Fréttablaðið - 16.02.2022, Page 28
Það er ekki hægt að
tala um sögu Önnu
Delvey án þess að tala
um skömm.
Rödd Önnu Delvey í
sögunni er óáreiðanleg
en samt látin stýra
skipinu þegar hand-
ritshöfunda skortir
orð.
NETFLIX
Inventing Anna
Framleiðandi: Shondaland
Productions
ninarichter@frettabladid.is
Það er stundum óþarfi að spilla
góðri sögu með sannleikanum. Það
er samt áhugavert að sjá hvaða atriði
eru sönn og login í þáttum sem
byggja á sannleikanum. Shonda-
land Productions, framleiðandi
Grey’s Anatomy og Scandal, stendur
að baki framleiðslunni sem gefur
fyrirheit um sterkar kvenpersónur,
áherslur á tísku og dramatík í bíl-
förmum. Þessi atriði eru öll á sínum
stað. Persónugalleríið er stórt og
vel unnið. Anna Delvey leiðir þó
ekki söguna, heldur er það blaða-
konan Vivian Kent sem rannsakar
málið og leitar að hinni sönnu Önnu
Delvey. Vivian Kent byggir á Jessicu
Pressler, sem er blaðamaður og einn
höfunda þáttanna. Það er eitthvað
svolítið skrýtið við að blaðamaður
skrifi sjálfan sig inn í drama með
þessum hætti, en það háir þó ekki
þáttunum sem afþreyingarefni.
Framvindan er nokkuð jöfn en
það má spyrja hvort þættirnir hefðu
notið sín betur í fimm þátta röð, í
stað níu. Aðalpersónan, Vivian,
er svolítið óþolandi í yfirborðs-
legri framagirni sinni og ófaglegri
þráhyggju gagnvart Önnu Delvey,
samhliða hliðarsögu um barnsburð
í klisjulegri framsetningu á móður-
hlutverkinu gagnvart atvinnulífinu.
Leitin að sálinni í glæpakvendinu,
leit sem er kjarni þáttanna, skilar
engu. Áhorfandinn er í lokin litlu
nær um hvernig Anna Delvey varð
til, í hvers konar umhverfi hug-
myndir hennar um sjálfa sig og
heiminn þróuðust. Rödd Önnu
Delvey í sögunni er óáreiðanleg en
samt látin stýra skipinu þegar hand-
ritshöfunda skortir orð. ■
NIÐURSTAÐA: Meðalgóðir þættir
um eitt áhugaverðasta bandaríska
hvítflibbaglæpamál síðustu ára.
Persónusköpunin er fantagóð og
þó að þessi bandaríska saga af
upplognum auði hefði mátt kryfja
sitt eigið samfélag aðeins betur,
stendur eftir fínasta afþreying.
Áhugaverð en árangurslaus leit
Þessi saga er dagsönn, fyrir
utan þá hluta hennar sem eru
algjör tilbúningur. Þessi fyrir-
vari fylgir hverjum einasta
þætti af nýjum leiknum
sjónvarpsþáttum um svika-
hrappinn Önnu Delvey, sem
frumsýndir voru á Netflix í
síðustu viku.
ninarichter@frettabladid.is
Anna Delvey, aðalpersóna leiknu
Netflix-heimildarþáttanna Invent-
ing Anna, er miklu meira en svika-
hrappur. Hún er athafnakona,
Instagram-stjarna, áhrifavaldur í
tískuheiminum og einhvers konar
Hrói höttur, ekki fátæka fólksins
heldur fábrotna og venjulega fólks-
ins, á stafrænni öld.
Undirrituð hefur fylgt Önnu
Delvey síðan fyrstu fréttir bárust
af glæpum hennar árið 2018. Það
er auðvelt að fá sögu hennar á heil-
ann. Lífshlaup hennar hljómar jú,
merkilegt nokk, eins og handrit að
hörkuspennandi sjónvarpsþætti.
Réttarhöld í máli hennar 2019 voru
eins og leikrit með merkilega hátt
skemmtanagildi og fataskápurinn
hennar í réttarhöldunum átti sína
eigin Instagram-síðu. Anna Delvey
er draumur blaðamannsins.
Persónan Anna Delvey er að vissu
leyti tilbúningur, en saga hennar á
skjánum sem utan hans veltir upp
spurningum um hvort við séum
ekki öll gangandi um í tilbúnu sjálfi.
Við lútum jú öll einhvers konar
innri ritstjórn sem ef list í sam-
skiptum við annað fólk og í tjáningu
á stafrænum miðlum.
Anna Sorokin er dóttir rússneskra
innflytjenda sem fluttu til Þýska-
lands eftir fall Sovétríkjanna. Hún
hætti námi eftir stuttan feril í Cent-
ral Saint Martins-listaháskólanum í
London og flutti til New York. Fljót-
lega fór að bera á Önnu í skemmt-
analífi borgarinnar. Hún var innan
skamms komin inn fyrir raðir rík-
asta og frægasta fólks heims. Anna
Delvey, eins og hún kallaði sig, sagð-
ist vera erfingi um 60 milljóna evra
og stefndi hátt í Stóra eplinu.
Á stuttum tíma hafði Anna
Delvey 200 milljónir Bandaríkja-
dala út úr bönkum, lúxushótelum
og samstarfsfólki. Hún stefndi að
stofnun listaklúbbsins Anna Del-
vey Foundation á Manhattan og
var langt komin með að tryggja sér
25 milljóna dala fjármögnun, og í
þróunarteymi verkefnisins voru
virtustu arkitektar, matreiðslu-
meistarar og fasteignabraskarar
Bandaríkjanna. Anna Delvey vissi
hvernig hún átti að tala og klæða sig,
vissi hvert hún átti að mæta og með
hverjum. Hún gaf þjórfé í hundrað
dala seðlum og það þótti fráleitt að
efast um að hún ætti peninga. Anna
Delvey átti þó aldrei krónu með gati.
Það er ekki hægt að tala um sögu
Önnu Delvey án þess að tala um
skömm. Skömm var tilfinningin
sem bankastarfsmenn fundu fyrir
þegar þeir komust að því að þeir
höfðu verið blekktir. Skömm olli því
að tilkynningar um misferli bárust
seint og illa. Skömm hótelstarfs-
manna, skömm athafnafólks og
skömm innan skemmtanabrans-
ans. Og skömm var líka tilfinningin
sem Anna Delvey virtist ófær um að
finna.
„Mér þykir ekki fyrir þessu,“ hefur
blaðamaður The New York Times
eftir Önnu í fangelsinu á Rikers Isl-
and daginn eftir að hún hlaut fjög-
urra til tólf ára langan fangelsisdóm.
Fórnarlömb hennar fengu pening-
ana sína til baka og flest þeirra vissu
ekki aura sinna tal. Sagan sjálf hefur
getið af sér bækur og blaðagreinar
og núna sjónvarpsþáttaröð. Margir
hafa grætt á Önnu Delvey.
Hún er ýmist hetja eða skúrkur í
augum fólks og það er áhugavert að
kynna sér glæpaferil hennar sem
veltir upp spurningum um ímynd,
áhrif og hagkerfi sem gengur fyrir
ósýnilegu fjármagni og pening-
um sem aldrei sjást með berum
augum. ■
Gellan sem gabbaði elítuna
Hin raunveru-
lega Anna
Delvey á tísku-
sýningu í New
York árið 2014.
MYND/GETTY
Mál Önnu Del-
vey kom óþægi-
lega við marga
valdamikla aðila
sem höfðu látið
gabbast.
MYND/NETFLIX
Leikkonan Julia Garner er gríðarlega sannfærandi í hlutverki Önnu Delvey og gerir áberandi hreim einstaklega góð skil.
MYND/NETFLIX
svavamarin@frettabladid.is
Berglind Svein-
björnsdóttir
lektor við HR og
forstöðumaður
MSc náms í hag-
nýtri atferlis-
greiningu
Covid-faraldur-
inn hefur óhjá-
kvæmilega haft
áhrif á hegðun og atferli fólks.
Enda hafa félagslegar aðstæður
verið fordæmalausar síðustu
tvö ár og sjálfsagðar og eðlilegar
athafnir eins og að heilsast og
kveðjast með handabandi eða
faðmlagi hafa ekki aðeins þótt
óviðeigandi heldur beinlínis
hættulegar.
„Við erum mjög vön að breyta
hegðun eftir reglum alls staðar í
samfélaginu, sérstaklega þegar
það er eru skýrar afleiðingar
líkt og með kórónaveirunni,“
segir Berglind Sveinbjörnsdóttir,
atferlisfræðingur við Háskólann í
Reykjavík. „Við sem einstaklingar
erum almennt frekar flink að
laga hegðun okkar að breyttum
reglum og held ég að þetta verði
ekki breyting til frambúðar eftir
að reglum er breytt,“ segir Berg-
lind sem hefur trú á að fjöldinn
eigi afturkvæmt í sama félagslega
farið.
„Um leið og amma og afi gefa
barnabörnunum leyfi fyrir því að
knúsa á ný erum við mjög fljót
að fara til baka í fyrra hegðunar-
mynstur. Þótt við eigum almennt
auðvelt með að aðlaga hegðun að
reglum þá erum við mjög ólík og
það gæti verið erfiðara fyrir suma
að fara til baka,“ segir Berglind og
bendir á að í einhverjum tilfellum
sakni fólk fyrri hegðunar ekki
neitt sérstaklega.
„Að auki getur verið erfitt fyrir
suma að lesa í aðstæður og meta
hvort þau eigi að heilsa, faðma
eða brosa,“ segir Berglind og
bætir við að flóknari samfélags-
reglur gildi til dæmis hjá þeim
sem eldri eru. Jafnvel á vinnu-
stöðum.
Berglind segist aðspurð vonast
til þess að hið aukna hreinlæti
Covid-tímans fái að halda sér. „Ég
vona að börnin á leikskólum haldi
áfram að þrífa hendur um leið
og þau koma inn.“ Þá segir hún
tæknina einnig með ýmsu móti
hafa opnað á nýja möguleika og
haft áhrif á breytta samfélags-
hegðun. ■
Knúsið ekki úr
sögunni
■ Sérfræðingurinn
24 Lífið 16. febrúar 2022 MIÐVIKUDAGURFRÉTTABLAÐIÐLÍFIÐ FRÉTTABLAÐIÐ 16. febrúar 2022 MIÐVIKUDAGUR