Klifur : fréttablað Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra - 15.10.2000, Blaðsíða 14

Klifur : fréttablað Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra - 15.10.2000, Blaðsíða 14
Klifur „Ég var alinn upp við að allir ættu að vera jafnir.“ - segir Helgi Seljan, framkvœmdastjóri Öryrkjabandalags íslands. „Ég harma það skilningsleysi stjórnvalda þegar menn sitja á ríkiskassa, sem segja má að hafiflotið át afá síðustu 2-3 árum og fjármálaráðherra erfarinn að kvarta yfir því hvað afgangurinn sé mikill, afhverju í ósköpunum sé ekki hœgt að nota eitthvað afþessum afgangi til að rétta kjör þeirra sem hafa það hvað lakast,“ segir Helgi Seljan. Myndir/kmh. ~W~ ~Welgi Seljan, fram- r~m kvœmdastjóri Ör- Æ. Æ. yrkjabandalags ís- lands, lœtur af störfum um nœstu áramót eftir að hafa starfað hjá bandalaginu í rúm 13 ár. Af því tilefni mœlti blaðamaður Klifurs sér mót við Helga á dögun- um og rœddi við hann um stöðu örykja, framtíðina og ýmislegt fleira. Helgi hóf störf hjá Öryrkjabandalagi Islands í desember árið 1987 og starfaði þá sem félagsmálafulltrúi ásamt því að koma á fót og ritstýra fréttablaði bandalagsins. Helgi var vel kunnugur málefnum fatlaðra þar sem hann einbeitti sér sérstaklega að þeim málaflokki er hann sat á þingi fyrir Alþýðubandalagið frá 1971- 1987. Einnig átti hann þátt í að stof- na nokkur aðildarfélög Öryrkja- bandalagsins t.d. MG-félagið, Geð- hjálp og Félag heilablóðfallsskað- aðra. Hann tók við sem fram- kvæmdastjóri ÖBÍ árið 1997. Helgi segist ávallt hafa haft mik- inn áhuga á málefnum fatlaðra. Hann segir áhugann ekki síst hafa vaknað er hann starfaði sem kennari og síðar skólastjóri á Austurlandi. „Þá kynntist maður vel þeim vanda- málum sem fylgja ýmis konar fötl- un, þó að það væri ekki mikið um hana. Kennari eða skólastjóri, sem hefur einhverja mannlega tilfinn- ingu, getur auðvitað aldrei komist hjá því að kynnast fötlunum af ýmsu tagi. Ég vildi að ég hefði þá haft þá vitneskju sem ég hef í dag um ýms- ar fatlanir sem eru býsna duldar og voru mönnum ansi ókunnar á þeim tíma. Ég nefni bara lesblinduna, sem var ansi óþekkt fyrirbæri þá, sem maður hefði auðvitað brugðist allt öðruvísi við varðandi nemendur sína ef maður hefði haft góða þekk- ingu á því og vitað hvemig átti að bregðast við. Málefni fatlaðra tengjast mér líka svolítið persónu- lega vegna þess að ég eignaðist fatl- aðan dótturson árið 1976, sem varð ekki til þess að minnka áhuga minn á þessum málaflokki.“ Að sögn Helga voru málefni þroskaheftra á landsbyggðinni sér- staklega í ólestri á þeim tíma er hann starfaði sem kennari og skóla- stjóri. „Það voru í raun engin úr- ræði á landsbyggðinni fyrir þroska- hefta, sem þá voru kallaðir vangefn- ir, þannig að ég hafði ásamt góðu fólki á Austurlandi forgöngu um að stofna til Styrktarfélags vangefinna á Austurlandi árið 1972. Félagið einbeitti sér að því að koma á fót heimili fyrir vangefna, sem hét Von- arland, og ég er afskaplega ham- ingjusamur yfir að hafa átt hlut þar að.“ Skilningsleysi stjórnvalda Aðspurður um hvað honum finnist um stöðu öryrkja, nú þegar hann lætur senn af störfum, segist Helgi hafa viljað sjá hana í mun betra horfi. „Það hafa mörg mál þokast áfram á þessum tíma, en samt geng- ið allt of hægt. Mér hefur fundist 14

x

Klifur : fréttablað Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Klifur : fréttablað Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra
https://timarit.is/publication/1653

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.