Sjálfsbjörg - 01.07.1986, Page 31

Sjálfsbjörg - 01.07.1986, Page 31
Atvinnumál og hjá Örtækni, 90% af Iðju- taxta í byrjun, en hækkar eftir það. Hér eru einnig nokkrir starfs- menn, sem vinna samhliða hin- um fötluðu. Þetta er lítill kjarni starfsfólks, sem styrkir hina og leiðbeinir þeim. Saumastofan hefur starfað síð- an árið 1983 og þjálfunarverk- efni okkar eru einkum frá Ríkis- spítölunum. Raunar má segja, að tilvist okkar sem þjálfunar- staður sé háð verkefnum, sem við fáum þaðan. Við saumum nátttreyjur og taupoka fyrir óhreint tau. Einnig vinnusloppa og svuntur handa fólki í veitinga-, hjúkrunar- og verslunarstörf- um. Svo höfum við saumað fermingarkyrtla, sem eru að sækja á á markaðnum. Við erum ekki samkeppnisfær við ódýra, innflutta vöru, en leggjum metn- að okkar í að sýna vandaða vinnu.“ EH Múlalundur Yfir eitt hundrað á launaskrá“ Múlaiundur liggur í útjaðri Há- túnstorfunnar. Reyndar er þakið grasi vaxið og húsið því undir grænni torfu. Starfsemi Múla- lundar er hins vegar blómlegri en svo, að taka megi þetta bók- staflega. Á Múlalundi hittum við Steinar Gunnarsson, fram- kvæmdastjóra, að máli. Steinar, hvað vinna margir á Múlalundi? „Alls eru yfir eitt hundrað manns á launaskrá. Þar af eru innan við 10 ófatlaðir. Á Múla- lundi er ákveðinn kjarni fastra starfsmanna, og eru þeir flestir öryrkjar. Aðrir starfsmenn eru hér í 3 til 3Vi mánuð í senn og eru ráðnir fyrir milligöngu ör- yrkjadeildar Ráðningarskrif- stofu Reykjavíkurborgar. Fólkið fær hér starfsþjálfun, þótt raunar megi segja, að 3 mánuðir séu fullstuttur tími. Við höfum tím- ann ekki lengri en þetta, til þess að geta hleypt sem flestum að. Það er ekki óalgengt að fólk komi tvisvar á ári, enda líta menn oft á það sem álíka upp- lyftingu að vinna hér í stuttan tíma eins og það er fyrir aðra að fara í sumarfrí. Múlalundur starfar skv. lögum um málefni fatlaðra, en ég tel óheppilegt að kalla hann vernd- aðan vinnustað. Ég vil kalla þetta venjulegan vinnustað, sem hefur það markmið að skapa sem flest atvinnutækifæri handa öryrkjum. Þótt tíminn sé ekki lengri en þetta hefur vinnan mikla þýð- ingu fyrir fólkið. Það er því mikils virði að blandast öðrum og skapa um leið verðmæti. Þetta veitir fólki aukið sjálfs- traust, og gefur því styrk til að stíga fyrstu skrefin út í atvinnu- lífið. Hér eru framleiddar plast- möppur af öllum stærðum og gerðum, lausablaðabækur, hulst- ur utan um skjöl og skilríki og svo mætti lengi telja. Að. sjálf- sögðu er erfitt að standast sam- keppni við erlenda framleiðslu, en við leggjum áherslu á að gæð- in séu ekki síðri en hjá öðrum. Við framleiðum eftir óskum í litlu upplagi, t. d. möppur með áletrun. Þetta er vara, sem ekki er hægt að fá annars staðar, og með því að skipta beint við fyrir- tæki og sleppa öllum milliliðum, getum við haldið verðinu niðri. Verkstjórafundir eru hér viku- lega og í framhaldi af þeim er gert starfsmat. Við leitumst við að einangra ekki fólk í ákveðn- um störfum, heldur færa það til. Á þeim tíma, sem fólkið vinnur hér, er gert starfsmat a. m. k. tvisvar sinnum. Matið er síðan haft til viðmiðunar hjá Ráðning- arskrifstofu Reykjavíkurborgar, þegar reynt er að útvega fólkinu vinnu á hinum almenna vinnu- markaði. Hér á Múlalundi ger- um við miklar kröfur til starfs- fólksins um mætingu og ástund. Segja má, að þetta sé liður í starfsþjálfuninni. Yfirleitt erum við með mjög samviskusamt fólk í vinnu, en þó verður að athuga, að það gengur ekki í hvernig vinnu sem er. Það verður að velja starf handa því.“ EH Steinar Gunnarsson framkvæmdastjóri Múlalundar í vinnusalnum. SJÁLFSBJÖRG 29

x

Sjálfsbjörg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjálfsbjörg
https://timarit.is/publication/1654

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.