Fréttablaðið - 18.02.2022, Blaðsíða 53

Fréttablaðið - 18.02.2022, Blaðsíða 53
Hinn svarti og klassíski skífusími fylgdi húsinu og nýtur sín vel. Unglingurinn vildi hafa graffítíverk á sínum vegg og fékk ósk sína uppfyllta. Appelsínukakan var ávallt til á heim- ilinu og geymd á eldhúseyjunni. Einstaklega vel tókst til við að blanda saman upprunalega stíl hússins og nýju. Ingunni og Reyni líður afar vel í húsinu og segja að þetta fallega hús hafi verið gefandi og skemmtilegt verkefni að fást við. hafa graffítíverk á sínum vegg þá bara höfum við það þannig,“ segir Reynir en parið er mjög hrifið af lifandi plöntum. „Það er hluti af þessum „mid- century modern“ stíl að hafa þær hér, við erum alveg að velja tegundir sem voru áberandi þá.“ Hjarta heimilisins slær í eldhús- inu sem er einstakleg vel heppnað. Það er stórt og mikið og rúmar vel alla í mat í borðkróknum því bekkurinn tekur lengi við. „Við borðum nær alltaf í eldhús- inu og krakkarnir læra líka mikið þar. Við erum virkilega ánægð með útkomuna og Hulda arkitekt á mikinn heiður skilinn. Hún horfði mjög til þess hvernig áður var innanstokks en létti mikið á því og sleppti efri skápum.“ Munu varðveita hefðir hússins Gaman er að segja frá því að fjöl- skyldan sem seldi þeim Ingunni og Reyni húsið leyfði þeim að halda nokkrum ljósum og hlutum sem tengjast sögu hússins. „Inni á baði er gamalt þvotta- bretti uppi á vegg og inni í stofu er rauðvínsflaska frá því að gömlu hjónin skáluðu með smiðunum í reisugillinu. Síðan varð mjög ánægjuleg tenging við fjölskylduna sem seldi okkur; þau voru að láta af hendi æskuheimilið og var ekki sama hvað yrði um húsið. Þau voru svo elskuleg að sýna okkur fullt af myndum frá gamla tímanum sem við nýttum inn í verkefnið. Þau hafa síðan komið og heimsótt okkur og skoðað breytingarnar og voru mjög ánægð að sjá það sem við höfum gert. Þau sögðu okkur fullt af sögum og kenndu okkur meira að segja að baka kökuna sem móðir þeirra hafði alltaf til handa þeim sem krökkum og við erum þegar byrjuð að æfa okkur í að baka hana. Þau sögðu okkur meðal annars þá skemmtilegu sögu að það hefði alltaf verið flaggað á afmælisdegi föður þeirra, en það kom í ljós að sá dagur er einmitt sami afmælisdagur og Ingunnar, 18. júlí. Við munum varðveita þessar hefðir, f lagga á afmælis- degi bóndans og baka reglulega appelsínuköku húsfrúarinnar,“ segja þau Ingunn og Reynir frá. Sagan á bak við kökuna „Börnin sem ólust upp í húsinu gáfu okkur uppskriftina frá móður þeirra. Appelsínukakan var ávallt til á heimilinu, hún var geymd á eldhúseyjunni og krakk- arnir fengu sér eina kökusneið eftir skóla. Við munum að sjálfsögðu halda í þá hefð og við vitum að börnin okkar munu ekki mótmæla henni,“ segja þau Ingunn og Reynir hamingjusöm. Appelsínukaka frú Margrétar 200 g smjör 200 g hveiti 200 g sykur 3 egg ½ tsk. lyftiduft Safi 1 appelsína 1 sítróna Smá sykur Rauðvínsflaskan frá því að gömlu hjónin skáluðu með smiðum 1954. Inni í flöskunni er handskrifaður miði með nöfnum allra smiðanna. Glæsilegur stigi er í húsinu og við stóran glugga. Fallegt veggteppið gerði Herdís Guðmunds- dóttir, móðir Ingunnar. Appelsínuglassúr (spari) 200 g flórsykur 1 msk. appelsínusafi og 1 msk. sítrónusafi ½ tsk. vanilla 1 msk. rjómi eða mjólk Smjör og sykur hrært saman. Eggjum bætt út í, einu í einu. Hveiti og lyftidufti bætt við í lokin. Setjið deigið í hringlaga form og bakið í ofni við 180°C í 25 mínútur. Safi kreistur úr appelsínu og sítrónu, og hitaður ásamt sykri og hellt yfir kökuna þegar hún er volg. Gott að raspa smá af appelsínunni og sítrónunni yfir kökuna. Það er hægt að útbúa appelsínuglassúr fyrir þá sem vilja, en þá verður hún sætari. Það er meira spari. Öll hráefni eru sett saman í skál og hrært. Ef þið viljið hafa áferðina þunna, þá bætið þið rjóma eða mjólk út í. n Við munum varð- veita þessar hefðir, flagga á afmælisdegi bóndans og baka reglu- lega appelsínuköku húsfrúarinnar. Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir Arinninn í stofunni er mikil heimilisprýði og er kveikt upp í honum nánast daglega. kynningarblað 7MATUR OG HEIMILIFÖSTUDAGUR 18. febrúar 2022
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.