Fréttablaðið - 18.02.2022, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 18.02.2022, Blaðsíða 8
Kynleið- réttingar- aðgerðir teljast til valkvæðra aðgerða sem hafa setið á hakanum vegna far- aldursins. Okkar hlutverk í trans teyminu er ekki að segja hver eigi að fá þjónustu og hver ekki. Elsa Bára Traustadóttir, sálfræðingur í trans teymi Landspítala Ég held að Covid hafi svo sannarlega sett strik í reikninginn og það er allt orðið aðeins hægara. Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir, formaður Trans Íslands Það hefur aldrei verið neitt sérstakt utanum- hald fyrir mig. Alexander Laufdal Lund Langur biðtími eftir kynleið­ réttingaraðgerð getur reynst hættulegur þeim sem bíða slíkrar aðgerðar. Heilbrigðis­ ráðherra segir unnið að því að stytta biðtímann. Frétta­ blaðið grennslaðist fyrir um stöðu trans fólks og ræddi við sérfræðinga og einstaklinga sem bíða eftir aðgerð. Heilbrigðismál Alexander Laufdal Lund er tvítugur trans maður sem er uppalinn á Húsavík en búsettur í höfuðborginni. Alexander kom út sem trans fimmtán ára gamall og byrjaði í kynleiðréttingarferli þegar hann var átján, þá búsettur á Akureyri. Hann kveðst hafa fengið góðan stuðning fagaðila í sínu ferli en segir skorta utanumhald fyrir fólk í hans stöðu. „Það hefur aldrei verið neitt sér­ stakt utanumhald fyrir mig, hvort sem það var fyrir norðan eða hérna í bænum. Þannig að ég hef ekki tekið eftir neinum svaka mun þar á milli,“ segir hann. Að sögn Alexanders er mörgu ábótavant hvað varðar upplýsinga­ gjöf til trans fólks um heilbrigðis­ þjónustu. Honum var til að mynda tjáð af aðilum í heilbrigðiskerfinu að hann þyrfti að fara í eggheimtu áður en hann myndi byrja á hor­ mónum. Alexander pantaði sér því tíma hjá tæknifrjóvgunarstöðinni Livio en þegar hann komst loks í viðtal mörgum mánuðum síðar fékk hann þær upplýsingar að hæglega væri hægt að framkvæma eggheimtuna eftir að hann færi á hormóna. „Það er rosa mikið óljóst í trans teyminu. Ég byrjaði bara á horm­ ónum og allt í góðu en eins og að fá samband við innkirtlalækninn, það er ekki séns, það er rosa erfitt að ná sambandi og þótt maður hringi í innkirtladeildina þá næst almennt bara aldrei samband við deildina sjálfa og hvað þá við læknana. Þannig að maður er bara svolítið að frístæla,“ segir Alexand­ er. Alexander byrjaði á hormónum í september 2019 og komst á bið­ lista fyrir brjóstnám skömmu síðar. Hann fékk upphaflega tíma í aðgerð vorið 2020 en þegar Covid skall á frestaðist hún um hálft ár svo Alexander komst ekki að fyrr en í september 2020. Biðin var Alexander nokkuð erfið og hefði hann leitað á einkastofu ef hann hefði haft tök á því. „Allir aðrir trans strákar í kring­ um mig voru búnir að fara í brjóst­ námið fyrir sumarið, þannig að það var klárlega mjög erfitt.“ Ekki eins ferli fyrir alla Samk væmt gögnum frá Land­ spítala er biðtími eftir kynleið­ réttingaraðgerðum hér á landi mjög breytilegur og getur varað allt frá tveimur vikum upp í tíu mánuði, ef frá eru skilin árin 2020 og 2021. Eins og staðan er nú bíða 32 fullorðnir einstaklingar eftir því að komast að hjá trans teymi Landspítala og 33 börn eftir því að komast að hjá trans teymi barna­ og unglingageðdeildar. Elsa Bára Traustadóttir sál­ fræðingur hefur starfað hjá trans teymi Landspítala í rúman áratug. Hún segir heilbrigðisstarfsfólk vera meðvitað um að biðin eftir aðgerð geti verið fólki þungbær en segir það ekki óeðlilegt að ferlið taki langan tíma, enda sé að mörgu að huga. „Það er alltaf margra mánaða bið frá því að þú kemur til teymisins og jafnvel einhver ár, það er ekk­ ert óeðlilegt við það. En það ætti náttúrlega ekki að vera mjög langur tími frá því þú ert kominn á bið­ lista. Við viljum náttúrlega minnka þann tíma,“ segir Elsa Bára. Eftir að fólk leitar til trans teym­ isins tekur við sex mánaða grein­ ingarferli þar sem það hittir geð­ lækni og sálfræðing að meðaltali einu sinni í mánuði. Að því tíma­ Vanræktur hópur í heilbrigðiskerfinu Þorvaldur S. Helgason tsh @frettabladid.is bili loknu getur fólk farið á karl­ eða kvenhormóna, ef það óskar þess. Ef fólk ætlar sér svo að fara í aðgerð á kynfærum, ýmist kallaðar kynstaðfestandi aðgerðir eða neðri aðgerðir, þá þarf það að hafa verið á hormónum í að minnsta kosti ár. Elsa Bára ítrekar þó að ferlið sé mismunandi fyrir hvern og einn einstakling enda sé það algjörlega undir fólki sjálfu komið hvaða þjónustu það óskar eftir. „Þetta er ekki eitt ferli, það er mjög mikilvægt að átta sig á því, þetta er ekki ferli sem allir fara eins í. En í grunninn er það þannig að það er svona sex mánaða grein­ ingar eða matsferli og svo tekur við meðferð. Það sem fólk er yfirleitt að sækjast eftir er ýmis hormónameð­ ferð og/eða skurðaðgerðir, sumir vilja kannski bara fara í brjóstnám og ekkert annað, ekki hormóna, önnur vilja kannski bara komast á hormóna.“ Algjörlega lífsnauðsynleg aðgerð Undir eðlilegum aðstæðum er kyn­ leiðréttingarferlið nokkuð langt en eins og með allar meðferðir á Land­ spítala hefur heimsfaraldurinn sett stórt strik í reikninginn. Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir, formaður Trans Íslands, segist hafa orðið vör við þetta í sínu starfi. „Ég held að Covid hafi svo sann­ arlega sett strik í reikninginn og það er allt einhvern veginn orðið aðeins hægara og hefur allt tekið aðeins lengri tíma,“ segir Ugla og bætir við að það sem hafi sérstak­ lega lengst sé bið eftir tímum hjá innkirtlafræðingum og biðtími í aðgerðir. Í svari við fyrirspurn Frétta­ blaðsins viðurkenndi Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra að biðtíminn væri of langur og sagði ríkisstjórnina vinna að því að stytta hann. „Þessar aðgerðir eru afar mikilvægar fyrir þau sem þær þurfa. Það er ljóst að biðtíminn er of langur, en óhjákvæmilega hafa biðlistar eftir margvíslegum aðgerðum lengst vegna heimsfar­ aldurs Covid­19,“ sagði hann. Kynleiðréttingaraðgerðir, rétt eins og allar aðgerðir sem eru ekki bráðaaðgerðir, eru skilgreindar sem valkvæðar og hefur því illa gengið fyrir trans teymið að fá pláss á skurðstofum á Landspítala í heimsfaraldrinum. Trans konan Bríet Blær Jóhanns­ dóttir segir þetta skjóta skökku við en að hennar mati eru slíkar aðgerðir algjörlega lífsnauðsyn­ legar fyrir geðheilsu trans fólks. „Get ég lifað í tvö ár í viðbót? Þetta er rosalega þungt, að þurfa að bíða svona,“ sagði Bríet í viðtali við Fréttablaðið í janúar en sjálf hefur hún verið á biðlista eftir neðri aðgerð frá árinu 2020. Hætta á sjálfskaða og sjálfsvígum Ugla Stefanía er sammála því að kynleiðréttingaraðgerðir séu lífs­ nauðsynlegar enda skipti þær sköpum fyrir líkamlega og andlega heilsu trans fólks. Þegar hún gekk sjálf í gegnum kynleiðréttingarferli árið 2010 tók það hana tvö og hálft ár frá upphafi til enda, sem er tölu­ vert fjarri reynslu Bríetar. „Það sýnir sig líka bara í rann­ sóknum að þar sem fólk hefur greiðari aðgang að aðgerðum og þeirri þjónustu sem það þarf á að halda, því betri er geðheilsan. Því minna er um sjálfsvíg og því minni er sjálfskaði hjá þessum hópi. Þannig að þetta er svolítið einfalt reikningsdæmi en eitthvað sem mér finnst spítalinn ekki alveg gera sér grein fyrir. Mér finnst að trans fólk almennt hafi alltaf verið svo­ lítið vanræktur hópur í heilbrigðis­ kerfinu,“ segir Ugla. Elsa Bára tekur í sama streng og segir rannsóknir hafa sýnt að trans fólk sé í meiri hættu á sjálf­ skaða og sjálfsvígum en aðrir sam­ félagshópar. Þá segir hún það skipta miklu máli að fólk fái viðeigandi heilbrigðisþjónustu enda kveði lög um kynrænt sjálfræði á um að hver og einn einstaklingur hafi rétt til að skilgreina sína kynvitund sjálfur. Það sé því ekki á færi heilbrigðis­ starfsfólks að segja hver sé trans og hver ekki. „Þetta er bara eitthvað sem fólki er í sjálfsvald sett, hvernig það skilgreinir sig. Og að sjálfsögðu á það þá rétt á því að fá heilbrigðis­ þjónustu í samræmi við það. Okkar hlutverk í trans teyminu er ekki að segja hver eigi að fá þjónustu og hver ekki. Við erum bara að reyna að mæta þörfum fólks,“ segir Elsa Bára. n Trans fólk kom fyrir rúmri viku að bústað forsætisráðherra Breta í Lundúnum og krafðist þess að mismunun gagnvart hópnum yrði hætt. Fréttablaðið/Getty 8 Fréttir 18. febrúar 2022 FÖSTUDAGURFréttablaðið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.