Klifur : fréttablað Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra - 15.10.2000, Blaðsíða 22

Klifur : fréttablað Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra - 15.10.2000, Blaðsíða 22
Klifur Þing Sjálfsbjargar Isf. Starfshópar voru starfandi á þinginu eins og jafnan áður, nokkrir fastir eins og laganefnd, fjárhagshópur og kjaramálahópur. - haldið á Akranesi 2.-4. júní sl. Dagana 2. - 4. júní sl. var 30. þing Sjálfsbjargar lsf. hald- ið í Fjölbrautarskólanum á Akranesi. Við þingsetningu ávörp- uðu Skúli Þórðarson formaður Sjálfsbjargar á Akranesi, Gísli Gíslason bæjarstjóri og Ingibjörg Pálmadóttir heilbrigðis og trygg- ingamálaráðherra þingfulltrúa og gesti. KK og Magnús Eiríksson skemm- tu af sinni alkunnu snilld. Þá setti Amór Pétursson formaður Sjálfs- bjargar þingið með ræðu þar sem hann fjallaði um þau mál sem heit- ast brenna á fötluðum. Eftir ræðu hans var gert stutt fundarhlé en síð- an gengið til hefðbundinar dagskrár þar sem fyrst var kjörin kjörbréfa- nefnd sem fór yfir kjörbréf þingfull- trúa. Þingforsetar þessu sinni voru kjömir Snæbjöm Þórðarson, Inga Sigurðardóttir og Ólöf Ríkarðsdótt- ir. Að venju var byrjað á því að flytja skýrslu framkvæmdastjómar, reikninga landssambandsins ásamt skýrslu Sjálfsbjargarheimilisins. Umræður urðu nokkrar um skýrsl- umar. Gjaldkeri framkvæmdastjóm- ar kynnti þessu næst Fjárhagsáætlun en henni er jafnan vísað til Fjár- hagshóps til frekari umfjöllunar. Skýrslur aðildarfélaga voru fluttar af fulltrúum viðkomandi félags og lýstu þær starfsemi félaganna. Mátti þar glöggt sjá hversu mismunandi starfsemin félaganna er á hverjum stað. Sum staðar ríkir deyfð en önn- ur félög eru vel lifandi og virk í starfi sínu. Að loknum flutningi skýrsla varð stutt umræða um þær meðal annars form þeirra. Einnig var rætt samstarf og hugsanlega sameining félaga til að nýta betur starfskraftana. Þá var tekin fyrir ósk frá íþróttafé- lagi fatlaðra í Reykjavík um heimild til viðbyggingar við íþróttahús sitt. Þórður Ólafsson framkvæmdastjóri ÍFR skýrði þessa ósk og rök félags- ins fyrir henni. Umræðu um þetta mál var vísað til næsta dags en fór þó svo að það var ekki tekið fyrir fyrr en á sunnudeginum. Starfshópar voru starfandi á þing- inu eins og jafnan áður, nokkrir fast- ir eins og laganefnd, fjárhagshópur og kjaramálahópur. Nýir hópar voru að þessu sinni starfshópur um ferli- mál ferðaþjónustu og almennings- samgöngur, starfshópur um framtíð- arsýn Sjálfsbjargar. Laugardagurinn hófst á ávörpum Braga Michaelsonar, fulltrúa Sam- bands Islenskra sveitarfélaga, í bú- setunefnd á vegum félagsmálaráðu- neytisins og Helga Seljan fram- kvæmdastjóra Öryrkjabandalags Is- lands um frumvarp til laga um fé- lagsþjónustu sveitarfélaga. Bragi sýndi á glærum rekstar- kostnað Kópavogs og áætlanir um kostnað við yfirfærslu málaflokks- ins til sveitarfélaga. Fjallaði hann um lagafrumvörpin og sagði m.a. frá því að búsetumál einkum þroska- heftra væru óleyst í Reykjavík og Reykjanesbæ. Kostnaður við félags- þjónustu er í dag verulega vanmet- inn. Skólaakstur hefur aukist mikið síðustu árin. Ferðaþjónustan er lyk- ill að betra lífi fyrir fatlaða og er þar af leiðandi stöðugt eftirsóttari. Aðrir hópar svo sem aldraðir sækja líka í auknum mæli til þessarar þjónustu. Búsetumál voru því næst umfjöllun- arefni, og rætt um biðlista, þar sem á vantar að hluta geðfatlaða. Eins er óráðið um framtíð Sólheima og Skálatúns hvort þar verður áfram búsetukostur fyrir fatlaða. Kostnað- arauki vegna nýrra laga er veruleg- ur. Reykjavík og Reykjanes eru í sérflokki þar sem þau hafa ekki get- að veitt þá þjónustu sem lög kveða á um í dag. 22

x

Klifur : fréttablað Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Klifur : fréttablað Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra
https://timarit.is/publication/1653

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.