Lindin

Årgang

Lindin - 02.05.1956, Side 2

Lindin - 02.05.1956, Side 2
blautan fatnað á gólfinu við vaskana eða í kássu yfir miðstöðinni, eins og tíðast er. 3. Hvemig á að pressa buxur: Buxur er bezt að pressa \xngir svefn- pokunum eina nótt með vaxandi tungli. Varizt að hengja huxur upp á herðatré í skápum. _4. Hvernig á að ^era við göt; Takið nál og tvinna úr umferð. Farið í apótekið og hiðjið um skæri. Klippið svo götin af. 5. Hvernig á að nota föt: Fyrst og fremst her að nota þau. Notið þau til að sofa í þeim og til þess að baða ykkur í þeim og til þess að stinga upp í signalhorn. 6. Hvernig á að losna við föt: Farið úr þeim, leggið þau vandlega frá yður einhversstaðar úti eða inni, þó ekki á afvikinn stað. Síðan eruð þið lausir við fötin. 7. Hvernig fötum er komið fyrir í ferðatösku; Hafið vaðstívélin neðst. Gætið þess að þau séu hrein að innan. Þar ofan á skal setja hvítar skirtur, þá fótbolta og vinnubuxur. Næst koma spariföt, sundskýla og sokkar, sem er raðað allt í kring mjög vandlega. ERINDI UM BARNAUPPELFI. 9 Uppeldisfræðingur Skógarmanna flytur erindi um bamauppeldi. Góðir hlustendur og aðrir, sem mál mitt heyrið. Þe&ar barn fæðist, skulu foreldrar þess panta dvöl í Vatna- skógi handa því, ef barnið heitir karlmannsnafni. Annars verður að senia það í Vindáshlíð. Kennið barninu að telja upp að fjórum. Þetta er mjög auðvelt ef barnið hefur 4 bleyjur. Nefnið alltaf töluna einn við fyrstu bleyjuna, 2 við þá næstu o. s. frv., alveg upp í fjóra. Einnig má nota þá aðferð að hrópa ferfallt húrra þegar skipt er á barninu Með þessu móti lærir bamið örugglega að telja upp að fjórum.

x

Lindin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lindin
https://timarit.is/publication/1539

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.