Fréttablaðið - 16.02.2022, Side 2

Fréttablaðið - 16.02.2022, Side 2
Hreinn Heiðar fór þarna niður og tryggði guttann og var í sam- skiptum við hann, þannig að þetta gekk vel en auðvitað er fyrir mestu að barnið var óskaddað. Einar Á.E. Sæmundsen, þjóð- garðsvörður á Þingvöllum Lögreglan vill ekki veita upplýsingar um málið að svo stöddu. 10-12 Þegar slysið varð í gær voru 10-12 rútur á Þingvöllum. Greitt fyrir akstri á Hellisheiði N Ý F O R M h ú s g a g n a v e r s l u n h ú s g a g n av e r s l u n Strandgötu 24 | 220 Hafnarfjörður | Sími 565 4100 | nyform.is Mikið úrval af HVÍLDARSTÓLUM með og án rafmagns lyftibúnaði Komið og skoðið úrvalið Danskur drengur féll nokkra metra niður í sprungu við Hakið á Þingvöllum í gær. Betur fór en á horfðist og náð- ist drengurinn upp skömmu síðar. benediktboas@frettabladid.is SAMFÉLAG „Þetta fór allt eins vel og það gat farið og fyrir mestu að barnið er óskaddað,“ segir Einar Á.E. Sæmundsen, þjóðgarðsvörður á Þingvöllum, en danskur drengur féll niður nokkra metra í sprungu við Hakið á Þingvöllum. Drengurinn er staddur hér á landi með fjölskyldu sinni og hafði verið að skoða Þingvelli. Þegar þau ætluðu að fara upp á útsýnispallinn við Hakið fóru foreldrarnir merkta leið en drengurinn tók á rás með fyrrgreindum afleiðingum. Mikill snjór er í þjóðgarðinum líkt og ann- ars staðar á landinu og bendir Einar á að langt sé síðan hann hafi séð slík snjóalög. Einar segir að öllum hafi verið létt þegar drengurinn og björgun- arsveitarmaðurinn Hreinn Heiðar Jóhannsson voru hífðir upp úr sprungunni og farið verði yfir atvik- ið og athugað hvort þjóðgarðurinn geti tryggt öryggi gesta sinna. Einar áætlar að tíu til tólf rútur hafi verið á Þingvöllum þegar atvikið átti sér stað. „Það er þarna gjá sem markar útsýnispallinn til austurs og að öllu jöfnu sést hún mjög greinilega. Eins og ég skildi þetta fóru foreldrarnir upp en barnið tekur á rás og beina stefnu yfir sléttan snjó og húrrar niður.“ Hreinn var staddur skammt frá að moka snjó og hikaði hvergi þegar komið var að gröfunni hans til að greina frá hvað hefði gerst. „Hann var nánast við hliðina á þessu og það fer allt á fullt. Hreinn Heiðar fór þarna niður og tryggði guttann og var í samskiptum við hann, þann- ig að þetta gekk vel en auðvitað er fyrir mestu að barnið var óskadd- að,“ segir Einar. Hann segir að hetja gærdagsins, Hreinn Heiðar, sé vaskur til verka og að hann þekki hann af góðu einu. „Þegar skefur svona of boðs- lega blæs yfir sprungurnar og þær geta orðið svona varasamar. Engu að síður munum við rýna í þetta atvik og athuga hvað við getum gert til að þetta komi ekki aftur fyrir.“ n Snjórinn huldi sprunguna við Hakið á Þingvöllum Slysið varð rétt við Hakið. Hreinn lét sig síga niður með því að nota gröfuna sína en töluverður viðbúnaður var vegna slyssins. MYND/EINAR Á.E. SÆMUNDSEN ser@frettabladid.is STJÓRNMÁL Jón Gunnarsson dóms- málaráðherra mun á næstu dögum funda með lögreglustjórum lands- ins um hvort raf byssuvæða eigi almenna lögregluþjóna. Sjálfur kvaðst hann á Fréttavaktinni á Hringbraut í gær eindregið þeirrar skoðunar að bæta þurfi öryggismál lögreglumanna og að notkun raf- byssna komi vel til greina. Jón segir að lögregluyfirvöld á hinum Norðurlöndunum, sérstak- lega í Noregi og Svíþjóð, hafi varað yfirvöld á Íslandi við því að tíðari vopnaviðskipti í undirheimum yrðu að veruleika hér á landi eins og gerst hafi ytra. Þess sjáist nú stað í auknum mæli. Íslendingar þurfi því að taka umræðuna um hvernig öryggi lögreglumanna í breyttum aðstæðum verði sem best tryggt. Hann segir að raf byssuvæðing hafi reynst vel á hinum Norður- löndunum og í Bretlandi og dregið þar úr alvarlegum meiðslum bæði lögreglumanna og af brotamanna þegar til átaka hafi komið á milli þeirra. Ógnin af raf byssunum sjálfum hafi haldið aftur af glæpa- mönnum á vettvangi. Aðalatriðið í þessum efnum sé að viðurkenna veruleikann sem blasi við, „um 300 útköll sérsveitar lög- reglunnar á síðustu árum tengdust vopnaviðskiptum,“ bendir hann á – og nú sé svo komið að berskjaldaðir lögreglumenn með kylfuna eina að vopni veigri sér við að standa vakt- ina á þeim svæðum þar sem tíðni afbrota er hæst, svo sem í miðborg Reykjavíkur um helgar og nætur. n Ræðir rafbyssur við lögreglustjórana Jón Gunnars- son, dómsmála- ráðherra Snjósköflum á Hellisheiðinni rutt úr vegi eftir mikla snjókomu en á undanförnum dögum hefur endurtekið þurft að loka fyrir akstur á heiðinni vegna veðurs. Vetrarþjónusta getur reynst erfiðari á heiðinni en á öðrum stöðum þar sem vegurinn er umferðarþungur og úrkoma mikil. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI helenaros@frettabladid.is LÖGREGLUMÁL Félag fréttamanna lýsir áhyggjum og undrun yfir því að Lögreglan á Norðurlandi eystra hafi veitt blaðamönnum stöðu sak- borninga og kallað til yfirheyrslu vegna starfa þeirra. Lögreglan hefur tilkynnt Aðal- steini Kjartanssyni, blaðamanni á Stundinni, Arnari Þór Ingólfssyni, blaðamanni Kjarnans, og Þórði Snæ Júlíussyni, ritstjóra Kjarnans, að þeir séu grunaðir um brot á frið- helgi einkalífsins vegna umfjöllunar um svokallaða skæruliðadeild Sam- herja í fyrravor. Þóra Arnórsdóttir, ritstjóri Kveiks á RÚV, hefur einnig verið kölluð til yfirheyrslu. Sigríður Dögg Auðuns- dóttir, formaður Blaðamannafélags Íslands, segir óskiljanlegt að lög- reglan sé að rannsaka málið. Páll Steingrímsson, skipstjóri hjá Samherja og einn þeirra sem kom fram í umfjölluninni, kærði stuld á síma sínum í maí í fyrra. n Lýsa áhyggjum af yfirheyrslum 2 Fréttir 16. febrúar 2022 MIÐVIKUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.