Fréttablaðið - 16.02.2022, Blaðsíða 13
Veit seðlabankastjóri
einhver nýleg dæmi
þess að vestrænir
seðlabankar hækki
stýrivexti í skörpum
styrkingarfasa gjald-
miðla sinna?
Til að geta tekið þátt í aðalfundinum og/eða nýtt
atkvæðisrétt sinn, þurfa hluthafar að vera skráðir undir
eigin nafni í hlutaskrá Össurar eða framvísa fullnægjandi
staðfestingu á eignarhlut sínum frá þeirri fjármálastofnun
sem er með hlutabréf þeirra í vörslu á safnreikningi.
Hluthafar eru hvattir til að afla staðfestingar frá vörsluaðila
sínum sem fyrst ef við á.
Tilkynna þarf um þátttöku á aðalfundinum eigi síðar en
fimmtudaginn 3. mars 2022 með tölvupósti á netfangið
ir@ossur.com. Hluthafar geta nálgast dagskrá fundarins,
fundargögn og nánari upplýsingar um aðalfundinn á
heimasíðu Össurar: www.ossur.com/investors/AGM.
Skráðum hluthöfum er boðið að mæta á aðalfundinn
sem verður streymt frá höfuðstöðvum Össurar að
Grjóthálsi 5, 110 Reykjavík (með fyrirvara um mögulegar
sóttvarnatakmarkanir). Umræður og atkvæðagreiðslur
munu fara fram með rafrænum hætti.
Aðalfundur Össurar hf.
verður haldinn með rafrænum hætti
þriðjudaginn 8. mars 2022 kl. 16:00.
Aðalfundur
Össurar hf.
2022
Undangeng nar verðhæk kanir
neysluvara stafa ekki frá veikingu
krónunnar heldur stafa þær frá
atvikum sem óháð eru styrk henn-
ar. Húsnæðisverð hefur hækkað
vegna vaxtalækkunar Seðlabank-
ans og framboðstruf lanir vegna
Covid hafa haft áhrif á verð fjöl-
margra vara.
Mikilvægt er að gera sér grein
fyrir að vísitala neysluverðs hefur
verið hækkandi án þess að krónan
hafi gefið eftir. Því til staðfestingar
hefur Seðlabankinn fundið sig
knúinn til að grípa inn í gjald-
eyrismarkaðinn til að stemma við
styrkingu hennar.
Til að koma í veg fyrir að verð-
hækkanirnar leiði til rýrnunar
krónunnar og þar með til raun-
verulegrar verðbólgu þarf að gera
hagkerfinu kleift að taka höggið
án þess að það hendist af sporinu.
Svona svipað og demparabúnaður
bifreiðar gerir henni mögulegt að
keyra yfir hraðahindrun. Einmitt
þess vegna er Seðlabanki Evrópu
enn með sína stýrivexti óbreytta
við núllið. Hann vill ekki bæta við
byrðar hagkerfisins, hann vill ekki
stækka hraðahindrunina eða stífa
demparana. Hann veit að hækk-
aðir vextir hjálpa ekki framboðs-
hliðinni.
Þetta virðist íslenski seðlabanka-
stjórinn ekki skilja, en hann sagði í
Reykjavík síðdegis, 9. febrúar sl., að
seðlabankarnir úti séu að bregðast
allt of seint við. Seðlabanki Íslands,
sem hefur staðið sig verst allra vest-
rænna seðlabanka í verðstöðug-
leika- og gengismálum, í áratugi,
telur sig vita best. Íslenskara getur
það varla verið.
Raunvextir
Seðlabankastjóri metur það svo
að raunvextir séu neikvæðir og
nefnir það sem eina ástæðu fyrir
vaxtahækkuninni. Hér má spyrja
hvort seðlabankastjóri fari rétt
með. Peningaleg viðmið út frá
vísitölu neysluverðs eru nefni-
lega ónákvæm og óraunveruleg
þegar vísitalan er bólgin vegna
atvika algerlega óháðum virði
peninga. Raunvextir í dag eru
jákvæðir sem nemur vaxtastiginu
því krónan hefur ekkert gefið eftir.
Hagnaður bankanna ber vott um
ranga greiningu seðlabankastjóra.
Ætli bankarnir nytu methagn-
aðar ef þeir borguðu með veittum
lánum? Ætlar seðlabankastjóri að
biðja skuldug heimili afsökunar á
ummælum sínum?
Verðtryggingin
Í þessu sambandi er rétt að minnast
á að þar sem vísitala neysluverðs
og styrkur krónunnar ganga ekki
í takt um þessar mundir mokast
raunverulegar eignir skuldugra
heimila ólöglega til banka og
annarra handhafa verðtryggðra
skuldabréfa. Þetta veikir fjárhags-
stöðu heimilanna og fjármálalegan
stöðugleika samfélagsins.
Fasteignaþátturinn
Önnur meginástæða vaxtahækk-
unarinnar er að sögn seðlabanka-
stjóra til kælingar fasteignamark-
aðar. Að fasteignaverðið sé orðið
of hátt. Þá má spyrja of hátt miðað
við hvað? Miðað við fasteignaverð
Seðlabankinn þyrlar upp
mótvindi með vaxtahækkun
Örn Karlsson
vélaverkfræðingur
í hávaxtaumhverfi liðinna áratuga?
Löngu tímabær vaxtalækkun leiddi
eðlilega til þess að fasteignaverð
hliðraðist upp. Heildarkostnaður
við fasteignakaup samanstendur
af markaðsverði fasteignar og
f jármagnskostnaði. Þegar f jár-
magnskostnaður er himinhár eins
og verið hefur í hávaxtalandinu
Íslandi dempar hann markaðsverð-
ið. Svo dempandi hefur fjármagns-
kostnaðurinn verið að í mörgum
dreifðari byggðum Íslands hefur
íbúðarhúsnæði ekki verið byggt
þessa öldina því byggingarkostn-
aður hefur verið hærri en markaðs-
verð. Þegar vextirnir lækkuðu tók
fólk að byggja út um allt land. Það
hjálpaði auðvitað að byggingar-
kostnaður er lægstur við lágt vaxta-
stig. Með vaxtahækkunum stefnir
aftur í sama farið í hinum dreifðari
byggðum.
Seðlabankinn gat sett sértæk
skilyrði ef hann óttaðist fasteigna-
markaðinn. Hann þur fti ekki
sleggju á allt samfélagið.
Fasteignalán
Fasteignalán eru ýmist mikið eða
lítið breytileg. Fastir vextir eru ekki
í boði nema til stutts tíma í saman-
burði við lengd lánanna. Þetta
þýðir að þegar Seðlabankinn finn-
ur sig knúinn til að hækka stýri-
vexti hækkar greiðslubyrði á öllum
lánum strax eða innan skamms
tíma. Stýrivaxtahækkun þyngir
því rekstur skuldugra heimila. Til-
gangur með stýrivaxtahækkun
er að hægja á aukningu peninga-
magnsins. Best væri ef breytilegir
vextir yrðu því sem næst bannaðir
á fasteignamarkaði. Stýrivaxta-
hækkun hefði þá þau áhrif að
hægja á útgáfu húsnæðislána án
þess að riðla þegar gerðum samn-
ingum heimilanna. Í slíku kerfi
þyrfti auðvelt aðgengi að endur-
fjármögnun.
Sögulegt samhengi
Seðlabankastjóri bendir á að
vextir á Íslandi séu þrátt fyrir allt
lágir í sögulegu samhengi. En er
það samhengið sem á að vera efst
í huga seðlabankastjóra? Er ekki
hugsanlegt að peningalegt sam-
hengi og samhengi markaða sé það
samhengi sem hann ætti að vera að
skoða ef hann ætlar að ná mark-
miði sínu um verðstöðugleika?
Stýrivextir stóru hagkerfanna í
kringum okkur eru við núllið. Sá
mikli vaxtamunur sem nú er orð-
inn milli Íslands og þeirra stuðlar
að gengissveif lum og fjármálaleg-
um óstöðugleika. Gengið styrkist
og skapar mótvind fyrir raunhag-
kerfið og útf lutningsgreinar sem
leitt getur til þess að raunhagkerfið
gefur eftir með veikingu krónunnar
og raunverulegri verðbólgu. Þetta
gerðist síðast eftir stýrivaxtahækk-
anir 2016.
Veit seðlabankastjóri einhver
nýleg dæmi þess að vestrænir seðla-
bankar hækki stýrivexti í skörpum
styrkingarfasa gjaldmiðla sinna?
Vaxtahækkunin eykur innlend-
an kostnað fyrirtækja. Hún gerir
það enn frekar í haust við kjara-
viðræður þegar aðþrengt skuldugt
láglaunafólkið spyrnir við fótum
gegn oki Seðlabankans.
Sögulegt tækifæri
Sögulegt tækifæri er runnið okkur
úr greipum að vextir Íslands séu
svo nærri vöxtum stóru hagkerf-
anna að gengið fái nær eingöngu
ráðist af þrótti hagkerfisins. Hætt
er við að Seðlabankinn sé kominn
á kunnugar slóðir hvar stýrivextir
hafa áhrif á styrk krónunnar með
óhjákvæmilegum sveif lum og til-
heyrandi rýrnun gjaldmiðilsins. n
MIÐVIKUDAGUR 16. febrúar 2022 Skoðun 13FRÉTTABLAÐIÐ