Lindin

Årgang

Lindin - 02.05.1956, Side 4

Lindin - 02.05.1956, Side 4
Kennið 'barninu hreinlæti. Aðferðin er þessi: Áður en haniið vaknar á morgnana, skuluð þér fylla kojuna af appelsínu hýði, kara- mellubréfi og öðru drasli. Ef barnið hreinsar ekki kojuna skuluð Þér tvöfalda skammtinn, þrefalda eða fjórfalda. Bamið lærir örugg- lega hreinlæti á stuttum tíma með þessari aðferð. Kennið barninu að vinna. Aðferðin er þessi. Gefið baminu fótbolta, fótboltaskó og fótboltavöll. Sprautið vatni á völlinn í tvo mánuði. Pá ið svo barninu haf(a og skóflu. Vinnan lærist sjálfkrafa undir stjórn háskólagengins verkfræðings, stud. polyt. Bjössa. Margt fleira þarf að kenna barninu. En þetta verður að nægja að sinni... Góða nótt, góðir hlustendur og aðrir tilheyrendur mínir. Hann Halli átti einu sinni kött, sem nefndist Brandur. Brand- ur var mjög svo gáfaður af ketti til að vera og merkilegur á margan hátt. Það voru til margar sögur, sem sönnuðu vitsmuni Brands. En ég ætla nú ekki að eyða tímanum í að segja þær. Heldur ætla ég að segja frá því, þegar Brandur komst á hátind frægðar sinnar. Það bar svo við eitt sumar að hingað til lands kom frægur þýzkur prófessor. Þessi prófessor var prófessor af 10 gráðu í kattarfræði. Alla sína æfi hafði hann rannsakað ketti og alfrei annað. Hann byrjaði strax að rannsaka ketti borgarinnar og eftir hokkrar vikur hafði hann rannsakað þá alla nema einn. Hann hafði ekki rannsakað Brand. Og af þeirri einföldu ástæðu, að Brandur kærði sig ekkert um að veráa rannsakaður. Og hann lét því hjálp- armenn prófessorsins ekki handsama sig.

x

Lindin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lindin
https://timarit.is/publication/1539

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.