Fréttablaðið - 16.02.2022, Side 4
Það breytti miklu
þegar þjónustuveit-
endur voru gerðir
skráningarskyldir hjá
Fjármálaeftirlitinu.
Bergur Jónsson, aðstoðaryfirlög-
regluþjónn hjá greiningardeild
Ríkislögreglustjóra
Gætið þess að börn nái ekki í vöruna. www.msb.is
illjant
þvottaefni fyrir
kristinnhaukur@frettabladid.is
STJÓRNSÝSLA Umhverfisráðuneytið
hefur birt drög að nýrri reglugerð
um öryggi á leikvöllum. Tekur hún
við af reglugerð frá 2002. Síðan þá
hafa orðið nokkur alvarleg slys á
leikvöllum, þar á meðal banaslys.
Reglurnar taka til alls er flokkast
sem leikvellir. Þar á meðal ærsla-
belgja, klifurveggja og vatnsleik-
tækja.
Ábyrgð rekstraraðila er aukin og
kveðið markvissara á um að tæki
uppfylli alþjóðlega staðla þegar
kemur að öryggi. Vellirnir verða
skoðaðir á þriggja ára fresti. Þá
verða rekstraraðilar að halda sér-
staka handbók um leikvelli sem
heilbrigðisnefnd hafi aðgang að. n
Reglur um öryggi
leikvalla hertar
Ærslabelgur í Kópavogi.
FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK
birnadrofn@frettabladid.is
TOLLAMÁL „Tollar eru umhverfi til
að vernda innlenda framleiðslu og
ekkert annað,“ segir Axel Sæland,
blómabóndi á Espiflöt.
Axel á Espiflöt segir rétt að inn-
lendir blómaframleiðendur anni
ekki eftirspurn á stærstu blóma-
dögum ársins. Alla hina dagana geri
þeir það hins vegar.
„Í febrúar eru bæði konudagur
og Valentínusardagur og við eigum
ekki möguleika á að anna því. Hina
dagana önnum við þó markaðnum,“
segir Axel.
Að sögn Axels hefur sala blóma
í kringum mæðradaginn einnig
farið vaxandi. Mæðradagurinn sé
aðra helgina í maí og um svipað
leyti sé mikið um útskriftir þannig
að á þeim tíma aukist einnig inn-
flutningur á blómum.
Á vef Félags atvinnurekenda segir
að verð á innf luttum blómum sé
hátt og að ástæðan sé hár tollkvóti.
Í fyrra hafi verið f luttar inn nær
93 þúsund rósir sem beri 30 pró-
senta verðtoll og auk þess 95 króna
stykkjatoll á hvert blóm.
Axel segir blóm sem framleidd
eru hér á landi ódýrari en innflutt.
„Heimsmarkaðsverð á blómum er
margfalt í kringum Valentínusar-
dag og innflutningur verður alltaf
mun dýrari, tollar eða ekki tollar.
Íslensku blómin kosta það sama í
þessari viku og í þeirri síðustu og
munu kosta í næstu viku.“ n
Bóndi segir íslensku blómin ódýrari en innflutt
Í febrúar eru bæði
konudagur og Val-
entínusardagur og við
eigum ekki möguleika
á að anna því.
Axel Sæland, blómabóndi
Umfang peningaþvættis er á
pari við margar aðrar þjóðir
OECD sé litið til stærðar
hagkerfisins en stutt er síðan
Ísland var á gráum lista. Um
tíu prósent eru vegna fíkni-
efnaviðskipta.
kristinnhaukur@frettabladid.is
LÖGREGLUMÁL Samkvæmt nýrri
greiningu breska öryggisfyrir-
tækisins Credas, byggðri á gögnum
OECD, eru 370 milljón pund eða 64
milljarðar íslenskra króna þvætt-
aðir hérlendis á ári hverju. Þetta er
lægsta heildarupphæðin á OECD-
svæðinu en hlutfallið af stærð hag-
kerfisins er á pari við margar aðrar
þjóðir. Það er 2,3 prósent af vergri
landsframleiðslu.
Til að mynda er hlutfallið umtals-
vert hærra í Belgíu, Ísrael og Bret-
landi, sem virðast vera miðstöðvar
peningaþvættis með á bilinu 4 til 6
prósent af vergri landsframleiðslu.
Ekki eru nema rúm tvö ár síðan
Ísland lenti á gráum lista FATF,
alþjóðlegs starfshóps gegn peninga-
þvætti og fjármögnun hryðjuverka.
Albanía var eina aðra Evrópuríkið á
listanum en þar voru líka ríki á borð
við Simbabve og Sýrland. Brugðist
var við innan stjórnsýslunnar, regl-
urnar hertar og ári síðar var Ísland
tekið af listanum.
Í fyrra kom út áhættumat Ríkis-
lögreglustjóra vegna peningaþvætt-
is og fjármögnunar hryðjuverka.
Þar kom fram að áhætta var talin
mikil þegar kom að skattsvikum
sem frumbrotum peningaþvættis,
reiðufjárviðskiptum innanlands og
flutningi reiðufjár til og frá landinu,
einkahlutafélögum og söfnunar-
kössum og happdrættisvélum.
Einnig taldist veruleg áhætta af
ýmsum öðrum þáttum, svo sem trú-
og lífsskoðunarfélögum, almennum
félagasamtökum, gjaldeyrisskiptum
og starfsemi lögmanna, endurskoð-
enda, fasteignasala og bifreiðasala.
Skráð peningaþvættisbrot lög-
reglunnar á árinu 2020 voru 128
talsins. Flest í tengslum við fíkni-
efnabrot, þjófnað og fjárdrátt. En
aðeins fimm í tengslum við skjala-
brot. Fíkniefnabrot hafa verið talin
ein mest áberandi frumbrot pen-
ingaþvættis en samkvæmt nýlegum
tölum frá tölfræðistofnun Evrópu-
sambandsins, eyða Íslendingar tæp-
lega 6 milljörðum króna í fíkniefni
árlega, aðeins tæplega 10 prósentum
af heildarupphæðinni sem þvættuð
er hérlendis.
Aðilar á fjármálamörkuðum falla
undir eftirlit Fjármálaeftirlits Seðla-
bankans til að koma í veg fyrir að
starfsemi þeirra sé notuð til pen-
ingaþvættis. Meðal annars þurfa
þeir að kanna áreiðanleika við-
skiptamanna, framkvæma áhættu-
mat, þjálfa starfsfólk og viðhalda
eftirliti.
Aðrir aðilar falla undir eftirlit
Skattsins. Allan grun um brot skal
tilkynna til Skrifstofu fjármála-
gerninga lögreglunnar.
Eins og Fréttablaðið greindi frá
í janúar hefur tilkoma rafmynta
breytt því hvernig netglæpamenn
þvætta peninga. Glæpir þar sem
rafmynt kemur við sögu, svo sem
svindl, kúganir og þjófnaðir, hafa
verið á uppleið í heiminum.
Bergur Jónsson, aðstoðaryfir-
lögregluþjónn hjá greiningardeild
Ríkislögreglustjóra, segir emb-
ættið telja að lagaumgjörðin um
þjónustuveitendur rafmynta, eða
sýndarfjár, sé fullnægjandi.
„Það breytti miklu þegar þjón-
ustuveitendur voru gerðir skráning-
arskyldir hjá Fjármálaeftirlitinu og
undir þeirra eftirliti sem og tilkynn-
ingarskyldir en það er ekki endilega
raunin annar staðar,“ segir hann.
„Viðskipti með sýndarfé eru í eðli
sínu alþjóðleg, f læða frjálslega yfir
landamæri og erfitt getur verið að
átta sig á uppruna sýndarfjár og
raunverulegum eiganda þrátt fyrir
að almennt sé unnt að rekja slóð
millifærslna í sýndarfé á bálka-
keðjum.“
Hann segir að ekki sé vitað til
þess að notkun rafmynta sé algeng
leið til peningaþvættis á Íslandi. n
Rúmir sextíu milljarðar af illa fengnu
fé taldir vera þvættaðir hér á landi
64 milljarðar
smjúga út og
inn í hagkerfið á
ólöglegan hátt.
FRÉTTABLAÐIÐ/
VALLI
arib@frettabladid.is
VIÐSKIPTI Seðlabankinn hefur veitt
fjártæknifyrirtækinu indó leyfi til
að starfa sem sparisjóður. Indó
hefur í gegnum fjárfesta tryggt sér
600 milljónir króna í fjármögnun
sem er helsta skrefið til að fá starfs-
leyfi.
Í svörum indó við spurningum
Fréttablaðsins kemur fram að ekki
liggur fyrir hversu langan tíma það
mun taka að opna fyrir aðgang
landsmanna að sparisjóðnum. Til
þess þarf að samþætta tölvukerfi
við kerfisinnviði Seðlabankans og
Reiknistofu bankanna. Til stendur
að halda blaðamannafund á næst-
unni.
Indó er í meirihlutaeigu Hauks
Skúlasonar, sem er einnig fram-
kvæmdastjóri, og Tryggva Björns
Davíðssonar, sem var áður fram-
kvæmdastjóri hjá Íslandsbanka.
Til að byrja með verður aðeins
boðið upp á debetkortareikninga
hjá nýja sparisjóðnum. n
Nýr sparisjóður
fær starfsleyfi
4 Fréttir 16. febrúar 2022 MIÐVIKUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ