem
að sumir nýttu sér óspart til göngu-
ferða og afslöppunar á milli stríða.“
/ tennis, hjólreiðatúr o.fl.
Á sunnudeginum eftir góðan svefn
og morgunmat fóm allir og skoðuðu
sig um, sumir fóm í tennis, aðrir að
6