Fréttablaðið


Fréttablaðið - 16.02.2022, Qupperneq 14

Fréttablaðið - 16.02.2022, Qupperneq 14
Við komumst að því að það er rosalega miklu magni af bókum hent af þjóðinni á hverjum ein- asta degi sem endar bara í landfyllingu. Til að birta andláts-, útfarar- eða þakkartilkynningar í Fréttablaðinu þarf að senda tölvupóst á timamot@frettabladid.is eða hringja í síma 550 5055 . Elskulegur faðir okkar, afi og langafi, Þorsteinn Gíslason matsveinn, lést á Hjúkrunarheimilinu Eir sunnudaginn 6. febrúar. Útförin fer fram frá Grafarvogskirkju fimmtudaginn 17. febrúar kl. 13.00. Allir hjartanlega velkomnir. Ingimar Þorsteinsson Kristín Þorsteinsdóttir Steinar Þorsteinsson barnabörn og barnabarnabörn. Við undirbúning Þinnar eigin bókasafnsráðgátu barst Borgar- bókasafninu í Gerðubergi gríðar- legt magn af bókum. Sýningar- stjórar halda stutt spjall í dag til að ræða stöðu bóka innan hring- rásarhagkerfisins. arnartomas@frettabladid.is Fyrir nokkrum mánuðum umbreyttist Borgarbókasafnið Gerðubergi í dular- fullan heim byggðan úr mörg þúsund bókum. Um var að ræða verkefnið Þín eigin bókasafnsráðgáta þar sem gestum bauðst að taka þátt í ratleikjum þar sem framvinda mála var ekki ráðin. Ráðgátan vakti mikla lukku og hefur aðsókn verið góð en í dag munu aðstand- endur sýningarinnar standa fyrir opnu spjalli um hvað skuli gera við bækurnar þegar sýningunni lýkur. „Sýningin er búin að ganga mjög vel og aðsókn hefur verið góð, en það sem við ætlum að ræða í spjallinu tengist kannski frekar framhaldinu,“ segir Svan- hildur Halla Haraldsdóttir, sýningar- stjóri og deildarbókavörður í Gerðu- bergi. Í aðdraganda verkefnisins óskaði safnið eftir gömlum og notuðum bókum á samfélagsmiðlum og segir Svanhildur að viðbrögðin hafi verið meiri heldur en búist var við. „Þetta vatt ansi mikið upp á sig. Við nýttum bæði bækur sem voru afskrifaðar af safninu og bækur sem okkur voru sendar, auk þess sem við kíktum í Góða hirðinn,“ segir hún. „Við komumst að því að það er rosalega miklu magni af bókum hent af þjóðinni á hverjum einasta degi sem endar bara í landfyllingu.“ Sívaxandi söfn Íslendingar eru bókelsk þjóð og segir Svanhildur að fólk ráði stundum ekki við fjölda þeirra bóka sem það á. „Það eru fáar fornbókabúðir á landinu og fólk kom oft með bækur úr dánarbúi eða vegna þess að það vildi minnka við sig,“ segir hún. „Það var mjög mikið af flottum bókum sem við fengum, sumar glænýjar í plastinu og aðrir algjörir forn- gripir. Ég veit ekki hvað þær voru margar en þær hlupu á þúsundunum.“ Svanhildur segir að á spjallinu á safn- inu í dag verði umræður opnar enda sé hún sjálf ekki viss hvernig sé best að eiga við sívaxandi bókaforða landsmanna. „Við erum bara að fara að spjalla um þetta og velta okkur upp úr þessu,“ segir hún. „Kannski kemur einhver með tíma- mótahugmynd um hvernig sé hægt að leysa þennan vanda.“ Sýningarspjallið hefst klukkan 20 í Borgarbókasafninu Gerðubergi í kvöld. Áhugasamir um Þína eigin bókasafns- ráðgátu geta kynnt sér hana frekar á heimasíðu Borgarbókasafnsins þar sem hægt er að skrá hópa. ■ Örlög bókanna Bókasafnsráðgátan hefur vakið lukku og mikla aðsókn. MYND/AÐSEND Mörg þúsund bækur bárust safninu í kjölfar ákallsins á samfélagsmiðlum. Þann 11. febrúar 2011 strandaði Goðafoss, gámaskip Eimskips, á leið sinni út úr höfninni við Frederiksstad í Noregi að kvöldi til. Skipið var nokkur hundruð metra frá landi þegar gat kom á það og olía lak í sjóinn. Í fyrstu var talið að ekki væri um stórtjón að ræða en fljótlega kom í ljós að olíu- lekinn væri umtalsverður. Á dögunum sem eftir fylgdu voru olíugildrur lagðar umhverfis skipið til að sporna gegn lekanum. Alls láku úr skipinu 105 tonn af olíu en svæðið þar umhverfis er skilgreint sem þjóð- garður og hafði slysið slæm áhrif á dýralíf í kring. Björgunar- og hreinsiað- gerðir vegna slyssins kostuðu alls um 1,7 milljarða króna. ■ Þetta gerðist 11. febrúar 2011 Gámaskipið Goðafoss strandar 1899 Knattspyrnufélag Reykjavíkur er stofnað. 1918 Litáen lýsir yfir sjálf- stæði frá Rússlandi og Þýskalandi. 1920 Fyrsta dómþing Hæstaréttar Íslands er háð. Þar með hafa Íslendingar fengið æðsta dómsvald í eigin málum. 1923 Howard Carter opnar gröf Tútankamons. 1927 Heimdallur, félag ungra Sjálfstæðismanna í Reykja- vík, er stofnaður. 1937 Wallace H. Carothers fær einkaleyfi á næloni. 1941 Kim Jong-il, leiðtogi Norður-Kóreu, fæðist 1951 Verkfall strætisvagnastjóra hefst í Reykjavík. 1959 Fidel Castro tekur við völdum á Kúbu eftir að Ful- gencio Batista hefur verið settur af. 1968 Neyðarlínan 911 er tekin í notkun í Bandaríkj- unum. 1978 Fyrsta upplýsingatöflukerfið, CBBS, er sett upp í Chicago. 1981 Ofviðri gengur yfir Suðvesturland að kvöldi þessa mánaðardags og verður mikið tjón á húsum og bílum, meðal annars í Engihjalla í Kópavogi. Staðar- hólskirkja í Saurbæ í Dalasýslu fýkur af grunni. 1999 Kúrdískir skæruliðar hertaka nokkur sendiráð í Evrópu. 2005 Kýótóbókunin tekur gildi eftir undirskrift Rúss- lands, án stuðnings Bandaríkjanna og Ástralíu. 2011 Flutningaskipið Goðafoss strandar í Ytre Hvaler- þjóðgarðinum, skammt undan Fredrikstad við Noregsstrendur. Merkisatburðir TÍMAMÓT FRÉTTABLAÐIÐ 16. febrúar 2022 MIÐVIKUDAGUR

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.